Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
✝ Hlíf Ólafsdóttirfæddist á Brim-
ilsvöllum á Snæ-
fellsnesi 23. nóv-
ember 1927. Hún
lést á sambýli aldr-
aðra í Roðasölum
30. maí 2012, þar
sem hún dvaldist í
skamma stund til
hvíldar.
Foreldrar henn-
ar voru Kristólína
Kristjánsdóttir frá Norður-Bár í
Eyrarsveit, f. 4. ágúst 1885, d.
29. nóvember 1960, og Ólafur
Bjarnason, frá Hofi á Kjal-
arnesi, bóndi og hreppstjóri á
Brimilsvöllum, f. 10. apríl 1889,
d. 3. ágúst 1982. Systkini Hlífar:
Sigurður Ólafsson, f. 7. mars
1916, lyfsali í Reykjavík, d. 14.
ágúst 1993. Rögnvaldur Ólafs-
son, f. 18. júlí 1917, fram-
kvæmdastjóri á Hellissandi, d.
24. nóvember 1994. Hrefna
Ólafsdóttir, f. 26. apríl 1919, d.
6. janúar 1934. Björg Ólafs-
dóttir, f. 19. mars 1921, hús-
móðir í Reykjavík, Bjarni Ólafs-
son, f. 30. janúar 1923, póst- og
símstjóri í Ólafsvík, d. 3. maí
2010, Kristján Ólafsson, f. 7.
aði landbúnaðarstörf fram til
ársins 1950 en hóf þá störf sem
tæknilegur aðstoðarmaður í re-
ceptur hjá Sigurði bróður sínum
í Reykjavíkurapóteki. Hún vann
þar fram til ársins 1960 og flutt-
ist þá til Kaupmannahafnar þar
sem hún vann við sömu störf hjá
Gammel Torvs Apotek. Á ár-
unum 1961 og 1962 vann hún við
blóðrannsóknir á Statens Serum
Institut í Kaupmannahöfn. Frá
1963 til starfsloka árið 1993 var
Hlíf deildarmeinatæknir hjá
Sauðfjárveikivörnum á Til-
raunastöð Háskólans á Keldum.
Hún fékk ráðherrabréf til full-
gildingar starfsréttinda sem
meinatæknir árið 1974. Það
starfsheiti breyttist svo árið
2005 og var Hlíf eftir það líf-
eindafræðingur. Þau Magnús og
Hlíf bjuggu í Reykjavík, lengst
af á Bollagötunni. Þau voru þó í
nokkur ár búsett í Ísrael þar
sem Magnús starfaði fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar. Hlíf var mikil
ferða- og útivistarkona og
stundaði skíðaíþróttina af kappi
fram yfir áttrætt og var þar
mörgum fyrirmynd. Hún var fé-
lagi í Jöklarannsóknarfélagi Ís-
lands og fór í margar jöklaferð-
ir.
Útför Hlífar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 7. júní
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
október 1924, d. 7.
október 1945.
Miðvikudaginn
fyrir páska, 25.
apríl 1964, gekk
Hlíf að eiga Magn-
ús Hallgrímsson
verkfræðing, f. 6.
nóvember 1932.
Foreldrar Magn-
úsar voru: Hall-
grímur Einarsson,
f. 20. feb. 1878,
myndasmiður á Akureyri, d. 26.
sept. 1948, og Laufey Jóns-
dóttir, f. 7. okt. 1907, húsmóðir á
Akureyri, d. 10. ág. 1953. Börn
Hlífar og Magnúsar eru: 1)
Hörður, f. 1965, maki: Linda
Björk Þórðardóttir, börn: Óskar
Magnús, f. 2000, Ásta Hlíf, f.
2002. 2) Hallgrímur, f. 1966,
maki: Elín Sigurveig Sigurð-
ardóttir, börn: Snædís, f. 2002,
Magnús Snær, f. 2005, Halldís
Ylfa, f. 2009.
Hlíf ólst upp í foreldrahúsum
á Brimilsvöllum og stundaði
nám í farskóla í Fróðárhreppi í
tvö ár. Hún lauk síðan gagn-
fræðaprófi úr Flensborgarskóla
í Hafnarfirði eftir nám á ár-
unum 1944 til 1947. Hún stund-
Skemmtileg kona er kvödd í
dag. Hlíf móðursystir mín, eða
Dedda, fór um margt óvenju-
legar leiðir í sínu lífi miðað við
fólk af hennar kynslóð. Yngst
sjö fjörmikilla systkina frá
Brimilsvöllum á Snæfellsnesi
þurfti hún tíðum sem barn að
standa fast á sínu til vera talin
marktæk og að fá að vera með.
Slíkt er hlutskipti þeirra
yngstu. Dedda varð sjálfstæð
ung kona, menntaði sig sem
meinatæknir, ferðaðist og vann
erlendis og fór ekki að viðtekn-
um venjum í útliti og fatastíl.
Hún kynntist ekki lífsförunautn-
um fyrr en hún var komin hátt
á fertugsaldur. Og Maggi er
ekki neitt venjulegt eintak held-
ur. Verkfræðingur, sem gekk á
jökla, talaði norðlensku, borðaði
hrátt hangikjöt og úldna osta og
kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn.
Fæstu af þessu hafði stórfjöl-
skyldan kynnst áður. Synina
Hörð og Hallgrím eignaðist hún
sem háöldruð kona í augum 10
ára gamals systursonar, á 38. og
39. aldursári.
Heimili Deddu og Magga í
Ljósheimum og síðar Bollagötu
var ævintýraheimur þar sem
hægt var að kynnast munum,
myndum og bókum frá fjarlæg-
um löndum sem þau höfðu sank-
að að sér á heimshornaflakki
sínu. Maggi var eftirsóttur
starfsmaður hjá Rauða kross-
inum og Sameinuðu þjóðunum
við að skipuleggja flóttamanna-
búðir á stríðshrjáðum svæðum
eða illa förnum vegna náttúru-
hamfara og Dedda var aldrei
langt undan. Þau tileinkuðu sér
og sögðu frá framandi siðum og
venjum og hjá þeim borðaði
maður fyrst sterkkryddaða
pottrétti frá Miðausturlöndum,
lambalæri eldað á norðurafrísk-
an máta, drakk rótsterkt kaffi
og framandi te. Dedda var
íþróttakona góð vel fram yfir
sjötugt, stælt og grönn, gekk á
fjöll og renndi sér hratt og vel á
skíðum. Í Hlíðarfjalli gekk hún
um tíma undir nafninu „gula
hættan“ brunandi um brekkurn-
ar í heiðgulum skíðagalla. Hún
setti eitt sinn tímatöku á Skíða-
móti Íslands í uppnám þegar
hún renndi sér óvart á fullri
ferð yfir marklínuna í stórsvigi
á leið sinni niður á hótel til að
ná ellefubjórnum. Bros hennar
bræddi mótstjórn, sem var ekki
skemmt, og urðu engin eftirmál.
Dedda var góð mamma,
amma, frænka og systir. Hún
og Björg móðir mín voru bestu
vinkonur og hvor annarri ómet-
anlegar í blíðu og stríðu. Ein-
hver skemmtilegasta minning
mín um Deddu er þegar við Ás-
laug fengum þær systur með
okkur í langa helgarferð til
Kaupmannahafnar haustið 2006.
Mamma var þá 85 ára, Dedda
að verða 79. Þar var Dedda á
heimavelli. Öl á Hvids vinstue,
steikt rauðspretta á Cafe Sor-
genfri, Borsen, týnd sólgleraugu
og gleymd veski út um alla
borg, hlátursköst, gloss og al-
mennt fjör og vitleysa. Syst-
urnar frá Brimilsvöllum í hnot-
skurn.
Síðustu æviár Deddu voru
henni á margan hátt erfið. Lík-
aminn var orðinn mjög lélegur
og hún var oft sárkvalin af gigt
og bakverkjum. Maggi sinnti
Deddu sinni af einstakri um-
hyggju og þolinmæði síðustu
misserin og sýndi svo um mun-
aði hvaða mann hann hefur að
geyma. Minning um góða og
skemmtilega konu lifir. Hvíl þú
í friði elsku Dedda.
Kristján Sigurjónsson
(Diddi).
Í dag kveðjum við Hlíf föð-
ursystur mína. Hlíf var yngst
sjö barna afa míns og ömmu á
Brimilsvöllum. Meðal ættingja
og vina var hún oftast kölluð
Dedda en í seinni tíð notaði ég
þó oftast hennar eigið skírnar-
nafn. Eins og algengt var á síð-
ustu öld notuðu börn til sveita
sína eigin heimatilbúnu leiki.
Fyrir utan kindabein í stað nú-
tíma leikfanga var oft notast við
alls kyns líkamlega tjáningu
eins og grettur og flaut en einn-
ig voru sagðar sögur og farið
með vísur, einkum þulur. Þegar
Dedda kom í heimsókn, hvort
sem það var í sveitinni hjá afa
og ömmu eða í öðrum fjöl-
skylduboðum, hópaðist yngsta
kynslóðin í kringum hana, hékk
utan á henni eins og apar á apa-
mömmu, kyssti hana og faðm-
aði. Dedda frænka var svo góð
og skemmtileg. Hún var sannur
gleðigjafi. Hún var líka í uppá-
haldi hjá mínum börnum þegar
þau komu til sögunnar. Dedda
átti sína uppáhalds þulu sem
hún var óþreytandi að fara með,
ví-va-vúlla-púdda. Þegar ég var
sjö ára tókst mér að hnoða sam-
an þuluna um sultubrauðið. Sú
þula er aðallega eftirminnileg
fyrir það hvað Deddu þótti hún
skemmtileg.
Magnús og Hlíf voru á sí-
felldum þeytingi innanlands sem
utan. Þau fóru til fjarlægra
landa og heimsóttu m.a. Galapa-
gos eyjar en þar er fegursti
staður á jarðríki eins og Hlíf
orðaði það. Þau fóru í óteljandi
skíðaferðir, m.a. upp í Tindfjöll,
og til útlanda. Hlíf skrapp í
skíðaferðalag tæplega áttræð
eins og unglingur væri. Ekkert
kom manni á óvart. Á undan-
förnum árum kíktu Magnús og
Hlíf reglulega í heimsókn til
mín og var þá jafnan glatt á
hjalla við eldhúsborðið. Síðustu
árin fór heldur að halla undan
fæti, heilsan fór að bila. Hlíf
mun þó hafa verið með allra
besta móti þegar hún féll
skyndilega frá í síðustu viku.
Hennar verður sárt saknað.
Elsku Maggi, Hörður, Hall-
grímur og fjölskyldur. Ég votta
ykkur innilega samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Jón Sigurðsson (Jonni).
Þá hefur elskuleg frænka mín
hún Hlíf kvatt þennan heim.
Hún kvaddi snöggt, sem var
kannski alveg í hennar stíl, ætíð
snör í snúningum og frá á fæti í
lifanda lífi.
Hún Hlíf eða Dedda eins og
ég kallaði hana alltaf var eig-
inlega þriðja amman mín. Við
bjuggum í sama húsi öll ung-
lingsárin mín og ég var algjör
heimagangur hjá henni og
Magga. Það var ekki amalegt að
fá að gramsa í öllu dótinu henn-
ar. Hún var nefnilega svo rosa-
lega smart alltaf. Það var ekki
að sjá að hún væri ca. 50 árum
eldri en ég. Mann langaði hrein-
lega að eiga allt í fataskápnum
hennar. Svo átti hún býsnin öll
af alls kyns glingri frá öllum
heimshornum, en eins og allir
vita höfðu þau hjónin ferðast
heimshorna á milli og sankað að
sér svo fallegum hlutum á ferða-
lögum sínum.
Hún Dedda var engum lík og
langt fram yfir áttrætt var hún
á faraldsfæti og lét ekkert
stoppa sig. Það er frekar hægt
að telja upp þau lönd sem þau
hafa ekki heimsótt. Í seinni tíð
fóru þau hjónin á skíði a.m.k.
einu sinni á ári og við fjölskyld-
an slógumst einu sinni í för með
þeim. Það var sko eftir þeirri
gömlu tekið í brekkunum enda
skíðastíllinn ekkert slor.
Dedda var hressust af öllum,
hló hátt, brosti breitt og var
hrókur alls fagnaðar og þau
Maggi voru svo sannarlega
glæsileg hjón og svo óskaplega
samrýnd.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Maggi minn, Hörð-
ur, Hallgrímur og fjölskyldur.
Ykkar frænka,
Björg (Bagga litla).
Við systkinabörnin á Völlum
kölluðum hana Hlíf alltaf
Deddu. Hún var yngst af systk-
inunum og var ólofuð þegar við
krakkarnir vorum í sveitinni á
6. áratugnum. Hún var alltaf
hress og kát og var mikill vinur
okkar allra. Móðir mín, Björg,
og hún voru afar nánar systur
alla tíð og dvaldi hún mikið á
heimili okkar. Hún var mér því
eins og önnur móðir. Hún giftist
þegar ég var orðin unglingur og
átti fljótlega strákana sína. Ég
passaði þá oft, bæði í Breiða-
gerðinu og í Ljósheimum. Síðar
styrktist sambandið enn meir
þegar við Siggi fluttum á Bolla-
götuna og bjuggum á hæðinni
fyrir neðan þau í sjö ár. Þau
tengsl sem mynduðust þá á milli
fjölskyldnanna voru afar góð og
brá aldrei skugga á þá sambúð.
Við ferðuðumst saman – fórum
á skíði og í gönguferðir og það
var gaman að ganga á fjöll með
Deddu. Hún hljóp upp brekk-
urnar, hvíldi sig á milli og var
alltaf léttust á sér. Maggi var
með allt annan stíl því hann
kom hægt og sígandi á eftir og
stoppaði aldrei. En þótt þau
Maggi væru ólík að þessu leyti
og öðru voru þau alltaf mjög
samhent og hamingjusöm. Þau
voru ótrúlega áhugasöm og dug-
leg að hreyfa sig og tóku strák-
ana alltaf með svo það er ekki
skrýtið að synirnir skuli hafa
smitast af fjallabakteríunni. Þau
heimsóttu okkur þegar við vor-
um í námi á Bretlandi og við
fórum til þeirra til Ísraels í
ógleymanlega ferð. Dedda var
góð manneskja, með ákveðnar
skoðanir, rösk og stundum dálít-
ið hvatvís en það var skemmti-
legur eiginleiki í hennar fari.
Við áttum margt sameiginlegt
og hún var alltaf mikil vinkona
mín. Ég mun sakna hennar en
er þakklát fyrir allan þann tíma
sem við höfum átt saman.
Kveðja til fjölskyldunnar og þá
sérstaklega til Magga því missir
hans er mikill.
Hrefna.
Hlíf var einstök og góð mann-
eskja, sem okkur langar að
minnast hér með nokkrum orð-
um.
Á árunum í kringum 1980 átt-
um við heima á neðri hæðinni á
Bollagötu 3, nokkrir óharðnaðir
unglingar utan af landi, komnir
í höfuðstaðinn að sækja okkur
menntun. Uppi á lofti bjuggu
Hlíf og Maggi ásamt sonum sín-
um. Hjónin á efri hæðinni voru
komin lengra í tilverunni en við,
svo ekki hefði komið á óvart
þótt samskiptin hefðu orðið yf-
irborðsleg og fjarlæg hjá svo
ólíkum hópum. En þau Hlíf og
Magnús tóku okkur frá fyrstu
stundu sem jafningjum og höfðu
alltaf tíma aflögu handa okkur.
Okkur fannst það eðlilegt þá, en
eftir á að hyggja var það ekki
sjálfgefið. Heimilislífið á efri og
neðri hæð rann oft saman og
nutum við góðs af því. Við vor-
um ávallt velkomin upp til
þeirra, ýmist til að horfa á sjón-
varpið, borða, eða bara til að
spjalla. Hlíf var hvetjandi við
okkur og ef á þurfti að halda
var hvergi betra að leita ráða en
hjá henni. Hún var laus við for-
dóma og vandlætingar, tilgerð
og smámunasemi. Við munum
hana ekki öðruvísi en káta og
jákvæða og alltaf var hún til í
eitthvað skemmtilegt. Heimilis-
haldið endurspeglaði afslappað
og glaðlegt viðmót hennar og
jafnframt smekklegheit á allan
hátt. Hlíf kenndi okkur sitthvað
í matargerð enda var hún sífellt
að prófa alls kyns framandi
rétti, ræktaði kryddjurtir, bak-
aði fjölmargar gerðir brauða og
franska lærið og chiliréttirnir
hennar hafa sett svip sinn á
okkar matargerð. Hlíf og Maggi
kunnu að njóta lífsins og virtist
okkur líf þeirra sem samfellt
ævintýri, fjallgöngur, skíðaferð-
ir og ferðalög bæði um Ísland
og fjarlægar heimsálfur. Enginn
hversdagsleiki var þar á ferð.
Vinátta hennar var einlæg og
endalaus og eigum við henni
margt að þakka. Innilegar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Sigurkarl, Sigurborg og
Anna Kristín.
Hlíf Ólafsdóttir lífmeinafræð-
ingur frá Brimilsvöllum á Snæ-
fellsnesi hefur kvatt þennan
heim, eftir langvinnt lokastríð
við þann, sem ekkert gefur eft-
ir. Hún var samstarfskona mín
á Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði að Keldum um langt
árabil eftir að ég hóf störf þar
árið 1963.
Hlíf var kappsfull, afkasta-
mikil og vel verki farin. Fas
hennar var þannig að öllum
þótti vænt um hana fyrir lífs-
gleðina sem smitaði yfir á allt
og alla samverkamenn hennar,
hláturmild í besta lagi og gam-
ansöm. Hún bar sig vel, var
léttbyggð, í meðallagi há og
kvik í hreyfingum, bláeyg,
dökkhærð. Áhugamál hennar
voru fjölbreytt. Hún var ferða-
fús, félagi í jöklarannsókna-
félaginu og stundaði rannsókna-
vinnu með félögum sínum á
jöklum með sama kappi og á
rannsóknarstofunni á Keldum.
Ég minnist hennar með hlýju
og þökk fyrir samvinnuna og
bið blessunar fólki hennar öllu,
sem misst hefur mikið, ekki síst
maður hennar Magnús Hall-
grímsson verkfræðingur, en þau
voru samrýnd í besta máta og
fylgdust jafnan að, hvort heldur
sem var í ferðum um byggðir,
hálendi eða jökla landsins. Hún
studdi og stóð þétt við hlið
manns síns í langdvölum í Aust-
urlöndum, þar sem Magnús
sinnti merkilegum verkefnum
við uppbyggingu eftir stríðs-
hörmungar og var krossaður
síðar fyrir störf sín.
Hlýjar samúðarkveðjur sendi
ég ástvinum, ættingjum og sam-
verkamönnum á Keldum og
annars staðar.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Hún Hlíf er farin heim. Þann-
ig komst Magnús vinur minn
Hallgrímsson að orði þegar
hann tilkynnti mér andlát eig-
inkonu sinnar. Magnús notaði
þar tungutak og málvenju skáta
þegar þeir lýsa ferðinni yfir
móðuna miklu til sólheima enda
vinur minn landsþekktur skáti.
Kynni mín af þeim hjónum
hófust fyrir réttum 40 árum í
júní 1972 þegar sá er þetta ritar
hóf ungur störf á verkfræðistof-
unni Hönnun þar sem fyrir voru
margir reyndir verkfræðingar
og þeirra á meðal Magnús. At-
vik höguðu því svo að við Magn-
ús unnum mikið saman í verk-
efnum sem tengdust byggingu
háspennulína fyrir Landsvirkj-
un. Magnús var meistari okkar
yngri verkfræðinganna og
stýrði liði sínu af mikilli þekk-
ingu og röggsemi. Við nánari
kynni af Magnúsi varð ég þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kynnast
hans ágætu eiginkonu Hlíf
Ólafsdóttur sem ættuð var frá
Brimilsvöllum á Snæfellsnesi.
Þau kynni áttu síðan eftir að
þróast yfir í einlæga vináttu við
þau hjón bæði. Sú vinátta hefur
orðið mér dýrmætt veganesti á
lífsleiðinni.
Hlíf var í senn einstaklega
hispurslaus og ærleg. Það var
gaman og gefandi að hitta hana
og ræða við hana um menn og
málefni. Hún ræddi mál af
hreinskilni og skoðanir hennar
fóru ekki á milli mála. Hún var
sterkur persónuleiki og mikill
gleðigjafi og tók gjarnan yfir
sviðið í margmenni og þar var
Magnús aldrei langt undan. Ég
veit fá dæmi þess að hjón hafi
verið svo samrýnd sem þau Hlíf
og Magnús og voru þau oftar en
ekki nefnd í sömu andrá.
Það er gott að geta litið til
baka yfir 40 ára farinn veg og
ornað sér við góð og gjöful
kynni við Hlíf. Þar bar aldrei
skugga á. Fyrir það ber að
þakka. Ég færi Magnúsi vini
mínum, sonum þeirra hjóna og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur frá mér og
mínum.
Þorgeir J. Andrésson.
Hlíf Ólafsdóttir
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri
hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. –
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Addi var orðinn þreyttur.
Hann sagði mér einu sinni að
Guðjón Arnór
Árnason
✝ Guðjón ArnórÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 13.
júní 1916. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 8.
maí 2012.
Útför Arnórs fór
fram frá Holts-
kirkju í Önund-
arfirði 19. maí
2012.
hann héldi að hann
yrði 101 árs en hann
hafði orð á því fyrir
um mánuði að hann
myndi ekki ná því.
Nú er hann kominn
í draumalandið sem
hann var búinn að
spekúlera svo mikið
í. Við töluðum mikið
um það eftir að
hann fluttist yfir á
Dvalarheimilið
Tjörn á Þingeyri, frá Sólborg á
Flateyri í janúar 2011. Þá var
hann kominn hring, því hann ólst
upp í Dýrafirði en þurfti að
dvelja á Þingeyri sem ungur
maður vegna slyss sem hann
varð fyrir 1939. Hann þekkti
gömlu húsin sem standa enn,
sum höfðu speglast í gegnum
herbergisgluggann í spegilinn á
veggnum. Hann lá fótbrotinn í
rúminu. Síðastliðið sumar, 62 ár-
um seinna, fór hann margar
ferðir um Þingeyrina á rafskutl-
unni og skoðaði sig um. Hann
bar Flateyri og Þingeyri saman,
fann kosti og galla á báðum stöð-
um. En hann vildi hvíla í Önund-
arfirði, það var alveg öruggt.
Honum fannst gaman að spjalla
og það var alveg unun að hlusta á
allan orðaforðann sem hann
hafði, kjarnyrt íslenska. Hann
fór aldrei í skóla en var vel les-
inn. Við gátum talað um allt og
hann lét mig lýsa fyrir sér starf-
inu mínu, kennslunni. Honum
fannst mikið til þess koma þegar
ég færði honum eðlisfræðibæk-
urnar sem eru kenndar í dag.
Hann las þær, sagðist þekkja
sumt en annað hefði hann aldrei
heyrt um. Mér fannst það ólík-
legt. Hann gat líka lesið ensku
og dönsku, brá þeim stundum
fyrir sig og hafði gaman af. Næst
síðasta skiptið sem ég fór til hans
kvaddi ég hann með því að segja:
„Við sjáumst, Addi minn,“ Hann
svaraði: „Já, next time.“
Þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar Addi minn, þín sýn á
lífið hefur fylgt manni frá upp-
hafi, svo vinnur hver og einn úr
því á sinn hátt. Hvíldu í friði.
Þín bróðurdóttir,
Guðrún Rakel
Brynjólfsdóttir.