Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Óánægjuraddir hafa heyrst eftir að stjórnendur WOW air þjónuðu um borð í jómfrúarferð félagsins. Flug- þjónar þurfa að standast strangar kröfur til að fá starfsleyfi enda fel- ur starf þeirra einnig í sér öryggis- gæslu. Að sögn Valdísar Ástu Að- alsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar Íslands, heyrir málið ekki undir Flugmálastjórn Ís- lands þar sem WOW air er ferða- skipuleggjandi sem tilheyrir lithá- íska flugfélaginu Avion Express. „Starfsemi Avion Express er undir eftirliti flugmálayfirvalda í Litháen. Flugmálastjórn Íslands er ekki kunnugt um hvaða þjálfun stjórnendur Wow Air eða Avion Ex- press hafa hlotið.“ Valdís segir að samkvæmt gild- andi reglum í Evrópu þurfi að vera lágmarksfjöldi öryggis- og þjón- ustuliðs um borð og að brot á því hafi ekki borist þeim til eyrna. davidmar@mbl.is Stjórnend- ur sem flugþjónar  Fellur undir yfir- völd í Litháen Jómfrúarferð Stjórnendur þjónuðu farþegum í fyrsta fluginu. Farþegaskipið Ventura er í jómfrú- ferð sinni til Íslands og er vænt- anlegt að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið. Ventura er 116.017 brúttótonn og næst- stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í sumar. „Þetta er mikið skip,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóa- hafna, en það var tekið í notkun 2008, tekur um 3.100 farþega í tveggja manna klefum á 15 hæðum auk þess sem 1.239 manns eru í áhöfn. Í skipinu eru meðal annars fjórar sundlaugar, æfingasalur, 12 veitingahús og kvikmyndasalur/ leikhús sem tekur 785 manns í sæti. Reykjavík og Akureyri Ventura lagði af stað frá South- ampton 3. júní í tveggja vikna ferð og var í Dublin 5. júní. Skipið heldur frá Reykjavík klukkan 18 annað kvöld áleiðis til Akureyrar og fer þaðan til Noregs en viðkomustaðir þar eru Álasund, Olden, Bergen og Stavanger. Þaðan verður siglt til Belgíu og ferðinni lýkur í Southamp- ton 17. júní. Ágúst segir að þjónusta við skemmtiferðaskipin og farþegana sé í föstum skorðum. Margir noti dag- inn og fari í ferðir þar sem „Gullni hringurinn“ – Þingvellir, Geysir og Gullfoss – og Bláa lónið séu vinsæl- ustu staðirnir. steinthor@mbl.is Eitt stærsta skipið á leiðinni Skemmtiferðaskip Ventura er væntanlegt að Skarfabakka í fyrramálið.  Skemmtiferðaskipið Ventura til Reykjavíkur í fyrramálið  Um 3.100 farþegar og um 1.200 í áhöfn á fimmtán hæðum Í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 7. júní, hefjast kvöldgöngur í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þá mun rithöfund- urinn Einar Kárason ræða um landnámið, Þing- velli og sögurnar, eins og segir í tilkynningu. Einar ritaði m.a. bækurnar Óvina- fagnað og Ofsa sem byggjast á per- sónum Sturlungaaldar. Í gönguferð- inni fjallar hann um tengslin við Þingvelli en flakkar einnig um í tíma og ræðir aðra sögulega atburði sem gerst hafa á Þingvöllum. Gönguferðin hefst klukkan 20.00 og tekur um tvo tíma og eru allir vel- komnir. Fyrstu fimmtudags- kvöldgöngurnar byrja við Valhall- arreitinn en þaðan verður gengið í Almannagjá og að öðrum stöðum. Hægt er að skoða frekar dagskrá á vef þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Gengið um Þingvelli með Einari Kárasyni Einar Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.