Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi hafa stórauk- ist síðastliðin fimmtíu ár en horfur kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein eru til að mynda hvergi betri í heiminum en hér á landi. Hins vegar hefur krabbameins- tilfellum fjölgað á sama tíma, og hættan á því að greinast með krabbamein aukist um 1% á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Krabbameins- skrárinnar, „Krabbamein á Íslandi“, en þar má finna allar helstu upplýs- ingar um faraldsfræði krabbameina á Íslandi frá því að Krabbameins- skráin tók til starfa 1954 til ársins 2010. Í dag eru líkurnar á því að ís- lenskur karlmaður greinist með krabbamein fyrir 80 ára aldur 42% og íslensk kona 34%. Tíðni krabba- meina hefur aukist meðal annars vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar en á móti kemur að hlutfall þeirra sem hafa látist af völdum krabbameina fimm árum eftir greiningu hefur minnkað úr 70% í 35%. „Það er sem betur fer þannig að það að greinast með krabbamein í dag er ekki eins skelfilegt og það var fyrir fimmtíu árum, þetta er gjörbreytt. Nú getum við sagt að tveir af hverjum þremur lifi sitt krabbamein af,“ segir Jón Gunn- laugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar, en hann og Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár- innar, eru höfundar bókarinnar. Byrjuðu að reykja fyrr Jón segir Íslendinga geta unað vel við árangur sinn í baráttunni gegn krabbameini en horfur krabbameinssjúklinga hér á landi séu með því besta sem gerist í heiminum. Mikið hafi áunnist síð- ustu áratugi en í kringum 1960 var tíðni lungnakrabbameins í konum til að mynda hvergi hærri en á Íslandi. „Tíðni lungnakrabbameins byrj- aði að aukast á Íslandi mun fyrr en til dæmis annars staðar á Norður- löndum og það er örugglega vegna þess að konur hér á landi byrjuðu að reykja miklu fyrr en kynsystur þeirra þar, hvort sem það tengdist hersetu, erlendum áhrifum eða öðru. Núna hefur hins vegar mikið dregið úr reykingum og línurit yfir nýgengi sýna að tíðnin er hætt að aukast og hugsanlega farin að minnka,“ segir Jón. Hann segir forvarnir og áróður gegn reykingum hafa skipt sköpum og það sé tilfinning þeirra sem komi að krabbameinsmálum að herferðir gegn ljósabekkjanotkun hafi einnig skilað sínu og átt þátt í því að til- fellum sortuæxla hjá ungum konum hafi fækkað á síðustu árum, eftir að hafa fjölgað gríðarlega, einkum frá um 1990. Tíðni annarrar tegundar krabbameins, magakrabbameins, hefur einnig lækkað stórkostlega, eða um tæplega 90%, en það ber hins vegar að þakka breyttum lífs- háttum þjóðarinnar. „Eins og við lítum á krabbamein núna þá er þetta mikið samspil um- hverfisþátta, á borð við mataræði, og svo erfða. Erfðir koma klárlega við sögu hvað varðar flest krabba- mein en mismikið. Þróun maga- krabbameinsins er forvitnileg því meinafræðilega skiptum við maga- krabbameini í tvær megingerðir. Önnur gerðin hefur verið meira tengd við umhverfisáhrif eins og fæðu og fleira en hin meira tengd erfðum, og þegar magakrabbamein á Íslandi er skoðað þá fer tíðni þess- arar gerðar sem tengist umhverfis- áhrifum hríðlækkandi en tíðni þeirr- ar sem tengist erfðum helst stöðugri. Og þetta hjálpar okkur við að segja að það sé eitthvað í um- hverfinu sem hafi breyst og þá til dæmis þetta með matvælin,“ segir Jón. Kenningar séu uppi um að minni neysla saltaðs og reykts kjöts, í kjölfar þess að ísskápar og frystar komast í almenna eigu, og aukin neysla ávaxta og grænmetis, hafi átt stóran þátt í þessari þróun. Gott heilbrigðiskerfi Jón segir tölur um þróun krabba- meins á Íslandi sýna að heilbrigð- iskerfið skili góðum árangri en standa þurfi vörð um það og halda áfram á sömu braut. Íslendingar verði að vera duglegir við að fylgj- ast með nýjum rannsóknum, lyfjaþróun og framförum í skurð- aðgerðum en þá geti þeir vænst þess að ná enn betri árangri í fram- tíðinni. Hann segir skimun eftir brjósta- krabbameini og leghálskrabbameini hafa skilað afar góðum árangri og rök hnígi að því að skima eftir rist- ilkrabbameini. Til þess þurfi þó fjármuni. Þá segir hann það hafa sýnt sig að áminningar um skimanir skili sér í betri mætingu en Krabba- meinsfélagið hafi ákveðnar áhyggj- ur af minnkandi mætingu. „Það er einhvern veginn þannig að ef maður finnur ekkert að sér, er maður ekkert að hugsa mikið út í sjúkdóma, og kannski allt í lagi með það. En ef maður veit um sjúkdóma sem geta verið lúmskir og virkileg- ur ávinningur er af að uppgötva snemma, þá finnst manni vert að minna fólk á það,“ segir Jón. Bókinni „Krabbamein á Íslandi“ er ætlað að vera fróðleiksnáma fyrir almenning og ráðamenn, ekki síður en fræðimenn, og verður meðal ann- ars dreift í bókasöfn. Hún er fáan- leg hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð og verður í framtíðinni aðgengileg á pdf-formi á heimasíðu Krabbameinsskrárinnar, krabba- meinsskra.is. Tveir af hverjum þremur hafa sigur  Krabbameinsskráin gefur út bók um krabbamein á Íslandi  Allt annað að greinast í dag en fyrir fimmtíu árum  Samspil umhverfisþátta og erfða  Hafa áhyggjur af minnkandi mætingu í skimun Morgunblaðið/Styrmir Kári Fróðleikur Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir með ritið „Krabbamein á Íslandi“ sem kemur nú út í þriðja sinn, uppfært og endurritað. Meðalfjöldi árlegra greininga 5 ára hlutfallsleg lifun (%) Karlar 2005-2009 1957-1966 1997-2006 Blöðruhálskirtill 220 35 85 Lungu 78 15 13 Ristill 56 54 62 Þvagvegir og þvagblaðra 53 35 78 Húðkrabbamein, önnur en sortuæxli 35 76 91 Konur Brjóst 195 60 90 Lungu 74 4 15 Ristill 46 30 61 Húðkrabbamein, önnur en sortuæxli 31 93 99 Sortuæxli í húð 30 59 94 5 algengustu krabbamein í körlum og konum Heimild: Krabbameinsskrá Krabbamein » Fyrir hálfri öld var tíðni magakrabbameins á Íslandi með því hæsta í heimi en hún hefur nú minnkað um tæp 90%. » Á árunum 2006-2010 greindust að meðaltali 1.397 einstaklingar á ári með krabbamein á Íslandi, 737 karl- ar og 660 konur. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 „Maður finnur fyrir miklum stuðn- ingi alls staðar, nema auðvitað hjá ráðherra,“ segir Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar. Starfsemi skólans verður lögð niður nú að skólaárinu loknu vegna synj- unar menntamálaráðuneytisins um nýjan þjónustusamning. Í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu segir að synj- unin byggist á skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd þjónustusamnings við Hraðbraut, áliti menntamálanefndar Alþingis og viðræðum milli forsvarsmanna skól- ans og ráðuneytis. Um 100 nemendur stunda nám við skólann. Aðspurður hvað geti orðið til þess að skólinn verði opnaður á ný, segir Ólafur að „annaðhvort verði al- gjör umskipti í viðhorfi ráðherra eða þá að í staðinn kemur nýr. Óraunhæft er að búast við kúvendingu hjá þess- um ráðherra og þess vegna lítum við bara til embættisskipta.“ Að sögn Ólafs liggur vandinn ekki í rekstri Hraðbrautar. „Skólinn hefur sannað sig og reksturinn gengið vel. Allar forsendur eru þannig til áframhald- andi reksturs. Hann sinnir sérstök- um þörfum, bæði hjá yngri nemend- um og síðan þeim sem hafa misstigið sig á lífsleiðinni og vilja koma aftur í framhaldsskóla. Seinni hópnum hentar gjarnan illa að taka 4 ár í framhaldsskóla eða jafnvel 6 ár í kvöldskóla. Mikil- vægt er að skólinn fái áfram að sinna þörfum allra þess- ara einstaklinga,“ segir Ólafur. Að- spurður hvaða sjónarmið hann telji liggja að baki synjuninni er svarið einfalt: „Pólitík. Ráðherra einfald- lega hugnast ekki einkarekinn fram- haldsskóli í einkaeigu.“ Að sögn Ólafs er reksturinn á ábyrgð hans sjálfs, „skólinn er rekinn með persónulegri ábyrgð okkar hjóna þannig að allar eigur okkar eru undir. Hér er því ekki um að ræða ábyrgðarlaust hlutafélag, heldur er allt okkar undir gagnvart rekstrinum.“ Töluverður hluti nemenda útskrifast á næstu dögum en reynt verður að aðstoða aðra við að tryggja sér skólavist ann- ars staðar. Ólafur Haukur er ekki af baki dottinn. „Við höldum áfram að vinna að því að tryggja framtíð skól- ans og tökum upp þráðinn eins fljótt og auðið er.“ Rekstur Hrað- brautar á enda  „Ástæðan pólitísk,“ segir skólastjóri Ólafur Haukur Johnson JAZZDANS og PÚL 16+ Námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa áhuga á að koma sér í gott form. • Kennt er 4x í viku 75 mín. Tímar kl.17:35 mánudaga – fimmtudaga. • Tímabil: 12. júní – 25. júní • Kennarar eru: Gerður Guðjónsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir. Verð á námskeiði: 10.000 kr. BALLETT OG NÚTÍMADANS, 8.-15. ágúst Krefjandi námskeið fyrir framhaldsnemendur frá 14 ára aldri. Fjölbreytt og kraftmikil dansnámskeið í sumar! Sumarnámskeið hjá DANSSTUDIO JSB Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Skráning í síma 581 3730 og á jsb.is • 6 skipti, tvöfaldir tímar - 90 mín. ballett og 75 mín. nútímadans. • Tímar kl. 16:40 – 19:25, kennt miðvikudag – föstudags 8.-10. ág. og mánudag – miðvikudags 13.-15. ág. • Kennari: Katrín Ingvadóttir. Verð á námskeiði: 14.500 kr. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.