Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Það á að fara á einhvern veitingastað, við erum að fara yfir áCosta Brava á morgun þannig að ég veit ekki alveg hvernigþetta verður,“ sagði Eygló Stefánsdóttir, en hún fagnar sex- tugsafmæli sínu í dag. Eygló er stödd á Spáni en þangað fór hún ásamt tveimur barnabörnum sínum til þess að halda upp á þennan merka áfanga í sínu lífi. Aðspurð hvort hún sé búin að fá einhverjar afmælisgjafir segir Eygló að Spánarferðin sé hluti af afmælisgjöfinni. Bróðurpart síns starfsferils hefur Eygló starfað við ritstjórnir dag- blaða. Hún starfaði um langt árabil á ritstjórn Tímans, en þar hóf hún störf um 1970. Fyrst um sinn starfaði hún á skrifstofu Tímans en sá síðan aðallega um myndasafn blaðsins og var svo einnig um skeið rit- stjórnarfulltrúi á blaðinu. Upp úr 1990 færði hún sig síðan yfir á ritstjórn DV, sem þá var til húsa í Þverholtinu. Þar gekk hún í ýmiss konar störf af mikilli sam- viskusemi og ávallt með bros á vör. Hún tók jafnframt við myndasafni DV og bjó yfir víðtækri þekkingu á innihaldi þess, bæði ljósmyndum á pappír sem og myndum á filmum. Þá starfaði hún einnig á tímibili á ritstjórn Fréttablaðsins og síðar meir við myndasöfn hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Sérstaklega Tíminn og DV,“ segir Eygló aðspurð hvort eitthvað standi upp úr á starfsferlinum. skulih@mbl.is Eygló Stefánsdóttir verður 60 ára í dag Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson Tíminn Eygló á Tímanum í gamla daga. Þegar myndin var tekin, árið 1981, starfaði Eygló sem safnvörður myndadeildar Tímans. Heldur upp á stór- afmælið á Spáni K ristján Hlynur Ingólfs- son fæddist í Reykja- vík, ólst upp á Sauð- árkróki frá þriggja ára til fimm ára aldurs en síðan í Garðabæ. Hann var í sveit á sumrin á Grundargili í Reykjadal en var auk þess töluvert hjá móðurforeldrum sínum á Fá- skrúðsfirði. Kristján var í Hofstaðaskóla, Flataskóla, Garðaskóla, Fjölbrauta- skóla Garðabæjar, lauk þaðan stúd- entsprófi 2002, hóf síðar nám við Háskólann á Bifröst 2006 og lauk þaðan BA-prófi í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði 2009, var skiptinemi sem dúx á Bifröst í Slóv- eníu 2007, hóf nám í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ 2009 og lauk þaðan MSc.-prófi 2012. Hér er töluvert magn lífgass Lokaritgerð Kristjáns fjallaði um mögulega framleiðslu á lífgasi sem orkugjafa. Metanframleiðsla bygg- ist á gerjun en hreint metan krefst mun flóknari vinnslu. Slíka þekk- ingu yrði að sækja til annarra ríkja Kristján Hlynur Ingólfsson umhverfisfræðingur 30 ára Kristján og Embla Hér eru þau feðginin í Glerhallavík á Reykjaströnd, u.þ.b. 15 kílómetra fyrir norðan Sauðárkrók. Orkulindir framtíðar Gítarleikarinn Kristján er sjálfmenntaður á gítar og segist „glamra á gítar“ þegar sá gállinn er á honum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Lára Hannesdóttir varði doktorsritgerð í Molicular Oncology við Medical University of Innsbruck í Austurríki 3. febrúar síðastliðinn. Heiti ritgerðarinnar er „Áhrif umritunarþátt- arins STAT 1 á þróun æxlisvaxtar og viðbrögð við meðferð í músum með erbB2 jákvæð brjóstaæxli“ (Impact of STAT1 on tumor development and response to therapy in a mouse model of erbB2 positive breast cancer). Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hve langan tíma það tæki brjóstakrabbamein að myndast í músum með eða án gensins STAT1, og hvernig mýsnar tækju lyfjameðferð. Helstu nið- urstöður voru þær að mýs án STAT1 mynda fyrr brjóstakrabbamein og bregðast verr eða ekki við lyfjameðferð. Einnig myndaði lítill hluti músanna án STAT1 æxli á eggjastokkum (Teratoma).  Lára Hannesdóttir fæddist 1982. Hún lauk lyfjafræðinámi við University of Innsbruck í Austurríki 2008. Lára starfar nú við stjórnun framleiðslu- og þró- unarsviðs hjá lyfjafyrirtækinu Montavit í Tíról. Doktor í lyfjafræði „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Afsláttur Laugardaga kl. 11-16 Borðstofuhúsgögn Hvíldarstólar Sófar Hornsófar Sófasett SvefnsófarGarðhúsgögn við lokum versluninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.