Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 11
Saga til
næsta bæjar
Í dag kl. 17 verður opnuð sýning í
Hönnunarsafninu sem ber yfirskrift-
ina SAGA TIL NÆSTA BÆJAR. Á
sýningunni er leitast við að varpa
ljósi á mótun vöruhönnunar á Íslandi
síðasta áratuginn til dagsins í dag.
Sjónum er sérstaklega beint að sam-
starfsverkefnum vöruhönnuða.
Á sýningunni eru um 50 verk eftir
fjölda íslenskra vöruhönnuða en að
auki er sagt frá stórum samstarfs-
verkefnum sem nú standa yfir.
Í tilkynningu segir að verkefni
vöruhönnuða séu oftar en ekki þver-
fagleg, margbreytileg og mikilvæg í
mótun landslags vöruhönnunar á Ís-
landi og um leið fyrir íslenskt sam-
félag. Inn í þetta samhengi fléttast
sögur þeirra hönnuða sem hafa látið
að sér kveða fyrr og nú auk hinna
nýju radda yngri kynslóðarinnar
sem hefur sprottið fram.
Sýningin mun standa fram í októ-
ber en safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 12-17.
Nánar um hönnunarsýninguna á
www.honnunarsafn.is.
Something fishy Verk eftir Rós-
hildi Jónsdóttur sem er fædd 1972.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Átak María Björk Óskarsdóttir og Sigríður Snævarr eru hugsjónakonur í því að leiðbeina fólki í atvinnuleit.
þar sem fundirnir verða haldnir á
tveggja vikna tímabili. „Munurinn
felst aðallega í tímalengdinni en nú
viljum við klára þetta átak fyrir
sumarið svo þátttakendur tvístrist
ekki yfir sumartímann. Síðan mun-
um við hittast í lok sumars og sjá
hvar allir eru staddir,“ útskýrir hún
og bætir við að með þessu verði sú
breyting gerð að þær fari hraðar að
kjarna málsins, séu með mikið af
nýju efni og praktískum verkefnum
sem öll eiga að hjálpa þátttakendum
í leit þeirra að nýjum tækifærum.
Ferilskráin tekin í gegn
„Við teljum að fólk fái atvinnu-
leit hvorki með móðurmjólkinni né í
skóla,“ segir Sigríður. „Þetta er
heimur sem er flestum algjörlega
ókunnur. Það eru ótrúlega margar
aðferðir bæði til að koma sér á fram-
færi og til að sannfæra vinnuveit-
anda um gildi sitt. Flestir hafa svo
mikið meira til brunns að bera held-
ur en ferilskráin segir til um. Við
förum yfir ferilskrána og kynningar-
bréf hjá fólki og slípum hana til. At-
vinnurekendur sem hafa fengið fer-
ilskrár þeirra sem hafa tekið þátt í
átakinu segja að þær skeri sig úr
vegna þess hve vandaðar þær eru,“
segir Sigríður og bendir á að það að
lýsa sjálfum sér liggi ekki í íslenskri
menningu eins og það geri í banda-
rískri menningu. „Það skiptir til
dæmis mjög miklu máli hafa fjöl-
breyttan orðaforða til að lýsa mann-
eskju, ekki bara stundvís, reglu-
samur og traustur,“ bendir Sigríður
á og María er sama sinnis.
„Margir eru með mikla mennt-
un á bakinu en aðrir eru kannski
með 30 ára starfsreynslu á bakinu.
Það er til dæmis ekki hægt að lýsa
slíkri reynslu í einni línu í feril-
skránni heldur er mikilvægt að við-
komandi lýsi því hvað gerðist á
þessum 30 árum,“ útskýrir María.
Sjálfsskoðun mikilvæg
María segist leggja mikla
áherslu á að fólk viti hvert það vilji
stefna við upphaf atvinnuleitar.
„Sannleikurinn er sá að fólk þarf að
staldra við og hugsa sig um. Sumir
eru á algjörlega réttri hillu og vilja
halda áfram í sínum geira en aðrir
hafa kannski aldrei haft gaman af
starfinu sínu og þurfa virkilega að
breyta til og þora að stíga út fyrir
kassann,“ segir María og Sigríður er
henni hjartanlega sammála. „Ég er
æ meira farin að sjá það hvað sjálfs-
skoðunin hefur mikið að segja. Fólk
hefur alltaf verið hvatt til að bæta
við sig menntun og fara á fleiri nám-
skeið sem er alveg frábært en eitt og
sér er það ekki nóg. Það skiptir líka
máli hvernig fólk ætlar sér að útkljá
deilumál í vinnunni og hversu
úrræðagóðir einstaklingar eru,“
útskýrir Sigríður.
Ekki bara atvinnuleitendur
Alls hafa um 800 manns í 25
hópum tekið þátt í ferlinu Nýttu
kraftinn, hingað til og bendir Sigríð-
ur á að þar séu ekki einungis á ferð-
inni einstaklingar í atvinnuleit. „Þeir
sem standa frammi fyrir starfs-
lokum hafa út af fyrir sig sömu
áskorun: Hvernig ætla ég að lifa
verðugu og innihaldsríku lífi utan
vinnumarkaðar þannig að ég sé
virðisauki í samfélaginu?,“ segir hún
um helstu útgangspunkta ferlisins.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Nýttu kraftinn fer í gang með
nýjan hóp þriðjudaginn 12. júní.
Nánari upplýsingar má finna á
vefsíðunni www.nyttukraft-
inn.is, en þar er einnig hægt að
skrá sig í hópinn sem mun hitt-
ast fjórum sinnum á tveimur
vikum og svo í lok sumars.
Nýr hópur í
næstu viku
HRAÐFERÐ