Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bændur og skyttur í Borgarbyggð og nærsveitum gagnrýna harðlega það fyrirkomulag sem er á refa- og minkaveiðum í sveitarfélaginu, en þeim finnst vera óvenjumikið af vargi í vor. Ástæðuna segja þeir vera kvótakerfi í veiðum á tófu og mink, sem var komið á í Borgarbyggð árið 2009 í kjölfar þess að kostnaður við veiðar fór langt fram úr fjárhags- áætlun sveitarfélagsins árið á undan. „Skammgóður vermir“ Þær skyttur sem rætt var við voru sammála um það að skipulag veið- anna væri letjandi fyrir veiðimenn, sem sumir hverjir sæju ekki tilgang- inn með því að veiða ef þeir fengju ekki borgað fyrir allan fenginn. Enn- fremur væru brögð að því að sveitar- félaginu væri bara afhentur sá veiði- fengur sem dygði upp í kvótann. Því væri óvíst að sveitarfélagið hefði ná- kvæmar tölur um umfang stofnanna á sínu svæði. Ein skyttan sagði að kerfið hefði kannski reynst vel við að ná kostnaði niður en að afleiðing- arnar af þeim sparnaði væru að koma í ljós í vor. Það væri því skammgóður vermir sem fengist af því. Áhrifin sæjust einkum í því að sumstaðar þar sem fuglalíf hefði ver- ið í blóma væri nú þögnin ein. Snorri Jóhannesson á Augastöð- um, formaður Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna á ref og mink, segir að það hafi sýnt sig að hægt sé með góðu skipulagi og peningum að lágmarka það tjón sem verður af völdum vargs. Hins vegar þurfi til þess skipulag, en það hafi verið í skötulíki í mörg ár. Hefur áhrif á nærsveitir Rúnar Hálfdánarson, bóndi á Þverfelli, segir að sér finnist ástand- ið afleitt og að refurinn hafi gerst fullnærgöngull í vor og nánast hlaupið um túnin óáreittur. „Við höf- um leitað til sveitarfélagsins, en komum þar að lokuðum dyrum vegna niðurskurðar.“ Fjölgun tóf- unnar sé mjög áþreifanleg á hans svæði. Rúnar segist ekki skilja til- ganginn með kvótakerfinu og að hans mati sé takmarkað gagn að því: „Ef það er ekki sama eða svipuð stefna í nálægum sveitarfélögum þá er gagnið að þessu mjög takmarkað því að refurinn virðir ekki hreppa- mörk, en leitar þangað sem hann fær frið og æti.“ Davíð Pétursson á Grund, oddviti í Skorradalshreppi, segir að fyrir- komulag veiðanna í Borgarbyggð hafi haft greinileg áhrif í sínu sveit- arfélagi, en veiddum refum og mink- um í hreppnum hefur fjölgað mjög síðan kvótakerfið var tekið upp. Davíð lýsir yfir vonbrigðum sínum með það að ríkið hafi hætt að borga helminginn af refaveiðum, og velt þannig kostnaðinum af þeim yfir á sveitarfélögin, en það var gert um áramótin 2011. Á sama tíma hirði ríkisvaldið ennþá virðisaukaskatt af hverju veiddu dýri. Kvótakerfið sinnt hlutverki sínu Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hjá Borgar- byggð, segir mikið hafa verið kvart- að í upphafi þegar kvótakerfinu var komið á meðal veiðimanna, en að þær kvartanir hafi ekki endilega snúið að kvótakerfinu sem slíku heldur frekar því að veita ætti minna fjármagn til veiðanna. Kvótakerfið hafi reynst vel að því leyti að það hafi tryggt það að sveitarfélagið stæði við fjárhagsáætlun sína. Reynt sé að bregðast við því eftir fremsta megni ef mikið verði vart við að vargurinn leggist á varpfugla eða sauðfé. Bændur geti þá sent sérstakt erindi til byggðaráðs eða sveit- arstjórnar og í framhaldi af því sé tekin ákvörðun um hvort veita eigi aukafjárveitingu til veiða. Í síðustu viku ákvað sveitarstjórnin að bæta við fjárheimildum upp á 150.000 kr. sem dugi til þess að veiða um tíu dýr. Mikil óánægja með skipulag veiða  Óvenjumikið af tófu hefur sést í Borgarbyggð í vor  Bændur og skyttur skella skuldinni á kvóta- kerfi sem tekið var upp árið 2009  Kerfinu ætlað að halda fjárhagsáætlun í föstum skorðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Lágfóta Óvenjumikið hefur verið um tófur í Borgarbyggð í vor. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands segir að minkastofninn sé í mikilli lægð á landsvísu. Stofninn hafi náð hámarki um 2003, en verið á niðurleið síðan. Ekki er full- kunnugt um orsakir þess, en gerðar hafi verið athuganir sem bendi til að dregið hafi úr frjó- semi minka og líkamsástand dýranna sé verra, og hugs- anlega sé ástæðunnar að leita í fæðunni en það sé þó óstaðfest. Róbert hefur heyrt af kvört- unum bænda í Borgarbyggð undan kvótakerfinu en telur sig ekki geta fullyrt neitt um ástand stofnsins þar. Hins veg- ar sé skipulag veiða á landsvísu ekki nægilega gott, þar sem sveitarfélög séu hvert um sig með mismunandi áherslur en heildarskipulag yfir stærri svæði skorti. Róbert er ásamt fleiri sérfræðingum að leggja lokahönd á skýrslu fyrir um- hverfisráðuneytið um árangur af minkaveiðiátaki við Snæfells- nes og Eyjafjörð, en von er á henni á næstu vikum. Í lægð á landsvísu ÁSTAND MINKASTOFNSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.