Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS
Texti: Ingveldur Geirsdóttir
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson
Þegar bandaríski herinn yfirgaf
varnarsvæðið í Keflavík árið 2006
eftir 60 ára veru stóð eftir mann-
laust þorp, þorp þar sem áður höfðu
búið þegar mest var 6.000 manns.
Ekki dugði að láta öll þau mann-
virki sem höfðu verið reist á vell-
inum grotna niður og var ákveðið að
koma svæðinu í borgaraleg not.
Gamla varnarsvæðið hefur nú hlotið
nafnið Ásbrú og þegar ekið er þar
um er ljóst að uppbygging á svæðinu
er langt komin, langt er þó enn í
land. „Hér á svæðinu eru nú um
2.000 íbúar og helmingur húseign-
anna er kominn í notkun. Þegar
mest var bjuggu hér 6.000 manns en
fjöldinn var kominn niður í 2.800 í
mars 2006 þegar tilkynnt var um
lokun stöðvarinnar. Sumarið 2007
flytja svo fyrstu íslensku íbúarnir
inn á svæðið,“ segir Kjartan Þór Ei-
ríksson framkvæmdastjóri Þróun-
arfélags Keflavíkurflugvallar, Ka-
deco.
Kjartan segir forsendur svæð-
isins hafa breyst eftir efnahags-
hrunið 2008. „Í grunninn er þetta
stórt fasteignaþróunarverkefni og
fasteignamarkaðurinn er alls ekki
búinn að vera blómlegur. Því til við-
bótar er þetta líka stórt atvinnu-
uppbyggingarverkefni og sá bransi
hefur heldur ekkert verið sér-
staklega blómlegur. Í ársbyrjun
2008 fundum við fyrir því að það
varð minni eftirspurn eftir húsnæði.
Þá fórum við að skoða stefnuna okk-
ar og sjá hvað við gætum gert til að
halda þessu gangandi. Þar af leið-
andi fórum við að horfa meira á
frumkvöðlaverkefni, hlúa að ný-
sköpun og skapa umgjörð fyrir hana
til að fá inn minni fyrirtæki sem
leigja húsnæði hjá okkur. Það hefur
gengið vel og við höfum rekið þetta
svoleiðis síðan þá. En frá upphafi höf-
um við reynt að fá inn erlend fjárfest-
ingarverkefni og vinnum enn að því
af fullum krafti,“ segir Kjartan.
Gríðarlega stórt svæði
Rúmlega áttatíu stofnanir og fyrir-
tæki eru nú með starfsemi sína á
svæðinu. „Við erum með allt frá eins
manns sportafyrirtækjum upp í
stærri fyrirtæki eins og Gagnavörsl-
una og Verne Global. Svo erum við
með fyrirtæki sem voru hér fyrir að
þjónusta herinn og eru með tugi
starfsmanna. Um daginn vorum við
að gera samning við fyrirtæki sem er
að koma á svæðið með fimmtán
starfsmenn og hefur mikla mögu-
leika á að vaxa. Það er öll flóran hér
en ekki mikið af mjög stórum fyrir-
tækjum, við sjáum fyrir okkur að þau
geti orðið fleiri hér.“
Það eru ekki aðeins tómar bygg-
ingar sem Kadeco er að koma í not á
svæðinu því þeim til viðbótar er stórt
landsvæði, um 50 ferkílómetrar, allt í
kringum flugvöllinn sem stefnan er
að byggja upp. „Svæðið sem við erum
að höndla með er gríðarlega stórt.
Framtíðartækifærið í verkefninu
okkar er landsvæðið sem er eitt verð-
mætasta atvinnuuppbyggingarland á
Íslandi. Ef við horfum á það sem er
að gerast í kringum alþjóðaflugvelli
annarstaðar í heiminum eru engar
forsendur til að áætla annað en að
sama gerist hér,“ segir Kjartan.
Fólk með þekkingu og menntun
Hugmyndirnar fyrir Ásbrú eru
stórar og það er ekkert sem segir
annað en að úr þeim muni rætast.
Ásbrú er samfélag frumkvöðla,
fræða og atvinnulífs og segir Kjartan
að heildarstefnan gangi út á það að
skapa samfélag sem er blanda af
þeim þáttum. Fyrsta verkefnið sem
var sett á laggirnar í Ásbrú er Keilir.
Skólinn var stofnaður 2007 og bygg-
ist upp á fjórum mismunandi skólum.
Keilir er grundvöllur fræðilífsins á
svæðinu og er stærsti hlutinn af íbú-
um Ásbrúar námsmenn og fjöl-
skyldur þeirra. Auk Keilis má finna á
svæðinu heilsuþorp, kvikmyndaver,
tækniþorp með alþjóðlegt gagnaver
og fjöldann allan af sprotafyrir-
tækjum.
„Einn af mikilvægustu þáttunum
við að byggja upp svona samfélag er
fólk með þekkingu og menntun. Við
vitum að við eigum ekki eftir að halda
í allt þetta fólk sem býr hér á náms-
tímanum en ef ákveðinn hluti af því
festir rætur á svæðinu, tekur þátt í
þeim verkefnum sem hér eru eða er
með eigin hugmyndir, mun þetta
þroskast og þróast á næstu árum á
jákvæðan hátt. Með þessari aðstöðu
sem við höfum verið að skapa hefur
sótt hingað mikið af fólki sem er
hæfileikaríkt og með miklar hug-
myndir um að gera hitt og þetta,“
segir Kjartan.
Byggir upp nýtt samfélag
Ásbrú er rekið eins og hvert annað
hverfi í Reykjanesbæ, þar eru tveir
leikskólar og grunnskóli og önnur
hefðbundin þjónusta sveitarfélaga.
„Einn af ókostunum en jafnframt
kostunum við svæðið er hvað það er
dreift. Það er mikið bil á milli húsa og
langar vegalengdir sem þarf að fara í
ekki stærra samfélagi en þetta. Fólk
er dreift en jákvæði hlutinn er sá að
hér eru margar lóðir til þess að þróa
og byggja upp,“ segir Kjartan sem
stefnir að því að svæðið verði fullsetið
innan tíu ára. „Það er mikið af tæki-
færum hér og það er skemmtilegt
viðfangsefni að fá að byggja upp nýtt
samfélag.“
Ásbrú Þegar varnarliðið yfirgaf bækistöðvar sínar í Keflavík árið 2006 stóð eftir heilt þorp þar sem áður bjuggu þegar mest var 6.000 manns. Nú er unnið að því að koma staðnum í borgaraleg not.
Þorp í þróun til framtíðar
Um 2.000 manns búa nú á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ Rúmlega áttatíu stofnanir og
fyrirtæki eru með starfsemi sína þar Ásbrú er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs
20 Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
2.000
manns tæplega búa nú á svæðinu,
flestir á háskólagörðunum.
80
fyrirtæki og stofnanir eru nú með
starfsemi á Ásbrúarsvæðinu.
2006
er árið sem bandaríski herinn yfir-
gaf Keflavík og afhenti varnar-
svæðið íslenskum stjórnvöldum.
Herinn dvaldi á Íslandi í 60 ár.
6.000
manns bjuggu á varnarsvæðinu
þegar mest var, hermenn og fjöl-
skyldur þeirra.
‹ ÁSBRÚ ›
»
Í þróun Kjartan Þór Eiríksson er framkvæmdastjóri Kadeco.
Af athygli Ráðstefnan Startup Iceland fór fram í menningarhúsinu And-
rews á Ásbrú nýverið. Góð aðstaða fyrir ráðstefnuhald er á svæðinu.
Ásbrú í Reykjanesbæ er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs