Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Brunnið Slökkviliðsmenn börðust í gær við gróðurelda í Heiðmörk. Þeir nutu liðsinnis björgunarsveitarmanna en áætlað er að hið brunna svæði sé u.þ.b. einn ferkílómetri að stærð.
Júlíus
Við undirritaðir, skipstjórar
á fiskiskipum í íslenska flot-
anum, skorum hér með á
stjórnvöld að draga þegar í
stað til baka vanreifuð frum-
vörp um veiðigjald og breyt-
ingar á lögum um stjórn fisk-
veiða og hefja víðtækt samráð
við þá sem starfa í íslenskum
sjávarútvegi, sveitarstjórnar-
menn og aðra sem hagsmuna
eiga að gæta um breiða sátt
um málefni
atvinnugreinarinnar.
Þrátt fyrir margvíslegar at-
hugasemdir og viðvörunarorð í
fjölmörgum umsögnum um
frumvörpin, sem nú liggja fyrir
Alþingi, eru þau enn þannig úr
garði gerð að þau munu valda
ómældu tjóni á íslenskum
sjávarútvegi nái þau fram að
ganga.
Í þrjú ár hafa stjórnvöld
haft í hótunum við fyrirtæki í
íslenskum sjávarútvegi og
starfsmenn þeirra með hug-
myndum um róttækar breyt-
ingar sem engin sátt er um.
Ítrekað hefur verið leitað
eftir því við stjórnvöld að þau
taki boði um samráð til að leiða
til lykta þann ágreining sem
uppi er og finna lausn sem
hægt er að búa við. Á það
hefur ekki verið hlustað.
Skipstjórnarmenn tekur það
sárt að fiskiskipaflotinn liggur
bundinn við bryggju en við
treystum því að almenningur
virði þessa aðgerð. Stórhækkað
veiðigjald og breytingar á lög-
um um stjórn fiskveiða snerta
ekki aðeins fyrirtækin heldur
fyrst og fremst fólkið sem hjá
þeim starfar, atvinnu þess og
afkomu. Koma verður í veg
fyrir það tjón sem við blasir.
Víðtækt samráð er leiðin til
sátta um framtíðarfyrirkomulag
í íslenskum sjávarútvegi.
Alexander Hallgrímsson,
Fróði II ÁR 38
Arnar Kristjánsson,
Helgi SH 135
Birgir Þór Sverrisson,
Vestmannaey VE 444
Daði Þorsteinsson,
Aðalsteinn Jónsson SU 11
Grétar Þór Sævaldsson,
Bergur VE 44
Hannes Einarsson,
Freri RE 73
Hjörtur Guðmundsson,
Örvar SK 2
Jónas Árnason,
Bergur Vigfús GK 43
Magnús Jónasson,
Sighvatur Bjarnason VE 81
Óskar Matthíasson,
Bylgja VE 75
Sigmundur Sigmundsson,
Snæfell EA 310
Sigurbergur Hauksson
Börkur NK 122
Sigurður Ragnar
Kristinsson,
Geir ÞH 150
Sturla Einarsson,
Guðmundur VE 29
Unnsteinn Jensson,
Sighvatur GK 57
Vigfús Markússon,
Tómas Þorvaldsson GK 10
Þorsteinn Guðmundsson,
Hvanney SF 51
Undir þessa áskorun skrifa
77 skipstjórar til viðbótar.
Eftir skipstjóra á
fiskiskipum í íslenska
flotanum
» Stórhækkað
veiðigjald og
breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða
snerta ekki aðeins
fyrirtækin heldur
fyrst og fremst fólkið
sem hjá þeim
starfar
Víðtækt samráð
er leiðin til sátta
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða á Ís-
landi, Danmörku og Belgíu er lægri en í
nokkrum öðrum aðildarríkjum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
OECD. Nýjustu tölur þar að lútandi eru
frá 2010 og rekstrarkostnaður íslenskra
lífeyrissjóða svaraði þá til 0,23% af heild-
areignum sjóðanna. Hlutfallið í Finn-
landi, Hollandi og Póllandi var 0,4% en
hæst var það í Tékklandi, 1,4%, eins og
meðfylgjandi upplýsingar frá OECD
sýna. Tölur frá Íslandi eru einnig studd-
ar upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.
Nauðsynlegt er að koma þessu á
framfæri í ljósi endurtekinna rangra
fullyrðinga stjórnarmanns í VR, Ragn-
ars Þórs Ingólfssonar, um „glórulausan“
rekstrarkostnað lífeyr-
issjóða á Íslandi. Hann er
fastagestur í Silfri Egils og
í spjallþáttum Bylgjunnar
og hefur jafnan uppi stór
orð um lífeyrissjóði og
starfsemi þeirra og um-
gengst staðreyndir býsna
frjálslega í málflutningi
sínum. Það er afar und-
arleg ráðstöfun af hálfu
þáttastjórnenda fjöl-
miðlanna að kalla Ragnar
Þór aftur að hljóðnemum í
ljósi þess að margoft hefur
verið sýnt fram á að sjaldn-
ast stendur steinn yfir
steini í málflutningi hans. En þá fyrst
kastaði tólfunum þegar sjónvarps-
fréttamaður RUV tók viðtal við Ragnar
Þór, þar sem hann fékk gagnrýnilaust að
fara með rangfærslur sínar. Fréttamað-
urinn taldi hvorki ástæðu til að kanna
sjálfur hvort fullyrðingar Ragnars Þórs
stæðust né gefa Landssamtökum lífeyr-
issjóða tækifæri til andsvara eins og
vönduð fréttamennska hefði gefið fullt
tilefni til.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
Ragnar Þór gagnrýnir rekstrarkostnað
lífeyrissjóða og birtir undarlega útreikn-
inga sem standast enga skoðun Auk þess
má benda á að hann hefur talið rétt að
sameina alla lífeyrissjóði
Íslendinga í einn sjóð, sem
væntanlega yrði þá á for-
ræði ríkisins. Það er vissu-
lega sjónarmið út af fyrir
sig en hefur tæplega mik-
inn hljómgrunn í röðum
sjóðfélaga innan hins al-
menna lífeyrissjóðakerfis.
Staðreyndin er sú, og
auðveldlega má sannreyna
þá fullyrðingu, að víða um
heim er bent á íslenska
lífeyriskerfið sem fyr-
irmynd. Jafnframt er eftir
því tekið að kostnaður við
rekstur þess er með því minnsta sem
þekkist. Meðfylgjandi súlurit segir allt
sem segja þarf um rekstrarkostnað ís-
lenskra lífeyrissjóða í alþjóðlegum sam-
anburði.
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í
rekstri lífeyriskerfisins á undanförnum
árum samfara fækkun lífeyrissjóða.
Fyrir um tveimur áratugum voru þeir
alls um 90 talsins en nú taka aðeins 23
sjóðir við nýjum sjóðfélögum og fimm
þeirra stærstu halda utan um 60% af
eignum lífeyrissjóða landsmanna. Tíu
stærstu sjóðirnir halda utan um rúmlega
80% eigna allra lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðum á Íslandi mun fækka
enn frekar. Nýlega hafa til að mynda
nokkrir lífeyrissjóðir sameinast Söfn-
unarsjóði lífeyrisréttinda og meðal
minnstu sjóðanna, sem nú eru starfandi,
eru nokkrir sjóðir sveitarfélaga sem
taka ekki við nýjum sjóðfélögum. Þeir
munu því sjálfkrafa leggjast af á næstu
árum.
Stjórnendur lífeyrissjóðanna fagna að
sjálfsögðu málefnalegri umræðu um
sjóðina í fjölmiðlum, en biðjast undan
ómálefnalegri gagnrýni sem hefur þann
eina tilgang að gera starfsemi þeirra tor-
tryggilega og ótrúverðuga gagnvart al-
menningi. Ábyrgð fréttamanna og
stjórnenda spjallþátta er því mikil í
þessum efnum sem öðrum.
Eftir Hrafn
Magnússon
» Víða um heim er bent á
íslenska lífeyriskerfið
sem fyrirmynd. Eftir því
er tekið að kostnaður við
rekstur þess er með því
minnsta sem þekkist.
Hrafn
Magnússon
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyr-
issjóða einn sá lægsti í OECD
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða 2010
Hlutfall af heildareign
Té
kk
lan
d
Sp
án
n
Un
gv
er
jal
.
Sl
óv
en
ía
Ný
ja-
Sj
ál.
Ás
tra
lía
Sl
óv
ak
ía
Gr
ikk
lan
d
Pó
lla
nd
Ho
lla
nd
Fin
nla
nd
Ísr
ae
l
Ka
na
da
No
re
gu
r
Be
lgí
a
Ísl
an
d
Da
nm
ör
k
1,4
1,2
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0
1,4
1,3
1,0
0,9
0,7
0,6
0,5 0,5
0,4 0,4 0,4
0,3 0,3 0,3
0,2 0,2
0,1