Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 23
á sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins, sat í blaðstjórn Tímans og var formaður hennar 1987-91, sat í stjórn Landssambands samvinnu- starfsmanna 1980-83, var forseti neðri deildar Alþingis 1987-88, sat í þingmannasambandi Norður- Atlantshafsríkja 1985-87 og 1991- 2001, sat í Norðurlandaráði 1990-91 og 2006-2007, sat þing SÞ 1989, var formaður fjárlaganefndar Alþingis 1995-2001, sat í utanríkisnefnd og forætisnefnd 2006-2007, var stjórn- arformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987-95, formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs í tvö ár, varafor- maður Ferðamálaráðs Íslands 1998- 2001, sat í Markaðsráði ferðaþjón- ustunnar 1999-2001, var stjórnar- formaður Upplýsingamiðlunar ferðamála í Reykjavík 1998-2001 og sat í stjórn Náttúrustofu Austur- lands 1994-2001. Jón ritstýrði ársriti Kaupfélags Héraðsbúa, Samherja, 1969-85 og hefur unnið að samantekt á sögu fé- lagsins. Fer í sund á hverjum morgni Það verður ekki sagt að Jón hafi setið auðum höndum eftir að hann hætti í pólitíkinni: „Ég fer í sund á hverjum morgni, held góðu sam- bandi við vini og félaga sem ég kynntist í pólitíkinni – alveg þver- pólitískt – sæki námskeið, geng mikið og ferðast bæði innan lands og utan. Þá les ég töluvert og get legið yfir ljóðabókum en meðal minna uppá- hald skálda eru Steinn Steinarr, Hannes Pétursson, Þorsteinn frá Hamri og Guðmundur Böðvarsson, auk þess sem ég nýt stórkostlegra þýðinga Magnúsar Ásgeirssonar og Guðbergs Bergssonar. Ég hlusta líka á djass, einkum gamla „swingið“, og fer stundum á djasstónleika og við hjónin förum töluvert á málverkasýningar. Síðast en ekki síst er það ómet- anlegt að hafa rúman tíma fyrir þá sem standa manni næst, eiginkonu, börn, tengdabörn og barnabörn.“ Fjölskylda Jón kvæntist 25.12. 1964 Mar- gréti Einarsdóttur, f. 19.11. 1946, fyrrv. þjónustufulltrúa í Lands- banka Íslands. Hún er dóttir Einars Ólafssonar, rafvirkjameistara á Eg- ilsstöðum, og Ásgerðar Guðjóns- dóttur húsmóður sem bæði eru lát- in. Börn Jóns og Margrétar eru Við- ar Jónsson, f. 30.11. 1964, verkfræð- ingur, en kona hans er Védís Birg- isdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn; Ásgerður Edda Lang- worth Jónsdóttir, f. 10.1. 1968, BA í útgáfu- og fjölmiðlafræði í Vancou- ver í Kanada, gift Kent William Russsel Langworth og eiga þau tvo syni; Einar Kristján Jónsson, f. 23.11. 1973, lögfræðingur á fyrir- tækjasviði Landsbankans, kvæntur Áslaugu Björnsdóttur kennara og eiga þau tvö börn auk þess sem Ás- laug á son frá fyrri sambúð. Systkini Jóns: Margrét Kristjáns- dóttir, f. 7.8. 1933, búsett á Sauð- árkróki; Þóra Kristjánsdóttir, f. 11.9. 1936, búsett á Sauðárkróki; Svava Kristjánsdóttir, f. 9.6. 1947, búsett á Hvanneyri. Foreldrar Jóns: Kristján Jóns- son, f. 27.12. 1905, d. 8.9. 1994, bóndi að Óslandi, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1.4. 1907, d. 20.10. 1955, húsfreyja. Úr frændgarði Jóns Kristjánssonar Erlendur Jónsson b. í Gröf Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. Rögnvaldur Þorleifsson b. í Brekkukoti Guðrún Jónsdóttir frá Hreppendaá Friðrika Kristjánsdóttir húsfr. Kristján Gíslason b. í Krossanesi í Eyjaf. Margrét Hálfdánarddóttir húsfr. í Krossanesi Jón Kristjánsson Kristján Jónsson b. á Óslandi í Skagaf. Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Óslandi Anna Rögnvaldsd. húsfr. í Marbæli Jón Erlendsson b. í Marbæli Níelsína Kristjánsdóttir húsfr. í Stóragerði Jón Sigurðsson smiður í Stóragerði Sigurður Árnason b. í Grímsgerði í Fnjóskad, af Mýrarætt Málverkaunnandinn Jón virðir fyr- ir sér gjöf frá náttúruunnendum. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 90 ára Erna Árnadóttir 85 ára Hörður Sigurjónsson Jóhanna Sigurjónsdóttir Steinþór I. Nygaard 80 ára Jónína S. Guðjónsdóttir Jón Sigurðsson Njáll Þórðarson 75 ára Anna Ingvarsdóttir Gunnar Friðjónsson Hafsteinn Valgarðsson Ingibjörg Óskarsdóttir Jónas Runólfsson Lillian Kristjánsdóttir Málfríður Jónsdóttir Ragnhildur Aðalsteins- dóttir Þorvaldur Kristjánsson 70 ára Eiríkur Eiðsson Erla M. Frederiksen Ingveldur Guðbjörnsdóttir Jón Kristjánsson Kristinn Antonsson Lára Jónasdóttir Magnús Haraldsson 60 ára Auðbjörg Þorsteinsdóttir Eyþór Vilhjálmsson Guðlaugur T. Óskarsson Guðmundur Ólafur Ingvarsson Helga Gísladóttir Jóhanna Linnet Kristín Brynjólfsdóttir Páll Stefánsson Tamara I. Suturina Þuríður Yngvadóttir 50 ára Aðalbjörg D. Guðjónsdóttir Auðunn Hermannsson Ágústa Kristín Bragadóttir Ásgeir Þór Tómasson Guðmundur Guðlaugsson Gunnar Stefán Jónasson Jóhanna H. Hreinsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir Oddný Vala Kjartansdóttir Sigurlaug Grétarsdóttir Örn Pálmason 40 ára Helgi Sigurðsson Kjartan Ari Pétursson Lilja Margrét Óladóttir Óskar Sigurðsson Renata Agnes Kubielas Theodór Elvar Haraldsson Tommy Fredsgaard Nielsen Þórdís Rúnars Þórsdóttir 30 ára Áslaug Pálsdóttir Grétar Berg Þorláksson Guðfinnur Ólafur Ein- arsson Guðmundur S. Gunnarsson Jóhann Fannar Ólafsson Jóhann Gunnar Jónsson Jón Berg Jóhannesson Lísa Björg Lárusdóttir Ragna Karen Sigurð- ardóttir Rúnar Bogi Gíslason Til hamingju með daginn 40 ára Elfa Dögg er fædd og búsett á Selfossi. Hún er hótelstýra Frosts og funa í Hveragerði sem hún nýverið festi kaup á. Hún situr í bæjarstjórn Selfoss og gegnir form- ensku SASS. Börn Birkir, f. 1987, Arn- ór, f. 1997, Sandra, f. 2000, Einar Dagur, f. 2006, Jónsbörn. Maki Jón Þórir Frantzson, f. 1961, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Elfa Dögg Þórðardóttir 40 ára Ingvar ólst upp á Ísafirði en er búsettur á Selfossi. Ingvar er verk- stjóri hjá VHE, Vélsmiðju Hjalta Einarssonar á Selfossi. Maki María Pálsdóttir, f. 1974, kennari á Selfossi. Börn Björn Leví, f. 2002, Daníel Örn, f. 2003, Vikt- or Ingi, f. 2008 og Ásta Sóley, f. 2010. Foreldrar Björn Ingvars- son, f. 1946, og Guðrún Arnardóttir, f. 1946. Ingvar Björnsson Jónas Guðmundsson, alþingismaður og ritstjóri, fæddist 11. júní 1898 á Skálanesgrund við Seyðisfjörð. For- eldrar hans voru Guðmundur Jón- asson, bóndi og útgerðarmaður í Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð, og Valgerður Hannesdóttir. Jónas kvæntist Sigríði Lúðvíksdóttur og eignuðust þau tvær dætur, Ingi- björgu og Guðnýju. Jónas lauk kennaraprófi árið 1920 og hélt í framhaldsnám til Kaup- mannahafnar einn vetur, þá sótti hann íþróttanámskeið í Reykjavík 1922. Fyrst um sinn var hann kennari við barna- og unglingaskólann á Norðfirði 1921-1933. Samhliða kennslunni sinnti hann ýmsum störf- um. Jónas var formaður Verkalýðs- félags Norðfjarðar nær óslitið frá 1924-1937. Hann var virkur í sveit- arstjórnarmálum og sat fyrst sem oddviti Neshrepps í Norðfirði, síðar bæjarfulltrúi í Neskaupstað og loks forseti bæjarstjórnar frá 1936-1938. Hann var framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins í eitt ár og fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga 1945-1967 og forstjóri Bjargráðasjóðs Íslands í tæp fimm- tán ár. Jónas var landskjörinn alþing- ismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1934- 1937. Í starfstíð sinni sat hann í mörg- um nefndum, allt frá bankaráðum til velferðamála. Auk þess sinnti hann störfum fyrir norrænar félagsmála- nefndir og fátækra- og heilbrigð- isnefnd Evrópuráðsins svo fátt eitt sé nefnt. Hann var í forsvari fyrir ýmis málefni og stofnaði meðal ann- ars áfengisvarnafélagið Bláa bandið 1955 og var formaður þess til 1973 og formaður stjórnar vistheimilisins í Víðinesi í tíu ár. Jónas skrifaði töluvert um hugð- arefni sín; þjóðfélags- og sveit- arstjórnarmál, dulspeki, áfengis- varnir og bókmenntir. Hann var í eitt ár ritstjóri Unga Íslands, sem var tímarit fyrir börn og birti meðal annars smásögur og annað skemmti- efni. Þá ritstýrði hann pólitískum tímaritum á borð við Jafnaðarmann- inn, Alþýðublaðið, Sveitarstjórn- armál og Dagrenningu. Jónas Guðmundsson dó 4. júlí 1973. Merkir Íslendingar Jónas Guð- mundsson 30 ára Þórey er Reykvík- ingur og starfar sem snyrtifræðingur á snyrti- stofunni Verði þinn vilji. Maki Rafn Stefán Rafns- son, f. 1978, versl- unarstjóri í Golfversl- uninni Erninum. Börn Emilía Karítas, f. 2005, og Stefanía Gyða, f. 2011, Rafnsbörn. Foreldrar Þráinn Garðar Þorbjörnsson, f. 1955, og Kristjana Óladóttir, f. 1958. Þórey Gyða Þráinsdóttir Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.