Morgunblaðið - 11.06.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 11.06.2012, Síða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Það kemur alltaf nýr dagur er fyrsta skáldsaga Unnar Birnu Karlsdóttur, doktors í sagnfræði sem starfar á Þjóðskjalasafni Ís- lands. Aðalsöguhetjan í vel skrif- aðri og áhugaverðri bók er Ása sem hefur búið í New York. Þegar maðurinn hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu snýr hún aft- ur á eyðibýlið sem eitt sinn var æskuheimili hennar. Þar gerir Ása upp fortíðina og lífið sem hún eitt sinn lifði. Spurð um efni bókarinnar segir Unnur Birna: „Ég er heilluð af því hvað við förum í gegnum margar víddir í veruleikanum í nútíma- heimi en erum samt alltaf að glíma við það verkefni að vera mann- eskja, sama í hvaða landi við búum og sama í hvaða kringumstæðum við erum. Aðalpersónan er kona vegna þess að mér finnst heillandi að horfa á heiminn með augum kvenna. Þótt þetta sé skáldsaga þá er ég að skoða líf íslenskra kvenna sem hafa mörg tækifæri í dag en eru líka mótaðar af því að vera ís- lenskar. Ég er að skoða hvað það merkir fyrir okkur konur að vera íslenskar, hvað við höfum gengið í gegnum og hvernig það fylgir okk- ur þótt við förum inn í allt aðra veröld, eins og sögupersóna mín gerir. Í því sambandi er ég ekki hvað síst að fjalla um eðli minn- inganna, um það hvernig þær móta okkur og fylgja okkur alltaf hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég er þannig að skrifa um hvað felst í því að muna, líka það sem maður vill gleyma og hvernig það getur tekið völdin í huganum annað veifið án þess að við fáum neitt við því gert. Verðum bara að láta undan minningunum og láta þær flæða yfir okkur. En það felst einmitt líka í því einhver kraftur og sköpun finnst mér, það er í því að muna í stað þess að berjast við að gleyma. Ef við berjum niður minningarnar okkar þá bælum við niður eitthvað í sjálfum okkur og það kann ekki góðri lukku að stýra. Minningarnar eru þannig hluti af okkur og með því að horf- ast í augu við þær og vinna úr þeim þá eflumst við og opnum jafnvel á að fara nýjar og óvæntar slóðir í lífinu eða þá aftur til þess kunnuglega og sættast við það. Þegar við leggjum í slíka vegferð vitum við oft ekki hvar hún mun enda. Bókin fjallar líka um það að elska og missa og vera yfirgefin og fá engu um það ráðið. Þetta er saga um ást. Ástin er sterkasta aflið og mjög áhugaverður þáttur í mannseðlinu og þess vegna fannst mér heillandi að skrifa skáldsögu um hversu miklu óveðri ástin get- ur valdið í hug og hjarta.“ Sagan knúði á Þú ert sagnfræðingur. Hafðirðu brennandi þörf fyrir að skrifa skáldsögu eða ætlaðir þú bara að prófa? „Ég hef mjög ríkulegt ímynd- unarafl og spinn gjarnan sögur í huganum. Mér fannst gaman að prófa að skrifa skáldsögu því þar er ég að fást við allt annan texta en fræðitextann. Það er svo mikið frelsi í skáldskaparskrifum til að skapa. Það má segja að ég hafi byrjað að skrifa skáldsögu til að athuga hvort ég gæti það en það má líka segja að sagan knúði á af krafti. Hún kom einfaldlega svo sterkt upp í hugann að það var eiginlega betra að skrifa hana en leiða hana hjá mér. Ég gerði það fyrst en hún kom þá bara aftur og aftur og birti mér í hvert sinn fleiri myndir og setningar að setja saman. Þannig að eitt kvöldið snemma árs 2007 lét ég undan og fór að skrifa og síðan varð ekki aftur snúið. Þegar ég var búin að skrifa til söguloka sendi ég söguna til útgef- anda upp á von og óvon, nánar til- tekið til bókaforlagsins Bjarts. Þetta var dálítið eins og að stökkva beint út í djúpu laugina, því ég lét engan lesa handritið yfir áður en ég fór til útgefanda. Ég vildi ekki setja vini mína í þá vandræðalegu aðstöðu að þurfa kannski að segja mér að sagan mín væri ekki nógu góð. Þau hjá Bjarti gáfu verkinu tækifæri. Mér var bent á að skoða nokkur atriði í handritinu og gefa skýrari mynd af sumu í sögunni. Þegar það var allt komið heim og saman var ákveðið að gefa söguna út. Það kom mér á óvart að þetta skyldi ganga upp og ég var auðvitað mjög glöð yfir því. Það er skemmtileg tilfinning og næstum óraunveruleg að sjá skjal í tölvu vera orðið að bók einn góðan veð- urdag, og þannig var það bók- staflega. Ég fékk eintak í hendur á fallegum sólskinsdegi og fannst ég njóta þvílíkra forréttinda. Það er spennandi að fá að gefa út skáldsögu, kannski ekki síst af því að á meðan ég var að skrifa hana þá réð ég afdrifum sögunnar en eftir að hún hefur verið birt þá hef ég ekkert lengur yfir henni að segja, og þannig á það að vera. Skáldsagan mín er nú komin til lesenda og þar með eiga þeir hana fyrir sig. Það les hver skáldsögur með sínum augum. Þess vegna eiga þær sér allskonar líf. Annars væru þær bara orð á bók.“ Önnur bók í smíðum Þú ert doktor, um hvað fjallar doktorsritgerðin þín? „Doktorsritgerðin fjallar um náttúrusýn og nýtingu fallvatna og kom út í bókinni, Þar sem foss- arnir falla, árið 2010 hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi. Þar varpa ég ljósi á hin ýmsu viðhorf okkar Íslendinga til náttúrunnar eins og þau endurspeglast í umræðu um virkjanir allt frá 1900 fram til okk- ar tíma. Þegar ég byrjaði í dokt- orsnámi árið 1999 var hart deilt um virkjanir á hálendinu. Mig langaði til að komast til botns í því hvað það væri í okkar þjóðarsál sem ylli því að við tækjumst svona harkalega á um virkjanir og þess vegna valdi ég þetta rannsókn- arefni til doktorsritgerðar. Ég vildi leggja mitt af mörkum með því að vinna fræðilega rannsókn á þessari sögu. Markmiðið var að finna hugmyndafræðilegar rætur þeirra sjónarmiða sem uppi eru í dag, gefa yfirlit yfir þróun þeirra fram eftir síðustu öld og fram til þessa dags og greina og kort- leggja hvaða hugmyndastefnur í vestrænni náttúrusýn komu þar Eðli minn- inganna Unnur Birna Bókin fjallar líka um það að elska og missa og vera yfirgefin og fá engu um það ráðið. Þetta er saga um ást.  Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræð- ingur hefur sent frá sér fyrstu skáld- sögu sína, Það kemur alltaf nýr dagur 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Þú átt betri samskipti Veglegur kaupauki að verð- mæti 9.950 kr. fylgir öllum seldum Alera heyrnartækjum Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.