Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.06.2012, Qupperneq 27
við sögu og mótuðu viðhorf Íslend- inga til náttúru Íslands. Hér er ekki á ferðinni lítilvægt atriði í sögu landsins enda hafa okkar erf- iðustu og djúpstæðustu átök inn- byrðis sem þjóðar snúist um virkj- anir. Sú saga snýr ekki aðeins að náttúrunni okkar heldur líka að lífsstíl, lífssýn og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, bæði sem ein- staklinga og sem þjóðar. Þetta er margbrotin og flókin saga sem spannar rúma öld. Mig minnir að niðurstöðukaflinn í bókinni minni um íslenska náttúrusýn og virkj- anir sé um tíu blaðsíður, þannig að ég vísa bara þangað hverjum þeim sem langar til að lesa um nið- urstöður mínar í ekki of löngu máli. Ég hef einnig rannsakað sögu rasisma og skrifaði bók um mann- kynbætur, sem ég byggði á mast- ersrannsókn minni og kom út árið 1998. Þegar átökin voru í Júgó- slavíu fyrrverandi á tíunda ára- tugnum ætlaði ég að skoða baksvið þess að menn takast á í blóðugri orrustu í nafni þjóðernis. Þegar ég fór að kynna mér málið betur, það er sögu kynþáttastefnu og þjóð- ernishyggju, sneri ég mér hins vegar að því að skoða sögu kyn- þáttastefnu hér á landi og þá dúkkaði líka kynbótastefnan fljót- lega upp í heimildum. Ýmsir hér á landi á fyrri hluta 20. aldar að- hylltust rasisma og mann- kynbótastefnu og töldu að hafa ætti sjónarmið þessarar hug- myndastefnu að leiðarljósi við uppbyggingu íslensks nútíma- samfélags. Í dag held ég að enginn myndi tala fyrir mannkynbótum, að minnsta kosti ekki með sama sniði og þá var gert, en við erum ekki alveg laus við rasisma, því miður.“ Þessi fyrsta skáldsaga þín er vel heppnuð. Ætlarðu að skrifa aðra skáldsögu? Ég er með aðra bók í smíðum. Ég var byrjuð á henni en þessi kom inn á milli og var einfaldari í vinnslu þannig að ég lauk við hana ásamt því að vinna í dokt- orsritgerðinni. Fram að þessu hef- ur bókin fengið jákvæðar viðtökur sem er mjög hvetjandi fyrir mig. Með haustinu ætla ég að líta á þetta ólokna handrit, sjá hvert ég er komin og íhuga hvort ég haldi áfram með þá sögu. Hún er kannski dálítið flókin þannig að það er áskorun að takast á við hana, en ég er nokkuð viss um að ljúka við hana. Hún gerist úti á landi en tengist borgarsamfélag- inu. Hún fjallar ekki síst um það hvað lífið getur verið ófyr- irsjáanlegt og um það að stundum er ekki allt sem sýnist. Morgunblaðið/Styrmir Kári » „Ég er að skoða hvað það merkir fyrir okkurkonur að vera íslenskar, hvað við höfum gengið í gegnum og hvernig það fylgir okkur þótt við för- um inn í allt aðra veröld, eins og sögupersóna mín gerir“ MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2012 Breski rithöfundurinn Barry Uns- worth er látinn, 81 árs að aldri. Banamein hans var lungnakrabba- mein. Unsworth hlaut Booker- bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir Sacred Hunger, deildi verð- laununum með Michael Ondaatje sem hlaut þau fyrir skáldsögu sína The English Patient. Hann komst einnig á stuttlista verðlaunanna ár- ið 1980 fyrir Pascali’s Island og ár- ið 1995 fyrir Morality Play. Fyrsta bók Unsworths, The Partnership, kom út árið 1966. Látinn Barry Unsworth. Booker-verðlaunahafinn Barry Unsworth látinn www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 Kókoslínan frá DR. GOERG er framleidd á einstakan hátt úr fyrsta flokks lífrænum kókos- hnetum í gegnum sérstakt „fair trade“ verkefni. Þessi miklu gæði koma fram í einstökum bragðgæðum og næringargildi. Spennandi hráfæði kókosvörur Hráfæði kókoshveiti - frábært í baksturinn Kókosmjólk úr 3 lífrænum kókoshnetum Nýtt Unaðsleg kókosolía - góð í þeytinginn Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 15/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! Vesalingarnir HHHHH og 9 grímutilnefningar - SÍÐUSTU SÝNINGAR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.