Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Eggert Skíðamaður Það gæti eflaust einhverjum dottið í hug að þarna hefði erlendur ferðamaður ruglast allsvakalega í ríminu en í raun er um að ræða hóp vina að steggja tilvonandi brúðguma. Þegar umræðunni um veiði- gjaldafrumvarpið loksins lauk á Alþingi höfðu þingmenn- irnir okkar, 63 talsins, að við- bættum a.m.k. 10 starfs- mönnum þingsins verið uppteknir 75 klst. út og suður blaðri um málið sem svarar í tímalengd til um 3ja mannára. Látum nú vera ef umræðan hefði aukið skilning þing- mannanna á viðfangsefninu en að mínu mati var það alls ekki. Megnið af þeirri umræðu sem ég a.m.k. fylgdist með hefði sómt sér þokkalega í Gaggó vest eins og einn færasti stjórnmálamaður síðari tíma, nýkominn á þing, lýsti umræðunni eins og hún blasti við honum á löggjafarsamkund- unni á þeim tíma, umræðu sem hefur greini- lega ekkert breyst. Ansi er ég hræddur um að á flestum öðr- um vinnustöðum hefðu vinnubrögð af þessu tagi leitt til ítarlegrar rannsóknar og jafnvel uppsagnar einhverra starfmanna. Á Alþingi er svarið eitthvað á þá leið að svona hafi það bara alltaf verið og svona verði það að vera, til þess að allar skoðanir fái nú að koma fram. Í besta falli eru þingsköpin tekin enn einu sinni á dagskrá en þegar á reynir skortir þingið kjark til þess breyta þar nokkrum sköpuðum hlut, áfram heldur verk- leysið og blaðrið. Afstaða einstakra þingmanna Það var ögn misjafnt hvað það var sem einstakir stjórnarand- stöðuþingmenn fundu að frum- varpinu. Flestir voru þeirrar skoðunar að ef það yrði að lögum mundi stærstur hluti útgerð- arinnar í landinu fara lóðbeint á hausinn sem er svo sem ekki ný frétt þar sem hún er búin að vera á leiðinni þangað svo lengi sem ég hef fylgst með umræðunni. Eitt stórstirni stjórnarandstöð- unnar missti út úr sér, af hreinni vangá, að ef frumvarpið yrði að lögum gætu stjórn- arþingmennirnir stært sig af því í aðdrag- anda næstu kosninga að þessar eða hinar framkvæmdirnar á landsbyggðinni væru til komnar vegna baráttu þeirra fyrir samþykkt þess. Helst mátti af orðum þingmannsins ráða að af þeirri ástæðu einni mætti alls ekki samþykkja frumvarpið þar sem í því fælist mismunun á milli stjórnar- og stjórn- araðstöðuþingmanna í baráttunni um þing- sætin í næstu kosningum; hvort sjávarútveg- urinn réði við veiðigjaldið var eiginlega aukaatriði vinsældamismununin var mun al- varlegri. Það hljóta allir að sjá að umræðu af þessu tagi á Alþingi á alls ekki að líða. Við búum við lýðræði en forsenda þess er að meiri- hlutinn ráði hverju sinni. Þess vegna gengur það bara alls ekki að minnihlutinn haldi uppi endalausu málþófi og komi þannig í veg fyr- ir að mál hljóti þinglega afgreiðslu þ.e. að um þau séu greidd atkvæði, örlög þess ráð- in. 64. gr. þingskapa Endalaus maraþonumræða á yfirstand- andi þingi er ekki síst sérkennileg vegna þess að 2. mgr. 64. gr. þingskapa Alþingis veitir forseta heimild til þess að setja mál í atkvæðagreiðslu þó að umræðu sé ekki lokið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig geta níu þingmenn samkvæmt 3. mgr. sömu gr. krafist þess að greidd séu atkvæði um mál án umræðu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig eru í þingsköpunum ákvæði til þess að binda enda á það sem kallað er mál- þóf í daglegu tali. Þá vaknar spurningin af hverju hafa þessar skýru heimildir ekki ver- ið nýttar þegar allt virðist í hnút á löggjaf- arsamkundunni. Maður heyrir skýringar á þá lund að stjórnarmeirihlutinn á hverjum tíma vilji ekki byrja á því að beita ákvæð- unum vitandi að það kemur að því að hann lendir í minnihluta og þá muni meirihlutinn beita þessum ákvæðum ótæpilega þ.e. að lögmál sandkassans muni fá enn ríkara hlut- verk á Alþingi en verið hefur. Einnig hitt að með beitingu ákvæðisins munu áhrif stjórn- arandstöðunnar verða að engu gerð. Það kann að vera rétt en hver eru þau í dag önnur en að tefja mál og með því reyna að fá fram einhverjar breytingar á viðkomandi máli sem sjaldan eru það miklar að hann sé tilbúinn að styðja málið. Þannig verður nið- urstaðan einhver moðsuða sem hvorki meiri- hluti né minnihluti er alveg sáttur við. Getur ástandið versnað? Mín skoðun er sú að þegar um er að ræða mál þar sem það langt er á milli skoðana meirihluta og minnihluta, að engin leið virð- ist að ná samkomulagi, eigi meirihlutinn að beita ákvæðum 64. gr. þingskapa og ljúka málinu eins og hann vill hafa það. Í stað þess að gefa minnihlutanum kost á enda- lausu innihaldslausu hjali sem ekki er hægt að binda enda á nema með því að taka eitt- hvert tillit til skoðana hans. Sem verður til þess að málið er þá ekki lengur meirihlutans þótt hann beri ábyrgð á niðurstöðunni. Ef farið verður að beita 64. gr. þingskapa á Alþingi stendur minnihlutinn frami fyrir því að ef meirihlutinn er tilbúinn að taka til- lit til skoðana minnihlutans beri hann líka ábyrgð á niðurstöðunni. Í einhverjum tilfellum yrði stjórnarand- staðan bara fegin ef nefndu ákvæði yrði beitt, þá yrði hún leyst frá vonlitlu málþófi, þokkalega gyrt, og gæti í lokin kokhraust sagt eitthvað á þá leið að hún hefði barist með kjafti og klóm en beiting 64. gr. hefði komið í veg fyrir árangur. Því miður liggur ekki ljóst fyrir hver áhrifin á störf þingsins yrðu ef þessari grein yrði beitt en getur ástandið á þeim bæ versnað, það held ég ekki. Eftir Helga Laxdal » Tenging við náttúruna er öllum nauðsynleg en að sækja fyrirmyndina í fuglabjörgin er fulllangt gengið að mínu mati. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. Gaggó vest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.