Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Fjölhæfasti starfskrafturinn Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri ▪ Lágur rekstrarkostnaður ▪ Einstaklega lipur í notkun ▪ Vökvaknúinn í aldrifi ▪ Sjá nánar á VBL.is - myndbönd o.fl. 630 28 hö Kubota díeselmótor með 44 lítra vökvadælu, 200 bar Hæð 209 cm Lengd 255 cm Breidd 99 - 129 cm Þyngd 1350 kg Lyftihæð 282 cm Lyftigeta 1400 kg Fáanlegur með húsi Í drifbúnaði eru engar reimar, kúplingsdiskar né drifsköft. STUTTAR FRÉTTIR ● Vextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir um 1% það sem af er ári en í lok ársins 2011 voru þeir 4,75%. Verð- bólguhorfur hafa versnað frá áramótum og horfur eru á að verðbólga verði leng- ur fyrir ofan verðbólgumarkmið en ásættanlegt er, einkum ef gengi krón- unnar helst áfram lágt, að því er segir í skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis. Raunvextir eru nú -0,3% miðað við núverandi verðbólgu og -0,2% miðað við meðaltal ólíkra mælikvarða á verð- bólgu og verðbólguvæntingar eða 0,2 prósentum hærri en í lok desember 2011. Verðbólguhorfur versna ● Atvinnuleysi á evrusvæðinu var í maímánuði 11,1%, sem jafngildir því að í evrulöndunum 17 voru 17,56 milljónir manns án atvinnu. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur, frá því mælingar hófust 1995, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat í gær. Á sama tíma dróst framleiðsla sam- an á svæðinu og mældist 45,1 stig í júnímánuði, en þegar framleiðslu- vísitalan fer niður fyrir 50, þá þýðir það samdrátt. Atvinnuleysi á evru- svæðinu komið í 11,1% Stjórnarformaður breska bankans Barclays, Marcus Agius, hefur ákveðið að segja af sér í kjölfar rann- sóknar sem leiddi í ljós að bankinn hefði haft ólögleg áhrif á gengi milli- bankavaxta, bæði LIBOR og EURI- BOR. Fréttavefur breska ríkis- útvarpsins, BBC, greindi frá þessu á sunnudag. Stjórn Barclays bankans staðfesti í gær að stjórnarformaður bankans, Marcus Agius, hefði ákveðið að segja af sér. Barclays bankinn var sekt- aður í síðustu viku eftir að rannsókn leiddi í ljós að bankinn hafði haft ólögleg áhrif á millibankavexti. Mikill þrýstingur hefur verið á forstjóra Barclays, Bob Diamond og stjórnarmenn Barclays vegna máls- ins enda er talið að bankinn hafi orð- ið fyrir miklum skaða. Talið er að það yrði til að endurreisa orðspor bankans á alþjóðavettvangi ef æðstu starfsmenn segja af sér. Athæfið kostaði Barclays jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna í sekt. Upplýst var um það í gærmorgun að Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, hefði vikið fjórum starfsmönnum úr starfi vegna aðild- ar þeirra að málinu. Er það talið renna frekari stoðum undir þær grunsemdir, að málið sé umfangs- meira en í fyrstu hafi sýnst. AFP Þrýstingur Öll spjót standa nú á Bob Diamond, forstjóra Barclays. Hættir í stjórn  Bankahneyksli skekur Barclays banka  Hagræddu vaxtaupplýsingum Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Við erum laus og liðug og til í slag- inn að byggja sterkt félag,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fast- eignafélagsins Regins. Hann segir að félagið geti nú horft til vaxtar eftir að hafa verið alfarið í eigu Landsbank- ans. Tvennt kemur til: Félagið var tímabundið í eigu banka og þurfti því að lúta ýmsum ákvæðum frá Sam- keppniseftirliti og Fjármálaeftirliti. Það hefti starfsemina. Auk þess sem markmið Landsbankans var að gera félagið söluvænlegt en slíkt fer ekki alltaf saman við að byggja upp öflugt fasteignafélag til langs tíma. Fasteignafélagið var skráð á hlutabréfamarkað í gær og saman- stendur af eignum sem Landsbank- inn fékk í fangið eftir bankahrunið. Stærstu eignir Regins eru Smára- lind og Egilshöll. Eftir útboð á félag- inu skömmu fyrir skráningu var markaðsvirðið 10,6 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi á hlut- hafalista fyrirtækisins. Páll Harðar- son, forstjóri Kauphallarinnar, segir að þetta séu ákveðin tímamót í sögu Kauphallarinnar, því þetta er fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöllina, og fyrsta skráning árs- ins. Þetta er önnur skráningin hjá Kauphöllinni eftir bankahrun en í lok síðasta árs var verslunarsamsteypan Hagar skráð á markað. Páli þykir skráningin táknræn fyr- ir ákveðnar breytingar á hlutabréfa- markaðnum. Tvennt kemur til: Eign- arhaldið er dreifðara en á árunum fyrir hrun og fjórir af fimm stjórn- armönnum Regins eru konur. Nú er hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll 35% en var 10% á vordögum 2008. Hlutfallið er innan við 15% í Evrópu. Helgi segir að það sé mikilvægt að bankar vinni vel að því að selja fyr- irtæki sem falla í faðm þeirra, því annars er hætta á stöðnun og doða í atvinnulífinu, þar sem þeir horfi með öðrum augum á svona eignarhald en fjárfestar. Hagsmunir banka með eignarhaldinu séu til skamms tíma en hagsmunir fjárfesta séu til lengri tíma. Stjórnendur Regins vilja stækka fasteignafélagið um 30% á tveimur til þremur árum með því að kaupa fast- eignir. Ekki er stefnt að því að greiða arð á næstu árum heldur að nýta féð til vaxtar. Í framtíðinni, þegar það er komið jafnvægi á reksturinn, vilja stjórnendurnir greiða arð. Helgi segir að fram að þessu hafi almennt fjárfestingar í fasteignum að mestu verið í litlum einingum, en ekki þeim stærri. Aðspurður hvort hann óttist bólu- myndun, í ljósi þess hve margir virð- ast áhugasamir um fasteignir, segist hann ekki óttast það. Hann segir að fasteignaverð sé svo lágt, að við séum á botninum. Fasteignamark- aðurinn með atvinnuhúsnæði þurfi að styrkjast verulega til að hætta sé á bólumyndun. Mikið af atvinnuhúsnæði sé í eigu banka, fjármálastofnana, laskaðra félaga sem geta sig hvergi hreyft og jafnvel kröfu- hafa. Því segir hann aðspurður að það séu margir viljugir selj- endur fasteigna á landinu. Reginn reiðubúinn í vöxt eftir sölu Landsbankans  Önnur skráningin á hlutabréfamarkað frá hruni  Vilja vaxa hratt á næstunni Bjallan Forstjóri Regins hringdi bjöllunni rétt áður en viðskipti með bréf félagsins hófust í Kauphöll í gær, eins og venja er við skráningu á markað. Morgunblaðið/Kristinn                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +01./2 +,,.21 ,+.+0- ,3.0+ +/.3+4 +5+.+- +.142+ +/0.2+ +12.10 +,1.+0 +04.51 +,5.++ ,+.,14 ,3.02, +/.340 +5+.1+ +.12+2 +03.,/ +1/.35 ,+/.1552 +,1.-0 +04./5 +,5.-2 ,+.5+/ ,+.35- +/.+,, +5+.// +.1245 +03./1 +1/.-2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Landsbankinn heldur eftir rúm- lega 25% hlut í fasteignafélag- inu Reginn og stefnir að því að selja bréfin eftir tíu mánuði, að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra. Áður átti bankinn allt félagið. Hann segir í sam- tali við Morgunblaðið að þá verði komin góð reynsla á fé- lagið á markaði og að vonandi myndist hópar sem vilji leiða það. Í ljósi þess að bankinn haldi utan um fjórðungshlut geti nýir hluthafar hæglega gert sig gildandi í félaginu. Steinþór segir að það að fleyta Reginn á markað sé stór áfangi fyrir Landsbankann því nú á hann ekki lengur ráðandi hlut í neinu félagi. Bankinn eigi minni hluti í félögum, eins og til dæmis Regin og innan við 30% hlut í fasteignafélag- inu Reitum en hann vonar að það fari á markað í vetur. Landsbankinn hefur áhuga á að selja sem mest af sínum hluta í Reitum en það á enn eftir að móta hvern- ig að því verður staðið. Landsbankinn á 26% í Regin en mun nota 1% til að sinna við- skiptavakt, sem tryggir að það sé ákveðin velta með þau. Selur eftir tíu mánuði LANDSBANKI Á 26% HLUT Steinþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.