Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þrjár hljómsveitir mæta aftur til leiks eftir nokkurra ára hlé á Bestu útihátíðina 2012, helgina 5.-8. júlí. Það eru töffararnir í 200.000 nagl- bítum, konungar sveitaballanna í Sóldögg og rokkararnir í Botnleðju. Endurkomu þessara hljómsveita hefur verið beðið í áraraðir en Botnleðja hélt sína fyrstu tónleika til margra ára á Gamla Gauknum 15. og 16. júní sl. Hljómsveitirnar munu flytja öll sín þekktustu lög á föstudags- og laugardagskvöld. Rappkonungur Íslands, Blaz Roca, ætlar einnig að trylla lýðinn. Ein vinsælasta hljómsveit landsins þessa dagana, Blár Ópal, mun koma fram og flytja lagið „Stattu upp“ sem var hársbreidd frá því að verða framlag Íslands í Evróvisjón í ár og hinn dularfulli Gabríel mun einnig láta sjá sig ásamt Opee en saman hafa þeir átt tvö af vinsæl- ustu lögum landsins það sem af er ári. Hinn umdeildi Gísli Pálmi mun að sjálfsögðu ekki láta sig vanta, ekki heldur Páll Óskar, Ingó og Veðurguðirnir, Sykur, Ourlives, Agent Fresco, Á móti sól og margir fleiri. Besta útihátíðin er haldin í þriðja sinn, í annað skipti á Gaddstaða- flötum á Hellu en landsmót hesta- manna hafa mörg hver verið haldin á þessu svæði og nægt rými ætti að vera fyrir áætlaðan fjölda sem er í kringum 6-8 þúsund manns. Í fyrra mættu rúmlega 10 þúsund manns. Instagram-myndakeppni Boðið verður upp á ofurhljóð- kerfið Funktion One á hátíðinni en það mun vera hið stærsta sinnar tegundar á landinu og ku vera líkt og Rolls Royce. Eigendur þess fagna tveggja ára afmæli hljóð- kerfisins og bættu við það til að halda sérstaklega upp á það. Kerf- ið verður í sér tjaldi þar sem plötusnúðarnir Óli Ofur, Mr. Cu- ellar, Ghozt og Droog þeyta skíf- um en þeir munu ríða á vaðið á fimmtudagskvöld þegar svæðið verður opnað. Instagram-myndakeppni verður haldin þar sem fólk er hvatt til að senda inn alls kyns stemnings- myndir af hátíðinni. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir þemun vin- sælasta, besta og skemmtilegasta myndin. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin. Fólk tekur mynd, sendir hana og henni verður varpað upp á alla skjái á svæðinu og tónlistarfólk af hátíðinni verður í dómnefnd. Kristinn Bjarnason, markaðsstjóri hátíðarinnar, segir að myndunum verði ritstýrt og því birtist ekki hvað sem er á skjánum. Ekkert rusl að þessu sinni Í fyrra á Bestu útihátíðinni var talsvert af rusli og drasli eftir skemmtanahaldið á Gadd- staðaflötum. Aðstandendur voru mjög lengi að tína saman rusl af svæðinu og skila því í viðunandi ástandi. Haraldur Ási Lárusson, skipuleggjandi hátíðarinnar, seg- ir, „að breytt skipulag verði að þessu sinni, fleiri koma að því þar sem hver og einn hafi afmarkaðra hlutverk en áður. Einn umsjón- armaður verður með hverju svæði.“ Að þessu sinni verður „ruslavakt“ allan daginn en ekki í afmarkaðan tíma eins og síðast sem var ein helsta ástæðan fyrir útganginum. Einnig verður betra aðgengi að ruslagámum. „Ég má ekki hafa ruslatunnur á svæðinu, vegna íkveikjuhættu. Þess vegna fer þetta eins og það fer, alveg eins og á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum,“ segir Haraldur. Alltaf hægt að gera betur „Lögreglan verður með meiri mannskap í gæslunni en í fyrra þó hún hafi verið góð en það var engin nauðgun tilkynnt og ekki mikið um líkamsárásir miðað við 10 þúsund manns á svæðinu. Við getum alltaf gert betur,“ segir Haraldur. Á hátíðinni er einnig vísað í kjörorðið „Karlmenn segja nei við nauðgunum.“ Endurkomur á Bestu útihátíðinni  200.000 naglbítar, Botnleðja og Sóldögg halda tónleika eftir langt hlé  Stærsta hljóðkerfi landsins  Yfir 50 atriði á dagskránni  6-8 þúsund manns áætlaður fjöldi  Öflugri gæsla í ár Kroppur Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, á Bestu útihátíðinni í fyrra með hljómsveit sinni Í svörtum fötum. bestautihatidin.is. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Bestu útihátíðinni 2012 á Gaddstaðaflötum á Hellu. Veislan hefst fimmtudagskvöldið 5. júlí og lýkur á sunnudaginn. Troðið verður upp á fjórum sviðum og þar af verður eitt aðalsvið. Á föstudagskvöldið á aðalsviðinu hefur Stuðla- bandið upp fjörið og sveitaballahljómsveitirnar Á móti sól og Selfyssingarnir úr Skítamóral hita upp áður en Beggi og félagar í Sóldögg spila. Rokkararnir úr Botnleðja taka því næst við og þá Ingó og Veðurguðirnir en Blaz Roca slær botn- inn í föstudagskvöldið. Hljómsveitin GusGus mun spila á laugardagskvöld á eftir dans- poppsveitinni Sykri og poppkónginum Páli Óskari. 200.000 naglbít- ar taka svo við keflinu og rokka fram í nóttina en Plugg’d mun ljúka fjörinu. Fjölbreytt tónlist við allra hæfi TÓNLISTARVEISLA Á GADDSTAÐAFLÖTUM Blaz Roca TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar WHAT TO EXPECT... Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 - 6 MADAGASCAR 3 2D Sýnd kl. 4 INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20 SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN Sýnd kl. 7 -10 -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Einstök perla sem er orðin langaðsóknarhæsta mynd allra tíma, af þeim sem eru ekki á ensku. ÍSL TEXTI Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 5.45 - 8 - 10 L PIRANHA 3D KL. 10.20 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 16 -V.J.V., SVARTHOFDI.IS “HEILLANDI LEIKUR OG FALLEG SAGA.” - H.S.S, MBL - ROGER EBERT STARBUCK KL. 5.30 - 8 - 10.20 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 “BÆTIR, HRESSIR OG KÆTIR.” - H.V.A., FBL WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING LÚXUS KL. 5.35 - 8 L MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 10.30 16 PROMETHEUS 2D KL. 10 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 PIRANHA 3D KL. 8 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.