Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 - Roger Ebert SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D FRÁ LEIKSTJÓRA HAIRSPRAY KEMUR PARTÝMYND SUMARSINS Ástir, kynlíf og Rokk og Ról Tom Cruise er stórkostlegur sem rokkarinn Stacy Jaxx kvikmyndir.is Spennuhrollur sem fær hárin til að rísa ! ÞAUHÉLDUAÐENGINNHAFIORÐIÐ EFTIR Í CHERNOBYL…EN SVOVAREKKI. FráORIN PELI, höfundi Paranormal Activity - „Spooky as hell“ – S.B. - Dread Central  EGILSHÖLL 12 12 10 10 16 16 16 VIP VIP 12 12 12 12 12 L L L L L L ÁLFABAKKA 12 L L AKUREYRI 16 16 16 12 12 12 L L KRINGLUNNI 16 CHERNOBYLDIARIES KL. 6 - 8 - 10:10 2D CHERNOBYLDIARIESVIP KL. 10:40 2D ROCKOFAGES KL. 5:30 - 8 - 10:402D ROCKOFAGESLUXUSVIP KL. 5:20 - 8 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR3M/ENSKU.TALIKL. 3:40 - 10:10 2D SNOWWHITE KL. 8 - 10:40 2D LOL KL. 3:40 - 5:50 - 8 2D THEDICTATOR KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 10:10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3:40 2D ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 - 10:10 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 10:40 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALIKL. 5:50 - 8 3D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALIKL. 5:50 2D THE LUCKYONE KL. 8 2D DARKSHADOWSKL. 10:10SÝNDÍSÍÐASTASINN 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:35 2D ROCKOFAGES KL. 5:25 - 8 - 10 2D PROMETHEUS KL. 8 - 10:35 3D PROMETHEUS KL. 5:25 2D SNOWWHITE KL. 10 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 5:30 3D MADAGASCAR3 ENSTAL KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:20 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 10:20 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D ROCKOFAGES KL. 8 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D LOL KL. 8 2D RAVEN KL. 10:20 2D KEFLAVÍK 12 12 L L 16 16 CHERNOBYLDIARIES KL. 10:30 2D ROCKOFAGES KL. 8 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 5:50 3D LOL KL. 8 2D SAFE KL. 10 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2DL 12 16 SELFOSS LOL KL. 6 - 8 - 10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10 2D Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Starbuck segir frá DavidWozniak (Patrick Huard),42 ára gömlum kjötsendlisem stendur fremur höllum fæti í lífinu. Hann skuldar pening hér og þar og reynir að borga skuld- ir sínar með því að rækta og selja kannabisplöntur. Dag einn gefur lögfræðingur sig á tal við hann og tilkynnir honum að hann eigi 533 börn. Á tvítugsaldri hafði David margoft gefið sæði í sæðisbanka undir nafninu Starbuck og þar sem afurð hans var fyrsta flokks var henni dreift til fjölda kvenna sem leituðu eftir sæðisgjöf- um. Eftir að David uppgötvar að hann eigi öll þessi börn reynir hann að breyta lífi sínu til hins betra. Þrátt fyrir að aðaláherslan í mynd- inni sé á það vandamál sem fylgir öllum þeim börnum sem David þarf að feðra þá eru fleiri hnútar sem hann þarf að leysa. Þar má nefna fjölskylduvandamál og brostna drauma. Þau vandamál auka á vídd myndarinnar og gera hana áhuga- verðari. Efniviður sögunnar býður upp á góða kvikmynd, jarðvegur hennar er álíka frjór og aðalsögupersónan. Það hefði vel verið hægt að gera betra grín úr efninu og mörgum tækifærum þar sleppt. Það grín sem má finna er hins vegar fínt og ágæt- lega útfært. Patrick Huard stendur sig vel í hlutverki sínu og hirðulaus en indæl persóna hans er sannfærandi. Aðrir leikarar standa sig líka þokkalega. Þar má nefna Antoine Bertrand, sem leikur vin og lögfræðing Davids auk þess sem faðir hans, sem túlk- aður var af Igor Ovadis, var góður. Allt varðandi klippingu og upp- setningu er mjög hefðbundið. Sviðs- myndin er fremur litlaus þó svo hún dragi gæði myndarinnar ekki niður. Tónlistin spilar fremur stóran þátt í myndinni og má þar meðal annars nefna ágæta notkun á lagi The National, Runaway. Myndin er ansi væmin á köflum og það hefði mátt sleppa nokkrum faðmlögum og brosum. Inn á milli eru hjartnæmu atriðin þó hæfilega jarðbundin og þá tekst vel að skapa angurvært andrúmsloft. Fjölbreytni barna Davids er skemmtileg og margar litríkar persónur þar á ferð. Samskipti Davids við eitt barna sinna, fjölfatlaðan strák sem skilinn hefur verið eftir á hæli, eru vel útfærð og áhugaverð. Þrátt fyrir skemmtilega upphafs- hugmynd hefði margt mátt betur fara við skrif handritsins. Það er mjög fyrirsjáanlegt og á stöku stað læddist kjánahrollurinn upp bakið. Það kemur lítið á óvart að kvik- myndaframleiðendur í Hollywood og Bollywood séu að gera sínar út- gáfur af myndinni enda formúla myndarinnar tekin beint upp úr bókum þeirra skóla. Það hefði verið hægt að gera mjög góða og fremur dökka grín- mynd um þetta efni en útkoman varð heldur sykursæt og rjóma- kennd. Myndin verður þó fyrir vikið mjög auðmeltanleg og því ágætis afþreying. Sæðisgjafi Hér má sjá David fara huldu höfði í hópi barna sinna sem vilja fá að vita hver faðir þeirra er. Sæðisgjafi feðrar 533 börn Háskólabíó Starbuck bbbnn Leikstjóri: Ken Scott. Handrit: Martin Petit og Ken Scott. Aðalhlutverk: Pat- rick Huard, Antoine Bertrand og Julie LeBreton. 109 mín. Kanada, 2011. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Bíólistinn 29.-01. júlí 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Madagascar 3 Intouchables What to Expect When You’re Expecting Prometheus Chernobyl Diaries Rock Of Ages Men in Black 3 SnowWhite and the Huntsman LOL Safe 1 3 2 4 Ný 5 6 7 9 12 3 3 2 4 1 2 6 5 4 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknimyndin Madagascar 3: Europés Most Wanted heldur kyrru fyrir í toppsæti listans yfir tekju- hæstu kvikmyndir helgarinnar í bíóhúsum. Franska kvikmyndin Intouchables sækir í sig veðrið og fer úr þriðja sæti í annað sem er harla gott í ljósi þess að hún er sýnd í einum bíósal. Gamanmyndin What to Expect When Yoúre Expecting dettur niður um eitt sæti, úr öðru í það þriðja og geimtryllir Ridleys Scotts, Prometheus, heldur fjórða sætinu aðra vikuna í röð. Afmæl- isbarnið Tom Cruise dettur niður um eitt sæti í Rock of Ages, söngva- mynd með rokksmellum frá níunda áratugnum. Bíóaðsókn helgarinnar Dýrin halda sínu Njósnir Úr teiknimyndinni Madagascar 3: Europe’s Most Wanted.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.