Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 4
kjörnum, þar sem þátttakendur eru eldri og þurfa meiri aðstoð, höfum við ekki breytt miklu.“ Spurð hvort breytingarnar hafi skilað sparnaði sem sóst var eftir með þeim svarar Hulda að þær hafi gert það að einhverju leyti. „Ef maður horfir á tölurnar hefur kostnaður haldið áfram að aukast. Árið 2010 kostaði félagsstarf í borginni 528 milljónir, 2011 545 milljónir og 2012 er það áætlað 563 milljónir. Það er mjög miklu varið í þetta starf.“ Breytingar hafa gengið misvel eftir  Borgin gerir úttekt á breytingum á félagsstarfi aldraðra í Reykjavík  Breytingarnar í vetur áttu að hvetja til aukinnar þátttöku og aukins vals Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ráðhús Reykjavíkur Sigurður Már Helgason afhendir Björk Vilhelmsdóttur undirskrifta- listann í ráðhúsinu í gær. Björk er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Reykjavíkurborg er með í gangi úttekt á þeim breytingum sem voru gerðar í vetur á félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík. „Til þess að meta breytingar þarf að hlusta á reynsluna,“ segir Hulda Dóra Styrmisdóttir, skrifstofustjóri velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar. „Það er í gangi úttekt sem byrjaði í mars á þessum breyt- ingum, henni er ekki lokið. Sendir voru spurningalistar til starfsfólks og þátttak- enda í félagsstarfinu, sem er eftir að vinna úr og við höfum talað við notendur og heyrt af reynslunni. Þegar við fáum nið- urstöður úr þessari úttekt er hægt að meta stöðuna.“ Eins og kom fram í Morgunblaðinu ný- verið skoraði stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík á borgaryfirvöld að endurskoða þá ákvörðun sína að draga verulega úr fé- lagsstarfi aldraðra í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Með breytingunum sem tóku gildi í vetur stefnir borgin á aukna sjálf- stýringu og sjálfbærni í félagsstarfinu með aukinni þátttöku notenda í skipulagi starfsins. Dregið var úr skipulögðum nám- skeiðum á vegum borgarinnar og samn- ingum við hluta launaðra starfsmanna sagt upp í kjölfarið. Þess í stað er gert ráð fyrir að leiðbeinendur geti starfað sjálfstætt að því að setja upp námskeið í takt við þarfir og vilja notenda og að sjálfboðaliðar standi launalaust að námskeiðum. Þetta hefur ekki gengið nægilega vel eftir og því hefur dregið úr framboði á námskeiðum sam- kvæmt heimildum Félags eldri borgara. Tekið tillit til aðstæðna „Það er náttúrlega verið að gera breyt- ingar á starfsemi á mörgum stöðum og það er mismunandi hvernig það gengur eftir. Breytingarnar voru gerðar með það í huga að hvetja til aukinnar þátttöku og aukins vals. Það eru enn 46 ráðnir leiðbeinendur í borginni svo mjög víða eru námskeið í boði með ráðnum leiðbeinendum en ekki bara sjálfstætt starfandi, sem voru 18 í maí sl.,“ segir Hulda. „Reynt var að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað með útfærslur á breytingunum. Félagsstarfið er á sextán stöðum og það eru mismunandi hópar sem sækja það. Til dæmis í þjónustuíbúðar- 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Aflþynnuverksmiðja Becromal í Krossanessi við Akureyri er ekki sú eina sem hefur fundið fyrir niðursveiflunni í Evrópu. Þannig hefur evrukreppan tafið fyrir áformum um kísil- málmverksmiðju á Grundar- tanga og var óvissan um fram- vindu mála á Spáni sögð vera meginástæðan. Fram kom í Morgunblaðinu í júní sl. að þar væri rætt um fjárfestingu upp á sem svarar 129 milljörðum króna. Var haft eftir Einari Þorsteinssyni, for- stjóra Elkem á Íslandi, að ef það hægði frekar á efnahags- lífi Evrópu myndi það hafa bæði áhrif á magn og gæði á þessum markaði. Kínverska ríkið á 80% í móðurfélagi El- kem. Tefur líka sólarkísilinn ÁHRIF ÓRÓANS Í EVRÓPU Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er ánægjulegt hvað við höfum lagt til þjóðarbúsins á erfiðum tím- um þann stutta tíma sem verksmiðj- an hefur verið starfrækt, en væntanlega verð- ur einhver sam- dráttur hjá okkur í ár, án þess að ég geti fullyrt hversu mikill hann verður. Nið- ursveiflan í Evr- ópu er megin- skýringin,“ segir Rúnar Sigur- pálsson, fjármálastjóri Becromal, um ganginn hjá aflþynnuverksmiðj- unni í Krossanesi við Akureyri. „Vörur okkar fara í rafmagnsþétta sem eru mikið notaðir af orkugeir- anum, bæði sólarorku og vindorku. Ástandið í Evrópu er erfitt um þess- ar mundir en við erum farin að sjá hægan bata á mörkuðunum. Til þess að mæta samdrættinum fækkuðum við um nokkur stöðugildi í mars og apríl en líkur eru á því að við getum fjölgað stöðugildum fljótlega að nýju, jafnvel á þessu ári,“ segir Rún- ar um stöðuna í dag. Stækkuninni frestað Fram kom í Morgunblaðinu í mars í fyrra að eigendur verksmiðjunnar hefðu uppi áform um að stækka hana og skapa þannig 30-50 störf til fram- búðar. Rúnar segir erfitt árferði í Evrópu tefja þessi áform. „Það hefur ekki verið hætt við stækkunina, henni hefur verið frest- að, en ætlunin var að stækka verk- smiðjuna um 60-70%. Um þessar mundir framleiðum við um 6,5-7 milljónir fermetra á ári sem eru rúmlega 70% af fullri afkasta- getu verksmiðjunnar. Við gætum framleitt um 9 milljónir fermetra miðað við fulla afkastagetu verk- smiðjunnar.“ Spurður hvort verksmiðjan geti ekki einfaldlega einbeitt sér að Asíu- markaði, eða öðrum hratt vaxandi mörkuðum á meðan fjármálafárviðr- ið gengur yfir í Evrópu, segir Rúnar málið ekki svo einfalt. Engin uppsveifla í Asíu Ástandið í Evrópu hafi áhrif víðar. „Við höfum selt inn á Asíumarkað. Þar er hins vegar engin uppsveifla og á því eru nokkrar skýringar. Kína er í ákveðnu frosti vegna forseta- kosninga í nóvember. Japanir eru ekki búnir að jafna sig á náttúru- hamförum og það sama má segja um Taíland. Stundum er sú ályktun dregin að niðursveifla á einum mark- aði leiði af sér uppsveiflu á öðrum. Það er hins vegar ekki þannig enda má segja að ástandið í Evrópu hafi neikvæð áhrif á markaði annars staðar.“ Um 110 manns starfa hjá verk- smiðju Becromal á Íslandi og var veltan 78 milljónir evra á síðasta uppgjörsári, eða 12.361 milljón kr. á gengi gærdagsins. Er uppgjörsárið frá apríl 2011 til mars 2012. Verksmiðjan kostaði um 10 millj- arða í núverandi mynd. Stækkun var talin kosta nokkra milljarða króna en samningar um frekari orku eru fyrir hendi. Evrukreppan setur stækkunina á ís  Samdráttur hjá Becromal vegna niðursveiflunnar í Evrópu  Verksmiðjan keyrð á 70% afköstum  Til stóð að auka hana um 60-70% í milljarðaframkvæmd  Halda á óbreyttum starfsmannafjölda Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á Norðurlandi Verksmiðjan er í Krossanesi við Akureyri. Rúnar Sigurpálsson Sigurður Már Helgason er eldri borgari í Reykjavík og sækir félagsstarfið í Gerðubergi. Hann hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun, ásamt fleirum, til að mótmæla niðurskurði í félagsstarfi eldri borgara. „Nokkur hundruð eldri borgara hafa skrifað undir bænaskjal til borgarinnar um að draga þessar breytingar til baka,“ segir Sigurður, en hann fór í gær á fund borgarfulltrúa Reykjavíkur og afhenti þeim bænaskjal- ið. „Dropinn holar steininn og nú er bara spurning hvort þau hlusti á okkur og taki okkar málflutning til greina,“ segir Sigurður og bætir við að hann sé sæmilega bjartsýnn á framtíð Gerðu- bergs. „Félagsstarfið er okkar skjól og við óskum eftir því að það verði sama starf aftur í boði sem hefur verið mjög blóm- legt í Gerðubergi. Þeir eru með þá hugsun að við förum í sjálfboðavinnu, eldri borgarar, við að sjá um fé- lagsstarfið. Að við snúum til baka og gerumst leiðbeinendur, ég hélt ég væri búinn með þann pakka,“ segir Sigurður. „Borgin ætlast til þess að haltur leiði blindan. Þú verður að hafa orku í þetta. Þeir eru að tala um eldri borgara 50-65 en það er fólk í fullu fjöri og hefur öðr- um hnöppum að hneppa en að leið- beina í sjálboðavinnu enn eldra fólki.“ Sigurður segist finna mikið til með fólkinu sem er að missa sitt fé- lagsstarf. „Það er mikil sorg og óánægja með þetta. Færri námskeið eru í boði og svo hefur verði fyrir nám- skeið hjá leiðbeinanda borgarinnar ver- ið stillt í hóf en þegar fyrirtæki koma inn skeður eitthvað annað. Menn verða að fá eitthvað í vasann fyrir sína vinnu en það er takmarkað sem eldri borg- arar geta borgað.“ Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að nú standi yfir mat á því hvernig til hafi tekist með breyting- arnar í Gerðubergi og að bænaskjalið verði nú hluti af því mati. Með bæna- skjal til borgarinnar ELDRI BORGARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.