Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is J ógakennarinn Ragnheiður Ýr Guðmundsdóttir sendi frá sér á dögunum bókina Útijóga – Náttúruleg orka með útiveru og æfingum. Ragnheiður hefur kennt jóga frá árinu 2007 en ásamt því að vera jógakennari er hún einnig sjúkra- þjálfari og tölvunarfræðingur. „Ég byrjaði með útijóga haust- ið 2007,“ útskýrir Ragnheiður en með útijóga er átt við jóga sem er stundað úti, gjarnan í tengslum við gönguferðir eða aðra útiveru. „Mér fannst það vanta í íslenska jóga- menningu og vissi ekki um neinn sem var með það í boði,“ bætir hún við. Jóga í snjó „Mér finnst passa rosalega vel að gera jóga úti í náttúrunni. Flestir eru mikið inni stóran part dagsins vegna vinnu og því er gott að kom- ast út eftir vinnudaginn, gera jóga og fá súrefni í leiðinni,“ segir Ragn- heiður en hún hefur séð um útijóga- hópa yfir vetrartímann. „Ég hef eig- inlega verið í pásu alltaf yfir sumartímann sem er kannski pínu- lítið öfugsnúið,“ segir hún hlæjandi. „Þá er fólk í sumarfríi og erfitt að vera með hópa. Ég hef reyndar boð- ið upp á jóga í Viðey einu sinni á hverju sumri en annars hef ég byrj- að með hópana í lok ágúst og verið með þá út nóvember. Svo tek ég frí yfir dimmustu mánuðina, desember og janúar, og byrjað aftur í febr- úar,“ útskýrir Ragnheiður en oft hefur verið erfið færð í útijógatím- um yfir háveturinn. „Það eru oft langskemmtileg- ustu tímarnir þegar er snjór því þá er fólk að vinna sjálft sig, drífa sig af stað í kolvitlausu veðri,“ segir Ragnheiður og bendir á að oft fækki heldur mikið í hópnum þegar líða tekur á veturinn. „Margir byrja á haustin en svo detta alltaf einhverjir út þegar fer að kólna,“ segir hún en bendir á að þó séu 10-15 manns sem mæti galvaskir allan veturinn. „Svo hef ég líka verið með þetta í boði fyrir til dæmis vinnu- staði eða aðra hópa sem vilja bara einn tíma. Þá geta þetta verið allt upp í 50 manns,“ segir Ragnheiður og bætir við að það sé alltaf nóg pláss fyrir jógaiðkendur úti í nátt- úrunni. Standandi æfingar Hefðbundið útijóga saman- stendur af upphitunaræfingum, gönguferð með nokkrum stoppum þar sem gerðar eru jógaæfingar og svo teygjum og slökun. „Við förum í Jóga úti í náttúrunni allan ársins hring „Mér finnst passa rosa- lega vel að gera jóga úti í náttúrunni,“ segir Ragn- heiður Ýr Guðmunds- dóttir sem gaf nýverið út bók um útijóga og ýmis- legt sem því tengist. Ljósmyndir/Úr bókinni Úitjóga Hálfmáni Ragnheiður sýnir hinar ýmsu jógaæfingar og teygjur í bókinni. Náttúra Íslands býður upp á ýmis úti- vistarævintýri önnur en fjallgöngur eins og til dæmis að klífa kletta og fjöll. Á vefsíðunni Klifur.is má finna upplýsingar um klifursvæði á Íslandi, búnað sem þarf til að klifra og ým- islegt fleira tengt klifri. Það er hörku- púl að klifra og mikilvægt er að fá leiðsögn þegar klifrað er í fyrsta skipti. Á síðunni má finna lista yfir klifurleiðir og einkunn sem reyndir klifrarar hafa gefið þeim. Leiðirnar bera margar hverjar skemmtileg nöfn en þar ber helst að nefna Múffuna, Flengda apann og Ógeðsleiðina. Einn- ig er skemmtilegt að glugga í orða- bók síðunnar sem útskýrir meðal annars klifurhugtakið fingraklifur en þar er átt við lítil grip sem reyna mik- ið á fingurgómana. Vonandi lenda fæstir byrjendur í Elvisnum svo- nefnda en þá skjálfa fæturnir óstjórnlega í klifri vegna áreynslu. Vefsíðan www.klifur.is Morgunblaðið/Ernir Klifur Sumir klifra í klettum, aðrir láta sér nægja himinháa klifurveggi. Forvitnilegar klifurleiðir Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verðbréfa verður haldið fimmtudaginn 5. júlí og hefst keppni kl. 20:00. Keppt er í þremur vega- lengdum: 5 km, 10 km og hálf- maraþoni. Rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Átak og er hlaupið um eyrina og fram í Eyja- fjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum í 5 og 10 km hlaupi og tveimur aldursflokkum í hálf- maraþoni. Skráning í hlaupið fer fram á vefsíðunni hlaup.is en opið er fyrir skráningu til kl. 20:00 miðviku- daginn 4. júlí. Þátttökugjald er eft- irfarandi, 5 km hlaup kr. 1.500, 10 km hlaup kr. 2.000 og hálfmaraþon kr. 3.000. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að fjölskylda (foreldrar og börn) greiðir ekki meira en kr. 5000. Kort af leiðinni má einnig sjá á hlaup.is fyrir þá sem vilja kynna sér hana betur. Endilega …hlaupið Akureyrarhlaup Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarhlaup Keppt verður í þremur aldursflokkum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það var kannski eins gott að hinn þýski Faris al Sultan fengi stóran drykk eftir þrekraun sína um helgina en hann fór með sigur úr býtum í þýska Járnkarlinum 2012. Keppnin felur í sér að synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa 42,1 km frá Klagenfurt til Wörthersee. Vinningshafinn hefur örugglega skolað þessu niður eins og ekkert væri eftir erfiðið. AFP Glúgg Faris al Sultan var þyrstur. Afar þyrstur járnkarl Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.