Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  153. tölublað  100. árgangur  JÓGA ÚTI Í NÁTT- ÚRUNNI ALLAN ÁRSINS HRING ENDURKOMUR Á ÚTIHÁTÍÐ TÍMAMÓT HJÁ FIMMTUGUM TOM CRUISE FJÖLDI ATRIÐA Á BESTU ÚTIHÁTÍÐINNI 32 AF STÓRRI STJÖRNU 31BÓK UM ÚTIJÓGA 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur ekki verið hætt við stækkunina, henni hefur verið frest- að, en ætlunin var að stækka verk- smiðjuna um 60-70%. Um þessar mundir framleiðum við um 6,5-7 milljónir fermetra á ári sem eru rúmlega 70% af fullri afkastagetu verksmiðjunnar,“ segir Rúnar Sigurpálsson, fjármálastjóri Becro- mal í Krossanesi, um þá ákvörðun að slá stækkun verksmiðjunnar á frest. Ládeyða í orkugeiranum Rúnar rekur ákvörðunina til erf- iðs efnahagsástands í Evrópu og horfir þar einkum til sólar- og vind- orkumarkaðarins. Aflþynnuverksmiðjan kostaði um 10 milljarða í byggingu og hefur komið fram að um milljarða fram- kvæmd yrði að ræða. Veltan var um 12,36 milljarðar á síðasta uppgjörsári og eru starfs- menn um 110. Þrátt fyrir samdrátt- inn bindur Rúnar vonir við að geta bætt við fólki fljótlega. Hann sjái merki um hægan bata. MEvrukreppan »4 Framleiðslan dregst saman AFP Danskt vindorkubú Samdráttur í vindorku kemur niður á Becromal.  Becromal bregst við evrukreppunni  Áætlun um að stækka um 60-70% frestað  Ládeyða er á sólar- og vindorkumarkaði  Vonast þó til að geta bætt við fólki Þessi múkki var alls ósmeykur þar sem hann tók við lifur og öðru góðgæti úr hendi Árna Halldórssonar, skipstjóra á Níelsi Jónssyni EA 106, sem var í hvalaskoðun og á sjóstöng út af Hauganesi á Eyjafirði í gær. Vanalega hafa fýlar varann á sér þótt boðið sé til slíkrar veislu. Helst nálgast þeir menn þegar hvasst er í veðri enda stormfuglar. Að þessu sinni lét einn tilleiðast viðstöddum ferðamönnum til mikillar ánægju. Frakkur múkki lét tilleiðast og tók við lifur Morgunblaðið/Sigurður Ægisson  Heimtur upp í meðlagskröfur voru mun betri árið 2011 en árin á undan. Mismunur milli krafna og greiðslna var rúmar 753 milljónir í fyrra, samanborið við 934 milljónir 2010 og 944 milljónir 2009. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Inn- heimtustofnunar, segir að merkja megi á greiðslugetu meðlagsgreið- enda að minna rót sé á tekjum og atvinnu en síðustu ár. Jón nefnir einnig að stofnunin veiti vinnuveitendum nú aukið að- hald vegna krafna í laun auk þess sem greiðslur frá fólki, sem flutti til Norðurlanda, séu farnar að skila sér. »14 Heimtur meðlags sýna minna rót  Talið er að á milli átta til tíu þús- und manns kafi ofan í gjána Silfru á Þingvöllum á hverju ári. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður í samtali við blaðamann. Þá er áætlað að árleg velta í Silfru sé á bilinu 120-150 milljónir íslenskra króna. „Nú þegar er búið að leggja á aðra milljón á þessu ári í bætta aðstöðu,“ segir Ólafur sem hafnar þeim ásök- unum að á bak við hið 750 kr. gjald, sem stefnt er á að taka fyrir köfun ofan í Silfru í framtíðinni, sé engin þjónusta. „Ég hef t.d. verið að kafa hérna í 24 ár og það hefur rauninni ekkert verið gert annað en einn stígur hérna á þeim tíma og einn stigi settur hér niður,“ segir Finnbjörn Finnbjörnsson, eigandi fyrirtæk- isins Scuba Ice- land. Aðspurður hvort köfun ofan í Silfru sé stór iðnaður segir Finn- björn: „Ef við gefum okkur að þetta séu um 10 þúsund manns, þá eru þetta um 120 milljónir sem skiptast niður á 5 til 6 fyrirtæki sem þýðir um 25 milljónir á hvert fyrirtæki.“ »18 Átta til tíu þúsund manns kafa ofan í gjána Silfru á Þingvöllum á ári hverju Ólafur Örn Haraldsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Búið var að taka ákvörðun í 3565 umsóknum um greiðsluaðlögun sem borist höfðu umboðsmanni skuldara 1. júlí. Úrræðið var kynnt til sög- unnar 1. ágúst ár- ið 2010 og síðan þá hafa 4099 sótt um greiðsluaðlög- un skulda. Af þeim málum sem tekin hafa verið til athugunar hjá umboðsmanni skuldara hefur 410 verið synjað um greiðsluaðlög- un en 2941 mál hefur verið samþykkt. 314 mál hafa verið afturkölluð að frumkvæði skuldara. 434 umsóknir eru í vinnslu. Eftir að umboðsmaður hefur sam- þykkt greiðsluaðlögun fer málið til umsjónarmanns sem er lögfræð- ingur og milligöngumaður um greiðslukjör skuldara við kröfuhafa. 1910 mál bíða niðurstöðu hjá um- sjónarmönnum en 1755 mál hafa verið verið afgreidd með samningi á milli skuldara og kröfuhafa. 1860 hafa sótt um fjármálaráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara frá 1. ágúst og eru 534 mál í vinnslu hjá embættinu nú. Um þriðjungur ráð- gjafamála endar í greiðsluaðlögun. Enn koma mál inn á borð umboðs- manns en umsóknir eru mun fátíðari en áður. Fyrirfram var ljóst að um- svif embættisins myndu minnka með færri umsóknum. Hinn 1. september mun starfsmönnum fækka úr 98 í 70. „Við erum búin að fara yfir stóran hluta málanna og því munu umsvif embættisins minnka eitthvað. Einn- ig erum við að færa fólk til í starfi.“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi umboðsmanns skuld- ara. Stærstur hluti mála unninn  Fækkar í starfsliði umboðsmanns skuldara Svanborg Sigmarsdóttir  Atvinnuleysi kemur verst niður á ungu fólki og einstaklingum með litla menntun. Stór hópur fólks hef- ur verið frá vinnumarkaði í meira en eitt ár og fjölgar ört í honum. Þetta kemur fram í samantekt um ástand í atvinnumálum sem unnin var á vettvangi Alþýðusambands Ís- lands. Átak í þágu atvinnulausra hafi skilað ágætum árangri. Enn er þó þörf á því að ráða bót á ástandinu með frekari eftirfylgni. 40. þing ASÍ verður haldið í októ- ber og verður samantektin til um- fjöllunar þegar unnið verður að til- lögum á þinginu. Þá verða einungis 2-3 mánuðir til stefnu þar til for- sendur kjarasamninga koma til endurskoðunar. »6 Samantekt sýnir að ört vaxandi hópur fólks glímir við langtímaatvinnuleysi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungt fólk Margt ungt fólk þarf að horfast í augu við atvinnuleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.