Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 ✝ Gabriel ReynirRagnarsson fæddist í Keflavík 4. janúar 2011. Hann lést 21. júní 2012. Foreldrar hans eru Sandra Ýr Grétarsdóttir, f. 1.3. 1993 og Ragnar Freyr Þórðarson, f. 11.4. 1990. Þau slitu samvistum. Foreldrar Söndru eru Þórdís Daníelsdóttir, f. 11.10. 1972 og Grétar Valur Schmidt, f. 20.10. 1969. Bræður Söndru: Daníel Leó Grétarsson, f. 2.10. 1995; Adam Frank Grétarsson, f. 27.12. 2000. Foreldrar Ragnars eru Kristín Sigurjónsdóttir, f. 7.2. 1958 og Þórður Matthías Sigurðs- son, f. 11.7. 1954. Systkini Ragnars: Reynir Davíð Þórð- arson, f. 26.3. 1972, d. 5.3. 2005; Eva Rakel Þórðardóttir, f. 29.8. 1973; Valur Smári Þórðarson, f. 7.8. 1974; Róbert Þórðarson, f. 20.9. 1980; Þórður Matt- hías Þórðarson, f. 6.3. 1982; Sig- urjón Veigar Þórðarson, f. 20.8. 1983 og Sigurður Freyr Þórð- arson, f. 11.4. 1990. Útför Gabriels Reynis verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 3. júlí 2012 og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku litli drengurinn minn. Þetta var erfiðasti dagur lífs míns þegar þú fórst svona skyndilega frá mér. Það hrundi allt og ég fékk ekki einu sinni að kveðja þig. Hjartað mitt er tómt. Yndislegi drengurinn minn aðeins 17 mán- aða. Hér sit ég og skil ekki hvað lífið er grimmt. Ég bíð enn eftir því að þú komir hlaupandi og faðmir mömmuhjartað, ég fékk að hafa þig svo stutt. Það er svo stutt síðan þú komst í faðm minn, gullið mitt, og nú er búið að taka þig frá mér og yfir mig hellast minningar. Fallegar minningar sem þú skildir eftir og munu ávallt vera í hjarta mínu. Gabriel englinum mínum var greinilega ætlað mjög stórt hlutverk. Þú varst mér allt. Brosið þitt og faðmlag, fyrstu skrefin, fyrstu orðin, þú varst svo duglegur, elsku engillinn minn. Þú varst ekkert hræddur, alltaf brosandi. Ég man þegar ég fór í fyrsta skiptið með þig í Húsdýragarð- inn, þú hermdir eftir öllum dýr- unum. Hljópst að hestinum og kysstir hann, kiðlingurinn saug á þér fingurna og kálfarnir sleiktu þig í framan, hænurnar stálu salt- stöngunum úr hendinni á þér. Þú varst svo mikill vinnumaður, allt- af að gera eitthvað. Amma og afi voru alltaf að kenna honum einhvað nýtt. Hann fékk það verkefni að taka sína plastdiska úr uppvöskunarvélinni og hjálpaði við að ganga frá. Hann vissi hvert hann átti að setja diskana sína og glösin. Hann var alltaf að hjálpa. Gabriel elskaði að láta lesa fyrir sig, hann var ákveðinn lítill drengur og vissi hvað hann vildi. Alltaf bros- andi, kátur lítill prakkari, var byrjaður að stríða okkur og hljóp um og faldi sig og hló. Þessi fal- legi yndislegi sonur minn elskaði að borða hjá ömmu sinni, þar sat hann allan daginn við matarborð- ið og borðaði góðan mat. Hann fyllti rýmið alls staðar hjá öllum. Hann var elskaður af öllum sem þekktu hann. Engillinn minn var svo ljúfur og góður. Hann fékk alla til að brosa, þvílíkt augnayndi. Þetta er svo sárt og ég er ekki tilbúin að hann sé ekki lengur í fangi mínu. Klæða litla drenginn minn og hátta. Lesa fyrir hann, syngja fyrir hann, hafa tilgang sem mamma. Það er svo erfitt að horfast í auga við að þú ert ekki lengur hjá mér en ég veit og trúi að nú sértu á góðum stað hjá Guði. Ég elska þig svo mikið og þú ert allaf í hjarta mínu, mamma elskar þig. Sofðu rótt. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Hvíldu í friði. Mamma elskar þig. Mamma. Elsku hjartans Gabríel minn. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá mér úr þessum heimi sem við þekkjum, þó að ég viti af þér á öðrum stað þar sem þér líður vel. Ég er búinn að upplifa rosa- lega blendnar tilfinningar síðan þú fórst svo skyndilega frá mér, bæði reiði og yfirþyrmandi dep- urð, en á sama tíma upplifi ég rosalegt þakklæti fyrir það að hafa eignast þig og verið faðir þinn. Þessi yndislegi gleðigjafi sem þú varst, Gabríel minn, síbros- andi, hlæjandi og fyrir mig að sjá þetta einlæga fallega bros gerði mig að stoltasta pabba í veröld- inni, það mun án efa hjálpa mér að takast á við komandi tíma í þessari gífurlegu sorg. Ég gleymi því aldrei að þegar ég sá og hélt á þér í fyrsta skipti, þá fyrst skildi ég um hvað lífið snérist. Þetta var fallegasta stund sem ég hef upplifað, ég hef aldrei verið jafn stoltur af mér og móður þinni sem stóð sig svo vel í að koma þér í heiminn. Allt það sem þú gafst mér á þessum stutta tíma þínum hér hjá okkur er mér er ómetanlegt og þú munt ávallt lifa áfram í mínu hjarta og huga, ég veit að þú munt fylgja mér í gegnum lífið. Ég gæti skrifað svo margt um okkar skemmtilegu stundir, Gabríel, og vil ég nefna okkar ógleymanlegu baðferðir, þér fannst fátt skemmtilegra en að fara með pabba í bað, leika þér og sulla út um allt. Oftar en ekki tók ég þátt í því með þér enda fannst mér ekkert skemmtilegra en að heyra þennan fallega hlátur, sjá þig brosa og vera glaðan. Ég vildi að ég gæti farið einu sinni enn með þér í bað og leikið með þér en ég veit að þú munt upplifa skemmtilega leiktíma með Breka, frænda þínum. Ég elska þig, fallegi sonur, og mun ávallt minnast þín í mínu hjarta. Bless í bili. Pabbi. Elsku ömmugullið, hjarta mínu blæðir, augu mín fljóta í tár- um og sál mína svíður sárt, þú ert horfinn, litli drengurinn minn. Mikið skilur þú eftir þig stórt skarð hjá öllum sem hafa umvafið þig á þinni stuttu ævigöngu, gleðigjafinn okkar og nú er skelfilega hljótt hjá fjölskyldunni þinni. Eftir sitjum við og skiljum ekki tilanginn með brottför þinni, eftir sitja foreldrar þínir í magn- vana sorg því þú varst þeim allt. En við verðum að halda áfram með lífið, láta þitt litla ljós vísa okkur veginn til framtíðar með minningunni um gullfallegan strákhnokka með prakkarablik í bláu augunum sínum. Elska þig, fallegi engillinn minn. Kristín amma. Fimmtudagurinn 21. júní verð- ur lengi í minnum hafður, dag- urinn þegar þau sorgartíðindi bárust að litli afadrengurinn minn, hann Gabríel Reynir, væri látinn, við höfðum átt margar ánægjustundir saman. Var sérstaklega gaman að sjá þegar hann var að leika við hund- inn þeirra feðga, hann Golíat, úti í garði. Vildi drengurinn oftar en ekki gefa honum að borða og drekka. Og þegar inn var komið þá vildi litli afakútur skoða í allar skúffur og skápa til að kanna hvað væri þar að finna, mikið á afi eftir að sakna þessara stunda með þér, litli vinur minn. En nú ert þú farinn og megi góður Guð geyma þig og styrkja foreldrana í sinni djúpu sorg. Afi Þórður (Doddi). Ég kveð þig, litli engillinn minn, með þessu fallega ljóði sem langalangamma þín Herdís orti með hjálp Jóhanns langalangafa þegar vinarhjón okkar langafa misstu unga dóttur sína. Undarleg örlaga keðja, ókleift að skilja hver hjó. Barnið var brosandi kveðja, sem barasta lifnaði og dó. Litlu blómin er sofna sætt, og sjást ekki lengur hér í dalnum. Alfaðir getur aftur grætt, uppi í himnanna dýrðar salnum. Fram rétt er Jesú hjálpar hönd, þá hjörtun klökkna og tárin streyma. Jarðlífsins engin binda bönd, er burt skal flytja til æðri heima. (Herdís Þorsteinsdóttir) Guð geymi þig, litli Gabriel Reynir, fallegi duglegi langömm- ustrákurinn minn og þakka ég fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman á þinni allt of stuttu ævi. Langömmukveðja, Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir. Fyrir einu og hálfu ári síðan fæddist ljós í myrkri, litli engill- inn okkar, hann Gabríel Reynir. Því er erfitt að átta sig á þeirri staðreynd að litli orkuboltinn með bjarta brosið hafi skyndilega verið tekinn frá okkur. Á liðnum dögum hafa minning- ar verið rifjaðar upp og myndir skoðaðar og hlegið og grátið í senn. Við minnumst þess með mikilli gleði þegar við Rituhöfða- liðið fórum til Grindavíkur í op- inbera heimsókn til að máta Ragnarsson. Allir fengu að máta í fangið þetta litla undur sem við vorum svo stolt af og elskuðum strax af öllu hjarta. Erum við þakklát fyrir fallegar minningar um samverustundir, skírn, Grindavíkurheimsóknir, eins árs afmæli, Siglufjarðardaga og fjör í Mosfellsbæ. Ef of langt leið milli samverustunda átti hann það til að setja í brýrnar og tók sinn tíma, en fljótt var hann hrókur alls fagnaðar og gaf okkur svo gott knús að viðskilnaði með prakkarablik í augum. Elsku Sandra og Raggi, við biðjum góðan Guð að vaka yfir litla englinum ykkar og okkur öll- um hinum, og gefa okkur styrk til þess að sjá aftur ljósið í myrkr- inu. Elsku karlinn okkar, við kveðj- um þig með þessu litla ljóði frá Herdísi frænku, Þú engillinn okkar varst öllum svo kær, að vaxa og dafna og vera. Með fallegu augu þín bláu svo skær, og alltaf svo mikið að gera. Nú hugsum um stundirnar liðnu með þér, og allt sem þú hafðir að gefa. Gabriel Reynir við kveðjum þig hér, þín minning í hjörtum mun lifa. Herdís, Erlendur, Ásdís Magnea, Sturla Sær og Sædís Erla. Elsku litla skinnið mitt, mikið rosalega sakna ég þín, mikið rosalega getur lífið verið ósann- gjarnt að taka þig frá okkur eins og þú varst mikill gleðigjafi fyrir alla í kringum þig. Ég gleymi því aldrei þegar litli bróðir minn tilkynnti mér það að hann væri að verða pabbi og hvað hann var stoltur þegar þú komst í heiminn, þegar ég kom upp á fæðingardeild og sá stoltu for- eldra þína með þig í fanginu, al- veg gullfallegan lítinn strák sem lýsti upp allt herbergið. Að sjá þig taka fyrstu skrefin og róta í öllum skúffum til að finna eitt- hvað skemmtilegt og forvitnilegt. Hvað hann afi þinn hafði enda- laust gaman af því að sjá þig grallarast, mikið rosalega hlakk- aði ég til að fylgjast með þér vaxa úr grasi og vera hamingjusamt lítið barn. Á einni svipstundu ertu farinn frá okkur og skilur eftir djúpt skarð í hjarta okkar sem aldrei verður fyllt. Ég kveð þig með sorg í hjarta, elsku Gabríel minn, en veit að þú vakir yfir okkur rétt eins og englarnir vaka yfir þér. Þórður (Doddi) frændi. Elsku litli frændi. Mig skortir orð. Vegir guðs eru svo sannar- lega órannsakanlegir. Það er ótrúlegt að sitja hér og þurfa að skrifa minningargrein um svo unga sál og þurfa að horfast í augu við það að þú sért farinn frá okkur. Eftir standa stuttar en margar góðar minningar um fjör- ugan og lífsglaðan strák sem átti aldrei í erfiðleikum með að láta fólk brosa og hlæja með sér. Þú áttir það til að gera hana Thelmu æsta í að fara til Grindavíkur í heimsókn bara til þess eins að knúsa þig, þessi áhrif hafðir þú á fólk. Fólk vildi elska þig úr öllum áttum því þú varst svo yndisleg- ur. Þú varst alltaf svo hraustur ungur drengur sem átti eftir að eiga svo gott líf, mikill töffari og virkilega úrræðagóður þrátt fyrir ungan aldur. Þú varst alveg gríð- arlega efnilegur og áttir eftir að gera góða hluti. Við verðum að trúa því að þér hafi verið ætlað að gera ennþá stærri og betri hluti þar sem þú ert í dag. Með verk í hjarta er erfitt að kveðja þig. Þín verður minnst sem glæsilegs stráks í alla staði og þín verður mikið saknað alla tíð. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Hvíldu í friði, elsku Gabríel okkar. Sigurður frændi (Siggi) og Thelma. Fæddur drengur, allt var gott og gaman, ung var móðir, tók sín fyrstu spor. Stund á jörð, þó ekki löng var saman, fljótt varð sorg sem þurfti kjark og þor. Fjölskyldan nú stendur, brotin, búin, óraunverulegt svo allt nú er. Tilveran hún getur verið snúin, lífið sem hún gaf svo vel af sér. Nóttin kemur, erfitt er að sofna, vantar lítinn kút í rúmið sitt. Best er þá að leyfa sér að dofna, leyfa sér að langá í barnið sitt. Lífið áfram heldur segja allir, erfitt er að hlustá á þessi orð. Vonandi þó koma fagrar hallir, sem hjálpa, þegar líf er lagt á borð. Upplifanir, minningar og draumar, hrannast upp í huga hvers og eins. Styrkur, stoð og allra manna straumar, hjálpa þá að lækna til þess meins. Ættingja og vina manna kraftur, hjálpa mannı́að stíga erfið skref. Við hittumst jú að lokum líka aftur, og þá alla kossana þér gef. (Halla Eyberg Þorgeirsdóttir) Elsku hjartans Sandra, Grét- ar, Þórdís og aðrir ættingjar og vinir. Hugur okkar er svo inni- lega hjá ykkur og megi allt gott vernda ykkur og elsku Gabríel Reyni um ókomna tíð. Guð geymi þig, elsku litli frændi. Valdimar, Halla, Sveinn Andri, Ciara Margrét, Áróra og Jökull. Gabriel Reynir Ragnarsson ✝ Rannveig Hall-dórsdóttir iðn- verkakona fæddist í Hraungerði í Álftaveri 1. janúar 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- únarheimilinu Grund 21. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Halldór Guðmundsson bóndi í Hraungerði, f. 26.9. 1872, d. 16.7. 1964, og Sigrún Þorleifsdóttir kona hans, f. 18.8. 1879, d. 1937. Hún var yngst sjö systkina, þau voru Sigmundur, f. 21.12. 1903, d. 29.5. 1993, Guðbjörg (Bagga), f. 13.3. 1905, d. 28.4. 1983, Sig- urður Rögnvaldur, f. 9.2. 1909, d. 26.6. 1990, Hall- grímur, f. 19.5. 1910, d. 30.6. 1996, Guðbjörg (Stella), f. 7.3. 1914, d. 14.2. 2010, Sigríður, f. 15.1. 1916, d. 18.8. 1999. Sonur Rann- veigar með Guð- mundi Þórðarsyni, f. 17.6. 1916, d. 11.10. 1984, póst- afgreiðslumanni, er Halldór Rúnar, f. 22.3. 1947, ókvæntur og barnlaus. Hún vann við hreingerningar og iðn- að, lengst var hún hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, hátt í 30 ár. Útför Rannveigar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 3. júlí 2012, kl. 13. Skaftfellsk byggð í skjóli fjalla, skrúðgræn tún og engjar fríðar, þar sem straumhörð fljótin falla fram úr gljúfrum, niður hlíðar. Minjar elds og ísa geymir úfið hraun og gráir sandar. Ólga þér í æðum streymir undir jöklum, fram til strandar. (Eiríkur Einarsson, Réttarholti) Úr þessu umhverfi var Rann- veig móðursystir okkar, sem var yngst sjö systkina frá Hraun- gerði í Álftaveri, en nú eru þau öll látin. Í Hraungerði var víst oft glatt á hjalla, þrátt fyrir mikla fátækt og erfiðar aðstæður. Þannig sagðist Rannveig muna vel, þótt hún hafi aðeins verið á fjórða ári, þegar Sigríður systir henn- ar, þá sex ára, var send í fóstur. Hún sagðist hafa grátið mikið þegar Sigga systir var að fara í burtu. Þegar Sigrún móðir þeirra dó 58 ára gömul, hafði Halldór fað- ir þeirra ekki áhuga eða yndi af því að vera lengur í Álftaverinu, og fóru þá Halldór og börnin að vinna hér og þar í nokkur ár. Síðan stofnuðu fjögur systkinin heimili saman í Reykjavík. Fyrsta heimilið sem við munum eftir var á Smyrilsveginum og þar var þröngt búið. Rannveig var dugleg kona og vann erfiðisvinnu allan sinn starfsaldur, mest við þrif og ræstingar, oft á mörgum stöðum og þar á meðal við þrif hjá Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins, Alþingi og Heildverslun Árna Jónssonar. Það var mikil hamingja fyrir Rannveigu að eignast Halldór Rúnar og var hann gleðigjafi heimilisins. Mikil breyting varð í lífi Rannveigar og annarra á heimilinu þegar Rúnar fékk bíl- próf. Þá var keyptur bíll og nú gat fjölskyldan ferðast, gjarnan austur í Álftaver eða upp í Borg- arfjörð til Siggu systur sinnar, móður okkar. Oftast voru þau fjögur til fimm sem komu saman og þótti okkur systrum það ekki verra á sumrin að fá þá að sofa úti í hlöðu. Rannveigu þótti sér- staklega gaman að koma í heim- sókn að Ferjubakka þegar sauð- burður stóð yfir og hún elskaði að halda á lömbunum. Á efri ár- um eignaðist Rannveig páfa- gauk sem hún tók miklu ást- fóstri við. Páfagaukurinn hét Gutti og sannarlega var hann Rannveigu góður félagi, sérstak- lega þegar hún var ein heima. Líklega hefur það verið Rannveigu erfitt þegar Stella systir hennar flutti til Svíþjóðar, níutíu og eins árs, þá voru þær aðeins tvær eftir af systkina- hópnum. Að endingu viljum við systur þakka alla þá gestrisni og hlýju sem við nutum þegar við komum í heimsókn í Stigahlíð- ina. Við og fjölskyldur okkar sendum Rúnari frænda samúð- arkveðjur. Inga og Guðrún (Dúna) Ferjubakka. Rannveig Halldórsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.