Morgunblaðið - 03.07.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 03.07.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Ari Trausti Guð- mundsson. Takk fyrir þitt framlag til styrk- ingar lýðræðisins. Öllum er ljóst að á brattann var að sækja þegar boðið er fram á móti sitjandi forseta og frambjóðanda sem er vel kynntur í fjöl- miðlum. Tveggja turna tal fjölmiðlanna frá fyrsta degi kosningabaráttunnar gaf auð- vitað þann tón að nú skyldi tekist á um blokkir í stjórnmálum en ekki um hæfileika einstakra frambjóð- enda. Þessi staðreynd er auðvitað okkar stærsta vandamál í stjórn- málum og stjórnsýslu landsins. Ef þú ert ekki með mér, þá ertu á móti mér. Þetta er í reynd lasin hugsun kjósenda og er að stórum hluta grunnur að óstöðugleika og þeim áföllum sem þjóðin hefur mátt þola. Að vera í vinningsliðinu virðist vera greypt í þjóðarsálina, þó svo að vinningsliðið virðist ávallt vera óánægt með sitt lið. Þetta ástand er að stórum hluta vegna þess að al- menningur kýs ekki samkvæmt eig- in sannfæringu. Það er gömul og ný saga á Ís- landi, að kjósendur skiptast í fylgd- arlið flokka eftir sinni eigin afkomu og möguleikum til frama. Það er náttúrulega öllum ljóst, að slíkt fyr- irkomulag leiðir og hefur leitt til þeirra áfalla sem við höfum orðið fyrir. Afleiðing af þessari innstill- ingu landsmanna er auðvitað sú að mjög fáir einstaklingar sem við þurfum á að halda í stjórnun lands- ins gefa sig í að taka þátt og bjóða sig fram til verka fyrir þjóðina. Ástandið í þjóðfélag- inu er þannig, að reynt fólk í stjórnun fyr- irtækja og stofnana hefur ekki áhuga á að blanda sér í þá úlfa- gryfju sem umfjöllun um stjórnmálin er. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn og fjölmiðla. Samkvæmt áratuga siðum á Ís- landi þá eru þeir sem bjóða sig fram í andstöðu við stóru fylking- arnar útskúfaðir. En í öðrum lýð- ræðisríkjum sem við berum okkur saman við, þá er þess freistað að nota starfskrafta fólks sem hefur lýðhylli og traust til góðra verka. Við vonum náttúrulega öll að við séum komin vel á veg hvað þetta varðar. Eftir Árna Steinar Jóhannsson Árni Steinar Jóhannsson » Tveggja turna tal fjölmiðlanna frá fyrsta degi kosninga- baráttunnar gaf auðvit- að þann tón að nú skyldi tekist á um blokkir í stjórnmálum en ekki um hæfileika einstakra frambjóðenda. Höfundur er f.v. alþingismaður. Takk fyrir þitt fram- lag, Ari Trausti Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali haltu þér við efnið í hárið fæst á hársnyrtistofum Sérvaldir fræði- menn stjórnvalda keppast nú við að lýsa því yfir að kreppan sé búin. Fólkið í landinu man vel eftir sömu fræðimönnum fara of- fari við að mæra út- rásina. Kreppumæl- ingar eru ónákvæm vísindi en samkvæmt hagfræðinni teljast ríki vera í kreppu ef samdráttur hagkerfis mælist í meira en 6 mánuði. Aftur á móti ef ríki sýna hagvöxt í meira en 6 mánuði teljast þau ekki vera í kreppu. Ef þessi 3% Hagvöxtur sem þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir á þessu ári væri vegna framleiðsluaukningar myndi ég taka hattinn ofan fyrir stjórn- völdum, en svo er ekki. Hagvöxt- urinn sem við höfum í dag kemur mestmegnis til vegna aukinnar einkaneyslu og eins og allir vita er einkaneysla ekki framleiðsla. Ein- hver sagði að ef eitthvað er loðið, með fjóra fætur og geltir, sé það hundur. Sama á við um efnahags- batann á Íslandi, hann er ekki undur hann er hund- ur. Ekki dæma bókina eftir kápunni Útlendingar hampa Íslandi sem lýsandi dæmi um hvernig á að komast út úr kreppu, en ef þú spyrð Íslending um hvort kreppan sé bú- in, hlær hann að þér. Það fylgir nefnilega aldrei sögunni af ís- lenska efnahagsundr- inu, að við erum með gjaldeyr- ishöft, verðtryggingu á húsnæðislánum, meira en 1000 milljarða snjóhengju af afla- ndskrónum, bankakerfi í eigu er- lendra vogunarsjóða rekið sem þrotabú og hæstu verðbólgu og vexti á byggðu bóli. Þetta vita Ís- lendingar, en útlendingar gera sér ekki grein fyrir þessu, enda er þessu ekki haldið á lofti þegar er- indrekar okkar litla lands tjá sig við erlenda fjölmiðlamenn um efnahagsundur vinstri stjórn- arinnar. En eitt er víst að erlendir vogunarsjóðir sem eiga og stjórna íslensku efnahagslífi þurfa ekki að örvænta þegar þeir hafa mann eins og Má Guðmundsson sem Seðlabanakastjóra. Þeir mæra Má í hástert, en Már, sérstakur erindreki forsætisráðherra og er- lendra vogunarsjóða, kyndir und- ir verðbólgubálinu með hækkun stýrivaxta til þess að seðja verð- tryggingar ófreskjuna. Sögufölsun að sovéskri fyrirmynd Samkvæmt Ríkisendurskoðun tapa skattgreiðendur 25 millj- örðum á SpKef, 4,8 milljörðum á Sjóvá og 1,7 milljörðum á öðrum sparisjóðum. Tapaðar kröfur á VBS, Aska og Saga Capital nema 52 milljörðum. Þá er eftir a.m.k. 27 milljarða tap af 96,7 milljarða ríkisábyrgð á eignasafni Dróma. Samtals eru þetta 110,5 millj- arðar og þá er ekki allt talið sem fjármálaráðherra hefur upp á sitt eindæmi áorkað án samþykkis Al- þingis. Aðeins á Íslandi er banka- kerfi rekið sem þrotabú. Þetta er óheilbrigt fyrir efnahagslífið og verður að stoppa þessa þróun. Einnig verður að draga þá aðila til ábyrgðar sem ollu þessu alls- herjar klúðri. Heyrir einhver Landsdómsbjöllurnar klingja! Að halda því fram að við séum komin út úr kreppunni er sögufölsun að sovéskri fyrirmynd, því ef hin rétta mynd væri dregin upp fyrir erlenda fræðimenn kæmi annað hljóð í strokkinn. Konfúsíus sagði: Að ljúga að öðrum er ljót- ur vani en að ljúga að sjáfum sér er hvers manns bani og sóma þessi orð sér vel sem einkunn- arorð þessarar ríkisstjórnar sem nú er við völd. Efnahagsundur Eftir Guðmund F. Jónsson »Einhver sagði að ef eitthvað er loðið, með fjóra fætur og geltir, sé það hundur. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Bréf til blaðsins Hvort ætli hljómi nú betur „Kína- ríka“ eða „Evrasía“? Ég veit það ekki. Hvort Kínverjar bindist Bandaríkjamönnum ennþá sterkari böndum í framtíðinni, eða halli sér heldur að Indverjum og Evr- ópubúum (auk Afríkana auðvitað), er nokkuð sem þeir einir munu velja innan tíðar, býst ég við. Það er a.m.k. erfitt að komast framhjá Kín- verjum, þegar reynt er að rýna fram á veginn. Ekki má þó gleyma Japönum, hvað þá Rússum, að ekki sé minnst á Ísraela, auk vitaskuld Breta sem ég tel einna fremsta meðal jafningja, þó dró ég það í lengstu löð að nefna sjálfa Norðmenn samhliða Svíum sem ég held að verði að teljast nærri toppnum, enda búinn sem vera ber að gera ráð fyrir Færeyingum allra efst á listanum mínum yfir öndveg- isþjóðir Jarðar. (Gleymum þó ekki Grænlandi, Kanada og Ástralíu, fremur en Nýja-Sjálandi) Ég vona að Danir búi enn yfir umburðarlyndi sínu og fyrirgefi mér hálf heila- þvegna afstöðuna til gömlu herra- þjóðarinnar blessaðrar (ennþá samt hataðrar af heimskingjum!) Við Íslendingar erum kannski einna næst himnum, þegar allt kem- ur til alls og upp er staðið, þrátt fyrir skelfilegt framferði sumra landa okkar erlendis sem hérlendis í bankaæðinu og lánasukkinu með lygaupplýsingunum, upprunnum frá eigendunum sjálfum og undirferli hinna fáu innvígðu, samseku. Sem héldu víst sumir að framferði sitt í tilteknum „viðskiptum“ væri löglegt – sem svo kannski var stundum! Lögin voru bersýnilega einatt ekki í lagi! Of mörg loðin lög, samþykkt af vansvefta fólki í tímaþröng berjast- andi við svokallaða „bandorma“ á síðustu dögum og nóttum fyrir lang- þráð þingfríin – sem nauðsynlegt er að séu sem lengst, svo blessað fólkið komist langt í burtu frá illa ígrund- uðum, flausturslega unnum og all- vafasömum fjáraukalögum, árleg- um. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Er Íslendingum óhætt einum úti í miðju Norður- Atlantshafi? Frá Páli Pálmari Daníelssyni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.