Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 31
AF STJÖRNU Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hann á afmæli í dag, Holly-wood-leikarinn og -fram-leiðandinn Tom Cruise. Tommi á stórafmæli, eins og allir vita sem fylgst hafa með fréttum af honum undanfarnar vikur, orðinn hálfrar aldar. Og hafi menn ekki heyrt af því að Tommi er á Íslandi við tökur á rándýrri kvikmynd, Oblivion, hljóta þeir hinir sömu að hafa dvalið á afskekktum stað sem fjölmiðlar ná ekki til. Lúsiðnir papparassar, laumuljósmyndarar, hafa náð mynd- um af kappanum í silfurgalla á töku- stað og á ferðum sínum í þyrlu, m.a. við eðalbústaðinn Hrafnabjörg í ná- grenni Akureyrar sem hann mun hafa fyllt með eigin húsgögnum. Já, Tommi er moldríkur og gerir hlutina eftir sínu höfði. Heyrst hefur að á annan tug stæða fyrir einkaþotur hafi verið pantaður á Akureyrarflug- velli og þá líklega fyrir þotur frægðarmenna sem ætla í fimmtugs- afmælisveislu (Beckham-hjónin, Will Smith og Jada Pinkett-Smith kannski?) en engin staðfesting hefur fengist á því. Þá hefur einnig heyrst að eðalvagnar, þ.e. limmósínur, hafi verið pantaðir norður og þá líklega til að ferja frægðarmennin í afmæl- isteitina en ekkert hefur heldur feng- ist staðfest í þeim efnum. Pappa- rassar munu án efa sitja um Tomma og beina að honum myndavélalinsum á stærð við fallbyssur. Limmur og einkaþotur fara varla framhjá þeim.    En Tommi er sennilega ekki ímiklu afmælisstuði. Hann stendur á tímamótum. Eiginkona hans, Katie Holmes, óskaði eftir skilnaði í síðustu viku og fullu for- ræði yfir dóttur þeirra, Suri, skv. er- lendum f́réttum. Þar með lýkur þriðja hjónabandi Cruise. Slúður- miðlar hafa auðvitað velt sér upp úr þessu, eins ósmekklegt og það nú er að velta sér upp úr hjónaskilnuðum. Síðustu ljósmyndirnar sem náðust af hjónunum voru teknar af ljósmynd- ara Morgunblaðsins sem sá þau fyrir tilviljun á gangi í Þingholtunum. Þær hafa nú verið keyptar af vefnum Splash og seldar þaðan á ýmsa slúð- urmiðla, m.a. TMZ. Slúðurmiðlar þykjast hafa skýringar á því af hverju Holmes hefur fengið nóg af Cruise. Hann sé heltekinn af boð- skap Vísindakirkjunnar, enda hátt- settur innan hennar og Holmes ótt- ist að Suri verði soguð inn í þann einkennilega söfnuð. Skal engan undra því kenningar þeirrar kirkju eru vægast sagt undarlegar, þeim er m.a. lýst svo á Vísindavefnum: „Samkvæmt kenningum Vísinda- kirkjunnar er manneskjan hvorki hugur né líkami heldur andleg vera, þetan. Hugurinn skiptist í tvennt, rökræna vitund og svo undirvitund sem bregst við ýmiss konar áföllum og áreiti, bæði andlegum og líkam- legum, sem einstaklingurinn verður fyrir um ævina. Þetta áreiti er sagt skilja eftir sig ör, engrams, á und- irvitundinni og þessi ör eru undirrót helstu vandamála sem viðkomandi á við að stríða.“ Einmitt! Og hvernig losar Vísindakirkjusöfnuðurinn sig við þau sálrænu ör? Jú, með viðtals- ferli (e. auditing) en í því er notaður svokallaður E-mælir sem ku mæla andlega vanlíðan viðkomandi, nánar tiltekið rafsegulnám líkamans. Tak- mark Vísindakirkjufólks sé að verða „Operating Thetan“ (virkur þetani?) sem hafi náð fullkomnun og geti hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm. Jamm. Þessu trúir sumsé Tom Cruise og fjöldi frægðarmenna í kirkjunni. Nema þetta sé allt saman einn stór brandari? Nei, svo er víst ekki.    Þessi furðutrú breytir því þóekki að Tommi er stórstjarna og hvíta tjaldið fer honum vel. Hann hefur oft hagað sér undarlega í við- tölum, m.a. glímt við Opruh Winfrey og hoppað í sófanum hennar og tal- að gegn notkun lyfja við fæðingar- þunglyndi. Við skulum samt ekkert vera að velta okkur upp úr því á af- mælisdeginum hans. Til hamingju með afmælið, Tommi og njóttu dvalarinnar á Íslandi. Tommi á tímamótum Fimmtugur Thomas Cruise Mapother IV, þ.e. Tom Cruise, á fimmtugs- afmæli í dag. Hér sést kappinn í kvikmyndinni Top Gun frá árinu 1986. » Papparassar munuán efa sitja um Tomma og beina að hon- um myndavélalinsum á stærð við fallbyssur. Limmur og einkaþotur fara varla framhjá þeim. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Kammerkórinn Schola cantorum mun halda hádegistónleika á mið- vikudögum í sumar í Hallgríms- kirkju og hefjast þeir kl. 12. Á morgun mun kórinn syngja fagra íslenska og erlenda kirkjutónlist og verða tónleikarnir um hálftíma langir. Kórinn var stofnaður árið 1996 af stjórnanda hans, Herði Ás- kelssyni, kantor við Hallgríms- kirkju. Kórinn hefur farið víða í tónleikahaldi innanlands sem utan og þá m.a. til Þýskalands, Frakk- lands, Ítalíu og Japan. Þá hefur hann gefið út marga geisladiska og starfað með Björk og Sigur Rós . Morgunblaðið/Golli Sungið Schola cantorum syngur í Hallgrímskirkju á hádegi á miðvikudögum í sum- ar. Tónleikarnir hefjast allir kl. 12. Hér sést kórinn á æfingu með stjórnanda sínum. Schola cantorum á miðvikudögum Leikprufur fyrir kvikmyndina Vonarstræti, sem Baldvin Z mun leikstýra, fóru fram laugardaginn sl. og mættu yfir 400 stúlkur í pruf- urnar en leitað var að efnilegum, ungum leikkonum í nokkur hlut- verk í myndinni. Leitað er að stúlk- um á aldrinum 5-8 ára annars veg- ar og 13-17 ára hins vegar. Tökur á myndinni hefjast á næsta ári. Havarí Baldvin Z stóð í ströngu. 400 sóttu prufur Umhverfisvæn ræsting með örtrefjum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Ræsting með örtrefjaklútum og moppum er hagkvæmari og skilar betri árangri Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.