Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 S alome fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1945. Auk húsmóðurstarfa stundaði Salome skrifstofustörf við Heildverslun Daníels Ólafssonar og Co 1945-46, hjá atvinnudeild HÍ 1946-47 og hjá Mosfellshreppi 1967- 79, þar af aðalgjaldkeri hreppsins 1972-79. Hún var varaoddviti Mosfells- hrepps 1978-81 og oddviti þar 1981- 82, var landskjörinn alþm. Reykja- neskjördæmis fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1979-83 og alþm. Reykjaneskjördæmis 1983-95, var forseti sameinaðs þings 1991 og for- seti Alþingis 1991-95. Salome var stjórnarformaður Tjaldanesheimilisins 1974-80, var varaformaður Kvenfélags Lágafells- sóknar 1974-77, sat í hreppsnefnd Mosfellshrepps 1966-82 og átti sæti í ýmsum nefndum sveitarfélagsins, var formaður Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1975-79, sat í stjórn sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar 1969-76, var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu 1972-80, sat í stjórn Sjálfstæðisfélags Mosfellinga 1976- 78, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins 1973-87 og 1989-96, var formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna, var formaður nefndar menntamála- ráðherrra um heimili og skóla 1983- 87, var fulltrúi Íslands í Þingmanna- samtökum Norður-Atlantshafsríkj- Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis 85 ára Hjónin Salome og eiginmaður hennar, Jóel Kristinn Jóelsson garðyrkjubóndi sem lést 2007. Myndin var tekin 2005. Alltaf jafn pólitísk Forsetainnsetning 1992 Frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir, forseti lýð- veldisins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, og Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. Ég hélt reyndar upp á afmælið fyrir viku og var með létt boðfyrir vini og vandamenn sem heppnaðist vel. Ástæðan fyrirþví er að það er lítil stelpa á leiðinni á heimilið og því ákváðum við að flýta afmælinu aðeins,“ segir Ágúst Guðmundsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, en hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Stúlkan sem von er á er annað barn Ágústs og Karólínu Natalíu Karlsdóttur og þriðja barn Ágústs. Fjölskyldan er dugleg að halda upp á afmæli stór og smá að sögn Ágústs og hún hafi meira að segja haldið veislu fyrir hundinn. Gestirnir þar hafi þó flestir verið tvífætlingar. „Þetta er félagsskapurinn. Það þarf ekki alltaf að vera haugur af mat heldur bara að sýna sig og sjá aðra,“ segir hann. Þó að Ágúst sé búinn að halda upp á afmælið með pompi og prakt segir hann að það verði klárlega kökur á boðstólum í dag. Hann verði að koma með köku í vinnuna fyrir samstarfsfélagana. „Það verður að minnsta kosti eins og ein múffa. Maður verður að fita félagana aðeins!“ segir hann. Ágúst hefur starfað hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í að verða fimm ár og lætur hann vel af starfinu. „Þetta er frábær vinnu- staður, góðir félagar og starfið er skemmtilegt og krefjandi. Ég stefni á að klára starfsferilinn þar. Það er orðið svo lítið eftir af ár- unum,“ segir Ágúst og hlær dátt. kjartan@mbl.is Ágúst Guðmundsson er fertugur í dag Ágúst Hélt létt boð fyrir vini og vandamenn í síðustu viku. Afmæli flýtt fyrir komu lítillar stelpu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigvaldi Jóhannsson er áttræður í dag 3. júlí, hann er fæddur á Syðra- Lágafelli á Snæ- fellsnesi, en hef- ur búið í Reykja- vík síðan 1967. Eiginkona Sigvalda er Helga Guðjóns- dóttir, og eiga þau þrjú uppkomin börn, 5 barnabörn og 1 barna- barnabarn. Árnað heilla 80 ára Jasmín Fortes Traustadóttir, Eydís Kristinsdóttir og Rakel Lind Kristinsdóttir hönnuðu og perluðu lukkupáfagauka og bjuggu til öskjur utan um þá. Þær seldu svo fuglana í Spönginni í Grafarvogi og söfnuðu með því 11.411 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Íslands. Söfnun Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.