Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er nokkur áskorun fólgin í því að halda væntingunum innan skynsamlegra marka. Sættu þig við það sem þú færð ekki breytt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur tilhneigingu til að halda í hlut- ina af því að þú færð ekki af þér að losa þig við þá. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef maður hugsar of mikið um það sem er í vændum, hræðir það að líkindum úr manni líftóruna. Þú verður fyrstur til að fá merkilegar fréttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er margt sem gengur þér í hag- inn þessa dagana. Leyfðu hlutunum að gerj- ast og taktu svo málið skipulega fyrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að leysa fjárhagslegt vandamál sem upp hefur komið, það ætti að ganga vel. Njóttu þess bara að vera innan um fólk og láta gott af þér leiða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú verðurðu að halda þér til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Leyfðu lífsgleði þinni að njóta sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjar breytingar eru yfirvofandi svo láttu hendur standa fram úr ermum í stað þess að leggjast í kör. Vertu sáttur við sjálfan þig og haltu glaður fram á veginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unarþrá þína svo þú kafnir ekki. Skildu af- stöðu vina þinna og þú verður ríkari af og færð um leið betri hljómgrunn fyrir þínar hugmyndir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Farðu varlega í öllum viðskiptum og þá sérstaklega fasteignaviðskiptum. Að- stæður eru góðar fyrir allt sem viðkemur út- gáfu, æðri menntun og lögum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður ekki lengur hjá því kom- ist að ræða málin. Notaðu tímann þinn til að kynna þér þau mál sem snerta nútíðina svo ekkert geti komið þér á óvart úr þeirri áttinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Spennandi atburðum og/eða fólki skýtur upp. Segðu hug þinn og farðu eftir eig- in sannfæringu. Miðlaðu góðlátlegum og ein- lægum orðum til einhvers sem hefur átt í erfiðleikum að undanförnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Reyndu að dæma aðra með sama umburð- arlyndinu og þú vilt verða dæmdur með. Benedikt Jónsson orti á laug-ardag þegar fólk var með hugann við forsetakosningar og úrslitaleikinn á Evrópumóti lands- liða: Eftir dagsins argaþras yfir litlu og stóru ég fús mun styðja Fabregas og forsetaefnið Þóru. Friðrik Steingrímsson hafði aðra sýn á úrslitaleikinn og kosning- arnar: Eftir dagsins argaþras á það máttu stóla, að fáir styðja Fabregas og flestir kjósa Óla. En þegar úrslit voru ráðin orti Benedikt: Eftir helgar bauk og bras og baráttu um stóla. Frækinn sigur Fabregas fékk víst, ásamt Óla. Og Friðrik klykkti út með: Á því höfðu trölla trú að tignar næðu stóli. Fræknum sigrum fagna nú Fabregas og Óli. Helgi Seljan hrökk við er honum barst sú fregn að stuðningsmenn Ólafs Ragnars væru að fagna í Val- höll, en þar vísar hann til kosn- ingavöku ungra sjálfstæðismanna: Fipaðist ég við fróman lestur, fann ekki rétta samhengið. Orðinn í Valhöll æðsti prestur Óafur Ragnar með sitt lið? Hallmundur Kristinsson fylgdist með viðbrögðum frambjóðenda við úrslitunum: Þótt frambjóðendur breiða brosið beri ennþá (næstum frosið) hefðu sumir kannski kosið að kætast yfir dálítið fleiri atkvæðum! Að morgni dags orti Pétur Stef- ánsson: Þreytt af syfju þjóðin fagnar þessum degi, huga glöðum. Ennþá situr Ólafur Ragnar í embætti á Bessastöðum. Ekki fóru úrslitin eins vel í Krist- ján Gauk Kristjánsson: Ég daufur og lúinn mig lagði og lítil var vonanna glóðin, en eins og hún Ingibjörg sagði, ekki er ég nú þjóðin. Þá Jón Arnljótsson: Hér má fagna happi stóru; höfðu fáir um það grun að fólkið myndi fella Þóru og forða því að yrði hrun. Kristján Eiríksson var með hug- ann við aðra keppni um helgina: Nú frísa og syngja þau fögur vers og fagna með huga glöðum: Ólafur Ragnar, ungur og hress, og Alfa frá Blesastöðum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af forsetakosningum G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÞÁ ER KOMIÐ AÐ UPPÁHALDS SPURNINGAÞÆTTI ALLRA „SPYRJIÐ ODDA” ERTU TILBÚINN AÐ HEYRA FYRSTU SPURNINGUNA? HMMM... ÞETTA VAR EKKI SPURNINGIN HVAÐ VAR ÞETTA EIGIN- LEGA? ÉG HELD AÐ HRÓLFUR HAFI VERIÐ AÐ BRJÓTA EITT AF NÝÁRSHEITUNUM SÍNUM HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ER STAF- SETNINGAR- ÆFING ÞÚ GETUR EKKI SKILAÐ ÞESSU SVONA. ÆFINGIN ER ALLTOF SKÍTUG, ÉG HEF ALDREI SÉÐ ANNAÐ EINS ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ FÁ FALLEINKUNN ÆTLI ÞAÐ EKKI ÁTTU BLAÐAHREINSI? ÉG ER EKKERT HRÆDDUR VIÐ YKKUR, ÞIÐ ERUÐ BARA LEIKFÖNG OG ÞETTA ER BARA LEIKFANGABYSSA VARSTU AÐ KOMA ÚR BIKINIVAXI? KOMDU MEÐ BRUNAÁBURÐ, SVONA VERTU FLJÓTUR Víkverja þótti Bjarni Guðjónsson,fyrirliði KR, standa sig ljóm- andi vel í lýsingum og sparkskýr- ingum frá Evrópumótinu í knatt- spyrnu sem lauk um helgina. Hann bar raunar af öðrum mönnum á RÚV. Bjarni var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum, skýr í fram- sögn, hélt sig við efnið og var fljót- ur að greina kjarnann frá hisminu. Það er góður kostur hjá lýsanda. Bjarni hlýtur á hinn bóginn að hafa sett Íslandsmet í notkun orða- sambandsins „í raun og veru“, all- tént í sjónvarpi. Víkverji hleypti að- eins brúnum yfir þessu í upphafi en fór fljótlega að kunna ágætlega við þennan kæk, „í raun og veru“ er mun tignarlegri málhækja en til dæmis „hérna“ eða „sko“. Bjarni hefur þetta augljóslega frá föður sínum, hinum skelegga sparkvísindamanni Guðjóni Þórð- arsyni en hann hefur mjög líklega sagt „í raun og veru“ oftar en aðrir núlifandi menn – jafnvel allir til samans. Gaman væri að sjá og heyra oftar í hinum sonum Guðjóns í sjónvarpi eða útvarpi til að átta sig á því hvort þeir hafi erft þessa tignarlegu málhækju líka. x x x EM-stofan á RÚV var því miðurekki nægilega vel heppnuð. Víkverji vonaði nefnilega innilega að hún yrði góð. Einar Örn Jónsson er fínn sjónvarpsmaður og gerði allt sem í hans valdi stóð til að byggja upp stemningu en allt kom fyrir ekki. Svörunin var einfaldlega ekki nægilega góð frá sérfræðingunum. Hermann Hreiðarsson átti að bera stofuna uppi með Einari Erni, maður sem Víkverji hefur heimildir fyrir að sé einn sá allra skemmti- legasti á þessu landi. Það skilaði sér ekki þarna, Hermann var daufur og hafði merkilega fátt til málanna að leggja. Aðrir náðu sér ekki á strik. Hrapið var mikið enda var EM- stofan í umsjá Þorsteins Joð á heimsmælikvarða á síðasta stór- móti, HM 2010. RÚV þarf að ganga strax til samninga við Þorstein vegna næsta stórmóts! víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í saman- burði við þá dýrð, sem oss mun opin- berast. (Rm. 8, 18.) Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum Hafðu samband og við hjálpum þér að finna rafskutlu við hæfi Fjölbreytt úrval af rafskutlum Njótum lífsins Fastus til framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.