Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Yfirmaður þýsku innanríkisleyniþjónustunnar, Heinz Fromm, sagði af sér embætti í gær vegna raða mistaka sem stofnunin gerði í rannsókn á hryðjuverkahópi nýnasista sem myrtu tíu manns. Í síðustu viku varð stofn- unin meðal annars uppvís að því að hafa eytt mikilvægum gögnum sem tengjast málinu. Morðæði NSU-hryðjuverkahópsins hófst árið 2000 en það kom ekki í ljós fyrr en í nóvember í fyrra að einn og sami hópurinn hefði staðið að þeim. Málið hefur valdið hneykslan þýsks almennings og hafa yfirvöld sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig staðið hefur verið að rannsókn Segir af sér vegna mistaka  Þýska leyniþjónustan eyddi gögnum um nýnasistahóp sem myrti tíu manns þess. Þýska lögreglan hefur meðal annars viðurkennt að rannsókn morðmálanna hafi liðið fyrir skort á samhæf- ingu og alvarleg afglöp. Fromm er hæst setti embættismaðurinn sem hefur þurft að víkja vegna hneykslisins en áður hafði yfirmanni þeirrar deildar leyniþjónustunnar sem rannsakar hægri- öfgastarfsemi verið sparkað úr starfi. Í yfirlýsingu frá Fromm sem þýska blaðið Spiegel birti í gær viðurkennir hann að alvarleg mistök hafi verið gerð, ekki síst þegar gögnum um hægriöfgahóp sem síðar varð að NSU var eytt skömmu eftir að komst upp um starf- semi hryðjuverkahópsins. „Þetta hefur leitt til verulegs trúnaðarbrests og skaðað orðspor stofnunarinnar alvarlega,“ sagði Fromm. NSU-hópurinn » Hryðjuverkahópurinn NSU var skipaður þremur ein- staklingum auk nets sam- verkamanna. » Myrti tíu manns: níu búðar- eigendur af tyrkneskum og grískum uppruna og eina lög- reglukonu. Indverskir hindúar sitja í kerjum fylltum með vatni og blómablöðum og fara með bænir til að friða regnguðina í hofi í útjaðri borgarinnar Ahmedabad. Bið hefur orðið á að árlegar monsúnrigningar berist til norðurhluta landsins og óttast bændur, sem eru um 70% allra íbúa landsins, að uppskera þeirra bresti í miklum þurrki. Á sama tíma glíma íbúar í norðaustur- hluta landsins við mestu flóð í manna minnum. AFP Biðja regnguðina um að sýna miskunn Nýr leiðangur sem ætlað er að varpa ljósi á af- drif bandarísku flugkonunnar Amelíu Earhart lét úr höfn á Havaí í gær en þá voru 75 ár lið- in frá því að hún hóf sig á loft í hinstu flugferð sína. Earhart öðlaðist heimsfrægð þegar hún varð fyrsta konan til að fljúga ein þvert yfir Atlantshafið árið 1932. Talið er að hún og sigl- ingarfræðingur sem var með henni í för hafi látist þegar flugvél henn- ar fórst í Kyrrahafinu þegar hún reyndi að fljúga umhverfis jörðina um miðbaug árið 1937. Margir sér- fræðingar telja að villa í stefnuút- reikningum hafi orðið til þess að vélin varð eldsneytislaus á hafi úti. Leiðangursmenn ætla meðal ann- ars að kafa í sjónum í kringum eyði- eyjuna Nikumaroro til að leita vís- bendinga um hvað gerðist. Kenningar eru uppi um að Earhart hafi hrapað þar og lifað af á eyjunni í marga daga. Alþjóðlegur hópur sem helgar sig leit að sögufrægum flugvélum stendur að leiðangrinum. Þetta er í tíunda sinn sem hópurinn leitar merkja um flugkonuna fræknu á Kyrrahafseyjunni. kjartan@mbl.is Leita vísbendinga um afdrif Earhart Amelia Earhart stígur um borð í flugvél sína. Nærri því milljón Bretar fara í vinnuna með einhvers konar eit- urlyf enn í líkamanum ef eitthvað er að marka nýja rannsókn á fíkni- efnanotkun á breskum vinnustöð- um. Samkvæmt henni hefur neysl- an aukist um 43% á aðeins fimm árum og reynist nú einn af hverjum 30 starfsmönnum með eiturlyf í líkamanum í vinnunni. Í rannsókninni voru 1,7 milljónir lyfjaprófa á 856 vinnustöðum greindar. Kannabis, kókaín og ópí- umefni eru vinsælustu eiturlyfin en starfsmenn á aldrinum 25-34 ára eru líklegastir til að vera á hörð- ustu efnunum. kjartan@mbl.is Milljón Breta á eit- urlyfjum í vinnunni Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Einn lykill - endalausir möguleikar Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og hús- félög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. Lyklakerfi = Sami lykill að öllum lásum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þegar meirihluti atkvæða í mexí- kósku forsetakosningunum sem fóru fram á sunnudag hafði verið talinn í gær var Enrique Peña Nieto, frambjóðandi PRI-flokksins, með um 38 prósenta fylgi og fimm prósenta forskot á næsta keppinaut sinn, Andrés López Obrador frá PRD-flokknum. PAN-flokkur Felipe Calderóns, fráfarandi forseta, virðist hafa feng- ið um fjórðung atkvæða og viður- kenndi Josefina Vázquez Mota, frambjóðandi flokksins, ósigur þeg- ar á sunnudagskvöld. López Obrador lýsti því hins veg- ar yfir að hann myndi ekki viður- kenna ósigur fyrr en öll atkvæði hefðu verið talin og farið hefði verið yfir framkvæmd kosninganna, sjálf- sagt minnugur þess þegar hann tapaði forsetakosningunum árið 2006 gegn Calderón með eins pró- sents mun. Þá voru háværar raddir uppi um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. Þar með er ljóst að PRI- flokkurinn tekur aftur við stjórnvel- inum í Mexíkó eftir tólf ára fjarveru en þar áður hafði flokkurinn verið við völd í 71 ár samfleytt. Áratugalöng valdatíð flokksins þótti einkennast af spillingu, þjónk- un við stórfyrirtæki og gerræðis- hneigð. Þegar Peña Nieto lýsti yfir sigri þegar fyrstu opinberu tölurnar voru birtar á sunnudagskvöld lagði hann mikla áherslu á að kveða í kútinn ótta margra landsmanna við að flokkurinn tæki upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Forsetatíð mín verður lýðræðis- leg. Við erum ný kynslóð og það verður ekkert afturhvarf til for- tíðar,“ sagði Peña Nieto í ræðu sinni en hann verður settur í emb- ætti hinn 1. desember í vetur. „Ekki horfið til fortíðar“ AFP Nýkjörinn Enrique Peña Nieto ásamt hluta fjölskyldu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.