Morgunblaðið - 04.07.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Flugfélagið WOW Air ehf. og flug-
þjónustan Keflavík Flight Services
(KFS) hafa kært meintar viðskipta-
njósnir af hálfu Pálma Haraldsson-
ar, aðaleiganda og stjórnarfor-
manns flugfélagsins Ísland Express
ehf. (Iceland Express), Björns Vil-
bergs Jónssonar, rekstrarstjóra
Iceland Express, og annarra ótil-
greindra starfsmanna þess félags
til lögreglu. Fara WOW Air og KFS
fram á það að lögreglan hefji þegar
opinbera rannsókn á málinu.
Samkvæmt kæru sem Jóhannes
Sigurðsson hæstaréttarlögmaður
hefur lagt inn til rannsóknardeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu fyrir hönd WOW Air og KFS
eru atvik málsins þau að hinn 16.
júní sl. varð starfsmaður Isavia ohf.
þess var í reglulegu eftirliti að flug-
stjórnarmiðstöð hjá Iceland Ex-
press á Keflavíkurflugvelli, OCC
eða Operational Control Center,
hleraði tetrarás KFS, þjónustuaðila
WOW Air á Keflavíkurflugvelli.
Þegar viðkomandi starfsmaður
Isavia spurði Björn Vilberg Jóns-
son, rekstrarstjóra Iceland Ex-
press, út í málið þá viðurkenndi sá
síðarnefndi að tilgangur hlerunar-
innar væri sá að afla upplýsinga um
farþegatölur og annað sem snýr að
starfsemi WOW Air og að þær upp-
lýsingar væru síðan sendar beint til
Pálma Haraldssonar, aðaleiganda
og stjórnarformanns Iceland Ex-
press. Í kjölfarið tilkynnti viðkom-
andi starfsmaður Isavia yfirmanni
sínum atvikið og hafði hann auk
þess samband við framkvæmda-
stjóra Isavia ohf. og forsvarsmenn
WOW Air.
Læst talstöðvartíðni
Eftir að WOW Air öðlaðist vitn-
eskju um málið gerði það KFS við-
vart. Í kærunni kemur fram að allar
talstöðvar sem forritaðar eru með
þeirri tíðni sem KFS notar séu í
vörslu þess félags. Sú tíðni sé læst
og telji KFS útilokað að starfsmenn
Iceland Express hafi komist yfir þau
samskipti sem þar fara fram nema
þeir hafi annaðhvort komist yfir tal-
stöð frá KFS eða hakkað sig inn á
tíðnina.
Þess ber þó að geta að Neyðarlín-
an annast rekstur Tetra-talstöðvar-
kerfisins. Samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Neyðarlínunnar er Tetra-
kerfið sérsniðið að þörfum við-
bragðsaðila þar sem hröð og örugg
samskipti skipta máli.
Telja gróflega brotið gegn sér
Í kærunni segir að WOW Air telji
hina kærðu aðila hafa brotið gróf-
lega gegn hagsmunum og réttindum
sínum með því að hlera umrædda
tetrarás án samþykkis og vitneskju
WOW Air og KFS. Jafnframt kemur
þar fram að WOW Air þyki ljóst að
auðgunartilgangur hafi legið að baki
meintum brotum hinna kærðu. Þá
þykir WOW Air hin meintu brot
vera sérstaklega ámælisverð og
ófyrirleitin í ljósi þess að flugfélagið
hóf nýlega starfsemi sem er í sam-
keppni við starfsemi Iceland Ex-
press. Loks telur WOW Air að líkur
séu á því að hinir kærðu aðilar hafi
ekki látið af meintum brotum sín-
um, en fyrrnefndur starfsmaður
Isavia telur að umrædd hlerun hafi
staðið yfir í talsverðan tíma.
KFS tekur í kærunni í svipaðan
streng, en í kærunni segir að það sé
ólíðandi að fyrirtæki með opinber
starfsleyfi í flugrekstri, sem auk
þess kaupi þjónustu á sama mark-
aði og KFS starfar á, skuli hlera
samskipti KFS við viðskiptamenn
sína og þannig afla sér upplýsinga
um atvinnuleyndarmál þeirra og
mögulega persónuupplýsinga. Þá
telur KFS ljóst að hinir kærðu að-
ilar hafi vegið að starfsemi félagsins
og brotið gegn réttindum viðskipta-
manna þess.
Þá segir í kærunni að umrædd
brot hinna kærðu aðila kunni að
varða við almenn hegningarlög, lög
um fjarskipti (einkum 47. gr.) og lög
um eftirlit með viðskiptaháttum og
markaðssetningu (einkum 16. gr. c).
Brotin gætu varðað allt
að tveggja ára fangelsi
Samkvæmt 47. gr fjarskiptalaga
er hvers kyns hlustun, upptaka,
geymsla eða hlerun fjarskipta með
öðrum hætti óheimil nema í þeim
tilfellum þegar hún fer fram með
samþykki notenda eða samkvæmt
heimild í lögum. Kveðið er á um við-
urlög við brotum gegn lögunum í
74. gr. þeirra en þar segir í 1. mgr.:
„Brot á lögum þessum og reglu-
gerðum settum samkvæmt þeim
varða sektum, en [fangelsi allt að
tveimur árum] ef sakir eru miklar
eða brot ítrekuð.“
Í 16. gr. c laga um eftirlit með
viðskiptaháttum og markaðssetn-
ingu er síðan kveðið á um að óheim-
ilt sé, í atvinnustarfsemi þeirri er
lögin taka til, að afla sér eða reyna
að afla sér með ótilhlýðilegum hætti
upplýsinga um eða umráða yfir at-
vinnuleyndarmálum starfseminnar.
Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. sömu
laga varða brot gegn ákvæðum lag-
anna fésektum eða allt að 6 mánaða
fangelsi ef sakir eru miklar.
Pálmi sakaður um viðskiptanjósnir
Rekstrarstjóri Iceland Express er sagður hafa viðurkennt fyrir starfsmanni Isavia að starfsmenn
Iceland Express hleruðu fjarskipti WOW Air og sendu upplýsingar beint til Pálma Haraldssonar
WOW Air er nýtt flugfélag sem
hóf formlega áætlunarflug sitt
hinn 3. júní síðastliðinn. Að-
eins þremur dögum áður, eða
31. maí síðastliðinn, hafði
flugfélagið flogið sitt jómfrú-
arflug til Parísar. WOW Air
flýgur til 13 áfangastaða í Evr-
ópu. Flugfloti félagsins sam-
anstendur af tveimur 168
sæta Airbus A320 farþegaþot-
um sem félagið er með á leigu
frá litháíska flugfélaginu Av-
ion Express.
Þegar WOW Air hóf starf-
semi sína boðaði félagið
aukna samkeppni á markaði
og lægri fargjöld en áður
höfðu sést.
Boðuðu
samkeppni
UNGT FLUGFÉLAG
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landssamband íslenskra útvegs-
manna (LÍÚ) vill að íslensk stjórn-
völd krefjist þess að dregin verði
miðlína milli
efnahagslögsögu
Svalbarða og
Noregs við
Bjarnarey, syðsta
útvörð Svalbarða-
eyjaklasans.
Einnig að Sval-
barðasáttmálinn
gildi Svalbarða-
megin við miðlín-
una. Við það
myndi efnahags-
lögsaga Svalbarða stækka um 83.000
km2. Nú nær lögsaga Noregs lang-
leiðina til Bjarnareyjar. LÍÚ hefur
einnig ítrekað fyrri áskoranir til
stjórnvalda um að hagsmunir Ís-
lands á Svalbarðasvæðinu verði
varðir með því að stefna Norðmönn-
um fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag
vegna túlkunar þeirra á Svalbarða-
samningnum.
„Það þarf að skýra réttarstöðuna
á Svalbarðasvæðinu,“ sagði Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ. Hann sagði að nú nýverið
hefðu háttsettir norskir embættis-
menn hótað því að segja upp Smugu-
samningnum við Íslendinga. „Geri
þeir það þá eigum við að fara og
veiða bæði í Smugunni og við Sval-
barða. Við Íslendingar og allir aðrir
teljum að lögsaga Svalbarða eigi að
byggjast á Svalbarðasamningnum
þannig að sami réttur gildi frá fjöru-
borði og út að 200 mílna mörkun-
um.“
Friðrik sagði Norðmenn hafa
helgað sér efnahagslögsögu við Sval-
barða, frá 12 mílna landhelgi eyja-
klasans og út í 200 sjómílur. Þetta
geri þeir á grundvelli norskra laga
um efnahagslögsögu Noregs og kalli
svæðið „fiskverndarsvæði“. Þar eru
þó stundaðar veiðar.
Umdeild túlkun samningsins
Svalbarðasamningurinn var und-
irritaður í París 9. febrúar 1920. Ís-
land varð aðili að honum 1994. Sam-
kvæmt honum er viðurkenndur
fullveldisréttur Noregs yfir Sval-
barða en skip og þegnar aðildar-
landa Svalbarðasamningsins eiga að
njóta jafns réttar til auðlindanýting-
ar innan efnahagslögsögu Sval-
barða, svo fremi þeir fari að lögum
og reglum.
Friðrik sagði Norðmenn halda því
fram að Svalbarðasamningurinn
gildi aðeins á landi og út að landhelg-
ismörkum eyjaklasans. Þau voru 4
sjómílur þegar samningurinn var
gerður 1920 en síðar færðu Norð-
menn landhelgina út í 12 sjómílur.
Þeir túlka fullveldisrétt sinn þannig
að þeir megi helga sér 200 mílna
efnahagslögsögu frá 12 mílna land-
helgislínu Svalbarða og út í 200 míl-
ur kringum eyjaklasann.
„Þessa túlkun samþykkja engir
aðrir,“ sagði Friðrik. „Norðmönnum
var falið fullveldi á Svalbarða, því
einhver þurfti að stjórna þessu
einskismannslandi, með því skilyrði
að það gilti jafn réttur allra sem
ættu aðild að samningnum. Við vilj-
um meina að hann gildi alveg út að
200 sjómílna mörkunum og viljum
láta reyna á það með því að stefna
Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstól-
inn.“
Málsókn var undirbúin 2004
Friðrik rifjaði upp að ríkisstjórn
Íslands hefði ákveðið 17. ágúst 2004
að hefja undirbúning málsóknar
gegn Noregi vegna Svalbarða fyrir
Alþjóðadómstólnum í Haag. Það var
gert vegna ítrekaðra meintra brota
Norðmanna gegn ákvæðum Sval-
barðasamningsins, m.a. með því að
segja upp síldarsamningi við Íslend-
inga og meina okkur að veiða norsk-
íslenska síld á Svalbarðamiðum.
LÍÚ hefur árum saman skorað á
íslensk stjórnvöld að framfylgja rétti
Íslendinga til veiða við Svalbarða og
að fara í mál við Norðmenn. Áskor-
unin hefur verið ítrekuð hvað eftir
annað og henni beint ýmist til sitj-
andi sjávarútvegsráðherra eða utan-
ríkisráðherra. Á þessu ári hefur
LÍÚ sent bæði utanríkisráðherra og
sjávarútvegsráðherra nokkur erindi
vegna Svalbarðamálsins og farið
þess á leit að utanríkisráðuneytið
krefjist þess að norsk stjórnvöld gefi
út veiðileyfi fyrir íslensk skip til
rækjuveiða á Svalbarðasvæðinu.
Krefjast miðlínu við Bjarnarey
Heimild: LÍÚ
G
ræ
nl
an
d
Ja
n M
ay
en
Sv
alb
ar
ði
Bj
ar
na
re
y
Miðlína við Bjarnarey
N
or
eg
ur
Færeyjar
Ísland
Smugan
Guli reiturinn sýnir hvernig 200
mílna lögsögur Svalbarða og
Noregs skarast við Bjarnarey. LÍÚ
vill að þar verði dregin miðlína.
Lögsaga Svalbarða myndi stækka um 83.000 km2 Norðmenn hafa helgað sér umdeilt hafsvæði
Friðrik J.
Arngrímsson