Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 04.07.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 verði mætt með sanngjörnum hætti.“ Mikil áhersla er lögð á að gengið verði frá samkomulagi um jöfnun lífeyris- réttinda á milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Lagt verði til grund- vallar það viðmið að lífeyrir verði um 76% af meðaltekjum á starfsævinni miðað við 15,5% iðgjald í samtrygg- ingarsjóði. Þá þurfi að gera upp baká- byrgð ríkisins á B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með löngu skuldabréfi og afnema eigi framvirka tengingu lífeyris við laun eftirmanns og afnema ríkis- og launagreiðenda- ábyrgðina. Í drögum ASÍ segir að réttinda- grunnur fyrir alla sjóði þurfi að vera samræmdur. Lagðar eru til verulegar breytingar á ellilífeyriskerfinu og settar m.a. fram eftirfarandi tillögur: „Réttur til eftirlauna taki mið af 76% meðalævitekna viðkomandi á grundvelli 15,5% iðgjalds Réttindakerfið verði aldurstengt sem tryggir sjálfbærni kynslóðanna Eftirlaunaaldur miðist við 67 ár en breytist með breytingum á meðalævi landsmanna, þó þannig að fyrir liggi með 5-10 ára fyrirvara hver eftir- launaaldurinn er hjá viðkomandi sjóðsfélaga Aukinn sveigjanleiki verði til töku eftirlauna bæði hjá TR og lífeyris- sjóðunum Möguleiki á að hefja aftur greiðslur inn í kerfið eftir að taka lífeyris hefst.“ Verði þær breytingar gerðar sem lagðar eru til í drögum ASÍ verða reglur um skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna endurskoðaðar með það að markmiði að sameign hjóna verði meginreglan ,,í kynlausu kerfi“. Í umfjöllun um stjórnkerfi lífeyris- sjóðanna er lögð áhersla á fjölmargar breytingar, m.a. um að settar verði gagnsærri reglur um kjör fulltrúa- ráðs og stjórna sjóðanna þannig að tryggt sé að félagsmenn og sjóðs- félagar hafi tækifæri til að bjóða sig fram til ábyrgðarhlutverka. Fulltrúaráð sjóðanna hafi mikil- vægt hlutverk með höndum, m.a. að kjósa alla fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðs á hverju vori. Í fulltrúaráði sitji sjóð- félagar eða greiðendur í viðkomandi lífeyrissjóð og framboð til setu í ráðinu verði auglýst hjá viðkomandi stéttarfélögum. Siðanefnd lífeyrissjóða Þá er lagt til að settar verði stífari reglur um stjórnir sjóðanna, m.a. um að sett verði 8 ára hámark á sam- felldan seturétt í stjórn lífeyrissjóðs. Settar verði hæfisreglur og stjórnar- menn og starfsmenn lífeyrissjóðanna upplýsi um verðbréfaeign og viðskipti sín. Í tillögum um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða segir að mikilvægt sé að auka aftur hlutdeild erlendra eigna í eignasafni lífeyrissjóðanna, þannig að þeir hafi heimild til að fjárfesta allt að helming eigna sinna í erlendum eign- um og heimila þurfi að hlutdeild hlutabréfa verði allt að 60%, þó þann- ig að innlend hlutabréf verði að há- marki fimmtungur af því. Þá segir að eðlilegt sé að lífeyris- sjóðir nýti sér reynslu Norska olíu- sjóðsins, m.a. í tengslum við siðferði og samfélagslega ábyrgð og lagt er til að sjóðirnir setji sér samskipta- og siðareglur fyrir starfsmenn og stjórn- armenn, þ.m.t. reglur um þátttöku í boðsferðum, gjafir og risnu, takmörk- un á samhliða fjárfestingum og þátt- töku í atvinnurekstri. Loks er lagt til að komið verði á fót siðanefnd lífeyrissjóðanna á vett- vangi Landssamtaka lífeyrissjóða. Boða umbætur og meira gagnsæi  Starfsgetumat verði innleitt og réttur til örorkubóta verði fyrst til eftir 3 til 5 ára endurhæfingu  Skýrar reglur um siðferði og samfélagslega ábyrgð  Átta ára hámark á setu í stjórn lífeyrissjóða Í veg fyrir ofurlaun » Í drögum ASÍ er lagt til að lífeyrissjóðir setji sér skýrar reglur um launagreiðslur stjórnar og stjórnenda þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í með það að markmiði að koma í veg fyrir óeðlileg of- urlaun. » Til að ná 3,5% langtíma- ávöxtun telur ASÍ óhjá- kvæmilegt að lífeyrissjóðir fjárfesti í ríkara mæli í eign- um með breytilegum tekjum – hlutabréfum og víkjandi lánum. FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lagðar eru til ýmsar veigamiklar breytingar í lífeyrismálum og á vett- vangi lífeyrissjóðanna í nýjum drög- um að stefnu ASÍ í lífeyrismálum. Miðstjórn ASÍ afgreiddi drögin í sein- asta mánuði og verða þau til skoðunar hjá aðildarfélögunum í sumar en markmiðið er að afgreiða þau á 40. þingi ASÍ, sem haldið verður í haust. Í umræðuskjali þar sem drögin eru birt segir að mikill almennur vilji sé til þess innan ASÍ að lífeyrissjóða- kerfið grundvallist á skylduaðild, samtryggingu, sjóðasöfnun og sjálf- bærni kynslóðanna. En brýnt sé að auka gagnsæi í stjórnkerfi sjóðanna og efla þurfi alla upplýsingagjöf þeirra. ,,Það er afdráttarlaust afstaða að- ildarsamtaka Alþýðusambandsins að lífeyrissjóðirnir eiga að setja sér skýrar reglur um siðferði og sam- félagslega ábyrgð, bæði hvað varðar fjárfestingar sínar og innri starf- semi,“ segir í drögunum. Forystumenn ASÍ og SA sitji ekki í stjórnum lífeyrissjóða Lagðar eru til fjölmargar breyting- ar, m.a. að við það verði miðað að for- seti ASÍ og formaður SA ásamt fram- kvæmdastjórum samtakanna taki ekki sæti í stjórnum einstakra sjóða. Lagt er til í kafla draganna um ör- orku að tekið verði upp fjölþætt starfsgetumat sem liggi til grundvall- ar endurhæfingarlífeyri og „réttur til varanlegra örorkubóta verði fyrst til eftir 3 til 5 ára endurhæfingartíma- bil“. Sú stefna er sett fram að tekju- tenging örorkubóta verði aflögð, en bótaréttur skilgreindur miðað við starfsgetumat. „Tekjuviðmið í ör- orkubótarétti lífeyrissjóðanna verði eingöngu gagnvart atvinnutekjum en ekki gagnvart greiðslum frá TR. Jafna verður örorkubyrði lífeyris- sjóðanna með opinberum framlögum, m.a. til að mismunandi byrði af rétt- indaávinnslu ungs fólks sem lendir í örorku eftir takmarkaða atvinnusögu Morgunblaðið/Golli Réttindi ASÍ vill að lífeyriskerfi launafólks byggist áfram á skylduaðild, samtryggingu, sjóðasöfnun og sjálfbærni kynslóðanna. Í drögum ASÍ að tillögum í lífeyris- málum, sem miðstjórnin hefur af- greitt til aðildarfélaganna, er áhersla lögð á skýrari verkaskipt- ingu milli Tryggingastofnunar rík- isins og lífeyrissjóðanna í framtíð- inni. Er mikið upp úr því lagt að dregið verði úr tekjutengingum örorkubóta- og ellilífeyris. „Tryggja þarf að sjóð- félagar hafi hag af því að greiða í líf- eyrissjóð. Þetta verður best gert með því að draga verulega úr tekju- tengingum í almannatryggingakerfinu,“ segir í tillögunum. „Horfið verði frá tekjutengingum milli heilbrigðiskerfisins og lífeyris- tekna í gjaldtöku á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða en skil- greind verði almennur húsnæðis- og fæðiskostnaður en hjúkrunarkostn- aður verði á vegum opinberra aðila,“ segir enn fremur í drögunum. Horfið frá tekjutengingum SKÝRARI VERKASKIPTING MILLI TR OG LÍFEYRISSJÓÐA Baldur, eftirlitsskip Landhelgis- gæslunnar, stóð um hádegisbilið í gær strandveiðibát að meintum ólöglegum veiðum innan reglu- gerðarhólfs suður af Skor í Breiða- firði. Þar er í gildi bann við hand- færa- og línuveiðum. Bátnum var vísað til hafnar þar sem málið verður tekið fyrir af við- eigandi lögregluyfirvöldum. Fjölmargir strandveiðibátar hafa verið á sjó nú í byrjun vikunnar þar sem nýtt tímabil strandveiðibáta hófst með nýjum mánuði. Því er heimilt að sækja á öllum fjórum svæðunum. Alls hafa 715 bátar fengið leyfi Fiskistofu til að stunda strandveiðar í sumar. Staðinn að meintum ólöglegum veiðum Umsóknum um aðstoð hjá Umboðs- manni skuldara hefur fækkað veru- legu og umsvif stofnunarinnar drag- ast því saman og starfsfólki fækkar, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Að sögn Svanborgar Sigmars- dóttur, upplýsingafulltrúa Umboðs- manns skuldara, fækkar starfsfólki í haust um 20-30 manns en í lang- flestum tilvikum er um að ræða fólk sem er með tímabundinn ráðning- arsamning, sem rennur út í haust. Einkum er um að ræða sumarstarfs- menn og nema sem hafa unnið hjá umboðsmanni meðfram skólagöngu en í örfáum tilvikum munu fastráðn- ir starfsmenn láta af störfum. Umboðsmaður er með starfsemi á 2. og 3. hæð í Kringlunni 1 en um áramót rennur leigusamningur um 3. hæðina út og verður þá allri starf- seminni komið fyrir á 2. hæð. Heildarútgjöldin um milljarður Svanborg segir að þrátt fyrir fækkun mála sé umfang vinnslunnar aðeins að breytast, m.a. þegar upp koma tilvik þar sem breyta þarf gerðum samnmingum á samnings- tímanum, ef aðstæður skuldara breytast óvænt t.d. vegna veikinda, eða atvinnumissis. Miklu færri mál berast nú til um- boðsmanns en á seinasta ári. Að meðaltali berast nú um 50 umsóknir um greiðsluaðlögun á mánuði en þær voru nálægt 200 á mánuði í fyrra. Í frétt blaðsins í gær var mis- sagt að 1.755 málum hefði verið lokið með samningum. Hið rétta er að vinnslu 1.755 mála er lokið og þar af hefur 889 málum verið lokið með samningum milli skuldara og kröfu- hafa og 14 með nauðasamningum, að sögn Svanborgar. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfir- standandi ár var samþykkt 455 milljóna kr. viðbótarfjárheimild vegna aukins málafjölda og alls gert ráð fyrir 1.050 milljóna kr. heildar- útgjöldum umboðsmanns á þessu ári. Ákveðið var að ráðast í stórátak til að ljúka afgreiðslu mála og var því spáð að á síðari hluta þessa árs myndi umfang stofnunarinnar drag- ast verulega saman. Það er að ganga eftir að sögn Svanborgar. omfr@mbl.is Umsóknum fækkað úr 200 á mánuði í um 50  Fækka einkum fólki með tíma- bundna ráðningu Morgunblaðið/Eggert Afgreidd Með fækkun mála hjá umboðsmanni mun starfsemin dragast sam- an. Útgjöldin eru fjármögnuð með gjaldtöku af fjármálastofnunum. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 Gönguskórnir frá Columbia koma þér hvert á land sem er. Gæði á góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.