Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Öllum ber saman um að Samfylk-ingin komi illa löskuð frá for- setakosningunum.    Þannig á sig kom-in verður hún að fást við þrjú stór- mál sem öll standa í henni. Styrmir Gunnarsson orðar þetta svo:    Á næstu mán-uðum verða þrjú mál efst á dagskrá í pólitíkinni, ESB-málið, þ.e. með hvaða hætti á að ljúka að- lögunarferlinu, stjórnarskrármálið, þ.e. að finna leið til að hraða endur- skoðun stjórnarskrár m.a. til að taka af öll tvímæli um stöðu og hlutverk forseta Íslands og leið- togaskipti í Samfylkingunni.    Gera má ráð fyrir að veruleghreyfing komist á umræður innan Samfylkingarinnar í sumar um eftirmann Jóhönnu Sigurð- ardóttur og þrýstingur á hana mun fara vaxandi um að taka af skarið í haust og tilkynna, að hún hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs.    Hins vegar má búast við að Jó-hanna vilji sitja í embætti for- sætisráðherra fram til næstu þing- kosninga.    Um það verður áreiðanlegaágreiningur innan flokksins af þeirri einföldu ástæðu, að það yrði mjög erfitt fyrir nýkjörinn for- mann, sem kosinn yrði annaðhvort í haust eða í síðasta lagi í janúar að hafa forystu í kosningabaráttu á meðan Jóhanna sæti í stjórn- arráðinu.    Ganga má út frá því sem vísu, aðum þetta verði miklar deilur innan Samfylkingar.“ Styrmir Gunnarsson Missir einsmáls flokkurinn málið? STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 14 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 10 alskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 17 skúrir París 22 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 22 skýjað Vín 29 skýjað Moskva 23 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 26 léttskýjað Montreal 23 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 31 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:14 23:52 ÍSAFJÖRÐUR 2:14 25:02 SIGLUFJÖRÐUR 1:52 24:49 DJÚPIVOGUR 2:31 23:33 Engar reglur virðast gilda um hvað megi merkja „Made in Iceland“, eða „Búið til á Íslandi“, en ýmsir vilja meina að lopapeysur sem framleiddar séu erlendis sigli undir fölsku flaggi sem íslensk framleiðsla. Erna Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, segir ljóst að þegar komi að tollamálum sé upprunaland flíkur ávallt það land þar sem hún er framleidd, burtséð frá því hvort hönn- unin eða hráefnið er íslenskt. Hins vegar séu ekki til neinar reglur um hvaða vörur megi kalla íslenskar. „Í rauninni eru ekki til reglur um hvað má kalla íslenskt og eftir því sem ég best veit þá eru heldur ekki gerðar kröfur um að það þurfi að standa á flík hvar hún er framleidd,“ segir Erna. Hún hafi þó ekki orðið vör við að fólk merki vörur sem fram- leiddar eru erlendis „Made in Ice- land“, heldur sé lögð áhersla á að hönnunin og hráefnið sé íslenskt. Í svari frá Samtökum iðnaðarins, við fyrirspurn um það hvernig sam- tökin skilgreini íslenska framleiðslu, kemur fram að SI hafi stuðst við þá skilgreiningu að ef hráefni sé um- breytt á Íslandi og skilji eftir sig virð- isauka, þá teljist það íslensk fram- leiðsla. Þó sé ekki til einhlítt svar við því hvenær vara telst íslensk. „Almennt má þó segja að um leið og hráefnum er umbreytt á Íslandi í verðmætari afurð geti hún talist ís- lensk. Við þetta verður til innlendur virðsauki sem felst í því að launa- greiðslur renna til starfsmanna sem vinna við framleiðsluna og reksturinn skilar eigendum arði,“ segir m.a. í svarinu. holmfridur@mbl.is Liggur ekki fyrir hvað er íslenskt Morgunblaðið/Ómar Ull Lopapeysan stendur fyrir sínu. Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmda- stjóri Handprjónasambands Íslands, segir fulla þörf á því að upprunavotta íslenska framleiðslu úr íslensku hrá- efni. Hins vegar dugi það ekki til, þar sem vara framleidd erlendis yrði áfram seld undir villandi formerkj- um. „Við höfum oft verið skammaðar að sumrinu fyrir það að vörur séu á markaðnum sem eru ekki fram- leiddar á Íslandi en líta alveg eins út,“ segir Bryndís. „Vörurnar eru merkt- ar þannig að maður getur engan veg- inn ráðið í það hvaðan þær koma og endar á því að halda að þetta sé nú sennilega íslenskt,“ segir hún. Bryndís kallar það útúrsnúning að merkja vörurnar „Icelandic design“ eða „Design from Iceland“, það þurfi einnig að taka það fram hvaðan vör- urnar komi þannig að viðskiptavin- urinn geti tekið upplýsta ákvörðun. Villandi merking? Þær reglur sem Neytendastofa hefur eftirlit með kveða ekki á um að textíll skuli upprunamerktur, að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðs- stjóra neytendaréttarsviðs. Hins veg- ar kannar stofnunin nú hvort merk- ingar og kynning á lopapeysum sem framleiddar eru erlendis séu villandi en þess má vænta að sú vinna standi eitthvað fram eftir sumri. holmfridur@mbl.is Nauðsynlegt að uppruna- merkja Með nýrri kynslóð öryggismyndavélakerfa hjá Svar tækni getur þú núna fylgst með beinni útsendingu úr myndavélunum hvar sem þú ert staddur, hvort sem er í gegnum tölvu, iPad eða snjallsíma. Hærri upplausn en þekkst hefur hjá eldri kynslóðum gerir þér svo kleift að þekkja þann sem er á myndinni. Ný kynslóð öryggismyndavéla SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.