Morgunblaðið - 04.07.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Íbókinni The Little Book ofthe Icelanders má lesa umalla þessa litlu, skrýtnu hlutiog ávana sem einmitt gera
okkur svo íslensk. Bjartýnin, hæfi-
lega kæruleysið, næturlífið og mik-
ilvægi fjölskyldunnar eru meðal
þess sem þar ber á góma. Höf-
undur bókarinnar, Alda Sigmunds-
dóttir, hefur stóran hluta ævi sinn-
ar búið erlendis og byggir skrifin á
þeirri upplifun að flytja aftur til
landsins fyrir 18 árum eftir ára-
langa búsetu erlendis.
Ólík þjóðarsál
„Ég hafði búið mjög víða en
ólst upp að mestu leyti í Kanada og
enska er því mitt fyrsta mál. Frá
Kanada flutti ég til Bretlands og
síðan bjó ég fimm ár í Þýskalandi.
Auk þess hef ég líka búið í skemmri
tíma á Spáni og Kýpur. Mér hefur
alltaf fundist gaman að fylgjast
með fólkinu í kringum mig og
reyna að greina þjóðarsál hvers
lands. Hún er mjög ólík í þeim
löndum sem ég hef búið í. Í Þýska-
landi fann ég til að mynda fyrir því
að enn gætti mikilla áhrifa frá fyrri
heimsstyrjöldinni. En Kanada er
aftur á móti allt öðruvísi því þjóðin
er ung og þetta er land innflytjenda
sem verða fyrir miklum áhrifum frá
Bandaríkjunum,“ segir Alda.
Upphaf bókarskrifanna má
rekja til þess að Alda hélt úti
bloggsíðu í ein sex ár þar sem hún
skrifaði sér til skemmtunar um Ís-
Duglegir og
kærulausir í senn
Þó ekki sé hægt að alhæfa um heila þjóð með nokkrum orðum má almennt séð
segja að Íslendingar séu óstundvísir, hæfilega kærulausir, bjartsýnir og afar slæm-
ir ökumenn. Um þetta og margt fleira má lesa í bók Öldu Sigmundsdóttur, The
Little Book of the Icelanders, en þar skrifar Alda í léttum dúr um þjóðarsál Íslend-
inga. Alda hefur búið í mörgum löndum og hefur löngum verið forvitin um fólk.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundur Alda skrifar í léttum dúr um íslensku þjóðarsálina.
Vefsíðan ilovewildfox.com er
skemmtileg og fjölbreytt tískusíða
sem ætluð er að veita fólki inn-
blástur. Að vefsíðunni standa vin-
konurnar Emily og Kimberley sem
búsettar eru í Los Angeles. Þær
hanna saman litríka boli og töskur
og upp úr því ákváðu þær að fara að
blogga til að „hvetja aðra listamenn
til að skapa, læra, taka ljósmyndir,
mála, halda partý, klæða sig upp á
og vera hamingjusamir,“ eins og
stendur í lýsingunni um þær stöllur
á síðunni.
Á síðunni má sjá flotta innanhús-
hönnun, fallegar ljósmyndir og
skoða skissubækur sem Kimberley
hannar. Þær eru gerðar úr endur-
unnum pappír og eru ætlaðar til að
skrifa niður ýmiss konar tísku- og
förðunarráð. Ilovewildfox.com er
öðruvísi og töff síða sem vert er að
kíkja á og skoða sig um.
Vefsíðan www.ilovewildfox.com
AFP
Litagleði Þær stöllur Emily og Kimberley halda úti tískubloggi.
Hamingjusamir tískubloggarar
Nú er um að gera að dusta rykið af
rokkabillý-sporunum en Háskóla-
dansinn heldur rokkabillý-kvöld
nú á föstudagskvöldið 6. júlí á The
Big Lebowski Bar. Er mælt með að
fólk finni til flottu kjólana og brillj-
antínið og mæti glimrandi flott á
dansgólfið. Fyrir þá sem vilja fylla á
magann og fá orku fyrir dansinn skal
þess getið að gómsæta borgara eða
samlokur og ljúffenga mjólkurhrist-
inga verður hægt að fá til klukkan 22.
Eftir það tekur plötusnúðurinn til við
að þeyta skífurnar og verður spiluð
rokkabillý tónlist alla nóttina. Dans-
skórnir ættu því að nýtast vel.
Endilega…
…æfið rokka-
billý-sporin
Morgunblaðið/Ernir
Dansstuð Rokkabillý fram á nótt.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
T
I
60
20
8
06
/1
2
MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR SEM ÞÚ GETUR TREYST!
KOMDU VIÐ OG SJÁÐU ÚRVALIÐ.
VERÐ: 25.990 KR.
DEUTER FUTURA 28
Léttur vandaður dagpoki.
Aircomfort bak sem loftar betur.
Regnvörn fylgir.
VERÐ: 59.990 KR.
DEUTER AIRCONTACT PRO
55 +15 SL
Sá vandaðasti úr smiðju Deuter.
Frábært stillanlegt burðarkerfi.
Öll smáatriði þaulhugsuð.
Regnvörn fylgir.
Einnig til aðrar stærðir og
herraútfærslur.
TILBOÐ: 23.192 KR.
DEUTER FUTURA 32
Vinsælasti dagpokinn.
Frábært burðarkerfi með loftun.
Einnig til aðrar stærðir
og dömuútfærslur.
Regnvörn fylgir.
Almennt verð: 28.990 kr.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
GÓÐIR FERÐAFÉLAGAR Í SUMAR
VERÐ: 49.990 KR.
DEUTER AIRCONTACT
50 + 10 SL
Frábær verðlaunabakpoki til
notkunar í lengri ferðir.
Vandað stillanlegt burðarkerfi.
Einnig til aðrar stærðir og
herraútfærslur.
Regnvörn fylgir.