Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan Vallarstarfsmenn á íþróttavelli í New Jersey koma fyrir risastórum uppblásnum bandarískum fána í tilefni þjóðarhátíðardagsins 4. júlí. Fáninn er sá stærsti sinnar tegundar í Banda- ríkjunum en hann er um 380 fermetrar og vegur um 240 kíló. Eftir að hátíðarhöldunum lýkur í dag verður fánanum flogið í árlegri loftbelgjakeppni sem haldin er í New Jersey. Uppblásinn fáni flögrar yfir velli AFP Bandaríkjamenn fagna þjóðhátíðardeginum með margvíslegum hætti Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sýrlenska leyniþjónustan heldur úti neti 27 pynt- ingarmiðstöðva um allt landið þar sem fangar eru kerfisbundið pyntaðir. Á meðal þeirra aðferða sem notaðar eru á fangana er að berja þá með kylfum og köplum, brenna þá með sýru og misnota þá kynferðislega. Þetta kemur fram í skýrslu mann- réttindasamtakanna Human Rights Watch (HRW) um ástand mannréttindamála í Sýrlandi sem birt var í gær. Frásagnir fyrrverandi fanga og liðhlaupa sem skýrslan byggir á varpa ljósi á staðsetningu þess- ara miðstöðva, hvaða stofnanir standa að baki þeim, hvaða pyntingaraðferðum er beitt og jafnvel nöfn þeirra yfirmanna sem stjórna þeim. „Með því að birta staðsetningarnar, lýsa aðferð- unum og nafngreina þá sem stjórna þessu erum við að senda skilaboð til þeirra sem bera ábyrgð um að þeir muni þurfa að svara fyrir þessa hræði- legu glæpi,“ segir Ole Solvang, einn rannsakenda hjá HRW. Samtökin hvetja jafnframt öryggisráð Samein- uðu þjóðanna til þess að vísa málefnum Sýrlands til Alþjóðasakamáladómstólsins og að setja á sér- hæfðar refsiaðgerðir gegn þeim embættismönn- um sem bendlaðir eru við pyntingarnar. Harmar tyrknesku þotuna Tala fallinna hélt áfram að rísa í Sýrlandi í gær en þá létust að minnsta kosti 38 manns um allt landið, þar á meðal 16 stjórnarhermenn og fjórir uppreisnarmenn. Á mánudag höfðu 78 manns fall- ið, þar af 44 óbreyttir borgarar. Haft var eftir Bashar al-Assad, forseta Sýr- lands, í viðtali við tyrkneskt dagblað í gær að hann sæi „100%“ eftir því að her landsins hefði skotið niður tyrkneska orrustuþotu með tveimur flug- mönnum um borð þegar hún flaug inn í sýrlenska lofthelgi yfir Miðjarðarhafið í síðasta mánuði. Vildi hann meina að vélin hefði verið á flugi á svæði sem ísraelski herinn hefði áður notað. At- vikið hefur valdið mikilli spennu í samskiptum tyrkneskra og sýrlenskra stjórnvalda. „Við leyf- um þessu ekki að snúast upp í vopnuð átök á milli landanna tveggja,“ er haft eftir Assad. Beita kerfisbundið pyntingum  Mannréttindasamtök varpa ljósi á net pyntingarmiðstöðva út um allt Sýrland  Assad forseti segist sjá eftir að tyrknesk herþota hafi verið skotin niður í júní AFP Átök Yfirgefinn skriðdreki stjórnarhersins í bæn- um Atareb í norðurhluta Sýrlands. Hugsanlegt er að hægt sé að spá fyrir um hvernig krabbamein þróast og dreifir sér og valda þannig byltingu í meðhöndlun á sjúkdómnum með því að beita útreikningum þróunarkenningar Charles Darwins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt hefur verið í vísinda- tímaritinu Nature. Þau lyf sem notuð eru í dag og virka á ákveðnar frumustökkbreyt- ingar ná oft að minnka æxli fyrstu mánuðina áður en frumurnar verða ónæmar og sjúkdómurinn blossar upp aftur. Læknum við rannsóknina tókst hins vegar að reikna út hvar og hvenær slíkar breytingar áttu sér stað. Þá komust þeir að því að breyt- ingin var þegar til staðar í krabba- meinsfrumunum en var ekki svar við meðferðinni. Aðeins um ein af hverjum milljón krabbameinsfrumum í sjúklingum eru ónæmar fyrir sértækri lyfja- meðferð og það eru þær sem halda áfram að fjölga sér þótt búið sé að eyða stærstum hluta æxlisins. Læknarnir telja að hægt sé að framleiða tiltölulega fá lyf sem virka á stóran hluta krabbameinssjúkl- inga. Í heild gæti hins vegar þurft hundruð lyfja til að vinna á öllum stökkbreytingum frumna. Hver sjúklingur ætti þó aðeins að þurfa um 2-3 lyf gegn sínu meini, að sögn Martins Nowaks, prófessors við Harvard-háskóla. kjartan@mbl.is Darwin gegn krabba Charles Darwin  Spá fyrir um þróun krabbameinsfrumna Mögulega var eitrað fyrir Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga Palest- ínumanna, með geislavirka efninu pólóníum. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem voru framkvæmdar í Sviss, að því er fréttastofan Al- Jazeera segir frá. Arafat veiktist skyndilega haustið 2004 og lést nokkrum vikum síðar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Francois Bochud, yfirmaður geislaeðlisfræðideildar háskólans í Lausanne, segir að lífsýni, sem hafi verið að finna á eigum og í fatnaði Arafats, hafi verið rannsökuð. Nið- urstaðan var sú að töluvert magn af póloníum fannst. Var eitrað fyrir Arafat?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.