Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir tæpumtveimur ár-um, í ágúst 2010, birti þáver- andi fjármálaráð- herra mikinn bálk í nokkrum hlutum undir yfirskriftinni Landið tek- ur að rísa. Þessar greinar má lesa á vef Stjórnarráðsins og eru fróðleg upprifjun á þeirri mynd sem ríkisstjórnin vildi draga upp af meintum árangri sínum á þeim tíma, hálfu öðru ári eftir að hún braust til valda. Í einni þessara greina segir frá hagvísum sem gefi til kynna verulegan viðsnúning, eins og það er orðað. „Hagvöxtur mældist síðustu tvo ársfjórð- unga í röð – sem er þvert á allt tal um lamað hagkerfi –. Raun- ar er hagvöxtur að mælast mun fyrr en flestir greiningaaðilar gerðu ráð fyrir,“ segir í grein ráðherrans. Í gögnum á vef Hagstof- unnar má sjá að enginn hag- vöxtur mældist næstu ársfjórð- unga á undan þó að annað kæmi fram í greininni. Þvert á móti var töluverður sam- dráttur í báðum þessum fjórð- ungum, en óskhyggjan – eða spuninn – varð til þess að ráð- herrann hélt því fram að hag- vöxtur væri tekinn við af sam- drætti og að landið væri tekið að rísa. Þessi spuni sem þarna birtist hefur oft sést síðan í greinum og ræðum ráðherra ríkis- stjórnarinnar, ekki síst for- ystumannanna tveggja. Því er reglulega haldið fram að nú séu allir erfiðleikar að baki og framundan sé allt eins og best verði á kosið. Síðan hefur þetta jafnan reynst rangt, þó að oftar séu það aðrir en ráðherrarnir sjálfir sem benda á þá stað- reynd og bera rangfærslurnar til baka. Skuldavandi heimilanna er eitt dæmi um vanda sem ríkis- stjórnin hefur að eigin sögn leyst nokkrum sinnum en alltaf tekið upp aftur skömmu síð- ar þegar í ljós kom að vandinn var enn til staðar. Atvinnuleysisvandinn hefur verið leystur margoft ef marka má loforðin um tugþúsundir nýrra starfa á kjörtímabilinu, en engu að síður ganga þús- undir enn atvinnulausar og langtímaatvinnuleysið fer vax- andi. Nýjum fjárfestingum er lof- að reglulega en þegar á hólm- inn er komið verður lítið úr þeim enda umhverfið sem rík- isstjórnin hefur skapað fjár- festum ekki þess eðlis að þeir telji fýsilegt að leggja mikið undir í óvissunni hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að fjárfestingar eru við algert lág- mark þess sem nauðsynlegt er og duga engan veginn til að lyfta efnahagslífinu upp úr öldudalnum til framtíðar. Þrátt fyrir reynsluna reynir ríkisstjórnin enn að halda því fram að nú sé komið að því. Nú sé kreppunni lokið og hag- vöxtur kominn til að vera. Stað- reyndin er hins vegar sú að þó að gott sé að vera jákvæður er nauðsynlegt að hæfilegur skammtur af raunsæi fylgi með. Ríkisstjórn getur ekki með orðunum einum unnið land upp úr kreppu, væri það hægt hefði Ísland fyrir löngu komist upp úr efnahagslægðinni eftir allan loforðaflauminn. Því miður er það svo að hag- tölur sýna að Ísland er enn of- an í efnahagslægðinni. Allir vona vitaskuld að úr rætist en varanlegur bati næst ekki fyrr en stefnu stjórnvalda í efna- hagsmálum verður breytt, los- að verði um hömlur, skattar lækkaðir og látið af fjandskap í garð atvinnulífsins. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um að fegra stöðuna í efnahagsmálum} Raunsæi í stað spuna ValgerðurBjarnadóttir alþingismaður, for- maður þingnefndar sem fékkst við til- lögur svokallaðs stjórnlagaráðs síð- astliðinn vetur, kannast ekki við að ágreiningur sé um málið. Það rökstyður formaðurinn með því að engar umræður hafi farið fram um efni þess. Er með miklum ólíkindum að svo skuli vera. En fyrir liggur að sérfróðir umsagnaraðilar fundu mjög að tillögugerðinni. Hún væri sund- urleit og óljós. Greinar stöng- uðust efnislega á, inntak þeirra væri óskýrt og á köflum óskilj- anlegt. Stjórnarmeiri- hlutinn knúði í gegn eftir mara- þonfundi, í bullandi átökum og ósætti, að í haust skyldi fara fram ráðgjafandi þjóðaratkvæðagreiðsla um til- lögurnar. En hún reyndist þó eingöngu vera skoðanakönnun um nokkur almenn atriði. Engr- ar raunverulegrar afstöðu væri því þaðan að vænta. Í öllum æðibunuganginum fórst fyrir að fylgja lagafyrirmælum um tímasetningu atkvæðagreiðsl- unnar svo þar er allt í uppnámi. Stjórnarskrána má síst af öllu umgang- ast eins og gert hefur verið} Óboðlegur framgangsmáti Þ að er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um forsetakosn- ingarnar um síðustu helgi en ég ætla samt að gera það í þessum pistli. Eitt af því sem mikið hefur verið talað um, aðallega eftir að úrslit kosning- anna lágu fyrir en einnig fyrir þær þegar ljóst þótti í hvað stefndi, er hvað hafi mistekizt í kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur. Í því sambandi hefur ýmislegt verið nefnt til sög- unnar. Margir hafa nefnt það að skemmt hafi fyrir framboði hennar að það hafi verið tengt við ríkisstjórnina, Samfylkinguna og ekki sízt Evrópusambandið. Þetta virðist bæði vera skoðun fólks sem studdi framboð Þóru og fólks sem var alfarið á móti því. Varla þarf að efast um að það hafi ekki hjálp- að framboði Þóru að vera tengt við ríkisstjórn- ina, Samfylkinguna og Evrópusambandið enda ljóst að ekkert af þessu þrennu nýtur mikils stuðnings á Íslandi í dag og ekki útlit fyrir að breyting eigi eftir að verða þar á. Það er kannski helzt Samfylkingin sem gæti hugsanlega náð sér einhvern tímann á strik en ólíklegt er að það ger- ist á meðan hún er aðili að núverandi ríkisstjórn og líklega yrði þá að verða einhver breyting í forystusveit flokksins. Um það virðist líka vera nokkuð samdóma álit. Það má þannig í raun segja að þarna sé um að ræða ónýt pólitísk vörumerki til notkunar í umræðum hér á landi og hugsanlega einnig uppskrift að því hvernig tapa skuli kosningum. Enginn forsetaframbjóðendanna sex sagðist til að mynda hlynntur því að ganga í Evrópusambandið þegar það var til umræðu í kappræðum í sjónvarpssal. Sumir tjáðu sig þó opinskár í þeim efnum en aðrir. Ólafur Ragn- ar Grímsson lýsti þannig sem kunnugt er yfir afdráttarlausri andstöðu sinni við inngöngu í sambandið sem flestir virðast telja að hafi átt sinn þátt í að tryggja sigur hans í kosning- unum. Helzti keppinautur Ólafs, Þóra, sem sögð var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið, vildi hins vegar ekki gefa upp afstöðu sína í málinu og taldi það ekki viðeigandi. Hún lét þó engu að síður þau orð falla af sama tilefni að það að ganga í sambandið eins og staðan væri í dag væri eins og að leigja herbergi í brenn- andi húsi með skírskotun til þeirrar graf- alvarlegu efnahagskrísu sem geisað hefur á evrusvæðinu undanfarin ár og ekki sér fyrir endann á. Úr herbúðum Þóru var tengingu við ríkisstjórnina, Samfylkinguna og Evrópusambandið alfarið og ítrekað hafnað. Einhvern veginn virðist það hins vegar ekki hafa náð að hafa teljandi áhrif á umræðuna. Hún virtist ekki breytast við það og ef eitthvað er frekar ágerast eftir því sem nær dró kosningunum. Þar hjálpaði vitanlega ekki að skoðanakannanir sýndu að Þóra nyti stuðnings yfirgnæf- andi meirihluta sama fólks og studdi ríkisstjórnina og Samfylkinguna. Það eina sem vantaði í þeim efnum var mæling á stuðningsmönnum inngöngu í Evrópusam- bandið í þessu samhengi. hjorturg@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Ónýt pólitísk vörumerki? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is M agn seldra lítra jókst um 2,9% í vín- búðum landsins fyrstu sex mánuði ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Sala á rauð- víni, hvítvíni og lagerbjór jókst um 1,8-6,4% en sala á ávaxtavíni um 49,2%. Hinsvegar heldur sala á ók- rydduðu brennivíni, vodka og blönd- uðum drykkjum áfram að dragast saman eða um 3,5-5,2%. Athygli vek- ur að sala í júní- mánuði var 7,9% meiri en árið 2011, á vef ÁTVR er líkleg ástæða þess sögð vera að í ár voru fimm helgar í júní í stað fjögurra árið 2011. Þess má geta að tæp 60% allrar sölu ÁTVR voru á föstudegi eða laugardegi dag- ana 25.-30. júní. Heldur dró úr sölu áfengis á ár- unum 2009-2011, til marks um það seldi ÁTVR 20,3 milljónir lítra árið 2008 en árið 2011 var salan 18,4 milljónir lítra. Á þessu tímabili hefur sala á sterku áfengi dregist mest saman eða úr milljón lítrum í tæpa 790 þúsund lítra. Söluaukning síðast 2008 Að sögn Sigrúnar Óskar Sig- urðardóttur aðstoðarforstjóra gera áætlanir ÁTVR ráð fyrir 1-2% sölu- aukningu á árinu. Ef svo færi yrði það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áfengissala eykst milli ára. „Við byggjum okkar áætlanir á þeim spám sem verið er að gera í þjóð- félaginu t.d. um kaupmátt og einnig byggjum við á fyrri reynslu. Annars rokka sölutölur yfir tímabil töluvert, þessi 2,9% hækkun í lítrum talið á fyrri helmingi ársins kemur að ein- hverju leyti til vegna þess að í júní voru fimm helgar. Fyrstu fimm mánuði ársins var aukningin 1,5% en er svo orðin 2,9% í lok júní, m.a. vegna helgaskiptingar í mán- uðinum.“ Sigrún segir ljóst að efnhags- ástand og hækkandi áfengisgjald hafi áhrif á sölu. „Við vitum að verð- lagning hefur mikið að segja. Þegar við sjáum að hækkun á áfengis- gjöldum stendur fyrir dyrum þá ger- um við ráð fyrir því í áætlunum okk- ar. Markmið okkar er ekki að selja meira heldur frekar að áætlanir okk- ar séu í takt svo gjöld og tekjur hald- ist í hendur.“ Neysluvenjur landsmanna hafa tekið nokkrum breytingum á allra síðustu árum. Fyrir liggur að sala á sterku áfengi hefur dregist töluvert saman á meðan bjórinn hefur að mestu haldið sjó. Athygli vekur að neysla á ávaxtavíni jókst um 49% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. „Aukning í sölu á ávaxtavíni er gríðarleg en þó þarf að horfa til þess að sala þess er lítill hluti af heildarsölunni. Fyrstu sex mánuði ársins seldust 60 þúsund lítrar af ávaxtavíni en heildarsalan á tímabilinu var 8,6 milljónir lítra.“ Dæmi um ávaxtavín er Sommersby sem er cider í grunninn en sala ávaxtavíns rúmlega tvöfald- aðist á árunum 2009-2011. Á sama tíma hefur sala á blönduðum drykkjum minnkað töluvert en áfeng- isgjald leggst þyngra á slíka drykki því þeir eru í grunninn sterkt áfengi að sögn Sigrún- ar. „Það er enn ein vís- bendingin um hversu verð er sterkur áhrifa- þáttur í neyslu áfengis.“ Sala á áfengi eykst að nýju eftir hrun Morgunblaðið/Heiddi Vínandi Af 440 þúsund seldum lítrum dagana 25. - 30. júní voru 259 þús- und lítrar seldir á föstudegi og laugardegi. Allt stefnir í fyrstu söluaukn- ingu á áfengi síðan árið 2008. „Margt bendir til þess að samdráttur í sölu vegna verð- hækkana 2009 og minnkandi kaupmáttar sé að baki. Nú séum við því að sigla inn í tímabil þar sem neysla er stöðug eða hún eykst jafnt og þétt. Við óttumst þá þróun mjög því með aukinni neyslu eykst þörfin á aðstoð. Við höfum mátt þola 22% sam- drátt í framlögum ríkisins á undanförnum árum og veiking kerfisins er svo mikil að við þolum ekki mikla aukningu í neyslu,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. „Við teljum það dæmalausa lukku að ríkisstjórnin hafi hækkað áfengisgjaldið í febrúar 2009. Það dró mjög úr neyslu og við höfum fundið fyrir því í okk- ar starfi. Hærra verð dregur ein- faldlega úr neyslu.“ Þola ekki aukna neyslu BETRA ÁSTAND EFTIR HRUN Gunnar Smári Egilsson Sigrún Ósk Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.