Morgunblaðið - 04.07.2012, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.2012, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Gaman Þær Isis Helga og Ísafold léku sér og sópuðu Hjartagarðinn í miðbæ Reykjavíkur af miklum myndarskap undir vökulu auga teiknimyndapersónunnar Svamps Sveinssonar. Eggert Með skipulegum hætti (og oft fremur ógeðfelldum) hefur verið reynt að stilla Ís- lendingum upp við vegg. Takmarka þá möguleika sem þeir eiga og draga um leið úr sjálfstrausti sjálf- stæðrar þjóðar. Það eru ekki erlend ríki sem beita Íslendinga ofbeldi. Það eru ekki sterkt fjár- málaöfl – innlend eða erlend – sem beita valdi og hótunum. Nei, það er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur með stuðningi og samþykki Stein- gríms J. Sigfússonar og Vinstri grænna. Í blindri trú hefur öllum meðulum verið beitt. Hótunum jafnt sem fögr- um loforðum um að allt verði betra um leið og Ísland kemst undir „verndarvæng“ Brussels. Oftar en einu sinni hefur verið komið í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkuð um það að segja hvort sækja eigi um að- ild að Evrópusambandinu. Afleið- ingin er sundrung þjóðarinnar. Þeg- ar löggjafi og ríkisstjórn ganga fram með þeim hætti sem gert hefur verið á engan að undra að traust almenn- ings á þingi og ríkisstjórn sé jafnlítið og raun ber vitni. Umræðan um utanríkismál og framtíðarhagsmuni Íslendinga hefur verið mörkuð af einstrengingslegri stefnu ríkisstjórnarinnar og aðlög- unarviðræðum við ESB. Andstæð- ingar aðilar hafa verið of uppteknir í baráttunni til þess að benda á hið augljósa: Íslendingar eiga gríð- arlega möguleika með samvinnu við aðrar þjóðir – möguleika sem eru efnahagslega og póli- tískt fýsilegri en að ganga í Evrópusam- bandið. Ríkisstjórnin mun ekki beita sér fyrir um- ræðum um utanrík- isstefnu landsins og þá kosti sem í boði eru. Til þess hafa stjórn- arflokkarnir fjárfest of mikið í aðildarviðræð- unum við ESB. Sam- fylkingin er orðin að einsmáls stjórn- málaflokki þar sem ESB-aðild er upphaf og endir alls. Vinstri grænir hafa svikið of mikið til að snúa af villu síns vegar. Þess vegna verður Sjálfstæð- isflokkurinn að beita sér fyrir víð- tækum og opnum umræðum um stefnuna í samskiptum við aðrar þjóðir. Markmiðið er að hefja nýja stefnumörkum í utanríkismálum þar sem tvennt skiptir mestu. Annars vegar að tryggja öryggi landsins og hins vegar að tryggja frjáls og opin viðskipti við aðrar þjóðir. Það er ekki síst þrennt sem Ís- lendingar verða að ræða af hrein- skilni. Aðildina að Schengen- svæðinu, kosti og galla Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og frí- verslunarsamstarf í Norðurhöfum. Schengen Margt bendir til þess að hags- munum Íslands sé betur borgið utan en innan Schengen-svæðisins. Sam- eiginlegt landamæraeftirlit með af- námi innri landamæra á meginlandi Evrópu kann að vera skynsamlegt en hið sama gildir ekki um eyríki sem hefur náttúruleg landamæri. Þetta gerðu Bretar sér ljóst og hafa því staðið utan Schengen ásamt Ír- landi. Bæði löndin taka hins vegar þátt í miðlægum gagnabanka Schen- gen-ríkjanna – SIS. Sjálfstæðisflokkurinn á að lýsa því skýrt yfir fyrir komandi kosningar að hafin verði endurskoðun á þátt- töku Íslands í Schengen. Markmiðið verður fyrst og fremst að tryggja ör- yggi landsins og hagsmuni Íslend- inga sem sjálfráða þjóðar. Evrópska efnahagssvæðið Í upphafi næsta árs verða 20 ára síðan Alþingi samþykkti lög um Evr- ópska efnahagssvæðið. Lögin tóku gildi í ársbyrjun 1994. Íslendingar hafa notið góðs af EES en einnig þurft að gjalda fyrir ókostina, þá ekki síst vegna gallaðs regluverks um fjármálamarkaði. Gera verður víðtæka úttekt á reynslunni af EES, ekki bara efnahagslega heldur einn- ig pólitískt. Sú úttekt hlýtur að fara fram samhliða því að kanna mögu- leika á stofnun fríverslunarsvæðis með Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Kanada og Bandaríkjunum, líkt og undirritaður lagði til í grein hér í Morgunblaðinu 25. október 2010. Með fríverslunar- og samstarfs- samningi þessara landa getur orðið til eitt mesta hagvaxtarsvæði heims- ins. Áhrif Evrópusambandsins á ís- lenska laga- og reglugerðarsetningu hafa verið mikil og margir hafa bent á að slíkt kunni að ganga gegn stjórnarskrá. Frá október og fram að sumarfríi þingmanna lagði ríkis- stjórnin fram 49 mál – frumvörp og þingsályktunartillögur – þar sem vitnað er til EES-reglna eða ákvarð- ana EES-nefndarinnar. Tólf frum- vörp voru samþykkt sem lög og átján þingsályktunartillögur náðu fram að ganga. Þingsályktunartillögurnar eru vegna ákvarðana EES-nefnd- arinnar. Oftast er um ræða breyt- ingar á EES-samningnum vegna til- skipana frá Evrópuþinginu og/eða framkvæmdastjórn ESB. Óhætt er að fullyrða að lítil umræða er meðal þingmanna um störf EES- nefndarinnar. Svipað gildir um frumvörp. Þar er verið að innleiða tilskipanir sem eiga uppruna sinn hjá Evrópusamband- inu. Í a.m.k. nokkrum tilfellum ber Íslendingum engin skylda til að inn- leiða í lög slíkar tilskipanir eða vafi leikur á því hvort sú skylda sé fyrir hendi. Endurskoðun á EES-samn- ingnum er ekki síst nauðsynleg með hliðsjón af þeim breytingum sem lík- lega verða á Evrópusambandinu sem aukinni samþættingu ríkisfjár- mála evruríkjanna. Það er söguleg skylda Sjálfstæð- isflokksins að hefja vinnu við nýja stefnumótum í utanríkismálum. Þeirri vinnu lýkur ekki þegar kjós- endur ganga næst að kjörborði og velja sér nýtt þing, heldur er mik- ilvægt verkefni á komandi árum. Þar mega ofsatrú og blindni ekki ráða ferðinni líkt og síðustu ár. Eftir Óla Björn Kárason » Það er ekki síst þrennt sem Íslend- ingar verða að ræða af hreinskilni. Aðildina að Schengen, kosti og galla EES og fríverslunar- samstarf í Norður- höfum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Endurskoðun á Schengen og EES Samtök í ferðaþjónustunni fá hland fyrir hjartað í hvert sinn sem rætt er um að taka gjald til að viðhalda fjölsóttum ferðmannastöðum. „Ef það er verið að selja inn á staði, þar sem einhver þjón- usta er veitt, þá er það nátt- úrlega eðlilegt,“ sagði for- svarsmaður þeirra í Morgunblaðinu í gær. Þessir forkólfar skilja ekki orðið þjónusta. Þeir halda að orðið þýði það sama og salerni. Þess vegna má taka gjald fyrir að fara á klósettið, svokallað þvaggjald. Ekki má taka gjald til að halda stöðunum í góðu ástandi til dæmis með vönduðum göngustígum; laga til eftir ferðamennina svo þeir geti haldið áfram að koma. Hvað skyldu ferðasamtökin ætla að sýna ferðamönnunum eftir nokkur ár þegar landið verður allt niðurtroðið og úttraðkað? Kannski klósettin? Nú fer að verða ágætt að ferðasamtökin átti sig á því að það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Óskar Magnússon Þvag- gjald og þjónusta Höfundur er stjórnarformaður Kerfélagsins ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.