Morgunblaðið - 04.07.2012, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
✝ Kristinn HelgiBenediktsson,
ljósmyndari og
blaðamaður, fædd-
ist í Hafnarfirði 4.
október 1948.
Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 23.
júní 2012.
Foreldrar hans
eru Benedikt
Sveinsson, f. 23.
mars 1926, skipasmiður og að-
albókari frá Mjóafirði eystri
og Þórdís Kristinsdóttir, f. 23.
október 1930, húsmóðir og
bókari, Hafnarfirði. Foreldrar
Benedikts voru Sveinn Bene-
diktsson, útvegsbóndi, Borg-
areyri, Mjóafirði eystri og
kona hans Steinunn Þorsteins-
dóttir. Foreldrar Þórdísar
voru Kristinn Jóel Magnússon,
málarameistari, Hafnarfirði og
kona hans María Albertsdóttir.
Systur Kristins eru Steinunn
María, f. 23. apríl 1952 og
Svava Björk, f. 25. janúar
1957.
Kristinn kvæntist 1974
Gunnhildi Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur frá Grindavík, þau
skildu. Börn Kristins eru;
Hildur Sigrún, f. 2. desember
1972, gift Pétri Lentz, þau
visst úti á sjó fyrir tímaritið
Sjávarfréttir sem þá var gefið
út og var forveri Fiskifrétta.
Um árabil bjó Kristinn í
Grindavík þar sem hann starf-
aði við verkstjórn í salt-
fiskverkun auk þess sem hann
stundaði sjómennsku í nokkur
ár. Hann var framkvæmda-
stjóri Bláa lónsins um tíma.
Undanfarin ár vann hann í
blaðamennsku og ljósmyndun í
sjávarútveginum, ritstýrði m.a.
Sjómannadagsblaði Grindavík-
ur sem er um 100 síðna mynd-
arlegt blað en það var eitt af
síðustu verkum Kristins að
koma blaðinu fyrir árið 2012 í
prentun og fékk að sjá það líta
dagsins ljós á sjómannadaginn.
Kristinn var mjög öflugur í fé-
lagsstarfi, starfaði m.a. með
Sjálfstæðisflokknum í Grinda-
vík, Lions og JC-Grindavík en
hann var einn af stofnendum
þar. Hann tók líka þátt í
mörgum af uppákomum
Grindavíkurbæjar með sínu
vinnuframlagi s.s. dagskrá
„Sjóarans síkáta“ o.m.fl. Eftir
Kristin liggur aragrúi mynda
og hefur hann haldið fjölda
ljósmyndasýninga um allt land
og þá fyrst og fremst með
myndum frá sjómennsku og
landvinnslu á fiski. Síðasta
sýning Kristins var opnuð sl.
sjómannadag í Víkinni – Sjó-
minjasafni Reykjavíkur.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði í dag, 4. júlí 2012, kl.
15.
eiga tvö börn;
Rakel, f. 19. apríl
1973, hún á einn
son; Svala, f. 10.
júlí 1976, sam-
býlismaður hennar
er Baldur Knúts-
son, þau eiga þrjá
syni; Jóel, f. 25.
nóvember 1977,
kvæntur Lindu
Þóru Grétars-
dóttur, þau eiga
einn son, fyrir á Linda tvær
dætur.
Kristinn ólst upp í Hafn-
arfirði. Hann stundaði nám hjá
Þóri Óskarssyni ljósmyndara í
Reykjavík á árunum 1966-
1970. Samhliða náminu starf-
aði hann hjá Morgunblaðinu
undir handleiðslu Ólafs K.
Magnússonar ljósmyndara. Að
námi loknu var Kristinn fast-
ráðinn ljósmyndari Morg-
unblaðsins til 1975 en þá fór
hann til frekara náms í faginu
í Bandaríkjunum. Á árunum
1976-1979 starfaði Kristinn
sem ljósmyndari og blaðamað-
ur fyrir tímaritið Sjávarfréttir
og einnig starfaði hann sem
fréttaritari Morgunblaðsins í
Grindavík á níunda áratug síð-
ustu aldar. Árið 1976 fór
Kristinn að taka myndir mark-
Hjarta mitt er uppljómað af
kærleik og visku. Faðir minn,
þú varst hugsjónamaður, bar-
áttumaður og mikill listamaður.
Við vorum ekki bara lík í útliti.
Áhugamál og störf okkar sam-
einuðu okkur undanfarinn ára-
tug. Samskipti okkar lituðust af
kærleik, gagnkvæmri virðingu
og skilningi. Ég var ekki lengur
barn í leit að föður mínum og
viðurkenningu. Í núinu vorum
við jafningjar og vinir. Ég er
þakklát fyrir þær stundir sem
við áttum saman; löngu sam-
tölin, leikhúsferðirnar og alla
samvinnuna.
Það var erfitt að sjá þig mik-
ið veikan. Þú kvartaðir aldrei
og kunnir að lifa fyrir núver-
andi stund. Þú fagnaðir öllum
verkefnum sem á veg þinn féllu
og varst alls ekki á förum. Það
var hreint ótrúlegt að sjá hvað
þú varst duglegur, kjarkaður
og sterkur. Þögull og æðrulaus
beiðst þú lífsins handan dauð-
ans, pabbi minn. Þú varst sann-
færður um kærleikann sem
beið þín. Ég er þakklát fyrir að
hafa getað kvatt þig í sátt.
„Pabbi, ég er að koma til
þín!“ símtalið var stutt og þú
sóttir mig heim. Ég var átta
ára. Huggunar leita ég í minn-
ingum okkar. Þornaðir farvegir
tára toga í brosið sem fæðist
yfir gleðinni og þakklætinu að
þú þjáist ekki lengur. Við mun-
um hittast á ný því ég veit að
þú munt halda loforð þitt. Guð
styrki alla fjölskyldu okkar og
vini á þessum tímamótum!
Þú verður alltaf elsku pabbi
minn.
Rakel.
Elsku besti pabbi minn, nú
hefur þú kvatt okkur.
Minning um þig lifir í ljós-
myndum. En ég á frábærar
æskuminningar um þig sem
ekki koma fram á ljósmyndum.
Þú sem vildir allt fyrir mig
gera og fékk ég alltaf að vera
með þér og taka þátt í því sem
þú varst að gera.
Man svo vel allar ferðirnar
inn á Morgunblaðið, sem þá var
við Aðalstræti, eftir körfubolta-
leiki hjá Grindavík seint um
kvöld, því fréttin varð að ná
blaðinu daginn eftir. Og á heim-
leiðinni ræddum við um öll
heimsins mál og þú lagðir fyrir
mig lífsreglurnar og gildin. Oft
í þessum heimferðum var ég yf-
irbugaður af þreytu og fékk ég
að leggjast með höfuðið í kjöltu
þína og þú straukst á mér ljós-
hærða kollinn til svefns.
Man svo vel Skotlandsferð-
ina okkar saman, þar sem
Mogginn vildi að þú færir að
fylgja eftir frétt um svikamál í
viðskiptum með fisk og auðvit-
að fékk ég að fara með þá um
10 ára gamall. Í þeirri ferð var
þér svo umhugað um fréttina
að gisting var aukaatriði. Enda
kom á daginn seint um kvöld
þegar vinnudegi var lokið að þá
átti að fara að reyna að útvega
gistingu. Eina hótelið á stóru
svæði í Norður-Skotlandi neit-
aði okkur um gistingu og þú
sagðir bara: „við gistum bara í
bílnum, þetta verður ekkert
mál“. Þetta voru svo kjörorð
þín í mínu uppeldi „þetta er
ekkert mál, við reddum þessu“.
En hótelstjórinn sá aumur á
okkur og skaut yfir okkur gist-
ingu heima hjá sér. Þetta er
ferð sem ég mun aldrei gleyma.
Man svo vel þegar við bekkj-
arsystkinin í 10. bekk í Grunn-
skóla Grindavíkur vorum svikin
um útskriftarferð og þú sættir
þig ekki við það heldur fékkst
annað foreldri með þér í lið,
pantaðir rútu og skipulagðir
ferðina á 10 mínútum, svo var
bara farið af stað – ógleyman-
legur dagur og tala fyrrverandi
bekkjarfélagar mínir enn um
þennan dag og hvernig þú
bjargaðir honum.
Man svo vel þegar þú varst á
sjónum og hve erfitt var að
vera án þín. Eitt skipti vildi ég
koma með í túr og fékk að fara
með auðvitað. Ég hef aldrei
upplifað annan eins hrylling og
í þessa 10 daga úti á sjó, greini-
legt að sjómannseiginleikar
voru ekki innra með mér. En
þú stóðst við hliðina á mér og
við bakið á mér og hjúkraðir
mér á milli þess sem þú þurftir
að sinna þínum skyldum og í
raun hélst mér á lífi.
Man svo vel þegar þú vannst
í Hópsnesi í Grindavík. Þar ólst
ég upp og alltaf fékk ég að
sniglast í kringum þig þar. Þú
lést mig alltaf fá skemmtileg-
ustu verkefnin eins og t.d. að
hjálpa Viggó heitnum í mót-
tökunni að moka síldinni á færi-
bandið eða að hjálpa frænkum
mínum með að raða síldinni í
botninn á tunnunum.
Elsku pabbi minn, þetta er
bara brot af þeim minningum
sem ég á um okkur saman sem
ég mun varðveita um ókomna
tíð. Þegar ég hugsa til baka þá
myndi ég óska þess að öll börn
gætu átt svona pabba eins og
ég átti.
Hvíl í friði elsku besti pabbi í
heimi, þinn sonur
Jóel.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku tengdapabbi minn og
afi okkar, við kveðjum þig með
þakklæti, virðingu og hlýju í
hjarta okkar, fyrir allar minn-
ingarnar okkar saman. Öll jólin
í bústaðnum sem okkur þótti
svo gott að vera með þér og
sama hversu veikur þú varst
eða þreyttur mættir þú, tókst
ekki annað í mál eins að fara í
jólamessu í Skálholti á jóladag
þar sem þú dottaðir oftast.
Eins varst þú ávallt mættur að
taka myndir af flestum dans-
mótum hjá Jóel Þór og það er
ómetanlegt að eiga þessar
myndir í dag. Þú varst alltaf
boðinn og búinn að leggja það á
þig að mæta þó heilsan hafi
ekki verið góð og aldrei tókstu í
mál að ég mætti hjálpa þér að
bera ljósmyndatöskuna þína.
Þú varst svo mikill eljumaður
og ósérhlífinn, duglegur og
hlýr, mér þótti það ómetanlegt
að fá að hlúa að þér, vaka yfir
þér og annast þig síðustu dag-
ana þína með þínu yndislega
fólki þar til yfir lauk. Þú barð-
ist hetjulega allan tímann en
núna ertu búinn að fá hvíldina
og er þjáningunni þinni lokið.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Guð blessi þig, kallinn minn.
Þín tengdadóttir,
Linda Þóra og afabörnin.
Kveiktu þessari kolu á
kvölda þegar fer,
og minningarnar minna þá
á margt, sem yljar þér.
Lát svo streyma um þanka þinn
þær fögru minningar.
Þær orna munu þér enn um sinn
allar, svo frábærar.
(Þorgeir Ibsen)
Bróðir minn er fallinn frá
langt fyrir aldur fram, í átta ár
barðist hann hetjulega við
krabbameinið sem hefur nú
lagt hann að velli.
Minningarnar streyma fram
eins og myndir á tjaldi, myndir
frá bernskuárunum eru fyrir-
ferðarmiklar, um stóra bróður
sem lét sér mjög annt um syst-
ur sína.
Mín fyrsta bernskuminning
er þar sem við kútveltumst á
eldhúsgólfinu heima í Fögruk-
inn, hann var reiðhesturinn
minn og ég hafði oltið af baki
og æpti upp „þú ert að (d)repa
mig“, svo var orgað, síðan hleg-
ið, svo var aftur stigið á bak og
þeyst um eldhúsgólfið.
Hann var leiðtogi, við lékum
okkur saman í bófaleikjum,
boltaleikjum, bílaleikjum og
fleirum hefðbundnum strákal-
eikjum því það var bara þannig
að ef mig langaði að vera með í
leikjunum hans var ekki nema
sjálfsagt að ég fengi að vera
með, hann tilkynnti bara vinum
sínum að ef ég fengi ekki að
vera með þá gæti hann ekki
leikið við þá og alltaf fékk ég að
vera með í öllum leikjunum.
Það voru forréttindi að eiga
hann fyrir stóra bróður enda
öfunduðu vinkonur mínar mig
af honum. Hann lánaði mér dót-
ið sitt og bækurnar sínar, hann
átti frábærar bækur; Ævintýra-
bækurnar, Dularfullubækurnar
og Fimmbækurnar eftir Enid
Blyton, bækurnar um Árna í
Hraungerði eftir Ármann Kr.
Einarsson o.fl., hann var enn að
lána mér bækur nokkrum dög-
um fyrir andlát sitt.
Aldrei kvartaði hann eða am-
aðist við mér þótt ég væri að
gramsa í herberginu hans en
þar fann ég margan fjársjóðinn
því hann var mikill safnari,
safnaði m.a. frímerkjum og úr-
klippum, hann klippti úr Morg-
unblaðinu skrýtlur, myndirnar
eftir Sigmund og teiknimynda-
sögur sem hann límdi snyrti-
lega inn í gamlar stílabækur,
það var mikið ævintýri að fletta
þessum bókum og ég fletti þeim
aftur og aftur.
Á haustin beið ég spennt eft-
ir að stóri bróðir kæmi heim úr
sveitinni því þá héldu ævintýrin
áfram.
Það voru forréttindi að sitja í
horninu í myrkrakompunni
þegar hann var að framkalla og
kópera myndirnar sínar, sjá
hvernig útlínur ljósmyndarinn-
ar byrjuðu að myndast á papp-
írnum og smám saman sjá
myndina fullgerast og hann að
lýsa fyrir mig þessum undrum.
Ég kynntist nýju byltingunni
í tónlist í gegnum hann, Bítl-
arnir, Rolling Stones, Kinks
o.fl. Á leið úr vinnu kom hann
við í Vesturveri, keypti nýjustu
plötuna hverju sinni og ég spil-
aði á ferðagrammófóninn hans
eins oft og ég vildi, hann var
alæta á tónlist og ég naut góðs
af. Hann sá til þess að ég fengi
miða á tónleika með útlensku
hljómsveitunum sem komu til
landsins, Kinks, Led Zeppelin
o.fl. Minningarbrotin eru ótelj-
andi.
Í veikindum hans rifjuðum
við oft upp þessa tíma, hlógum
og skemmtum okkur yfir þess-
um góðu æskuminningum, þá
gat ég sagt honum hversu dýr-
mætar allar þessar minningar
væru mér.
Elsku bróðir,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þín systir,
Steinunn.
Kristinn minn, Guð er í öllu
sem lifir. Andi þinn yfirgaf
jarðlíkamann og allar þjáningar
hans. Þú lifir áfram og Guð
sendi þér kærleiksveru til að
leiða þig inn í ljósið. Ég veit
það af því ég bað hann um það.
Á himnum er haldin veizla til
að bjóða þig velkominn í enda-
lausan kærleika. Þig þarf ekki
lengur að hugga eða styrkja, þú
ert himnanna barn.
Foreldrar þínir, Þórdís og
Benedikt, hafa það erfiða verk-
efni að kveðja þig, fallega,
sterka, elsku drenginn sinn.
Þau fagna að veikindum þínum
er lokið, en réttara væri að hafa
þig hér áfram, hraustan og á
fullu í list þinni. Tíminn er á
milli okkar, en Guð ræður. Sú
stund kemur að við skiljum af
hverju foreldrar þurfa að sjá á
eftir barni sínu. Þar til bregður
þér fyrir í snöggum svipbrigð-
um foreldra þinna og ættingja.
Lítill gutti á bak við brosin og
glæsimenni bak við stoltið í
röddum þeirra. Stundum stutt í
hláturinn yfir þrjózku þinni,
óendanlegum dugnaði og bar-
áttuvilja. Guð geymi foreldra
þína og systur, Steinunni og
Svövu. Þeim þótti undur vænt
um þig, bróður sinn.
Þú lifir áfram hér, í börn-
unum þínum og barnabörnum.
Rakel, dóttir okkar, hefur sama
dugnað og baráttuvilja og þú.
Hún ber svipbrigðin þín og fal-
legu brúnu augun þín. Hún sér
þig líka í Jöklinum sínum og við
munum segja honum frá afa
sínum með virðingu og elsku.
Myndirnar þínar munu auka
ímyndunaraflið og gefa barna-
börnunum ástæðu til að spyrja
og hugsa um afa sinn.
Börnin þín, Rakel, Svala,
Sigrún og Jóel, missa þig of
fljótt. Ég veit að þú elskar þau
öll, þótt þú ættir kannski erfitt
með að tjá það. Þau eru öll ein-
staklega falleg og vel gerðir
einstaklingar. Guð gefi þeim
öllum styrk og fallegar minn-
ingar um þig.
Góða ferð heim, elsku vinur.
Bergný H.
Guðmundsdóttir.
Brennandi áhugi á lifandi
flutningi popptónlistar leiddi
okkur Kristin saman fyrir
nærri 45 árum. Hann vildi
fanga innlifun tónlistarmann-
anna á mynd; ég vildi skrifa um
frammistöðu þeirra. Morgun-
blaðið varð samstarfsvettvang-
ur okkar næstu árin. Við vörð-
um fjölmörgum kvöldum saman
á tónleikum, dansleikjum og
öðrum viðburðum og síðan í
myrkrakompunni þar sem
Kristinn fínpússaði myndirnar,
dró fram það sem skipti máli.
Þarna stofnaðist traust vinátta
sem síðar leiddi til mikilvæg-
ustu ákvörðunar lífs míns.
Kristinn var hugmyndaríkur
og fylginn sér, dreif í að fram-
kvæma það sem hugur hans
stóð til. Ég var um sumt ólíkur
honum, varfærnari og þurfti að
hugsa mig lengur um. Þessir
eiginleikar okkar nýttust vel í
poppumfjöllun; hann var fljótur
að grípa tækifærin, smella af á
réttu augnabliki, en ég fékk
lengri tíma til að pæla, greina
og koma orðum að því sem fyr-
ir augu og eyru bar.
Minnisstæðar eru ferðir okk-
ar út á land á popphátíðir,
sveitaböll og í almenna frétta-
öflun. Í einni ferðinni leiddi
Kristinn mig til vinafólks í
Svarfaðardal þar sem hann
hafði verið í sveit á sumrin og
þar fann ég glöggt hve vin-
margur og vinsæll hann var,
enda átti hann afar auðvelt með
að ná til fólks, glaðvær að
eðlisfari, hjartahlýr og bjart-
sýnn.
Á þessum árum vann
menntaskólastúlka í afleysing-
um sem símadama á ritstjórn
Morgunblaðsins og á meðan
filmur voru í framköllun settist
Kristinn gjarnan hjá henni og
ræddi málin. Þegar færi gafst
reyndi hann að vekja athygli
hennar á mér, fór um mig fögr-
um orðum – en sagði mér ekk-
ert frá þessum tilraunum. Með
sama hætti sætti hann lagi til
að beina athygli minni að stúlk-
unni og hvatti mig til að bjóða
henni á árshátíð Moggans sem
var framundan. Feimnin hrjáði
mig, en Kristinn gafst ekki upp
og á endanum steig ég skrefið,
hringdi í stúlkuna fyrir hans
áeggjan – og hún þáði boðið.
Þetta skot ljósmyndarans
hitti í mark og við Lilja Jón-
asdóttir höfum nú verið gift í
rúm 40 ár. Hann fylgdi hjú-
skaparmiðluninni vel eftir, tók
myndir í brúðkaupi okkar og
við ýmis tækifæri næstu árin.
Við eigum Kristni mikið að
þakka og sem betur fer nýttum
við margar samverustundir
undanfarin ár til að þakka hon-
um.
Við Kristinn létum af störf-
um hjá Morgunblaðinu um líkt
leyti á áttunda áratugnum, fór-
um í ólíkar áttir og leiðir lágu
sjaldan saman. Fyrir nokkrum
árum mættust þau Lilja á
krabbameinsdeildinni og hann
naut umönnunar hennar í erf-
iðri glímu við sjúkdóminn.
Þarna voru vinatengslin end-
urvakin, eitt leiddi af öðru og
fyrir ári ákváðum við Kristinn
að vinna saman að útgáfu ljós-
myndabókar um popptónlist ár-
anna 1967-1975 með eftirminni-
legum myndum hans og
frásögnum mínum. Gerð bók-
arinnar er komin vel á veg,
þökk sé eljusemi Kristins. Hon-
um var kappsmál að bókin yrði
gefin út, en honum entist ekki
aldur til að sjá þann draum
rætast. Það kemur í minn hlut
að ljúka verkinu og það er mér
huggun að geta þannig þakkað
Kristni með verðugum hætti
fyrir ánægjulegt og árangurs-
ríkt samstarf og fyrir einstakt
framlag til lífshamingju minn-
ar.
Stefán Halldórsson.
Fallinn er frá eftir hetjulega
baráttu Kristinn Benediktsson
ljósmyndari og blaðamaður.
Kristinn var sjálfstæðismaður
og starfaði með Sjálfstæðis-
félaginu í Grindavík. Hann var
félaginu styrk stoð í útgáfumál-
um hvort heldur í ritstörfum
eða ljósmyndun og átti hann
stóran þátt í allri útgáfu félags-
ins síðustu árin, ritstýrði m.a.
tímariti félagsins Hrungnir.
Kristinn var á lista Sjálfstæð-
isfélagsins í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum og var um
árabil í ritnefndinni. Hann var
bóngóður maður og ávallt gott
að leita til hans þegar eitthvað
stóð til hjá félaginu. Sjálfstæð-
ismenn þakka Kristni Bene-
diktssyni samfylgdina og minn-
ast hans með mikilli virðingu,
hans er sárt saknað í Grinda-
vík. Aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd stjórnar Sjálf-
stæðisfélags Grindavíkur,
Kristín Gísladóttir.
Kristinn Helgi
Benediktsson
HINSTA KVEÐJA
Guð geymi þig afi minn.
Það var alltaf nóg af
kossum og knúsum, Pepsi
og myndum, mat og
skemmtun, brosi og brönd-
urum, fótboltadóti og gleði.
Þinn afastrákur,
Jóel Þór.
Fleiri minningargreinar
um Kristinn Helga Benedikts-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.