Morgunblaðið - 04.07.2012, Side 24

Morgunblaðið - 04.07.2012, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 ✝ RagnheiðurSigrún Sörla- dóttir fæddist á Kirkjubóli í Val- þjófsdal í Önund- arfirði 16. júlí 1945. Hún lést úr krabba- meini á Landspít- alanum við Hring- braut 24. júní 2012. Ragnheiður var dóttir Sörla Ágústs- sonar, f. 1910, d. 1988, frá Kjós í Árneshreppi á Ströndum og Sigurbjargar Guð- mundsdóttur, f. 1911, d. 1975, frá Bæ í Trékyllisvík á Ströndum. Systkini Ragnheiðar eru Jóna Sörladóttir, f. 1931, d. 1998. Ás- dís Sörladóttir, f. 1932. Guðríður Björg Sörladóttir, f. 1937, d. 2001. Erna Sörladóttir, f. 1938. Ágúst Sörlason, f. 1939, d. 2002. Guðmundur Sörlason, f. 1941, d. 2002. Kristín Sörladóttir, 1947. Ragnheiður kvæntist Einari Ólafsyni þann 29. maí 1965. For- eldrar hans voru Ólafur Frið- bertsson, f. 1910, d. 1972, og Guð- rún Sigríður Valdimarsdóttir, f. 1913, d. 2001. Börn Ragnheiðar og Einars eru 1) Álfheiður, f. b) Ásmundur Arnar, f. 2001. c) Elísabet, f. 2002. Ragnheiður ólst upp á Kirkju- bóli í Valþjófsdal til átta ára ald- urs. Foreldrar Ragnheiðar skilja 1953 og eftir það býr Ragnheiður ýmist hjá systrum sínum eða móður í Reykjavík, á Flateyri og Suðureyri. Þegar hún er fjórtán ára flytur hún ásamt móður sinni til Suðureyrar. Hún kynnist eig- inmanni sínum á Suðureyri og búa þau þar til ársins 1982. Hún tók virkan þátt í athafnalífi stað- arins á þessum árum ásamt eig- inmanni sínum. Þau sáu meðal annars um rekstur á harðfisk- verkun þar sem Ragnheiður gekk í öll störf. Fluttu til Reykja- víkur ásamt fjölskyldu sinni 1982 og gerist eigandi tveggja sport- vöruverslana sem hún rak ásamt eiginmanni sínum til 1990. Þau fara aftur í útgerð og Ragnheið- ur stóð alltaf við hlið Einars og gekk í þau störf sem ganga þurfti í eins og eldamennsku, beita, flaka, þrífa og fara á skak. Ragn- heiður var mikil fjölskyldumann- eskja og elskaði að vera með stórfjölskyldunni í útilegum, berjaferðum og veiði. Hún var í útileguhópi sem nefnist Eitt gott klapp og einnig í gönguhópi með vöskum vestfirskum konum sem henni þótti mjög vænt um. Útför Ragnheiðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1962 grunnskóla- kennari, sambýlis- maður hennar er Odd Stefán Þór- isson, f. 1960, ljós- myndari. Börn Álf- heiðar af fyrra hjónabandi með Sveinbirni Sigurðs- syni eru: a) Sig- urður Einar, f. 1980. b) Telma f. 1985, sambýlismaður hennar er Helgi Hrafn Þorláks- son, f. 1982. Dætur þeirra eru Helena, f. 2008 og Heiða Kristín, f. 2012. c) Kolbeinn f. 1989, sam- býliskona Yrsa Guðrún Þorvalds- dóttir f. 1990. 2) Kristín f. 1966, bókari, maki Sigurður Krist- jánsson, f. 1964, rafmagnstækni- fræðingur. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 1988. b) Hart- mann Helgi, f. 1995. c) Guðrún Sigríður, f. 2000. 3) Ólafur Frið- bert, f. 1973, skipstjóri og út- gerðarmaður, maki Henný Ása Ásmundsdóttir, f. 1976, hönn- uður. Barn af fyrra hjónabandi með Guðnýju Þorsteinsdóttur er a) Friðbert Þór, f. 1994. Börn Ólafs Friðberts og Hennýjar eru: Elsku mamma. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku mamma. Þú varst búin að eiga erfiðar stundir frá því að þú misstir pabba fyrir rúmu ári síðan og greindist síðan með krabba- mein fljótlega eftir þennan sára missi. Það er búið að vera erfitt að horfa á þig verða veikari með degi hverjum. Það var okkur mikil lífs- reynsla að sitja með þér síðustu klukkutímana þar sem þú kvaddir okkur með reisn og baðst okkur að halda áfram að styðja hvert annað. Á dánarbeðinum varst þú að hugsa um alla aðra en þig sjálfa og kvaddir ástvini þína með hug- hreystandi orðum. Við erum þakklát Guði fyrir að hafa fengið að eiga þig sem mömmu, móðir sem hugsaði vel um okkur allt þitt líf. Þú settir þig alltaf til hliðar til að sinna fólkinu í kringum ,þú varst aldrei í fyrsta sæti. Þú með þinni stökustu ró og hógværð gerðir okkur yndislegt heimili sem var ljúft að alast upp á. Þú varst góður uppalandi og sýndir okkur gott fordæmi bæði í orðum og verki. Þegar við systur sátum undir uppeldismenntun okkar í KHÍ var okkur oft litið hvor á aðra þegar hinar ýmsu uppeldisaðferðir voru kynntar. Það var gott að upplifa, að þú kunnir allar þessar góðu aðferðir og hafðir nýtt þær í að ala okkur upp án þess að þú hefðir verið bú- in að fræðast eitthvað sérstaklega um þær í einhverjum fræðibók- um. Mamma mín, þú varst ís- lenska móðirin sem vissi svo margt og kunnir svo margt. Það rifjast upp fyrir okkur hvað þú varst alltaf snaggaraleg í hreyfingum allt fram á síðasta dag þar sem við reyndum að fá þig til að ganga rólega og ekki rjúka af stað. Þannig sjáum við þig í Draumalandinu hlaupandi um eins og smástelpa með pabba. Þú varst alltaf svo ungleg og falleg kona og hugsaðir vel um útlitið. Neglurnar þínar voru alltaf full- komnar hvort sem þú varst að fara á þorrablót Súgfirðinga eða í beitingaskúrinn. Þú, þessi fallega kona, varst ekki að víla það fyrir þér að beita, flaka fisk, fara á skak með pabba eða aðstoða okkur við byggingarvinnu. Síðasta sumar varst þú farin að keyra með stóra hjólhýsið þitt í útilegur eins og ekkert væri. Það er ekki hægt annað en að vera stolt af þér elsku mamma mín. Útileguferðirnar, veiðiferðirn- ar, berjaferðirnar, kræklinga- ferðirnar með þér og pabba í gegnum allt okkar líf verða tóm- legar og ykkar pabba verður sárt saknað. Þú baðst okkur á dánar- beðinum að hlúa vel að stórfjöl- skyldunni og við ætlum að gera okkar besta til að halda í þessar góðu hefð ykkar með því að halda áfram að fara í þessar föstu ferðir eins og til berja og að tína kræk- ling. Mamma mín, það er sárt að kveðja þig en gott að vita af þér í örmum pabba. Minning þín mun lifa með okkur öllum og veita okk- ur styrk og hlýju þar til við hittum þig á ný. Álfheiður, Kristín og Ólafur Friðbert. Elsku Ragga mín, nú hefur þú yfirgefið okkur alltof snemma, alltof ung. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða síðustu dögunum með þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og þakkað fyrir mig. Þú kenndir mér margt. Þú kennd- ir mér tveggja manna kapal og sátum við tvær oft við eldhúsborð- ið í Stararimanum að spila. Þú kenndir mér hvernig átti að með- höndla nýja potta og ýmislegt fleira nytsamlegt. Meiri að segja lærði ég eitthvað nýtt hjá þér síð- ustu daga þína. Þú réttir mér hníf og poka og baðst mig um að fara út í garð að tína rabbabara sem ég gæti svo gert sultu eða dásamlega köku úr. Ég hafði aldrei tínt rab- babara áður og var of stolt til að spurja hvernig ætti að gera það. Svo ég skar bara rabbabarann neðst með hnífnum, hélt auðvitað að ræturnar ættu að vera eftir fyrir næstu uppskeru. Næsta dag röltir þú með mér út í garð með göngugrindina og sýndir mér hvernig á að gera þetta, takk fyrir það, Ragga mín. Ég er þakklát fyrir svo margt. Fyrir alla hjálpina sem þú veittir okkur með börnin og hundinn. Fyrir alla hjálp við framkvæmdir okkar í gegnum árin. Fyrir allar veiðiferðirnar sem við fórum sam- an í, allar útilegurnar, ferðina til Ítalíu, öll matarboðin og tímann sem við eyddum saman um hátíð- ir. Allan hláturinn, sögurnar og góðu ráðin. Þegar ég hugsa til alls þessa kemur bros á vör og mér hlýnar í hjartanu. Það er erfitt að hafa þig ekki lengur hjá okkur en ég veit að þér líður vel í faðmi tengdapabba, hann er búinn að vera að bíða eftir þér. Þú ert ef- laust að spyrja hann núna hvort hann ætli virkilega að vera í þess- um buxum. Ég kveð þig sátt en með mikla sorg í hjarta. Ég veit að nú líður þér betur og þú munt vaka yfir okkur um ókomin ár. Elsku tengdamóðir mín, hvíl í friði. Henný Ása Ásmundsdóttir. Nú er hún farin á vit forfeðr- anna, hún Ragga tengdamamma sem varð að láta í minni pokann fyrir krabbanum, eftir hetjulega baráttu. Nú eru þau saman á ný hjónakornin, það var henni þung- bært að missa hann Einar enda gerðu þau allt saman og hún jafn- aði sig aldrei almennilega eftir þann missi. Það er margs að minnast og margar gleðistundir að þakka fyr- ir. Ég hitti Röggu fyrst sumarið 1984, þegar ég var nýbúinn að kynnast henni Kristínu minni. Hún tók mér strax vel og reyndist mér ávallt vel. Hún var mikil og góð húsmóðir, einstaklega góð mamma, sérstak- lega góður bakari og einstök í sósu- og matargerð. Það var ekki ósjaldan sem Kristín hringdi í mömmu sína að fá ráð þegar sós- an bragðaðist ekki nógu vel eða eitthvað var ekki eins og það átti að vera og alltaf átti Ragga ráð. Ég og mín fjölskylda nutum góðs af því að búa í sömu götu og tengdó, það var mikill samgangur og oft skroppið yfir götuna í kaffi- sopa. Alltaf var kaffið hjá henni Röggu best hún hellti líka alltaf uppá á gamla mátann, með trekt og sauð vatnið í katli. Oft bað hún mig um smá viðvik ef eitthvað þurfti að laga eða festa upp á vegg, svo fékk ég kaffi og smá spjall að launum. Hún var afskaplega stolt af börnum sínum og vildi allt fyrir þau gera. Hún setti alltaf aðra í forgang, vildi ekki vera til trafala. Síðustu mánuðina var hún meira og minna hjá okkur Kristínu. Hún vildi alltaf hjálpa til að ganga frá eftir matinn og elda jafnvel þó hún væri sárkvalin í annarri hend- inni og gæti ekkert beitt henni, þá notaði hún bara vinstri og sagði að þetta hlyti að fara að lagast. Kom svo á daginn að hún var hand- leggsbrotin og var búin að vera það í einhvern tíma, þvílík harka. Ragga og Einar höfðu svo gam- an af því að hafa fjölskylduna í kringum sig. Við ferðuðumst mik- ið með þeim í útilegur og veiði- ferðir og stöku sólarlandferðir, þau voru skemmtilegir ferða- félagar. Helst vildu þau hafa öll börnin og barnabörnin með sér í ferðalögin. Alltaf safnaðist fólk í kringum þau og mikið var hlegið og mikið drukkið af kaffinu henn- ar Röggu og Einar sagði sögur. Þegar sögurnar urðu full ótrú- verðugar litu allir á Röggu til að fá staðfestingu hvort þetta væri satt, því hún gat ekki logið. Alltaf var hún Ragga glöð og létt í lund, hló svo smitandi hlátri að þegar hún byrjaði að hlægja lágu fljót- lega allir í hláturskasti án þess að vita nokkuð um upphafið en það skipti ekki máli, það leið öllum svo vel á eftir. Það verður erfitt fyrir börnin mín sem og okkur hjónin að venj- ast því að geta ekki skroppið yfir götuna í kaffi. Ég á eftir að sakna Röggu sárlega en ég á margar góðar minningar til gleðjast yfir. Hún gaf mér, Kristínu og börn- unum svo mikið. Sigurður. Elsku amma Ragga, við vonum að þér líði betur núna og sért með afa á fallegum stað. Við eigum ófáar minningar um þig. Það er umtalað að konurnar í fjölskyldunni séu ökufantar og teljum við að það komi frá ömmu, afi þorði sjaldan að sitja í bílnum þegar amma keyrði, ef það kom fyrir þá ríghélt hann sér í og bað til guðs alla ferðina. Besta sagan af henni að keyra er þegar hún var að keyra á Sæbrautinni og komst ekki framúr gömlum kalli með hatt, sem hún alveg fussaði á um leið og hún keyrði framhjá, en þá var gamli kallinn með hattinn afi á vinnubílnum. Amma var þessi týpíska amma, sá alltaf til þess að enginn færi frá henni nema vera búinn að borða og helst það mikið að maður valt út með bumbuna út í loft. Hún hugsaði ávallt fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sjálfan sig jafnvel þegar við fengum að kveðja hana. Þá var hún að hughreysta okkur og segja okkur að hlutirnir verði allt í lagi. „Haldið áfram að lifa líf- inu og njóta þess, vera góð við hvert annað“ voru hennar hinstu orð til okkar. Fiskisúpan hennar er besta súpa sem til er, þegar við hugsum um jólin þá er það fiski- súpan hennar ömmu sem við hlökkuðum mest til að borða. Hún kenndi okkur vinnusemi, hún var sú sem alltaf var duglegust að vinna, algjör vinnuþjarkur. Það sem við munum sakna mikils er að þegar maður sagði eitthvað skemmtilegt eða fyndið þá hló hún alltaf alveg sama þó enginn annar hló. Maður gat alltaf treyst á hana, hún var alltaf í okkar liði sama hvað, nema þegar maður var að spila á móti henni, þá tók keppnisskapið hennar við og var hún ansi snjöll í flestum spilum. Hún var alltaf tilbúin að spila við okkur og kenna okkur ný spil. Við elskum þig amma og mun- um alltaf hafa þig í hjarta okkar, við munum sakna þín rosalega, að fá ekki að faðma þig, segja þér leyndarmál vitandi að þú kjaftaðir aldrei frá, borða góða matinn þinn, þá sérstaklega fiskisúpuna og brúnu sósuna, spila við þig, fara með þér í veiðiferðir og úti- legur. Við vorum svo heppin að fá að gera alla þessa skemmtilegu og frábæru hluti með þér öll þessi ár og munum við sakna þess mikils. Elsku amma, við vitum að þú og afi eru saman á ný því þið voruð samrýmdustu hjón sem við þekkt- um. Blessuð sé minning þín. Sigurður Einar, Telma, Kolbeinn og makar. Elsku amma. Það var klofið stórt skarð í fjöl- skylduna þegar þú fórst frá okk- ur, skarð sem verður aldrei fyllt nema að hluta til með minning- unum sem við eigum um þig. Ég kem til með að minnast þín með þeirri hlýju og væntumþykju sem ég fékk alltaf frá þér. Mér finnst ég svo einstaklega lánsöm að þið afi hafið búið hinum megin við götuna því það var sama hvað það var, það var alltaf hægt að treysta á að koma að opnum dyrum hjá ykkur, hvort sem það var matur sem mann vantaði eða bara spjall. Heimilið þitt var alltaf fullt af væntumþykju og mér fannst allt- af jafn gott að koma í heimsókn til ykkar. Allar ferðirnar sem við fórum í skipa stóran hluta af minningun- um sem ég á um þig, hvort sem það voru veiði-, berja- eða útilegu- ferðir. Alltaf voruð þið með. Þær verða ekki samar án ykkar og þá sérstaklega ekki án þín elsku amma sem gafst mér svo margfalt meira en bara nafnið mitt. Best af öllu fannst mér að sjá ástina á milli ykkar afa, sama hversu mikið þú nöldraðir í hon- um skein hún alltaf í gegn. Það var líka ótrúlega erfitt að sjá hversu mikið það tók á þig þegar afi fór en verandi kjarnakonan sem þú varst þá tókstu á því með þeim styrk og yfirvegun sem ein- kenndi þig. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja ykkur afa með svona stuttu millibili en það veitir mér þó ró í hjarta að þið séuð sam- an á ný. Það kemur til með að taka tíma að venjast tilhugsuninni um að þú sért ekki bara á leiðinni yfir göt- una til að hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Ég veit að við höf- um styrkinn í að takast á við þetta, því það er styrkurinn sem við höfum frá þér. Ég veit að Hartmann og Gunna Sigga koma til með sakna þín sárt. Þín dótturdóttir, Ragnheiður. Kæra mágkona og vinkona. 50 ár er langur tími að eiga samleið. Við kynntumst þegar ég kom 18 ára gömul vestur til Súg- andafjarðar. Þú snaggaraleg og falleg giftist frænda mínum og ég bróður þínum. Það hefur aldrei borið skugga á þann vinskap. Þið hjónin voruð einstaklega gestrisin og góð heim að sækja enda var alltaf gestkvæmt hjá ykkur. Einar sá um stríðnina og fyndnina en þú hlóst og barst kræsingar á borð. Samvera okkar síðustu árin í gönguklúbbnum þar sem var gengið, talað og hlegið og ekki síst ferðirnar til Austurríkis og Rugen geyma dýrmætar minningar. Elsku Ragga mín, svo sterk og hugrökk alla þessa erfiðu mánuði. Þakka þér fyrir ótal margar góðar stundir í gegnum árin. Elskulegum börnum þínum Álfheiði, Kristínu, Ólafi Friðbert og fjölskyldum ykkar vil ég votta einlæga samúð mína og bið guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Ingibjörg Friðbertsdóttir. Ragnheiður Sigrún Sörladóttir HINSTA KVEÐJA Eftir langan æviveg ótal myndir birtast mér. Góðar stundir geymi ég sem gersemi og þakka þér. Nanna Jónsdóttir. Elsku amma. Þú varst amma mín svo rosalega sæt og fín berin tíndum við stór og smá þú varst rosa klár. Í veiði veiddirðu vel Þú hefðir getað veitt heilan sel í útilegur fórst þú með afa í verstu veðrum léstu þig það hafa. En það var alltaf jafn gaman að vera öll saman. (Gunna Sigga 12 ára) Guðrún Sigríður.  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Sigrúnu Sörla- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR, Greniteig 45, Keflavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi, deild B7, miðvikudaginn 27. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Sigurður Vilhjálmsson, Brynjar Hólm Sigurðsson, Anna María Sveinsdóttir, Guðrún Lilja Sigurðardóttir, Hafliði Már Brynjarsson, Sigurður Hólm Brynjarsson, Guðrún Stefanía Jóhannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ERLENDSDÓTTUR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og hjúkrunarfólki Eirar, 3. hæð suður, fyrir umönnun og hlýju. Björn J. Haraldsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Sævar Sveinsson, Linda Björnsdóttir, Magnús Bárðarson, Lára Björnsdóttir, Gunnar Sæmundsson, Eyrún Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson, börn og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, KRISTÍNAR INGVARSDÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Reykjavík, deild F4. Ingvar Sveinsson, Ólafía Sveinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Kristín Sveinsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.