Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012 Það verður nú ekkert sérstakt gert til hátíðabrigða, enda verð-ur konan í Ameríku, en hún starfar sem flugfreyja hjá Ice-landair,“ segir Sveinn Guðjónsson sem fagnar 65 ára afmæli í dag. „Ég fer í sund í Laugardalslaugina og kíki svo líklegast í Flóru í grasagarðinum.“ Hann segist ætla að bíða með hátíðahöld, „Ég hugsa að meiri ástæða sé til að fagna eftir tvö ár, þegar ég verð lög- gildur ellilífeyrisþegi. Þá verður blásið til veislu uppi í sum- arbústað,“ segir Sveinn en í bústaðnum var veglegt sextugsafmæli haldið fyrir 5 árum. Sveinn skemmti þjóðinni um árabil sem hljóm- borðsleikari Roof Tops, auk þess sem hann spilaði með hljómsveit- inni Haukum. „Þetta voru skemmtileg ár, bæði Roof Tops og Hauk- ar voru ballhljómsveitir og þá var venjan að ferðast út á land og halda alvöru sveitaböll. Það voru hörkusamkomur en mér skilst að þær séu að mestu dottnar upp fyrir. Ég held að sjónarsviptir sé af þessum gömlu góðu sveitaböllum,“ segir Sveinn. Hann tvinnaði sam- an kennslu í Víðistaðaskóla og blaðamennsku á sínum yngri árum en færði sig svo alfarið yfir í blöðin. „Ég fór í fullt starf hjá Morg- unblaðinu ’81 og var í því með spilamennskunni í gegnum árin,“ seg- ir Sveinn sem starfaði sem blaðamaður allt til ársins 2007, en þá hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Oddfellowreglunni á Íslandi. „Þetta hefur allt farið ágætlega saman og verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir Sveinn að lokum. gudrunsoley@mbl.is Sveinn Guðjónsson 65 ára Morgunblaðið/Golli Þúsundþjalasmiður Sveinn, sem starfaði áður sem kennari og blaðamaður, vinnur nú hjá Oddfellowreglunni á Íslandi og líkar vel. „Meiri ástæða til að fagna eftir 2 ár“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Leif Halldórsson, fyrrverandi skip- stjóri og útgerð- armaður á Pat- reksfirði, verður sjötugur 7. júlí næstkomandi. Árnað heilla 70 ára England Freyja Ellie fæddist 9. októ- ber kl. 23.56. Hún vó 4.090 g og var 54,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Brynja Pálsdóttir og Julian Pool. Nýir borgarar S verrir fæddist á Eskifirði en flutti þriggja ára til Grindavíkur og ólst þar upp hjá kjörforeldrum sínum. Hann var í Barnaskóla Grindavík- ur, lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum að Skógum, stundaði síðar nám við Stýrimannaskóla Íslands og lauk þaðan prófum til skipstjórn- arréttinda fiskiskipa 1962. Sverrir fór fimmtán ára til sjós, var eina vertíð á bát frá Vest- mannaeyjum en síðan á bátum frá Grindavík. Eftir skólann var hann lengst af stýrimaður en stundaði út- gerð 1964-66 og 1969-76, Hann var skipstjóri á Grindavíkurbátum 1976- 87, lengst af á Vörðunesi GK og Reyni GK, var vigtarmaður við höfn- ina 1987-95, vaktstjóri þar 1995-2000 og hafnarstjóri Grindavíkurhafnar 2000-2012. Sverris starfaði í Sjómannafélagi Grindavíkur og var formaður þess Sverrir Vilbergsson, fyrrverandi hafnarstjóri í Grindavík, 70 ára Heiðraður Hjónin Sverrir og Elín af því tilefni að Sverrir var heiðraður af Sjómannadagsráði sl. sjómannadag. Hið ljúfa líf iðjuleysis Á Norðurlandi 2002 Sverrir og Elín með börnunum. Frá vinstri: Vilbergur Flóvent; Jóhann Dalberg; Helga Þórey; Sverrir; Elín; Stefanía og Þorbjörg. Að neðan: Anna Dóra og Heiðar Örn. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.