Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 27
1968-69, sat í bæjarstjórn Grinda-
víkur 1994-2000, sat í hafnarnefnd
um árabil og starfaði í Lionsklúbbi
Grindavíkur. Hann var heiðraður af
Sjómannadagsráði á sjómanna-
daginn, nú 2012.
Áhugi á því að gera ekki neitt
Sverrir lét af störfum um síðustu
áramót. Því liggur beinast við að
spyrja hann um áhugamálin.
„Fólk hefur miklar áhyggjur af
því að maður sitji auðum höndum.
Það eru allir að benda mér á áhuga-
mál. En mitt áhugamál núna er að
gera ekki neitt. Eftir annasaman
starfsferil er iðjuleysið afskaplega
ljúft. Ég á að vísu golfkylfur en ég er
ekkert farinn að handfjalla þær
ennþá og veit ekkert hvenær eða
hvort ég geri það.
Ég held að vísu áfram að vakna
snemma á morgnana en ég leyfi svo
bara deginum að líða í rólegheitum.
Mér finnst afar notalegt að þurfa
ekki að mæta einhvers staðar á til-
teknum tíma. Við hjónin eigum hús-
bíl sem við notum mikið. Þá förum
við á flakk um landið og látum kylfu
ráða kasti hvar við sofum næstu
nótt. Þetta finnst mér notalegt.“
Fjölskylda
Eiginkona Sverris er Elín
Þorsteinsdóttir, f. 16.4. 1949, sjúkra-
liði. hún er dóttir Þorsteins Helga-
sonar, verkamanns í Reykjavík og
Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur hús-
freyju.
Börn Sverris og Elínar eru Heiðar
Örn Sverrisson, f. 9.7. 1972, krana-
maður í Grindavík en kona hans er
Ágústa Bjarnadóttir húsmóðir og
eiga þau þrjú börn; Anna Dóra
Sverrisdóttir, f. 6.8. 1978, nagla- og
snyrtifræðingur, búsett í Reykjavík
en maður hennar er Vilhjálmur Þór
Vilhjálmsson, verslunarstjóri hjá
Nýherja og eiga þau tvö börn.
Börn Sverris frá fyrra hjónabandi
eru Helga Þórey Sverrisdóttir, f. 8.6.
1962, dagmóðir á Akureyri en maður
hennar er Sverrir Torfason bílstjóri
og eiga þau fjögur börn; Jóhann Dal-
berg Sverrisson, f. 30.1. 1964, stein-
smiður í Kópavogi en kona hans er
Ósk Elísdóttir lögfræðingur og eiga
þau einn son; Vilbergur Flóvent
Sverrisson, f. 14.6. 1967, kjötiðn-
aðarmaður í Reykjavík en kona hans
er Guðrún Elísabet Árnadóttir og
eiga þau tvö börn.
Dætur Elínar frá fyrra hjóna-
bandi eru Þorbjörg Stefánsdóttir, f.
16.9. 1966, matreiðslumeistari í Dan-
mörku og á hún einn son; Stefanía
Stefánsdóttir, f. 3.11. 1967, tækni-
teiknari í Grindavík en maður henn-
ar er Guðmundur Einarsson, bygg-
ingafræðingur og fiskeldisfræðingur
og eiga þau þrjú börn.
Systkini Sverris eru Pétur
Vilbergsson, f. 6.8. 1944, fyrrv. sjó-
maður og eftirlitsmaður, búsettur í
Grindavík; Gunnar Vilbergsson, f.
25.3. 1946, lögreglumaður og um-
boðsmaður Sjóvá í Grindavík; Theo-
dór Vilbergsson, f. 18.7. 1947, neta-
gerðarmaður í Grindavík; Eyjólfur
Vilbergsson, f. 4.11. 1948, starfs-
maður Hitaveitu Suðurnesja; Elín
María Vilbergsdóttir, f. 4.7. 1950,
húsmóðir í Grindavík.
Kjörforeldrar Sverris voru Vil-
bergur Flóvent Aðalgeirsson, f. 3.7.
1918, d. 15.10. 1973, starfaði við raf-
virkjun í Grindavík, og Eileen Þórey
Breiðfjörð, f. 5.9. 1918, d. 13.1. 2000,
húsmóðir.
Úr frændgarði kjörforeldra Sverris Vilbergssonar
Guðmundur Sveinsson
b. í Brekku í Geiradal
María Pétursdóttir
forstöðuk. ellih. Grundar í Rvík
Guðrún S. Sigurpálsdóttir
húsfr.á Árbakka
Eyjólfur Björnsson
í Krosshúsum í Grindavík
Vilborg Þorsteinsdóttir
húsfr. í Krosshúsum
Sverrir
Vilbergsson
Vilbergur Flóvent Aðalgeirsson
rafvirki í Grindavík
Eileen Þórey Breiðfjörð
húsfr. í Grindavík
Dorothy Mary Breiðfjörð
frá Hove í Englandi
Páll Breiðfjörð
trésm. í Rvík og Vesturheimi
Guðrún Eyjólfsdóttir
húsfr. í Grindavík
Aðalgeir Flóventsson
form. í Grindavík
Flóvent Sigurðsson
b. á Árbakka á Húsavík
Helgi Flóventsson
form. á Húsavík
Hallmar Helgas.
vélstj. á Húsavík
Sigurður
Hallmarsson,
skólastj. á Húsavík
Á lóðsinum Hafnarvörðurinn á
lóðsinum í Grindavíkurhöfn.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi,allsherjargoði ásatrúarmannaog rímnaskáld, fæddist 4. júlí
1924 í Grafardal í Skorradal í Borg-
arfirði. Foreldrar hans voru Bein-
teinn Einarsson bóndi, frá Litla-
botni á Hvalfjarðarströnd, og Helga
Pétursdóttir húsfreyja frá Draghálsi
í Svínadal. Sveinbjörn var af Berg-
sætt, Klingenbergsætt af Akranesi
og ýmsum þekktum ættum úr Kjós
og Borgarfirði, eins og Fremra-
Hálsaætt, Deildartunguætt og loks
Efstabæjarætt og því frændi Magn-
úsar Ásgeirssonar skálds og Leifs
prófessors.
Sveinbjörn flutti með foreldrum
sínum að Draghálsi í Svínadal 1934
og var þar bóndi frá 1944. Hann
eignaðist tvo drengi, Georg Pétur og
Einar með Svanfríði Hagvaag.
Sveinbjörn orti og sendi frá sér
fjölda rímna- og ljóðabóka. Þær voru
honum hjartfólgnar og drakk hann
þær í sig með móðurmjólkinni líkt
og Þorsteinn frá Hamri kemst að
orði í eftirmælum um Sveinbjörn.
Hann lifði og hrærðist í þessum
forna arfi og lagði sitt af mörkum til
að halda honum á lofti. Eftirfarandi
kvæði liggja eftir hann: Gömlu lögin,
rímur, 1945, Bragfræði og háttatal,
1953, Stuðlagaldur, kvæði, 1954,
Vandkvæði, ljóð, 1957, Reiðljóð,
1957, Heiðin, kvæðabók, 1984, Gátur
I-III, 1985-91, og Bragskógar, 1989.
Þá sá hann um útgáfu á rímum s.s.
Rímnavöku, 1959, Rímnasafni, sýn-
isbók, 1966, Fúsakveri, 1976 og
Rímnasafni Sigurðar Breiðfjörð 1-6,
1961-73, auk Eddukvæða á hljóm-
plötum og átti þátt í útgáfu Borg-
firðingaljóða 1991.
Hann las einnig fjölda rímna í út-
varpi og á mannamótum. Sveinbjörn
kom einnig oft fram á tónleikum á
pönktímabilinu og kvað rímur á milli
atriða og má sjá hann í Rokk í
Reykjavík.
Sveinbjörn var forstöðumaður
Ásatrúarfélagsins og síðan
allsherjargoði frá 1972.
Hann tengdi trúariðkun sína
sterklega við náttúruna; að dýrka
hana á sinn hátt en nýta hana í hófi.
Sveinbjörn lést á jóladag 1994.
Merkir Íslendingar
Sveinbjörn Beinteinsson
90 ára
Steingerður
Ingólfsdóttir
85 ára
Ásdís Ásgeirsdóttir
Einar Brynjólfsson
Gunnar Sumarliðason
Jón Þorsteinn Eiríksson
Kristín Ágústsdóttir
80 ára
Gunnsteinn Karlsson
Haukur Ármannsson
Hörður Sævar Óskarsson
Unnur Sigursteinsdóttir
Vilborg Ísberg
75 ára
Guðný Anna Jónasdóttir
Haukur L. Halldórsson
Kristín Anna Karlsdóttir
Reynir Guðmannsson
Svanlaug Sigurjónsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
70 ára
Árni Ingvarsson
Guðmundur Ingólfsson
Hrönn I. Hafliðadóttir
Ingibjörg Kristvinsdóttir
Magnhildur Ólafsdóttir
Sverrir Vilbergsson
60 ára
Auður Adolfsdóttir
Ásdís H. Hafstað
Guðfinna Óskarsdóttir
Guðmundur Helgi
Helgason
Gyða Gunnarsdóttir
Ingibjörg Sveinsdóttir
Kristín Klara Einarsdóttir
Margrét B. Sigmundsdóttir
Soffía Kristjánsdóttir
Stefán Haraldsson
50 ára
Ásdís Hildur
Finnbogadóttir
Eggert Sigþór Sigurðsson
Guðbjörg Björnsdóttir
Haraldur Ragnar Ólafsson
Klara Hjálmtýsdóttir
Rosina Vilhjálmsdóttir
Sigríður S. Friðjónsdóttir
Stefán Gunnarsson
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir
40 ára
Arndís Þorvaldsdóttir
Beata Piszcz
Berglind Jóhannsdóttir
Einar Aðalsteinn Jónsson
Heimir Þór Hermannsson
Ingólfur Guðni Árnason
Íris Guðmundsdóttir
Jóhannes Geir Númason
Kristjana Ingrid Ásta Welch
Ragnheiður Halldórsdóttir
Una Sigurðardóttir
30 ára
Antoine Jean-Fernand V.
Lochet
Davíð Skúlason
Egill Örn Bjarnason
Elsa María Blöndal
Freyr Helgason
Guðrún Ösp
Sigurmundardóttir
Halla María Ólafsdóttir
Jurgita Jokubauskiene
Marcin Michalowski
María Ólafsdóttir
Sigrún Björk Sigurðardóttir
Valgeir Helgi Bergþórsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ólöf Vigdís er
fædd og uppalin á Akra-
nesi og er búsett þar í
dag. Hún starfar sem
verkefnisstjóri á Skaga-
stöðum, virknisetri fyrir
unga atvinnuleitendur.
Ólöf Vigdís lauk ferða-
málafræði frá Háskól-
anum á Hólum og meist-
aranámi í menningar-
stjórnun frá háskólanum
á Bifröst.
Foreldrar Guðni Jónsson,
f. 1942, bifvélavirki og
Ingveldur M. Sveinsdóttir,
f. 1953, starfar við kaffi-
umsjón á bæjarskrifstofu
Akranesbæjar.
Ólöf Vigdís
Guðnadóttir
50 ára Lára er búsett á
Fáskrúðsfirði. Hún er
föndurkona og býr m.a. til
brúðabækur og kort undir
merkjum Föndurfjósakon-
unnar. Hún er menntaður
húsgagnasmiður og út-
skrifaðist meðal fyrstu
kvenna í stéttinni 1981. Í
tilefni dagsins verður
veisla í mömmuhúsi.
Maki Ólafur Þ. Pálsson, f.
1954, fyrrv. skipstjóri.
Börn Smári, f. 1987 og
Katla Boghildur f. 1995.
Foreldarar Elín Kröyer, f.
1937 og Björn Helgason,
f. 1935.
Lára
Björnsdóttir
30 ára Kristbjörg Sess-
elja ólst upp í Borgarnesi
og fluttist að Tröðum ung
að aldri og er búsett þar í
dag. Þar stundar hún
sauðfjárbúskap ásamt
fjölskyldu sinni.
Maki Gunnar Þorkelsson,
f. 1979, bóndi og verka-
maður.
Börn Hallbjörn Gísli, f.
2005, Hjalti, f. 2007, og
Silja, f. 2011.
Foreldrar Heiða Helga-
dóttir, f. 1952, bóndi að
Gaul í Staðarsveit og
Birgir Pálsson, f. 1947,
bifreiðastjóri.
Kristbjörg Sess-
elja Birgisdóttir
Sími 568 5170
UÉÄ|Ü fÇçÜà|ä≠ÜâÜ cxçáâÜ
UPPLIFÐU HRAUSTLEGT
ÚTLIT MEÐ TERRACOTTA