Morgunblaðið - 04.07.2012, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2012
14 flytjendur af Suðurnesjum eiga
lög á hinni nýútkomnu breiðskífu
Aftan festival 2, framhaldi skíf-
unnar Aftan festival 1. Að baki út-
gáfunni stendur samnefndur hóp-
ur, Aftan festival, sem staðið hefur
fyrir tónleikahaldi á Suðurnesjum,
einkum í Sandgerði, í ein átta ár. Á
þeim tónleikum hafa komið saman
reyndir tónlistarmenn sem og tón-
listarmenn sem eru að stíga sín
fyrstu skref í listinni, þ.e. grasrótin.
Platan var tekin upp með heldur
óvenjulegum hætti, hver flytjandi
fékk þrjár til fjórar klukkustundir í
hljóðverinu Geimsteini og mátti
nýta þann tíma eins og honum
sýndist. Útkoman er afar fjölbreytt
plata, allt frá hressandi pönki yfir í
dúnmjúkar ballöður. Plötukápu
prýðir forvitnilegur skúlptúr eftir
eina af aðalsprautum Aftan festi-
val, tónlistarmanninn Matta Óla,
Martein Ólafsson, sem á eitt lag á
plötunni. Listaverkið sýnir svið
með nokkrum hljóðfærum sem
skorin hafa verið út í við; gítar,
kontrabassa, fiðlu og magnara sem
og hljóðnema og -stand, allt klárt til
tónleikahalds sumsé en flytjendur
hvergi sjáanlegir.
Matti segir plöturnar tvær vera
söguheimild. „Við höldum utan um
það sem við höfum verið að gera,
kaupum tíma í Geimsteini og út-
hlutum þeim til listamanna. Síðan
skiptum við okkur ekkert af því
sem þau gera,“ segir hann. Á Aftan
festivali hafi komið fram stór-
efnilegir tónlistarmenn og nefnir
Matti sem dæmi hljómsveitina
Klassart. „Hún kom í fyrsta skipti
fram hjá okkur,“ segir Matti um
Klassart og nefnir einnig hljóm-
sveitirnar Eldar og 1860. Aftan
festival hópurinn er misstór, allt
eftir því hverjir eru virkir hverju
sinni, að sögn Matta. Starfsemi
hópsins sé mjög lýðræðisleg, tón-
listarlífið öflugt í Sandgerði, sam-
keppnin töluverð við Keflavík,
nema hvað. helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Dúett Fríða Dís Guðmundsdóttir er í hljómsveitinni Klassart með tveimur
systkinum sínum. Klassart kom fyrst fram á tónleikum Aftan festival.
Grasrótartónlist
á Suðurnesjum
Breiðskífan Aftan festival 2 gefin út
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Okkur langar fyrst og fremst að
sýna fólki að danssýningar eru gott
leikhús, þar sem hægt er að
skemmta sér og hlæja,“ segir dans-
höfundurinn Unnur Elísabet Gunn-
arsdóttir. Hún er höfundur tveggja
nýrra dansverka, Hringrásar og
Heimsóknartíma. Sýningarnar tvær
verða eingöngu settar upp einu
sinni, í dag 4. júlí í Gaflaraleikhús-
inu í Hafnarfirði.
Dansflokkurinn kallar sig Undúla
og er hópur stelpna á aldrinum 17-
21 árs. Þær stunda ýmist nám í list-
dansskólanum eða eru nýútskrif-
aðar.
„Okkur langaði að skapa vettvang
fyrir nýja, efnilega og flotta dansara
til að sýna hvað í þeim býr. Og
reyna að vinna á móti hugmyndum
fólks að danssýningar séu eitthvað
skrýtnar og öðruvísi því reynsla
margra er á þá leið að þetta sé ekki
nærri eins furðulegt og það bjóst
við. Markmiðið er að fá sem flesta
til að mæta. Þetta er fyrst og fremst
hressilegt „show“ þar sem fólk get-
ur hlegið og haft gaman,“ segir
Unnur Elísabet.
Kómísk dansverk
Verkin tvö eru kómísk en þó ólík
að mörgu leyti. Hringrás er ögn al-
varlegra og fjallar um klassíska
efniviðinn; hringrás lífsins eins og
nafnið getur til kynna. Allar tilfinn-
ingar fá útrás; gleði, sorg og allt þar
á milli. Heimsóknartími er öllu kóm-
ískara að efni og byggingu. Verkið
fjallar um tíu konur sem hafa verið
lokaðar inni í fjölda ára og kapp-
kosta við að finna sér eitthvað til
dundurs. Óvæntar uppákomur sem
reyna á þolrif þeirra munu vonandi
kveikja á hláturtaugum áhorfenda
þar sem reynt verður að ná sat-
írískum undirtón. Finnskur texti
fær einnig að fljóta með í nokkrum
vel völdum senum.
Hlutverkin eru öll jafn fyrirferð-
armikil og ekkert eitt stórt burðar-
hlutverk er um að ræða. Sýning-
arnar eru 30 og 40 mínútna langar
og munu reyna mikið á dansarana.
Hvíldin verður kærkomin eftir sýn-
ingarnar og Unnur Elísabet tekur
undir að þetta hafi verið mikil törn
og undirbúningurinn hafi gengið
vonum framar.
Dans, dans, dans
Nokkrir úr hópnum tóku þátt í
Dans, dans, dans sem Rúv var með
á dagskrá síðastliðinn vetur. Mikil
vakning varð í kringum dansinn og
mátti greina í kjölfarið aukinn
áhuga fólks á að kynna sér ýmsa
kima dansmenningarinnar.
Unnur Elísabet lenti í þriðja sæti
í keppninni ásamt vinkonu sinni til
margra ára, Emilíu Benediktu, en
þær hafa báðar dansað með Ís-
lenska dansflokknum. Í keppninni
reyndi meðal annars á hæfileika
þeirra beggja til að semja dans og
ýmsar útfærslur á nútímadanslist-
inni. Samhæfing þeirra var með
ólíkindum á sviðinu.
Spennandi veður að sjá útfærslu
á dansverkinu en miðaverð er lægra
en á bandaríska bíómynd.
„Danssýningar
eru gott leikhús“
Undúla flytur dansverkin Hringrás og Heimsóknartíma
Morgunblaðið/Eggert
Kraftur Frá æfingu Undúlu á dansverkunum í gær. „Þetta er fyrst og fremst hressilegt „show“ þar sem fólk getur
hlegið og haft gaman,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, höfundur verkanna Hringrásar og Heimsóknartíma.
Leikhúsið Lyric í hverfinu Ham-
mersmith í Lundúnum hefur greint
frá því hvaða verk verða sýnd á
næsta leikári þess og eru Hamskipti
leikhópsins Vesturports þeirra á
meðal en Vesturport er sagt með-
framleiðandi uppsetningarinnar, á
vefnum Playbill. Hamskiptin voru
fyrst sýnd í leikhúsinu árið 2006 og
svo aftur árið 2008. Sýningar á
verkinu hefjast í Lyric 17. janúar á
næsta ári.
Hamskipti Úr hinni farsælu sýningu
Vesturports, Hamskiptunum.
Hamskiptin í Lyric
Hammersmith
Morgunblaðið/Eggert
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
Ástir, kynlíf og Rokk og Ról
Tom Cruise er
stórkostlegur sem
rokkarinn Stacy Jaxx
kvikmyndir.is
Spennuhrollur sem fær hárin til að rísa !
ÞAUHÉLDUAÐENGINNHAFIORÐIÐ
EFTIR Í CHERNOBYL…EN SVOVAREKKI.
FráORIN PELI, höfundi Paranormal Activity
- „Spooky as hell“
– S.B. - Dread Central
EGILSHÖLL
12
12
12
16
VIP
12
12
12
12
12
12
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
12
L
L
AKUREYRI
16
16
16
KEFLAVÍK
12
12
16
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 5 - 8 - 10:50 3D
AMAZINGSPIDER-MANVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 4 - 10:10 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:50 2D
ROCKOFAGES KL. 5:30 - 8 - 10:502D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:10 2D
THEDICTATOR KL. 8 2D
UNDRALAND IBBA ÍSL.TALI KL. 3:40 2D
10
12
12
L
L
L
KRINGLUNNI
16
ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 10:40 2D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 - 8 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
MADAGASCAR3M/ENSKU.TALI KL. 10:10 2D
LOL KL. 8 2D
THEAVENGERS KL. 10:10 2D
AMAZINGSPIDER-MANKL. 5:10 - 8 - 9 - 10:50 3D
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 6 - 10 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:40 2D
ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 2D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
ROCKOFAGES KL. 8 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 10:20 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10:20 2D
THEAMAZINGSPIDERMAN KL. 8 - 10:50 3D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA
VERALDAR SNÝR AFTUR Á HVÍTA
TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI“
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813