Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 16.07.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Greiðslukortafyrirtækin Master- Card og Visa, ásamt bönkum sem gefa út kortin þeirra, hafa fallist á að greiða smásölum vestanhafs bætur að upphæð allt að 7,25 milljarðar dollara, eða nærri 933 milljarða króna. Bótagreiðslan yrði sú stærsta sem reidd hefur verið af hendi í Bandaríkjunum vegna hringamynd- unarmáls. Samráð og svindl Um er að ræða lokin á mála- rekstri sem hófst árið 2005 þegar smásalar höfðuðu mál vegna greiðslukortaþóknana og þeirra reglna MasterCard og Visa að meina smásölum að rukka viðskipta- vini um hærra verð eða gjald ef greitt er með greiðslukorti. Smásal- ar sökuðu greiðslukortafyrirtækin og bankana einnig um að hafa haft samráð um ákvörðun gjalda fyrir greiðslukortanotkun. Í hópi þeirra banka sem málið snertir má nefna J. P. Morgan, Bank of America, Citigroup, Wells Fargo og Capital One. Málið er sótt af fyr- irtækjum á borð við Kroger Co., Sa- feway og Walgreen Co. Kortafyrirtækin og bankarnir hafa lagt fram sáttatillögu sem felur í sér að Visa greiði um 4,4 milljarða dala og MasterCard um 790 millj- ónir dala. Um 1,2 milljarðar dala af sáttaupphæðinni koma í formi 10 prósentustiga afsláttar af viðskipa- þóknun kortafyrirtækjanna yfir átta mánaða tímabil. Dýrar prósentur Wall Street Journal segir smásala um langt skeið hafa barmað sér yfir þeim milljörðum dala sem árlega þarf að greiða kortafyrirtækjum og bönkum vegna greiðslukortavið- skipta. Þóknunin nemur að jafnaði um 2% af upphæð hverrar greiðslu og deilist á milli Visa, MasterCard og bankanna. Í þeim skjölum sem birt voru um málið á föstudag kemur fram að sáttatillagan felur í sér að smásalar fái að rukka viðskiptavini aukalega fyrir að greiða með kred- itkorti, en þó ekki ef greitt er með debetkorti. Dómari þarf að heimila sáttina áður en hún tekur gildi. Framkvæmdastjóri Visa, Joseph Saunders, sagði um ásættanlega lendingu að ræða sem ætti ekki að trufla framtíðarrekstur fyrirtækis- ins. ai@mbl.is Visa og Mast- erCard greiða risabætur  Sér fyrir endann á 7 ára gömlu dómsmáli  Stærstu bankar Banda- ríkjanna viðriðnir samráð AP Kostnaður Viðskiptavinir spóka sig í verslun Walgreens. Með sáttinni sem nú er í boði gætu verslanir byrjað að rukka viðskiptavini aukalega fyrir þann kostnað sem fylgir því fyrir seljandann þegar greitt er með kreditkorti. Snjallsímaframleiðandinn Research in Motion (RIM), sem framleiðir Black- berry-símtækin, þarf að greiða 147,2 milljónir dala vegna einkaleyfabrota. Kviðdómur í Kaliforníu komst að þessari niðurstöðu á föstudag. Sækj- andi í málinu var fyrirtækið Mforma- tion. RIM sendi frá sér tilkynningu í kjölfar dómsniðurstöðunnar þar sem fyrirtækið ítrekaði þá afstöðu sína að krafa Mformation væri innistæðulaus, og líkur væru á að úrskurðinum yrði áfrýjað, að því er Wall Street Journal greinir frá. Erfiðir dagar Allt virðist núna ganga á afturfótunum hjá Research in Motion en fyrir skömmu tilkynnti stjórn fyrirtækisins slæmar rekstrartölur sem jafngiltu 37 senta tapi á hlut og 42 prósenta lækk- un sölutekna á síðasta ársfjórðungi, vel umfram þann samdrátt sem sér- fræðingar höfðu spáð. Eru sölutölur á hraðri niðurleið og seldi fyrirtækið 7,8 milljón símtæki á fjörðunginum samanborið við 11,1 milljón tæki á fjórðunginum þar á undan. Hlutir í RIM seljast nú á 8 dali en voru yfir 30 dala virði fyrir ári síðan að sögn CBC News. Blackberry-símarnir voru braut- ryðjendur á snjallsímamarkaði á sín- um tíma en hafa farið halloka í slagn- um við aðra framleiðendur á síðustu árum. Ekki er þó öll von úti og býr RIM að um 2 milljörðum dala af handbæru fé til að fjármagna slaginn framundan. ai@mbl.is Framleiðandi Black- berry fær á sig högg  Einkaleyfis- dómur kemur í kjölfarið á slæm- um ársfjórðungi í rekstrinum AFP Byrðar Stjórnandi RIM, Thorsten Heins, dútlar á snjallsímanum sínum á hluthafafundi fyrr í mánuðinum. Hann á ekki sjö dagana sæla. Stjórnendur Barclays-banka sendu starfs- mönnum minnis- blað á föstudag sem gefur til kynna að fleiri bankar muni vera bendlaðir við Libor- hneykslið svokallaða. Þetta hefur BBC eftir heimildarmönnum sínum innan bankans. Í minnisblaðinu segir að þegar frekari upplýsingar um keppinauta Barklays líta dagsins ljós verði hægt að setja sök bankans í rétt samhengi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs bankans, Jerry del Misser, mun á mánudag mæta fyrir nefnd þingmanna við breska þingið og svara þar spurningum. Í síðasta mánuði var Barclays- bankanum gert að greiða breskum og bandarískum stjórnvöldum 360 milljónir dala og 59,6 milljónir punda í sekt fyrir að hafa með ólög- mætum hætti haft áhrif á Libor- vaxtatöluna. Libor stendur fyrir London Int- erbank Offered Rate, millibanka- vexti í Lundúnum. Vaxtatalan er gefin upp daglega og reiknuð út frá vöxtum sem stórir alþjóðlegir bank- ar gefa upp í viðskiptum sín á milli. Libor-vextir eru notaðir til að ákvarða vexti á skuldum um allan heim, og hafa áhrif á t.d. byrði vaxta af fasteignalánum, námslán- um og greiðslukortaskuldum. ai@mbl.is Von á að fleiri dragist inn í Libor-hneykslið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.