Morgunblaðið - 16.07.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.07.2012, Qupperneq 23
stjórn Orators, félags laganema 1950-51, í stjórn FUF 1954-55 og í stjórn SUF 1955-57, í stjórn Stúd- entafélags Reykjavíkur 1956-57, var formaður Byggingasamvinnu- félags starfsmanna Stjórnarráðsins 1958-61, sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1959-68, í stjórn Hestamannafélagsins Fáks 1962-73 og var formaður félagsins 1967-73, sat í stjórn Skógræktarfélags Ís- lands og Landgræðslusjóðs 1987- 96, var varaformaður Skógrækt- arfélagsins 1990-96, var formaður stjórnar Rannsóknarstöðvar Skóg- ræktar ríkisins að Mógilsá 1990-99, formaður Búfræðslunefndar 1979- 92, formaður þriggja nefnda um gerð landgræðsluáætlana 1976-91, sat í yfirmatsnefnd til ákvarðanna um skiptingar af arði af veiðiám 1982-2002 og hefur setið í og stýrt fjölmörgum nefndum á vegum land- búnaðarráðuneytisins. Sveinbjörn er heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Íslands, Hestamanna- félagsins Fáks og Landssambands hestamannafélaga. Dagleg hreyfing afar mikilvæg Sveinbjörn segist ekki getað kvartað undan heilsunni. Hún sé bara nokkuð góð miðað við aldur: „Ég hreyfi mig töluvert á hverjum degi, syndi góðan sprett annan hvern dag, en hinn daginn geng ég í svona hálftíma til klukkutíma. Ég er nú samt ekki eins duglegur og hann Ragnar Kvaran, vinur minn, sem var í blaðinu hjá ykkur um daginn. Hann syndir minnst kílómeter á dag og fer létt með að hlaupa á Esjuna. Ég les nú ekkert sérlega mikið orðið, en var þó að ljúka við ævi- sögu Napóleons eftir Nyquist. Þá les ég Spiegel að jafnaði. Það hefur ekki orðið til þess að auka áhuga minn á aðild að Evrópusamband- inu.“ Fjölskylda Sveinbjörn kvæntist 16.12. 1950 Pálínu Hermannsdóttur, f. 12.9. 1929, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Hermann Jónasson forsætis- ráðherra og k.h., Vigdís Stein- grímsdóttir húsmóðir. Börn Sveinbjörns og Pálínu eru Hermann, f. 19.5. 1951, Ph.D. í auð- lindahagfræði og starfar í umhverf- isráðuneytinu, búsettur í Reykjavík og eru börn hans Benedikt Her- mann, Kristín Anna og Vigdís María; Vigdís Magnea, f. 11.1. 1955, B.Ed., kennari og bóndi á Egils- stöðum á Völlum en maður hennar er Gunnar Jónsson, HND frá Uni- versity of Edinburg, bóndi á Egils- stöðum og eru börn þeirra Kári Sveinbjörn, Baldur Gauti og Her- dís Magna; Dagfinnur Örn, f. 23.5.1959, d. 20.11. 1959; Lóa Krist- ín, f. 1.11. 1961, cand. oecon. frá HÍ og húsfreyja en maður hennar er Karl Konráð Andersen, sérfræð- ingur í hjartalækningum við LHS og prófessor við HÍ og eru börn þeirra Thelma Margrét, Daði Örn, Viktor Orri og Kristófer Atli; Dag- finnur, f. 22.3. 1973, M.Phil. frá Tri- nity í Cambridge og stjórnmála- hagfræðingur í Reykjavík. Systir Sveinbjörns: Anna Þur- íður, f. 1936, d. 1983, var búsett í Reykjavík. Foreldrar Sveinbjörns voru Dag- finnur Sveinbjörnsson, f. 26.6. 1897, d. 14.1. 1974, loftskeytamaður, raf- virkjameistari og yfirmaður tækni- deildar Ríkisútvarpsins, og Magnea Ósk Halldórsdóttir, f. 11.5. 1897, d. 16.10. 1982, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Sveinbjörns Dagfinnssonar Jón Árnason f. hreppstj. í Þorlákshöfn Jórunn Sigurðardóttir frá Völlum í Hvolshreppi Magnús Árnason hreppstj. í Vatndal í Fljótshlíð Anna Valgerður Pálsdóttir húsfr. í Vatnsdal Anna Gísladóttir húsfr. á Bakka Margrét Eiríksdóttir húsfr. Guðmundur Sveinbjörnsson b. á Grímsstöðum Sveinbjörn Dagfinnsson Dagfinnur Sveinbjörnsson yfirm. tæknid. RÚV Magnea Ósk Halldórsdóttir húsfr. í Rvík. Þuríður Magnúsdóttir húsfr. í Árbæ Halldór Jónsson b. á Árbæ í Ölfusi Sveinbjörn Guðmundsson b. í Dísukoti í Þykkvabæ Anna Ólafsdóttir húsfr. í Dísukoti Ólafur Árnason b. á Bakka í Þykkvabæ Páll Pálsson alþm. í Dæli í Víðidal Vigdís Pálsdóttir húsfr. í Stafholti Sverris Gíslason form. Stéttar- samb. bænda Ólafur Sverriss. kaupfélagsstj. í Borganesi Guðmundur Sverrisson b. í Hvammi Ásgeir Sverrisson tónlistarm. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. í RvíkKristinn Vilhjálmss. framkvæmdastj. í Rvík. Ingvar Vilhjálmsson útg.m. í Rvík Jón. fyrrv. stjór- narform. SH Guðbjörg Árnadóttir húsfr. á Langekru JónGuðmundss. b. áTorfastöðum Guðjón Jónss. sláturhússtj. á Hvolsvelli Rúnar Guðjónss. fyrrv. sýslum. í Rvík. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Sigurður Thoroddsen fæddist áLeirá í Borgarfirði 16.7. 1863en foreldrar hans voru Jón Thoroddsen, sýslumaður, sá er skrif- aði skáldsögurnar Pilt og stúlku og Mann og konu, og k.h., Kristín Ólína Þorvaldsdóttir frá Hrappsey Sívert- sen. Jón sýslumaður lést er Sigurður var á fimmta ári en Kristín var ákveðin og úrræðagóð og kom ung- um sonum sínum til mennta, sem all- ir urðu þjóðþekktir menn, hver á sínu sviði. Bræður Sigurðar voru Skúli Thoroddsen, alþm. og einn öt- ulasti baráttumaður gegn Uppkast- inu, Þórður Thoroddsen, læknir og alþm., faðir Emils tónskálds, og Þor- valds, forstjóra sem stofnaði Tónlist- arfélagið og loks Þorvaldur nátt- úrufræðingur sem samdi frægar Íslandslýstingar og fræðirit um ís- lenska náttúru. Sigurður lauk stúdentsprófi 1882 og útskrifaðist með próf í bygging- arverkfræði 1891. Hann varð Lands- verkfræðingur á Íslandi 1893 og gegndi því embætti til 1905. Á þeim tíma mældi hann fyrir Hellisheiðar-, Kamba- og Flóavegi og hafði umsjón með lagningu vegarins, hafði umsjón með smíði Þjórsárbrúar auk fjölda annara verka. Sigurður varð síðan bæjarverk- fræðingur í Reykjavík 1908 og vann við það með hléum til 1921. Hann var aðjúnkt við Menntaskólann í Reykja- vík og yfirkennari frá þar 1920–35, átti sæti bæjarstjórn Reykjavíkur 1900-1906, var stofnandi Verkfræð- ingafélags Íslands og heiðursfélagi þess. Eiginkona Sigurðar var Maria Kristín, f. Claessen, dóttir Jean Val- gard van Deurs Claessen landsfé- hirðis, og k.h., Kristínar, dóttur Egg- erts Briem, sýslumanns á Reynistað. Meðal barna þeirra voru þeir Þórður Jónas borgarfógeti og dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, en fjölskyldan bjó lengst af við Fríkirkjuveginn í sínu fallega timb- urhúsi sem þar stendur enn, milli Miðbæjarskólans og Fríkirkjunnar. Sigurður lést þann 29.9. 1955. Merkir Íslendingar Sigurður Thoroddsen 95 ára Sigrún Einarsdóttir 90 ára Guðrún Sigurjónsdóttir Jóhann Waage 85 ára Guðrún Árnadóttir Guðrún Emilsdóttir Hallur Jónasson 80 ára Haukur Jónsson Unnur Þorleifsdóttir 75 ára Eðvarð Felixson Finnur Karlsson Fríða Sigurðardóttir Guðrún Árdís Sigurðardóttir Kristjana Ragnarsdóttir Kristján Ottósson Nikolay Proskurnin 70 ára Ásmundur Arndal Jóhannsson Erla Nielsen Guðrún Leifsdóttir Ragnar Sigurðsson Stefán Magnús Ólafsson Tsisana Lebanidze Vignir Kárason 60 ára Barbara Belle Nelson Björg Cortes Haukur Már Ingólfsson Helena S. Ingibergsdóttir Kolbrún Engilbertsdóttir 50 ára Ása Björk Matthíasdóttir Ásta Teresía Baldursdóttir Feng Jiang Hannesdóttir Harpa Svavarsdóttir Helga Sigríður Gunnlaugsdóttir Ingibjörg Erna Sveinsson Jóna Lárusdóttir Jón Helgason Kolfinna Knútsdóttir Leifur Guðjónsson Lísa Karen Yoder Ólafur Sveinn Gíslason Patrick Andre Rene Ramette Ragnhildur Kristjánsdóttir Wenmian Fang Þórhallur Geir Arngrímsson 40 ára Anna Birna Þorsteinsdóttir Arndís Hrund Guðmarsdóttir Barbara Adamowska Gunnhildur Kristinsdóttir Heiða María Guðlaugsdóttir Helgi Kristinsson Jóel Eiður Einarsson Jón Gunnlaugur Sævarsson Nína Dís Dewage Sofía Jóhannsdóttir Susan Anna Wilson Svanlaug Halldórsdóttir Sverrir Sigurðsson Vilhjálmur Valgeir Hernandez Þorvaldur Jónsson 30 ára Adrian Leontin Rosu Andri Guðmundsson Ásdís Björk Jóhannsdóttir Friðrik Þór Gestsson Hreinn Rúnar Jónasson Hulda Hreiðarsdóttir Iwona Bogumila Luszcz Marcin Kolenda Rín Samía Raiss Til hamingju með daginn 30 ára Ívar ólst upp í Kópavogi. Hann lauk MSc.-prófi í heilbrigðisvís- indum frá læknadeild HÍ og er frumulíffræðingur hjá Kerfislíffræðisetri HÍ. Maki: Guðrún Mist Sig- fúsdóttir, f. 1986, að ljúka lögfræðinámi við HÍ. Sonur: Sölvi Þór, f. 2010. Foreldrar: Axel Sölvason, f. 1951, tæknifræðingur, og Björk Geirdal, f. 1955, sjúkraliði en þau búa í Kópavogi. Ívar Þór Axelsson 30 ára Elvar útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Ís- lands 2005 og er að ljúka við kvikmyndina Einn. Maki: Vivian D. Ólafs- dóttir, f. 1984, leikkona. Dætur: Aníta Von, f. 2000, Diljá Malín, f. 2005, Kolbrún Una, f. 2009, og Dagný Esja, f. 2012. Foreldrar: Dagný Brynj- ólfsdóttir, f. 1954, starfsm. Stjórnarráðsins, og Gunnar Óskarsson, f. 1954, viðskiptafræðingur. Elvar Gunnarsson 40 ára Valur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann er mat- reiðslumaður og sér um mötuneytið hjá Nýherja. Maki: Sylvía Pétursdóttir, f. 1972, kennari. Synir: Valur Elli, f. 1998, Svavar, f. 2003. Foreldrar: Bergmundur Elli Sigurðsson, f. 1948, húsasmiður, og Ólöf Helga Júlíusdóttir, f. 1952, læknaritari, eru búsett í Hafnarfirði. Valur Bergmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.