Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 24

Morgunblaðið - 16.07.2012, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð oft góðar hugmyndir en týnir þeim jafnóðum niður. Haltu áfram að láta sem allt sé í lagi, alveg eftir dagskránni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er mikil orka í loftinu í dag sem bæði getur nýst til góðs og ills. Vertu óhræddur að grípa tækifærið þegar það gefst og hverfa á vit ævintýra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Misstu ekki sjónar á hlutunum því áður en þú veist eru þeir horfnir og sumir fyr- ir fullt og allt. Góðlátleg samskipti eru öllum fyrir bestu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn hentar vel til að vinna þig í álit í vinnunni. Skrifaðu hugsanir þínar niður áður en þú deilir þeim með öðrum. Samskipti þín við maka og nána vini eru þvinguð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heimurinn logar af bjartsýni. Heilbrigð sál er í hraustum líkama. Hulunni verður svipt af spennandi leyndarmálum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skoðanaágreiningur kemur hugs- anlega upp á milli þín og einhvers nákomins í dag. Leggðu þinn skerf til mannúðarmála. Svo koma nýir tímar með nýjum, ekki síður spennandi verkefnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það hefur verið mikið að gera hjá þér upp á síðkastið þannig að nú þarftu á hvíld að halda. Leitaðu þér upplýsinga um hlutina og dragðu þínar eigin ályktanir af þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu þér grein fyrir hvað hjarta þitt þráir og gríptu það með báðum höndum. En þegar gestirnir mæta á svæðið vandast málið. Börn hugsa ekki á sama hátt og þeir eldri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskiptum svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. Vertu sveigjanlegur og gamansamur. Rétta fólkið mun sýna sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að lofa ekki upp í erm- ina þína í ákafa þínum til þess að leggja vini lið. Tímabundið starf gætið orðið að fast- ráðningu og alvara gæti færst í rómantískt samband. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þig langar til að eyða of miklum peningum í skemmtanir í dag. Farðu í saum- ana á sambandi þínu við mat. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú virkar ekki sannfærandi getur þú varla ætlast til að aðrir trúi á málstað þinn. Láttu það ekki tefja þig heldur haltu þínu striki. Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum. Hann var með gamlan Fréttatíma milli handanna og las: „Ég er sósíalisti, segir Jón Gnarr.“ Síðan fór hann að velta fyrir sér muninum á litlum og stórum staf: Ég valt oní Aulagil aumur síðan í vinstra huppi; vittu að bráðum birtir til: borgarstjórann dagar uppi. „Þú skilur hvað ég meina,“ sagði hann og hvarf fyrir hornið. Á mánudaginn rifjaði ég upp vísur úr „Í verum“ eftir Theódór Friðriksson. Jóel bróðir hans var verkamaður á Húsavík, ágætlega hagmæltur. Haft er eftir Theódór að hann hafi sagt við hann: Bróð- ir, þú ert ágætur að búa til vísur, en þú kannt ekki að búa til smá- sögur, það kann ég! Jóel hlaut 400 kr. verðlaun árið 1938 úr hetjusjóði Carnegies fyrir að bjarga barni frá drukknun. Í Þingeyskum ljóðum eru vísur eftir Jóel. Fyrst er „Í norðangarði: Styttist leiðin, höldum heim. Höfnin vís að kalla. Brunar skeiðin bárugeim. Boðar rísa og falla. Um rauparann: Ástarblíð þótt hafi hót, hann má bíða og vona. Aldrei fríða eignast snót, æfin líður svona. Í harðindum, – og endurspeglar bjargarleysið á uppvaxtarárum hans í Flatey og í Fjörðum: Þrjóta bjargir, þröng og neyð þjaka margra geði. Þorri argur eflir seið, allri fargar gleði. Við sjó fram: Sól til viðar síga fer. Söngvakliður dvínar. Dröfn með friði að dvelja hér dætur biður sínar. Dagrenning: Sær og land við sólarris saman standa bæði, – flytja anda almættis efnisvandað kvæði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Borgarstjórann dagar uppi G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi F er di n an d HEYRÐU! FRÚ FJÓLA ER MEÐMYND AF ÞÉR, ÞAR SEM ÞÚ ERT AÐ RÚSTA GARÐINUM HENNAR! ÉG ER TILBÚINN AÐ ÁRITA MYNDINA HJÁLP! ÞAÐ ER AÐ ELTA MIG! ÞAÐ ER AÐ ELTA MIG! BJARGAÐU MÉR KALLI BJARNA! ÞAÐ ER TEPPI Á HÆLUNUM Á MÉR! ÞÚ VERÐUR AÐ BJARGA MÉR! ALDREI GRUNAÐI MIG AÐ HÚN YRÐI SÚ FYRSTA AF OKKUR TIL AÐ MISSA VITIÐ ÞEGAR MAÐUR KÝS AÐ BRJÓTA LÖGIN ÞÁ VERÐUR MAÐUR VÍST AÐ VERA TILBÚINN TIL AÐ TAKA AFLEIÐINGUNUM VENJULEGA TÆKI ÉG UNDIR ÞAÐ... ...EN FYRIR AÐ „BURSTA EKKI TENNURNAR EFTIR MATINN”!?! NEI, ÆTLI ÞETTA SÉU EKKI BARA VENJULEGAR SKJALDBÖKUR ÞESSI CHERNOBYLSKEMMTI- GARÐUR ER ALVEG FRÁBÆR! MAÐUR HITTIR ALLSKYNS PERSÓNUR HÉRNA SJÁÐU! ÞARNA ERU STÖKK- BREYTTU NINJA SKJALDBÖKURNAR! Víkverji er, eins og langflestir Ís-lendingar, háður þeim leiða fjanda að þurfa að stunda viðskipti við íslenska kaupmenn. Það má ekki skilja orð Víkverja á þann hátt að hann hafi eitthvað á móti fólkinu sem leggur stund á verslunarrekstur á þessu skeri okkar sem slíku, en hins vegar eru verslunarhættirnir sem viðgangast hérna að mörgu leyti rotnir inn að beini x x x Það virðist vera svo að í hvertskipti sem farið er í versl- unarferð endi hún á því að fara þarf í 3-4 búðir. Þetta er vegna þess að það er ekki hægt að treysta á að jafnvel einföldustu og algengustu hlutir séu- til í þremur fyrstu verslununum. Sjáfur hefur Víkverji lent í því að þurfa að fara í 3 búðir eftir papriku og kirsuberjatómötum og það eru bara þessir sjálfsögðu hlutir. Á dög- unum vantaði Víkverja svo geril- sneyddar eggjarauður sem hann hef- ur gjarnan fengið í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Hann byrjaði leitina í Krónunni þar sem aðal- innkaupin fóru fram en hún bar ekki árangur. Þar sem Víkverji var stadd- ur vestur við Ánanaust var viðkoma í Nóatúni næsta rökrétta skref. Sú viðkoma skilaði litlu en það angraði ekki og þar sem venja var að fá þessa tilteknu vöru í Hagkaupum var stefnan tekin út á Nes. x x x Þar tók við heljarinnar leit þar semhillur Hagkaupa á Eiðistorgi voru kembdar án árangurs. Sömu sögu var að segja með Hagkaup í Kringlunni og starfsfólk misviturt um stöðu mála þegar spurt var. Þannig endaði vesturbæjar- rúnturinn í Skeifunni þar sem rauð- urnar voru til venju samkvæmt og þegar gengið var út úr versluninni rann upp fyrir Víkverja það ljós að það er liðin tíð að verslanir séu rekn- ar sem þjónusta við viskiptavini. Við getum ekki annað en sætt okkur við það sem við höfum því við höfum ekki val um neitt annað. Þegar Víkverji var yngri vildi hann, eins og aðrir ungir menn, opna bar, nú vill hann opna búð. Bestu búðina. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.) SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI ERUM FLUTT AÐ SÍÐUMÚLA 31. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.