SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 8

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 8
8 15. júlí 2012 Gjaldeyrishöftin bæði hefta erlenda fjárfestingu og veita falska vörn að mati Heiðars Más Guðjónssonar, hag- fræðings og fjárfesti. „Meint vörn af gjaldeyrishöftunum er eins og að stinga höfðinu í sandinn og horfast ekki í augu við það sem er að gerast. Ef við höldum áfram á þeirri braut vöknum við upp við vondan draum.“ Að mati Heiðars er einfaldasta og skynsamlegasta leiðin fólgin í einhliða upptöku á alþjóðlegum gjaldmiðli. „Það er til merkur skóli innan hagfræð- innar sem skrifar um það sem kallast erfðasyndin eða e. „Original Sin“ og hagfræðingarnir Barry Eichengreen og Ricardo Hausmann hafa leitt ásamt fleirum. Kenningar þeirra fjalla um skuldsett lönd sem skulda í alþjóðlegri mynt en halda úti sínum eigin þjóðar- gjaldmiðli. Þau fara á endanum á haus- inn ef þau halda í eigin mynt og eina leiðin út er að taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil,“ segir Heiðar sem telur áhættuna af því að halda í krónuna vera miklu meiri en að taka upp alþjóð- legan gjaldmiðil. „Það er vissulega hætta á því að gjaldeyrir fari úr landi en hættan við að afnema höftin og halda krónunni er miklu meiri. Allir sem eiga krónur en langar í aðra mynt eftir bitra reynslu af krónunni munu skipta henni út fyrir aðra gjaldmiðla. Þá lækkar krónan og verðtryggðar skuldir og er- lendar skuldir hækka í verði. Borg- unarmenn skuldanna verða verri því tekjur þeirra hækka ekki en skuldirnar hækka. Þá myndast hætta á því að fjármagn streymi úr bankakerfinu sem eru stærstu lánveitendur hagkerf- isins.“ Þannig myndast tvenns konar áhlaup að mati Heiðars. Annars vegar áhlaup á krónuna sem leiðir af sér lækkun og í kjölfarið áhlaup á banka landsins. Auk þess að hamla fjárfestingu og veita falskt öryggi kostar það íslenska hagkerfið töluvert að halda úti gjald- eyrishöftum. „Gjaldeyrisvaraforðinn er um þúsund miljarðar og vaxtamun- urinn er um 3 prósent. Það þýðir að við þurfum að greiða 30 milljarða á ári í er- lendri mynt til að borga þessa upphæð. Þó það sé afgangur af vöruskiptum er hallinn af skuldunum svo mikill að til samans er viðskiptahalli. Þess vegna ágerist skuldavandinn sem ekki er leystur með meiri skuldum. Leiðin út er að lækka annaðhvort vextina eða minnka greiðslurnar þannig að við ráð- um við skuldirnar.“ Vextir á tíu ára skuldabréfum á Íslandi er með sirka 7 prósenta vexti til samans við um 1,5 prósenta vexti á sambærilegum bréf- um í pundum, Kanadadollar, dollar og evrum. „Áhættuálag Íslands umfram Kanada, Bandaríkin, Bretland og Þýskaland er sirka 200 punktar þann- ig að vextir á Íslandi færu niður í 3,5 prósent bara við það að skipta yfir í al- þjóðlega mynt. Við losnum við gjald- eyrisáhættuna og eftir stendur bara mótaðilaáhætta. Einhliða upptaka á alþjóðlegri mynt er því raunhæf og hag- kvæm lausn á skuldavanda landsins. Einhliða upptaka einföld og skilvirk lausn Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir. Morgunblaðið/hag Einkaneysla hefur aukist nokkuð und-anfarið ár sem skilar sér í verslun að ein-hverju leyti samkvæmt Emil B. Karls-syni, forstöðumanni Rannsóknaseturs verslunarinnar. „Við sáum stuttu eftir hrun að þá var mikill samdráttur í verslun, sérstaklega í sér- verslunum. En undanfarið erum við farin að sjá töluverðan vöxt í sumum sérverslunum,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið í liðinni viku en hann telur að fólk fjárfesti og spari síður í dag og aukna eyðslu megi rekja til neikvæðra raunvaxta. „Fólk vill frekar styrkja innviði heimilisins, endurnýja og bæta.“ Þrátt fyrir að atvinnuleysi lækki lítillega eru vaxandi áhyggjur af því hvort kaupmáttur ráð- stöfunartekna muni vaxa. Verðbólguhraðinn er enn töluverður eða 5,4 prósent á ársgrundvelli. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur bent á að batinn virðist vera neysludrifinn frekar en framleiðsludrifinn. Merki um það sjást víða með auknum umsvifum, veltu og neyslu. Kreditkortavelta heimilanna innan- lands var til að mynda 1.100 milljónum króna meiri í maí á þessu ári en í fyrra. Raunverulegur hagvöxtur en röng forgangsröðun Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, segir að neysla keyri ekki áfram hagvöxt á Íslandi. „ Neysla eykur ekki hagvöxt og það er mjög villandi að tala um slíkt. Það eru fyrst og fremst aukin fram- leiðsluverðmæti í sjávarútvegi vegna aukins sjávarafla og að einhverju leyti í stóriðju og ferða- þjónustu sem eru að draga efnahagsvagninn áfram í dag. Tekjuaukningin sem þessar greinar skapa hafa aukið tekjur einstaklinga og heimila og það þýðir að fólk hefur meira milli handanna til þess að eyða.“ Ragnar bendir einnig á að þjóð sem er jafn skuldug og Ísland væri hollara að taka þann tekjuauka sem til verður og borga niður skuldir eða fjárfesta. „Fjárfesting á Íslandi er mjög lítil í dag og áhöld um hvort hún dugi til að mæta rýrn- un þegar tekinn er saman mannauður og fjár- munir. Á Íslandi eru hins vegar ekki mörg góð fjárfestingartækifæri vegna stefnu stjórnvalda. Skattar eru mjög háir og það er mikil óvissa um framtíðina, ekki síst í okkar bestu atvinnugrein- um, stóriðju og sjávarútvegi. Þá býr þjóðin, ein Vesturlanda við viðamikil gjaldeyrishöft sem eru eins og myllusteinn um hálsinn á innlendu atvinnulífi. Fólk sem á peninga og er að taka þá út úr lífeyrissparnaði og bankainnistæðum eða hefur meiri tekjur hefur því ekki tækifæri til að festa þetta fé í góðum fjárfestingum í dag. Þetta grefur undan hagvexti bæði nú og til framtíðar.“ Gjaldeyrishöftin veita enga vörn Hluti vandans eru gjaldeyrishöftin að mati Ragn- ars en hann segir þau draga verulega úr fjárfest- ingu. „Þau draga úr vilja útlendinga og Íslendinga sjálfra til að fjárfesta á Íslandi. Afnám haftanna kæmi efnahagslífinu á heilbrigðan grundvöll. Þeg- ar íslensk stjórnvöld eiga í evruviðskiptum við suma á 240 krónur evruna en neyða hins vegar að aðra til að láta þær af hendi fyrir 160 krónur er augljóslega eitthvað mikið að. Í besta falli er verið að senda misvísandi og fölsk skilaboð um það hvað borgi sig að gera. Það er verið að halda uppi fölsku gengi krónunnar miðað við stöðu þjóðarbúsins,“ segir Ragnar sem telur unnt að losna við höftin á tiltölulega skömmum tíma. Þá telur hann allar fullyrðingar um að höftin veiti Íslandi einhverja umtalsverða vörn gegn mögulegu hruni eða krísu innan evrusvæðisins vera rangar. „Eigi slíkur skellur sér stað á evrusvæðinu munum við eins og önnur viðskiptalönd þess svæðis verða fyrir veru- legum áföllum hvort sem við höfum gjaldeyrishöft eða ekki.“ Fjárfestingatækifæri fá vegna stefnu íslenskra stjórnvalda að mati Ragn- ars Árnasonar, hagfræði próffessors í Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Golli Eyða frekar en að spara og fjárfesta Fjárfestingartækifæri ekki góð vegna stefnu stjórnvalda Vikuspegill Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ragnar Árnason hagfræði próffessor. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.