SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 14
14 15. júlí 2012
Anna Hlín tónlistarkona er ein affjölmörgum Íslendingum semhéldu í víking til Noregs. Húnfluttist í sjávarþorp á vest-
urströndinni ásamt fjölskyldu sinni. Þar
hefur hún ásamt manni sínum, Anthony
Lewis komið sér upp hljóðupptökuveri og
einbeita þau sér að tónlistarsköpun í ró-
legheitunum, umvafin stórbrotinni nátt-
úru.
Þau fréttu af auglýsingu í blaði þar sem
óskað var eftir ungu barnafólki í litlu sjáv-
arplássi, atvinna og húsnæði í boði. Þau
létu slag standa og minna búferlaflutning-
arnir óneitanlega á Himmelblå, hugljúfa
norska þætti sem sýndir voru á RÚV, fyrir
skömmu.
Viðskiptatækifæri og ný plata
„Við sáum fljótlega eftir að við komum út
að við fengjum meira út úr því að stofna
eigið fyrirtæki en vinna þau störf sem í
boði voru, þrátt fyrir að þau væru ágætlega
borguð,“ segir Anna Hlín. Viðhorf til
vinnu í Noregi og starfshlutfall er nokkuð
frábrugðið því sem Íslendingar eiga að
venjast. Í boði var að vinna 30-40% hér og
þar. „Norðmennirnir hlógu mikið að mér
fyrst þegar ég kom og ætlaði að fá 100%
vinnu, þá var mér tjáð að enginn væri með
slíkt vinnuhlutfall á þessu svæði. Í raun-
inni þurfti maður að venja sig af því að
vera íslenskur.“
Það tókst ekki í einu vetfangi, parið kom
sér upp hljóðupptökuveri og stofnaði fyr-
irtækið Sumthin Magnetic Music house.
Næg verkefni eru fyrir duglega Íslendinga
og töluverð ásókn er í upptökuverið sem
er hið eina sinnar tegundar á nokkuð stóru
svæði. Viðbrögð heimafólks kom þeim í
raun í opna skjöldu. Verkefnin eru fjöl-
breytt, allt frá upptökum á talsettu barna-
efni til plötuupptöku.
Fyrsta plata Önnu Hlínar sem lítur
dagsins ljós eftir helgina nefnist All Souled
Out. Fyrirtækið hennar í samvinnu við
LOJ Records Entertainment í Atlanta,
BNA gefa hana út, sem jafnframt sér um
dreifingu. Sherman De Vries, sá um
hljóðblöndun og masteringu á plötunni
en hann er í samstarfi með Grammyvinn-
ingshafanum, Mark Ronson. Efnið er ým-
ist sálar-, reggí-, hip hop- og popp-
tónlist. Úrval góðra tónlistarmanna lagði
henni lið við gerð plötunnar, jafnt ís-
lenskra sem erlendra: Jason Memor, Ear-
max (Nagmus), Basic-B, Poppa Andy,
Diddi Fel, B-Ruff og Anthony Lewis
(AntLew).
Platan hefur verið nokkuð lengi í bí-
gerð allt frá 2004, ætli afslappað umhverfi
Noregs hafi ekki haft úrslitaáhrif um út-
gáfuna.
Idolið stökkpallur
Anna Hlín tók þátt í Idol-söngkeppninni
árið 2009 og býr hún vel að þeirri
reynslu. Margir muna eftir henni þar sem
hún tókst á við ólík lög með kraftmiklum
flutningi. Hún lenti í öðru sæti og fjöl-
mörg tækifæri fylgdu í kjölfarið. „Þetta
var rosaleg lífsreynsla og sýndi mér margt
sem ég vissi ekki þá þegar til dæmis um
stressið á bak við þetta, myndavélar og
allan glamúrinn. Ég fékk staðfestingu á
þeim vinnubrögðum sem ég hafði til-
einkað mér í söngnum á þessari stuttu
lífsleið.“
Anna Hlín mælir eindregið með því að
taka þátt í slíkum söngkeppnum fyrir þá
sem hafa á annað borð áhuga á söng.
„Þátttakan var ákveðinn stökkpallur og
hægt að læra ýmislegt, það er að segja
með réttu hugarfari.“ Hún hafði í nógu að
snúast upp frá því, gerði samning við
Valla Sport og túraði um landið með Haffa
Haff, „þetta var allt mjög skemmtilegt og
lærdómsríkt“. Á sama tíma var hún með
smáskífur í spilun á útvarpsstöðvunum.
Einnig tók hún þátt í söngkeppni sjón-
varpsins með lagið Ást eftir Grétar Sig-
urbergsson sem var klassískt en kraft-
mikið.
Hún segist hafa styrkst með hverju
skipti sem hún kom fram og nýtur góðs af
því í allri tónlistarsköpun.
Krakkarnir eins og svampar
„Það er gaman að kenna krökkunum, þau
eru mjög áhugasöm, eins og svampar,
þau eru svo fljót að tileinka sér nýja hluti.
Þau eru líka svo frumleg og sniðug,“ segir
Anna Hlín. Hún er með námskeið fyrir
börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára
þar sem þau ná tökum á raddbeitingu og
söngtækni.
Maðurinn hennar Anthony Lewis
heldur einnig námskeið í hip hop-tónlist
sem er vinsælt.
Mikið fjör fylgir því að troða upp fyrir
krakkana. „Í síðustu viku vorum við á lít-
illi eyju á Víkingahátíð og vorum fengin
til að koma þangað að skemmta. Það er
alltaf gaman að koma fram og ennþá
betra ef það eru eyru sem vilja hlusta. Á
þessum ferðum okkar og tónleikum finn-
um við fyrir mikilli eftirspurn eftir plöt-
unni.“
Ekki á leiðinni heim
„Okkur líður mjög vel hérna og erum
ekki á leiðinni heim, nema það gerist af
illri nauðsyn. Við erum að einbeita okkur
að tónlistinni og það er æðislegt að vera
listamaður hér. Auk þess er fjölskyldan
hér, foreldrar mínir og systkini. Okkur
langaði alltaf að flytja úr borginni og í ró-
legra umhverfi og þetta er mikið til gert
fyrir strákinn okkar, að leyfa honum að
njóta sín í rólegheitunum og í náttúrunni.
Hér eru til dæmis geitur, kýr og otrar sem
er ekki alveg normið í Reykjavík, þar er í
mesta lagi hægt að sjá kanínur í Öskju-
hlíðinni ef maður er heppinn.“
Þau eiga von á sínu öðru barni í nóv-
ember og líkar vel í firðinum þar sem
veðráttan minnir gjarnan á Ísland; úr-
komusamir gráir dagar en sólardagarnir
eru þó mun fleiri.
Undir lok símtalsins þurfti Anna Hlín
að haska sér af stað út í sólina því son-
urinn litli var farinn að kalla eftir athygli
og vildi ólmur sjá otrana og geiturnar í
náttúruperlunni.
Þurfti að venja
sig af því að
vera íslensk
Tónlist hefur heillað Önnu Hlín frá unga aldri og
lifir hún drauminn í faðmi norskrar náttúrufeg-
urðar. Hún skapar sín eigin tækifæri, stofnaði
fyrirtæki og gefur út sína fyrstu plötu. Athafna-
semin og atorkan sem löngum hefur verið orðuð
við Íslendinga kemur íbúum Stongfjorden
skemmtilega á óvart. Þorpið kúrir milli him-
inhárra fjalla, trjáa og hafs og ferja þarf íbúana
síðasta spottann til áfangastaðarins.
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is
Anna Hlín flott í skóglendinu, myndatakan þarf að vera töff því stefnt er á erlendan markað.
Með fjölskyldunni, Anthony Lewis,
Imhotep Stefán og Anna Hlín á góðri
stundu í Noregi.