SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 22
22 15. júlí 2012
Ákveðið hefur verið að kasta 250 millj-ónum króna á glæ með því að efna tilómarkvissrar skoðanakönnunar meðspurningum sem sagðar eru snerta
inntak einhverra af ógrynni tillagna, sem svo
kallað stjórnlagaráð hafði samþykkt eftir nokkra
vikna söng og starf. Spurningarnar sem nefndar
hafa verið til sögunnar eru óljósar og óhnitmið-
aðar og ekki verður séð að svör við fyrirhugaðri
skoðanakönnun, sem til gamans hefur verið köll-
uð þjóðaratkvæðagreiðsla, veiti gagnlega leið-
beiningu af neinu tagi. Helst kemur í hug að
óprúttnir telji sig geta túlkað svör við svo sund-
urlausum og illa tengdum spurningum út og suð-
ur eftir hentugleikum eftir á. En víst er að ekki
auðveldar þessi sérkennilegi snúningur það verk-
efni sem látið er líta út fyrir að sé tilefnið.
Þingnefnd forðast umræður
um mál til meðferðar
Tillögur svokallaðs stjórnlagaráðs voru afhentar
Alþingi Íslendinga með viðhöfn fyrir svo sem ári
og gefið hefur verið í skyn að þær hafi verið til
meðhöndlunar þar í sérstakri þingnefnd síðan þá.
Nú er komið á daginn að ekkert venjubundið
nefndarstarf hefur farið fram. Formaður nefnd-
arinnar hefur tekið sérstaklega fram að með-
höndlun hennar hafi ekki falist í því að farið hafi
verið efnislega yfir tillögurnar. Nefndarstarfið
virðist felast í einhverju allt öðru, sem ekki er
hægt að henda reiður á. Nú þegar er búið að kasta
á glæ tæpum milljarði króna, eftir því sem best
fæst upplýst í hinu lokaða íslenska stjórnkerfi, til
að undirbúa tillögur „stjórnlagaráðs“ sem sér-
staklega var ekki til þess kjörið í almennum og
gildum kosningum. Þrátt fyrir þessa óstjórnlegu
sóun í þetta óskiljanlega gæluverkefni stjórn-
arflokkanna hefur verið talið rétt að fjalla alls ekki
um efniviðinn í heilt ár af þeirri sérstöku nefnd
sem fékk það verkefni að fjalla um það. Og það er
verið að fjalla um stjórnarskrá landsins. Og fullyrt
að það sé gert í fullri alvöru. Og þetta meðvitaða
verkleysi viðgengst þótt enn sé talað um að tillög-
urnar eigi samt að afgreiða á þeim fáu mánuðum
sem eru til kosninga. Hvernig í ósköpunum getur
þingnefnd leyft sér að haga sér svona?
Sérfræðingar bit
En nefndin komst á hinn bóginn ekki alveg hjá því
að fá fjöldann allan af athugasemdum frá utan-
hússfólki, sérfræðingum og öðrum, sem reyndu
flestir samviskusamlega að fá botn í þennan und-
arlega málatilbúnað. Og í þessum athugasemdum
er vissulega að finna þunga og efnislega gagnrýni á
tillögurnar umræddu og þar er nánast einróma
mat að þær séu alls ekki tækar í núverandi bún-
ingi. Þar sem ekki hefur enn verið lagt í það verk-
efni af fagnefnd þingsins að ræða breyting-
artillögur „stjórnlagaráðs“, sem samanstóð af
þeim frambjóðendum til stjórnlagaþings sem
studdu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að nið-
urlægja Hæstarétt landsins, hafa efnislegar at-
hugasemdir sérfræðinganna ekki heldur verið
ræddar í neinn þaula. Auðvitað er ekki hægt að
halda því fram að sá afmarkaði skrípaleikur sem
þarna á sér stað sé ekki í góðu samræmi við þá
tiltrú sem íslenskur almenningur hefur á Alþingi
um þessar mundir. En það er þá það eina sem
hægt er að segja „jákvætt“ um hann. Og þar sem
engin af frumskyldum nefndarinnar í þessu máli
hefur verið virt og engin efnisleg umræða hefur
farið fram um hinar sundurlausu tillögur sem leg-
ið hafa fyrir nefndinni í heilt ár, veit enginn, að
mati formanns hennar, hvort samstaða eða
ágreiningur er um þær í nefndinni eða annars
staðar í þjóðfélaginu. Formaðurinn hefur því vísað
áliti Forseta Íslands í þá veru algjörlega á bug.
Skoðanakönnun sett í þjóðaratkvæði
Og til að geta haldið áfram að tryggja að breyting-
artillögur um stjórnarskrá komi ekki til efnis-
legrar umræðu, sem afhjúpað gæti opinberlega
þann ágreining sem vitað er um að ríkir um tillög-
urnar, var sem fyrr sagði ákveðið að halda í hina
stórundarlegu, rándýru og með öllu marklausu
skoðanakönnun. Þetta virðist hafa verið hugsað
sem einhvers konar millileikur sem gæti forðað
þingmeirihlutanum enn um skeið frá því að fjalla
efnislega um málið. En meira að segja ákvörðun
um rándýra, gagnslausa tafataktík var tekin í
bullandi opinberum ágreiningi í þinginu, sem
leiddi til þrefs í þingsal, sem stóð vikum saman og
tafði önnur verkefni sem hugsanlega hefði verið
eitthvert vit í og þar með meira vit en í atlögunni
að stjórnarskránni, sem kosta á yfir einn milljarð
króna á niðurskurðartímum.
En þar sem Alþingi ákvað að skoðanakönnun
um nokkrar almennt orðaðar spurningar skyldi
fara fram sem um þjóðaratkvæðagreiðslu væri að
ræða verður um framkvæmd hennar að fara und-
anbragðalaust eftir því sem segir í lögum um þær.
Við ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu ber að
ákvarða dagsetningu hinnar almennu kosningar.
Engin undanþága frá því er veitt í lögunum. Skýr
og ótvíræð dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslu
með ályktun Alþingis er ófrávíkjanleg. En meinið
er að slíka fasta dagsetningu kjördags gleymdist
að setja inn í ályktun Alþingis. Á hinn bóginn var í
ályktuninni að finna almenna hugleiðingu og í
besta falli viljayfirlýsingu um að kosningar skyldu
fara fram á tilteknu tímabili og þá ekki síðar en 20.
október í ár. Þessi almenna hugleiðing um þetta
efni hefur eflaust mátt vera í textanum en hún er
að sjálfsögðu ekki ákvörðun um kjördag. Allir
aðrir dagar þremur mánuðum eftir að ályktun Al-
þingis var gerð eru jafngildir sem kjördagar og 20.
október. Ekki einu sinni óvitar myndu reyna að
halda því fram að með vangaveltum um tiltekið
tímaskeið hefði einn kjördagur verið ákveðinn af
því að hann var nefndur síðast í röðinni! Kjördag-
inn ber að festa með ályktun Alþingis og hann er
einn, en ekki eftir hentugleikum hinn síðasti í röð
þeirra kjördaga sem komið gætu til greina. Vanga-
veltur um að æskilegt sé að hann fari fram á til-
teknu tímabili hafa ekkert með þá lagaskyldu að
gera.
Uppnám og pat
Nú er allt í miklu uppnámi vegna þessa í stjórn-
arliðinu. Innanríkisráðuneytið sér að lagaskilyrði
eru ekki uppfyllt um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu
og skrifar Alþingi í þeim tilgangi að fá þau skilyrði
Reykjavíkurbréf 13.07.12
Nú eru góð ástráð dýr