SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 23

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 23
15. júlí 2012 23 „Þetta var hinsvegar vel skipulögð fluga með einbeittan brotavilja og var hún að auki dulbúin sem svifryk.“ Umhverfisstofnun reyndi í vikunni að afsaka þau, ann- ars óafsakanlegu, mistök að fluga hefði komist inn í svifryksmæli á Grensásvegi og truflað niðurstöður. „Líklegast var þetta ekki hvítabjörn heldur Árni Björn.“ Gunnhildur Stefánsdóttir, kajakræðari, virðist vera sú eina sem þekkir muninn á eiginmanni sínum og hvíta- birni. Hún heldur því fram að sporin sem sáust á Vatns- nesi hafi í raun verið eftir eiginmann sinn, Árna Björn Stefánsson. „Ég heyrði að það hefðu verið hátt í 20 þúsund manns á svæð- inu, það var allavega orðið á götunni.“ Nanna Bryndís Hilmarsdótir, meðlimur Of Monsters and Men, um útitónleika sem haldnir voru í Hljómskálagarðinum um síðustu helgi. „Hvað heldur þú? Ég hef ekkert annað að gera, orðinn hundgamall.“ Hinn 82 ára gamli Magnús Gunnlaugsson eftir að blaða- maður spurði hann út í það hvort hann hefði verið við- staddur allt Landsmót hestamanna sem lauk fyrir skemmstu. „Og nú hefur honum bæst liðsauki við veiðarnar.“ Anders Hansen, bóndi á Leirubakka, telur að hryssan Gjóska geti veist tófuskyttunni Elimari Helga mikill happafengur. Trippið elti uppi og murkaði lífið úr tófu á dögunum. „Þetta er eins og þokka- legasta blokk.“ Pétur Kristjánsson, skip- stjóri á dráttarbátnum Magna, um skemmti- ferðaskipið Celebrity Eclipse. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal uppfyllt. Ekki er hægt að gera athugasemdir við slíkt erindi. Innanríkisráðuneytið fer nærri um að það er ekki að skrifa erindi í bygginguna sem hýsir löggjafarþingið eða til að heyra viðhorf skrifstofu- manna þingsins eða dyravarðanna. Það veit einnig upp á sína tíu fingur, ef það er ekki fullkomlega vanhæft sem mikilvægt ráðuneyti, að engin nefnd innan þingsins er bær til að hrifsa til sín ákvörðun sem aðeins verður gerð að lögum með ályktun frá Alþingi sjálfu. Vilji menn endilega halda sig við að kasta 250 milljónum á glæ til að halda ástæðulausa þjóð- aratkvæðagreiðslu sína um skoðanakönnun um nokkrar spurningar sem er laustengdar vanga- veltum ólöglegs stjórnlagaráðs um hugsanlegar en óþarfar breytingar á stjórnarskrá landsins hinn 20. október eða fyrr verður Alþingi að gera um það ályktun 19. júlí n.k. eða fyrr. Þetta er ekki flóknara mál en það. Patstigið fer dagversnandi í stjórnarráðinu vegna málsins. Umræðan í stjórnarliðinu um þetta kák og klúður hefur að undanförnu einkum snúist um tvennt. Hverjum er þetta sérstaka klúður að kenna og er hægt að finna einhverja leið, hversu ógeðfelld sem hún kunni að vera, til að komast framhjá ótvíræðum lögum um Alþingi, eins og komist var hjá að taka mark á Hæstarétti Íslands. En innan stjórnarliðsins heyrast raddir sem benda á að tiltrú ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar hafi beðið hnekki með árásinni á Hæsta- rétt. Sami þingmeirihluti og kallaði saman Lands- dóm hljóti að hugsa sinn gang. En þrátt fyrir slík varnaðarorð hefur verið reynt að þrýsta á mark- tæka lögfræðinga, þeir beðnir um að taka fyrir nefið og skafa snitti af fræðilegri æru sinni með því að rökstyðja einhvern veginn að þrátt fyrir allt þurfi ekki lögin frá Alþingi að gilda alla leið í þessu sérstaka máli. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki tekist að finna neinn sem vill láta hafa sig í þetta, svo sem vonlegt er. Fróðlegt verður að sjá hversu langt niður skalann þarf að fara. Kannski endar leitin alla leið í Ástráði Haraldssyni. Hann stóð sig með prýði, að sínum hætti, í stjórnlaga- þingskosningunum, og sá fátt athugavert við þær. Morgunblaðið/Eggert Menn að veiða makríl við Reykjavíkurhöfn. Hálfrar aldar gömul ljós-mynd á forsíðu Sunnu-dagsmoggans um liðnahelgi vakti athygli. Hún var ein margra úr fórum þýska ljós- myndarans og kvikmyndagerð- armannsins Hermanns Schlenkers, sem hann færði Ljósmyndasafni Reykjavíkur að gjöf. Á myndinni var einbeittur veiðimaður girtur lundum sem hann hafði háfað. Gaman var að heyra um manninn á fésbókinni eftir að blaðið kom út. „Forsíða Sunnudags Moggans kom skemmtilega á óvart þessa helgina en þar birtist mynd af pabba, þá 18 ára gömlum, sem tekin var af honum við lundaveiðar í Elliðaey árið 1959,“ skrifaði Harpa Guðjónsdóttir og bætti við: „Ég verð að segja að ég á svalasta og flottasta pabba í heimi :) Elska þennan mann.“ Og víst er pabbinn Guðjón Guðlaugsson á forsíðumyndinni, fæddur árið 1940, og hann er líka á minni ljósmynd inni í blaðinu. Sú mynd birtist áður í bók Schlenkers, Fuglar. „Ég var eini maðurinn í þeirri bók,“ segir Guðjón hlæjandi þegar næst tal af honum. „Þessar myndir eru þannig til komnar að Schlenker kom til okkar út í Elliðaey í eina eða tvær vik- ur. Ég er fæddur og uppalinn úti í Eyjum og fór þangað fyrst níu ára gamall. Þarna var ég 18 ára og fyrir utan einn föðurbróður minn sem var þarna úti, þá var ég sá eini sem gat talað við hann og not- aði bara mína skólaensku.“ Schlenker fylgdi honum eins og skuggi um eyjuna. „Ég gjörþekkti hana og sagði honum til. Hann var fyrst og fremst að taka fuglamyndir, en þegar hann var búinn að því, þá kom hann til mín þar sem ég var að veiða. Það er gaman að sjá þessar myndir – ég á þær heima. Og það hefur verið mikið um hringingar og spjall út af myndinni. Það voru svo margir sem þekktu mig. Ekki spillti fyrir að ég var í Vestmannaeyjum í árgangspartíi með konunni minni. Fjöldinn allur mönnum kom til mín og það stoppaði varla síminn. Þannig að heimurinn er ekki stór, nei, nei, nei.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Rabb Flottur pabbi á forsíðu

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.