SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Page 24
BardagaíþróttaklúbburinnMjölnir hefur vaxið hratt aðundanförnu og iðkendur þre-faldast á einu ári. Mjölnir hefur
nú aðsetur sín við Seljaveg 2, þar sem áð-
ur var leikhúsið Loftkastalinn, og að-
staðan vægast sagt glæsileg.
Félagið stofnað árið 2005
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis,
sem starfaði áður sem lögreglumaður,
segir aðdraganda að stofnun félagsins
ekki langa.
„Í raun og veru byrjuðum við með
Mjölni áður en ég byrjaði í lögreglunni.
Fyrsta æfingin okkar var árið 2003, þá
byrjuðum við með þetta undir formerkj-
um Þórshamars og þaðan er nafnið
Mjölnir dregið. Á sama tíma voru aðrir
strákar að æfa svipaða hluti í Skeifunni.
Við byrjuðum að æfa saman árið 2004 og
árið 2005 ákváðum við að stofna þetta
formlega. Þá sameinuðust þessir tveir
hópar og úr varð níu manna hópur sem
skuldbatt sig til að greiða ákveðna upp-
hæð í 12 mánuði til að við gætum byrjað
að leigja okkur húsnæði. Þeir sem eru í
þeim hópi eru kallaðir stofnfélagar
Mjölnis. Það var haustið árið 2005 sem
það var gert og við héldum Mjölnisnafn-
inu. Flestir af stofnfélögunum koma enn
þann dag í dag að rekstri Mjölnis og má
þar nefna menn á borð við bardagakapp-
ann Gunnar Nelson og Pétur Baldursson
sem var stór þáttur í allri tækniþjálf-
uninni hérna. Hann flutti mann inn frá
Bandaríkjunum, Matt Gorton, sem hélt
námskeið hér á landi árið 2004. Við höf-
um síðan þá verið í mjög góðu sambandi
við hans klúbba, sem eru úti um allan
heim, meðal annars vill Gunnar æfa undir
þeim samtökum í Írlandi,“ segir Jón Við-
ar.
Sjálfboðavinna gulls ígildi
Það er ekki langt síðan Mjölnir flutti inn í
gamla Loftkastalann og þakkar Jón Viðar
gríðarlegri sjálfboðavinnu fyrir það
hversu góð aðstaðan er.
„Fyrst leigðum við hjá Júdófélagi
Reykjavíkur í eitt ár og svo
ákváðum við að flytja á Mýr-
argötuna. Menn voru til að
byrja með pínu smeykir við
það, 50-60 manna hópur,
hvort við myndum ráða við að
borga leiguna. Stór hluti ástæð-
unnar fyrir því að allt er eins stórt og
flott og það er í dag er sú svakalega
sjálfboðavinna sem hefur verið unnin
hérna. Fyrsta árið þrifum við allt í sjálf-
boðavinnu, kenndum allt í sjálfboða-
vinnu, vorum með afgreiðsluna í sjálf-
boðavinnu og greiddum samt æfinga-
gjöld. Það voru strákar sem eru grafískir
hönnuðir sem voru að æfa í Mjölni sem
hönnuðu plaköt og prentuðu þau út og
svo höfum við líka klippt mikið af mynd-
böndum og dreift um netið, það hefur
vakið mikla athygli. Gunnar Nelson er
náttúrlega okkar helsta auglýsing, hann
er gríðarlega mikið í fjölmiðlum og flott
ímynd fyrir sportið,“ segir formaðurinn.
Félag en ekki fyrirtæki
Hjá Mjölni er hægt að æfa bardagaíþróttir
á borð við jú-jitsú, hnefaleika og MMA
auk þess sem hægt er að nýta sér aðstöð-
una til líkamsræktar.
„Fyrir tveimur vikum ákváðum við að
vera með opið allan daginn svo að fólk
gæti mætt og til dæmis lyft. Við viljum
samt að þeir sem eru að æfa hér hafi klár-
að að minnsta kosti eitt byrjunarnám-
skeið í einhverju. Við viljum ekki að þetta
breytist í hefðbundna líkamsræktarstöð.
Við viljum að fólk þekkist hérna og æfi
saman. Við erum með 650 iðkendur og
við förum örugglega hátt í 800 innan
skamms,“ segir Jón Viðar.
Með allan þennan fjölda iðkenda er
ljóst að talsverður peningur er í spilinu en
að sögn Jóns Viðars fer hann ekki í vasa
eigenda félagsins.
„Þetta er félag en
ekki fyrirtæki þannig
að peningurinn sem
kemur hérna inn fer
bara í það að reka
félagið, borga leig-
una, starfsmönnum
og þjálfurum. Allur
sá peningur
sem kemur aukalega fer strax aftur inn í
félagið og við kaupum búnað, sendum
keppnisliðið okkar út og styrkjum það,
borgum fyrir þjálfara og allt sem gerir fé-
lagið betra,“ segir Jón Viðar.
Von á frábærum þjálfurum
„Við fáum alltaf reglulega erlenda þjálfara
til okkar. Við erum til dæmis að fá til okk-
ar þvílíkt nafn núna í september sem
kemur inn í fulla vinnu, John Kavanagh.
Hann er einn fremsti MMA þjálfari í Evr-
ópu í dag og þjálfar meðal annars Gunnar.
Þessir samningar verða til þess að Mjölnir
verður ennþá meiri miðstöð í Evrópu, það
mun fullt af liði koma til Íslands til að æfa
með John og í Mjölni til að undirbúa sig
fyrir bardaga úti um allan heim,“ segir
Jón Viðar og tekur það fram að Mjölnir sé
orðið ágætlega þekkt nafn innan bar-
dagaíþróttasamfélagsins í Evrópu.
Gunnar Nelson er ekki eini bardaga-
kappinn sem keppir undir formerkjum
Mjölnis en Árni Ísaksson, sem einnig er
mjög framarlega í MMA íþróttinni, æfir
undir formerkjum Mjölnis og einn fremsti
boxari landsins, Gunnar Þór Þórsson,
gerir slíkt hið sama.
Mjölnismenn í
Hollywood-mynd
Jón Viðar og Mjölnismenn hafa einnig
komið talsvert að gerð kvikmynda.
„Ég hef sjálfur verið svolítið í kringum
kvikmyndir, aðallega út af kærustunni
minni Ágústu Evu. Ég hef oft séð um
áhættuatriði, til dæmis í myndunum
Borgríki, Svartur á leik, auglýsingum og
þess háttar. Ég hef mikið til fengið stráka
úr Mjölni til þess að vera í bardagaatrið-
unum,“ segir Jón Viðar.
Næsta kvikmynd sem er á borðinu hjá
Jóni Viðari og félögum er stórmyndin
Noah, sem leikstýrt er af Darren Aro-
nofsky sem leikstýrði meðal annars
Requiem for a Dream og Black
Swan.
„Það er síðan fullt af
strákum sem er að fara
að koma að kvik-
myndinni Noah.
Leikstjóri mynd-
arinnar, Darren
Aronofsky, var
bara hérna fyrir
skemmstu og var
að velja Mjöln-
isstráka í hlutverk hjá
sér. Það eru náttúrlega
misstór hlutverk sem
menn fá, þetta er allt mjög mikið leynda-
mál, en þetta er allt frá því að vera ein-
hver smáhlutverk og yfir í eitthvað
stærra. Ég veit ekki hvað það verða marg-
ir valdir að lokum en það verða líklegast
vel yfir 100 Mjölnismenn sem munu
koma fram í myndinni,“ segir Jón Viðar
sem skartar alskeggi að beiðni leikstjór-
ans.
Félagslíf innan
Mjölnis er frábært
Mjölnir hefur verið mikið í kastljósinu
upp á síðkastið og segir Jón það næstum
því vera sjálfsprottið. Hann segir að
Mjölnismenn hafi aldrei greitt fyrir eina
einustu auglýsingu, allt sé til komið af
umfjöllunum og sjálfboðavinnu. Hann
segir stemninguna innan félagsins vera
frábæra og mikið sé í það lagt að skapa
gott andrúmsloft.
„Það er mjög gott félagslíf hérna. Það
eru partí nánast í hverjum mánuði, við
förum í bíó saman og reynum að hittast
alltaf reglulega. Það hefur orðið fullt af
samböndum hérna og stemningin er mjög
góð. Stelpum hefur líka fjölgað alveg
svakalega innan Mjölnis upp á síðkastið.
Það eru kannski ekki alveg jöfn kynja-
hlutföll ennþá hjá okkur en það eru lík-
legast eitthvað um 150 stelpur hjá okkur
um þessar mundir. Kynin æfa nær alltaf
saman. Við erum með tvær æfingar í viku
sem eru bara fyrir stelpur en annars vilj-
um við að það æfi allir saman, þannig
myndast betra andrúmsloft,“ segir Jón
Viðar.
Aðspurður segir hann að fólk sé fljótt
Íþrótt
en ekki ofbeldi
Bardagaíþróttafélagið Mjölnir hefur þrefaldast á
einu ári. Auk þess hefur félagið komið að gerð
kvikmynda og um 100 Mjölnismenn munu koma
fram í myndinni Noah sem verið er að taka upp.
Texti: Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is
Jón Viðar
Arnþórsson
24 15. júlí 2012