SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Qupperneq 26
26 15. júlí 2012 aldrei piparúða. Ég lenti í fullt af átökum en ég þurfti aldrei að grípa til vopna því ég var svo vanur því að takast á og hnoð- ast,“ segir Jón Viðar. Glæpamenn ekki velkomnir Mjölnismenn vilja opna augu almennings gagnvart því að í félaginu séu stundaðar íþróttir en ekki ofbeldi. „Þetta kemur ofbeldi í rauninni ekkert við. Ofbeldi er eitthvað sem einhver er beittur sem vill það ekki. Þegar menn stíga inn í hringinn vilja báðir takast á, þetta er gert með samþykki beggja og því íþrótt. Auðvitað verða slys hérna eins og í öllum öðrum íþróttum en það er ekki mikið um það. Þetta er í raun bara fyrir alla þá sem vilja læra að verja sig eða koma sér í gott form. Ef fólk væri alltaf að slasa sig hérna í Mjölni væri náttúrlega enginn að æfa hér. Það æfa 650 manns hérna og aðalreglan er að allir eigi að skemmta sér og enginn eigi að slasast. Þú ert hérna til að æfa þig en ekki til að meiða þig,“ segir Jón Viðar. Jón Viðar tekur það jafnframt fram að dæmdir ofbeldismenn og þeir sem fást við eitthvað í þeim anda séu ekki velkomnir. „Ef menn eru staðnir að því að slást með ólögmætum hætti er viðkomandi vísað úr klúbbnum. Við erum búnir að vísa það mörgum úr klúbbnum að þeir sem eru flæktir í eitthvað svoleiðis vita að þeir eru ekki velkomnir hingað. Þeir láta varla sjá sig hérna lengur. Við viljum ekki sjá þá menn sem eru að slást niðri í miðbæ eða eru að stunda ofbeldi einhvers stað- ar,“ segir Jón Viðar. Dýrt er að reka félagið Mjölnir tilheyrir ekki ÍSÍ, félagið er alveg sér á báti. Jón Viðar segir að klúbburinn hafi aldrei þegið styrki úr neinum sjóðum enda hafi þeir aldrei beðið um neitt slíkt. Hann segir kostnaðinn við að reka Mjölni þó talsverðan. „Það er alveg gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að reka þetta. Við erum með um 60 tíma í viku þar sem við erum að greiða þjálfurum tímakaup og við er- um með um 20 þjálfara hérna. Svo erum við með 4 starfsmenn í fullri vinnu. Þannig að það fer alveg hellingur í launa- kostnað. Rafmagnsreikningurinn er líka rosalega hár. Þennan vetur, eftir að við fluttum hingað á nýja staðinn kostuðu breytingarnar 7 milljónir. Þennan vetur höfum við því verið að spara til að greiða niður lánið sem við tókum og við verðum vonandi búin að greiða það niður í sumar. Við sendum því ekki keppnisliðið út síð- asta vetur eins og við höfðum gert vet- urna þar á undan en við getum vonandi byrjað á því aftur strax í haust. Fyrsti styrkurinn sem við höfum fengið var bara núna um daginn og það var fyrir keppn- isliðið okkar. Við fengum matarstyrk frá Vegamótum. Annars höfum við aldrei fengið styrk frá ríkinu, Reykjavíkurborg eða neinni nefnd enda höfum við aldrei beðið um styrki. Annars eru öll íþrótta- félög oftast bara rekin á styrkjum, bæði frá ÍSÍ og hinum og þessum,“ segir Jón Viðar. Styrkur kæmi sér vel Jón Viðar kveður á um að talsverður mis- munur sé á milli íþrótta. „Þú sérð það bara, það er miklu meira fjallað um einhvern gaur sem skoraði mark í annarri deildinni í fótbolta en keppendur frá okkur sem eru að vinna Norðurlandameistaramót,“ segir hann. Jón Viðar viðurkennir einnig að styrk- ur frá ÍSÍ kæmi sér eflaust vel. „Það myndi alveg hjálpa helling, við gætum gert talsvert meira með keppnis- liðið. Þrátt fyrir að allur þessi fjöldi sé að æfa hérna eru ekkert einhverjar milljónir sem við fáum í hagnað við hver mán- aðamót. Það verður að gæta vel að því hvernig þetta er rekið. Við erum að fara að skoða það núna í haust hvort við vilj- um fara í samstarf með einhverjum upp á það að geta sent liðið meira út og gert ennþá meira,“ segir Jón Viðar. MMA er ekki fyrir byrjendur Jón Viðar fullyrðir að aðeins eina æfingu þurfi til að heillast. „Menn verða bara að prófa eina æfingu og þá mun það heillast af þessu. Fólk kemst náttúrlega í frábært form á því að æfa hjá okkur og á sama tíma ertu að læra eitthvað sem hentar þér, gæti þess vegna einhverntímann bjargað lífi þínu. Sumir sem þekkja bæði til glímu og jóga segja að það að stunda glímu sé í rauninni hæsta stig af jóga sem þú getur komist í. Þú hugsar ekki um neitt annað en bara þá glímu sem þú ert að taka þátt í, gleymir öllu öðru,“ segir formaðurinn. Hann segir MMA hinsvegar ekki vera fyrir byrjendur. „Við stefnum á að senda hóp nú í haust til Manchester að keppa í MMA fyrir byrj- endur, það eru aðeins meiri reglur í því en hefðbundnu MMA. Við erum með keppn- islið í þeirri íþrótt sem er kannski svona 20 manns. Ef þú ert að æfa MMA ertu líka að æfa box og glímu og þarft að ná ákveðnum grunni í hvoru tveggja til að geta mætt á MMA-æfingar. Þetta gengur út á það að sigra andstæðinginn, það get- ur til dæmis verið með rothöggi, með lás eða með dómaraúrskurði. Það eru svo margar leiðir til að vinna bardaga í MMA og um leið og dómarinn sér að þú ert ekki lengur að verja þig stoppar hann bardag- ann strax. Í dag, í Bandaríkjunum, er MMA talið mest vaxandi íþróttin og hún er búin að taka yfir hnefaleikana og fullt af öðrum íþróttum í áhorfi. Þetta er orðið svo rosalega stór íþrótt,“ segir Jón Viðar. Jón Viðar segir feril bestu MMA- bardagakappanna í raun vera lengri en meðal atvinnumanns í fótbolta. „Bestu MMA-kapparnir í dag eru um 37 ára og alveg yfir fertugt þannig að þetta er alveg langlífur íþróttaferill. Þetta snýst bara svo mikið um hversu vel og rétt þú æfir. Ef þú æfir eins og vitleysingur og ert rotaður í fyrstu fimm bardögunum þín- um þá er þinn ferill búinn. Þegar þú færð slíkt höfuðhögg ferðu í heilaskanna og mátt ekki keppa í nokkra mánuði. Það ar því mjög mikið passað upp á keppendur. Þeir sem fara í hringinn eru líka svakalega vel undirbúnir, þú ferð ekkert í hringinn ef þú ert bara búinn að vera að æfa í eitt ár. Þú þarft að vera búinn að æfa á fullu og líkaminn verður að vera orðinn vanur því að fá högg á sig,“ segir þjálfarinn. Fordómar í garð íþróttanna Jón Viðar segir að nokkuð sé um fordóma gagnvart bardagaíþróttum hér á landi og þá helst MMA. „Ef fólk þekkir ekki íþróttina, til dæmis MMA, og er að sjá hana í fyrsta skiptið finnst því þetta eflaust vera svakalegt. Um leið og þú ert búinn að æfa þetta og fylgjast með þessu færðu allt aðra sýn á þetta, þú sérð þetta ekkert sem ofbeldi heldur bara eins og hverja aðra íþrótt,“ segir hann. Hann segir það misjafnt eftir foreldrum hvort þeir séu smeykir að senda börnin sín á æfingar hjá Mjölni. „Ef foreldrar þekkja ekki þessar bar- dagaíþróttir eru þeir kannski smeykir við að senda börnin sín til okkar. Það er hins- vegar ótrúlega mikið af krökkum sem líta til dæmis upp til Gunnars og þegar for- eldrar sjá það hversu góð fyrirmynd hann er fyrir sportið vill fólk frekar senda börnin sín hingað. Allir barnatímarnir hjá okkur eru gerðir þannig að allt er sett upp í formi einhverra leikja og krakkarnir eru ómeðvitað að læra glímu. Þau læra enga lása eða neitt svoleiðis, þau fá að kýla í púða og svo eru þau bara að leika sér að ná einhverjum stöðum og sleppa og hlut- Hér má sjá iðkendur á miðri æfingu í einum af æfingasölum félagsins. Til vinstri má sjá vitnað í Hávamál og má sjá slíkt víðar í húsinu. Erlendur F. Magnússon skar út þessa einkar snotru hurð sem finna má í Mjölnishúsinu. Á Seljavegi 2 má finna búð með vörum tengdu sportinu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.