SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Blaðsíða 27
irnir ekki settir upp sem keppni,“ segir
Jón Viðar.
Jón Viðar segir framtíðina bjarta fyrir
MMA.
„Ég held að eftir nokkur ár muni þetta
vera búið að taka yfir sem eitt stærsta
sport í heiminum. Menn munu líta miklu
meira upp til stærsta MMA-kappans
heldur en einhverrar fótbolta- eða hand-
boltastjörnu. Ef þú ímyndar þér að fyrir
framan okkur séu þrír vellir og á þeim
væri verið að spila körfu-, hand- og fót-
bolta og á einum þeirra myndi brjótast út
slagsmál þá myndu allir horfa á það. Fólk
elskar að horfa á svona átök. Það að
hnoðast, hvort sem það er með vini þín-
um eða barninu þínu, er bara í eðli
mannsins. Þegar þú horfir á dýr eru þau
alltaf eitthvað að hnoðast sér til gamans,“
segir Jón Viðar.
Þetta snýst ekki um vöðva
Hann segir að æfingarnar hjá Mjölni
styrki sjálfstraust og geti bætt líðan fólks
til muna.
„Það koma krakkar að æfa hjá okkur
sem hafa lent í einelti og það hafa komið
foreldrar til okkar sem hafa sagt okkur að
við höfum gjörbreytt lífi þeirra og líðan í
skólanum. Ekki endilega vegna þess að
þeir séu að taka í lurginn á þeim sem eru
að stríða þeim heldur vegna þess að
sjálfstraust þeirra verður meira fyrir vikið
og krakkarnir bera sig betur og þeim líður
betur. Ég er með eitt dæmi um strák sem
var ekkert búinn að vera svakalega vin-
sæll í skólanum og svo var haldin glímu-
keppni í leikfimi. Hann náttúrlega pakk-
aði öllum saman og eftir það var hann
aðalgaurinn í hópnum. Það er ekkert
öðruvísi í þessu en öðrum íþróttum, ef þú
ert góður í þeim þá fylgir því ákveðið
sjálfstraust,“ segir Jón Viðar.
Jón Viðar segir íþróttina ekki eingöngu
snúast um vöðvamassa keppandans.
„Þú getur kannski lyft einhverjum 200
kílóum en svo þegar það kemur að því að
beita kraftinum gegn aumari einstaklingi
pakkar hann þér saman. Hvor er þá öfl-
ugri? Tækni er ekkert annað en styrkur.
Strákar sem eru að sprauta sterum í rass-
inn á sér eru heldur ekki beint velkomnir
hingað, við viljum ekki að það séu ólögleg
lyf sem koma nálægt félaginu. En annars
eru allir velkomnir hingað hvort sem um
er að ræða massatröll eða anorex-
íusjúklinga.
Þess má geta að upplýsingar um æf-
ingatíma og annað þess háttar má nálgast
á heimasíðu félagsins mjolnir.is eða
facebook síðu þeirra.
Einbeitingin er mikil þó svo allt
fari fram í hinu mesta bróðerni.
’
„Ef foreldrar
þekkja ekki
þessar bar-
dagaíþróttir eru þeir
kannski smeykir við
að senda börnin sín
til okkar. Það er
hinsvegar ótrúlega
mikið af krökkum
sem líta til dæmis
upp til Gunnars og
þegar foreldrar sjá
það hversu góð fyr-
irmynd hann er fyrir
sportið vill fólk frek-
ar senda börnin sín
hingað.