SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 30

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 30
30 15. júlí 2012 Þ að eru þrjú stór mál á dagskrá þjóðmálaumræðu, þar sem svo miklir þjóðarhagsmunir eru í húfi að þau ættu að vera hafin yfir flokkaríg. Þó er augljós hætta á því að þau verði dregin ofan í það svað. Um eitt þeirra má þó ætla að svo víðtæk pólitísk samstaða hafi náðst á átta árum eða frá deilunum um fjölmiðlalögin vorið og sumarið 2004, að flokkarnir eigi að geta komið sér saman um að beina því í skyn- samlegri farveg en það er nú en þar er átt við stjórnarskrármálið. Hér verður ekki endurtekið það, sem áður hefur verið sagt um það klúður, sem ríkisstjórnin hefur komið stjórnarskrár- málinu í vegna þess að hún reyndi að stytta sér leið. Hitt má telja víst að víðtæk samstaða sé orðin um það á milli nánast allra flokka að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnarskránni á þann veg, að ekki fara á milli mála hver hún er. Það verður ekki til baka snúið með þá skoðanakönnun, sem fram fer meðal allra kosningabærra manna í haust en stjórn- málaflokkarnir þurfa að koma sér saman um hvað gerist í framhaldinu svo að þjóðin geti sem allra fyrst greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá og þar með bundið enda á þá óvissu, sem nú ríkir í kringum Bessastaði og er auðvitað óþolandi fyrir alla aðila. Hin stóru málin tvö eru aðildarum- sóknin að Evrópusambandinu og makríl- deilan. Misserum saman hafa ráðamenn á Íslandi sagt þjóðinni ósatt um þessi tvö mál, þótt þeir hafi vitað betur. Þeir hafa haldið því fram, að forsvarsmenn ESB hafi haldið því fram að þessi tvö mál væru ótengd. Eftir heimsókn Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB hingað til lands fyrir skömmu er ljóst það sem við hefur blasað um langan tíma, að frá sjónarhóli forsvarsmanna aðildarríkja ESB eru þau nátengd. Aðildarríkin leggja að vísu mis- munandi mikla áherzlu á þá tengingu en ljóst er að í hugum sumra þeirra er vilji til þess að setja löndunarbann á íslenzkar af- urðir í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta er ástæðan fyrir því, að Samfylk- ingin, sem er flokkur, sem virðist hafa orðið til um eitt mál, aðild Íslands að Evr- ópusambandinu, vinnur nú að því á bak við tjöldin að undirbúa undanhald Íslend- inga í makríldeilunni, að gefast upp fyrir Evrópusambandinu. Eina spurningin er sú, hvort Vinstri grænir verði tilbúnir til að taka þátt í þeirri uppgjöf. Víst má telja, að sá hópur innan VG, sem nú er orðinn aðildarsinnaður – og hann er býsna stór – sé tilbúinn til að fórna hags- munum Íslendinga í makríldeilunni en þeir eru miklir. Um þá má m.a. lesa í greinaflokki Björns Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra, á Evrópuvaktinni (evropuvaktin.is). Það er ekki jafnvíst, að Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, sé tilbú- inn til að taka þátt í þeirri uppgjöf. Sumir af pólitískum samherjum hans hafa trúað því fram á þennan dag, að hann muni standa fast á rétti Íslendinga og ekki hvika. Því er hins vegar ekki að leyna að ýmis ummæli hans að undanförnu gætu bent til þess að hann undirbúi nú uppgjöf- ina sjálfur og er þá vísað til samtals við hann í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Það eru gríðarlegir þjóðarhagsmunir tengdir því að gefast ekki upp í makríl- deilunni. Þess vegna þarf tvennt að gerast nú yfir sumarið. Annars vegar þarf að kanna hver staðan er á Alþingi. Er hugs- anlegt að það sé skýr meirihluti á Alþingi, sem mundi standa gegn uppgjafarsamn- ingum? Það verður t.d. að telja nánast óhugsandi að Jón Bjarnason, þingmaður VG, mundi standa að slíkum samningum. Það sama má segja um Atla Gíslason, Lilju Mósesdóttur og Þráin Bertelsson. Og hvað gæti hugsanlega rekið þingmenn Hreyf- ingarinnar til að styðja uppgjafarsamn- inga? Hins vegar er mikilvægt að grasrótin í VG láti til sín heyra og þá er átt við for- ystusveitir flokksins í einstökum kjör- dæmum, sem seint verður trúað að vilji fórna hagsmunum þjóðarinnar til þess að greiða fyrir aðild að Evrópusambandinu. Að auki skiptir auðvitað máli að verka- lýðsfélög og sjómannasamtök svo og sveitarstjórnir láti til sín heyra. Að vísu er ekki ástæða til að búast við miklu af for- ystusveit ASÍ. Hún er heillum horfin í Brussel. Og ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Hvar eru nú hinir ungu aðgerðar- sinnar?! Aðildarumsóknin sjálf er að sjálfsögðu stærsta málið. Hún snýst um fullveldi þjóðarinnar. Hún er í raun og veru dauð og það af tveimur ástæðum. Hin mikil- vægasta er sú, að vaxandi meirihluti þjóð- arinnar er einfaldlega andvígur aðild og smátt og smátt hefur verið að skapast víð- tæk samstaða um það. Þannig má segja, að nær allir helztu atvinnuvegir þjóðarinnar séu nú andvígir aðild. En til viðbótar er ljóst að innan Evrópu- sambandsins sjálfs eru aðildarríkin ekki öll á einu máli um aðild Íslands. Sum þeirra eru mjög hatrömm í okkar garð vegna makríldeilunnar. Þar eru Írar sennilega fremstir í flokki. Svo eru til aðildarríki, sem láta sér fátt um finnast, kannski af ástæðum, sem hafa ekkert með Ísland að gera en snúa að öðrum hags- munum þessara þjóða. Þegar á heildina er litið er því ljóst að aðildarumsóknin verður aldrei að veru- leika. Það er hins vegar mikilvægt, ekki sízt vegna hagsmuna okkar sjálfra, að ljúka þessari misheppnuðu vegferð Sam- fylkingarinnar í sæmilegri sátt við Evr- ópusambandið og aðildarríki þess. Þess vegna hvílir sú skylda á herðum forystusveita þeirra flokka sem með af- gerandi hætti eru andvígir aðild að þeir hafi frumkvæði að og forgöngu um samtöl á milli þeirra flokka og þingmanna, sem andvígir eru aðild um það hvernig málinu verði bezt lokið. Þjóðarhagsmunir á dagskrá Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á þessum degi, fyrir 108 árum, lést eitt merk-asta skáld sem gengið hefur þessa jörð. Ant-on Pavlovitsj Tsjekhov fæddist kaldan veturárið 1860. Hann var kominn af alþýðufólki í smábænum Taganrog í suðurhluta Rússlands. Tsjekhov byrjaði að skrifa þjóðfélagsádeilupistla og háð í blað sem gefið var út í Pétursborg aðeins 22 ára gamall. Hann kom sér í gegnum læknisfræðinám í Moskvu og hafði réttindi sem læknir. Hann þénaði þó ekki mikið á því enda meðhöndlaði hann aðallega fátækt fólk, því að kostnaðarlausu. Ástríða hans lá þó greinilega í skrifum og árið 1886, þá 26 ára gamall, var hann ráðinn af fjölmiðlarisanum Aleksey Suvorin til að skrifa í blaðið, Novoye Vremya, sem var eitt vinsælasta fréttablað Pétursborgar á þeim tíma. Sama ár versnuðu til muna hóstaköst sem Tsjek- hov þjáðist af og var hann farinn að hósta blóði. Hann hafði þá smitast af berklum en hélt því leyndu fyrir vinum og vandamönnum. Skrif hans voru vinsæl og metnaður hans fyrir þeim, sérstaklega skáldskapnum, efldist. Dmitry Grigorovitsj, útgefandi og skáld sem meðal annars hafði unnið með Dostoyevski og Tolstoy, hreifst af skrifum Tsjekhovs og hvatti hann til að einbeita sér að skáldskap sínum um- fram allt annað. Ári síðar gaf hann út smásagnasafn og með smá hjálp frá Grigorovitsj vann hann hin rómuðu Pushkin-verðlaun. Tsjekhov einblíndi meira á persónusköpun en margir forverar hans sem höfðu lagt meira upp úr fléttunni. Persónur hans voru ætíð margræðar og sögur hans mjög raunsæjar. Árið 1889 lést Nikolay, bróðir Antons Tsjekhov, úr berklum og hafði það mikil áhrif á skrif hans. Hann byrjaði að leggja meira upp úr einskonar tilvistarspeki og niðurlög margra verka hans leituðust eftir því að finna merkingu í ákveðnu tilgangsleysi. Anton Tsjekhov ferðaðist talsvert eftir þetta og varð vitni að fátækt og þjáningu í útnárum Rússlands. Hann settist að nálægt Moskvu, nánar tiltekið í Melikhovo, og bjó þar til ársins 1899. Á þeim tíma skrifaði hann ein- mitt tvö af þremur frægustu verkum sínum, Vanja frænda og Mávinn. Hann kom sér upp garði þar sem hann ræktaði matjurtir, tré og rósir. Hann annaðist einnig fátækt fólk og sjúklinga sem bjuggu í nágrenni við hann og ferðaðist um sveitirnar í kring með lækna- töskuna sína. Hann byggði auk þess þrjá skóla í ná- grenninu, slökkvistöð og heilsugæslustöð. Hann sótti þó einnig samkvæmi á meðal yfirstéttarinnar og hafði það meðal annars á orði að þar væri að finna nákvæm- lega sömu ljótu líkamana, tannlausu gamalmennin og eymdina og í fátæktinni í sveitinni. Í Melikhovo ræktaði Tsjekhov kirsuberjatré auk ann- arra trjáa. Bróðir hans, Mikhail, hafði það á orði að hann hefði séð um þau eins og eigin börn. Það var hins- vegar ekki fyrr en hann flutti suður til Yalta sem hann skrifaði Kirsuberjagarðinn, líklega frægasta verk sitt. Læknir hafði þá skipað honum að breyta um lífsstíl og því ákvað Tsjekhov að reisa sér hús við norðurströnd Svartahafs. Í húsi sínu í Yalta tók hann á móti mjög áhugaverðum persónum. Meðal þeirra sem heimsóttu hann voru tónskáldið Sergei Rachmaninoff og rit- listamennirnir og hugsuðirnir Maxim Gorky og Leo Tolstoy. Árið 1904 var Anton Tsjekhov orðinn mjög veikburða af berklum. Hann flutti ásamt eiginkonu sinni, Olgu Knipper, í Svartaskóg í Þýskalandi þar sem hann hugð- ist ná bata. Dauða hans bar þar fremur skáldlega að. Hann sat uppréttur í rúmi sínu og sagði hátt og skýrt á þýsku að nú væri hann að fara að deyja. Læknir róaði hann niður, sprautaði í hann kamfóru og pantaði kampavín inn á herbergið. Tsjekhov á þá að hafa tekið fullt glas, skoðað það gaumgæfilega og tjáð konu sinni með bros á vör að langt væri liðið frá því hann hefði drukkið kampavín síðast. Hann teygaði síðan drykkinn, lagðist á vinstri hliðina og hætti að anda. davidmar@mbl.is Skáldið deyr en bókin ekki ’ Meðal þeirra sem heimsóttu Tsjekhov voru tónskáldið Ser- gei Rachmaninoff og ritlista- mennirnir og hugsuðirnir Maxim Gorky og Leo Tolstoy. Tsjekhov og skáldið Leo Tolstoy voru kumpánar. Á þessum degi 15. júlí 1904 Anton Tsjekhov

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.