SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 31

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Síða 31
15. júlí 2012 31 Þórarinn er nýkominn heim úr vel heppnaðriveiðiferð til Rússlands. Hann landaði nokkrumstórum í ánni Yokanga en hún er þekkt fyrir aðgeyma væna laxa. Hann kvaðst þó hafa misst þann stærsta sem hann slóst við í tæpa tvo tíma og áætl- aði að hafi verið um 40-50 pund, en náði þó einum 33 punda laxi. Þetta var í tíunda skiptið sem hann renndi fyrir lax í Rússlandi sem hann segir vera einstaklega skemmtilegt. Til að komast að ánni er flogið með þyrlu og þar tók bátsmaður við honum og öðrum til og lóðsaði þá um ána. Uppáhaldslaxá Þórarins á Íslandi er Kjarrá í Borg- arfirði, á eftir henni er Selá í Vopnafirði og Miðfjarð- arárnar eru númer þrjú. Þó er neðsta veiðisvæðið í Blöndu í miklu uppáhaldi. Það nær frá Blönduósi að Laxastiga ofan Hrúteyjar. Neðst er einstakt fluguveiðisvæði, stór breiða sem býður upp á mikla möguleika og er algjörlega „unik“ nátt- úruperla. Honum þyki þó gaman að veiða á maðk en fluguveiðin þarna slái öllu við á landinu. Hann hefur haft þann háttinn á að kaupa allar fjórar stangirnar og selur þær svo út frá sér. Þórarinn fer strax eftir helgina norður í land að veiða í Blöndu, þess á milli sinnir hann sjúklingum sínum sem fá gjarnan veiðisögur ef þess er óskað; opinmynntir. thorunn@mbl.is Norskur lax sirka 44 punda í Alta. Rússneskur 44 punda lax í ánni Yokanga. Í íslenskri náttúru á grasbökkum Miðfjarðarárinnar, búnaðurinn þarf að vera í lagi ef hann á að bíta á. Að slást við einn í Blöndu 2008. Rússnesk dýrindismáltíð með Sasha. Einbeittur að renna fyrir lax á breiðunni í Blöndu í skjóli klettabeltis. Veiðimaður af guðsnáð Myndaalbúmið Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og veiðimaður, stundar laxveiði víða um heim. Fegursta á í heimi, Alta Noregi. Fyrsti lax Þóarins sumarið 2008 í Blöndu. Í uppáhalds ánni Kjarrá í Borgarfirði 2005. Þórarinn með einn fallegan um 20 punda lax í Blöndu 2010.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.