SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Qupperneq 34
34 15. júlí 2012 Húsið, sem stendur við Þingvallastræti 23,var byggt árið 1969. Það hýsti áður Iðn-skólann og Verkmenntaskólann á Akur-eyri. Síðastliðið vor opnaði hótel í gömlu skólabyggingunni. Þá voru tekin í notkun sextíu og þrjú herbergi en í byrjun mánaðarins var bætt við reksturinn þrjátíu og sjö herbergjum. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrum bæjarstjóri, er hótelstjóri nýja Icelandair hótelsins. Hún ber, eins og margir íbúar bæjarins, sterkar tilfinningar til gamla skólahúsnæðisins. „Okkur er mjög annt um sögu hússins,“ segir hún. „Eftir tíu ár getur verið að húsið verði ekki lengur þekkt sem gamli iðnskólinn eða háskólinn. Þá verður það kannski kallað hótelið við Þingvallastræti. Við leggjum því upp úr að minna á að hér var skóli,“ segir hún. Húsið var stækkað og sniðið að þörfum hótelreksturs en það getur hýst rúmlega tvöhundruð hótelgesti. „Húsinu var breytt mikið að innan,“ segir Sigrún Björk. „Það er aðeins einn vegg- ur sem stendur eftir. Meðfram þessum vegg hafa þús- undir nemenda gengið.“ Sigrún Björk segir það koma gömlum nemendum skemmtilega á óvart að her- bergin eru frammi á gangi en ekki inni í kennslustofu. Hún segir hótelið vera mjög fjölskylduvænt þar sem hurð sé milli herbergjanna. Hún útskýrir að hurðin sé venjulega lokuð en ef fjölskyldur kjósi að sameina herbergi sé það valkostur. Hótelið býður einnig upp á þrjú fjölskylduherbergi með auka kojuherbergi. Hótelstjórinn segir að til þess að minna á gamla skólahúsnæðið hafi verið ákveðið að gamli fyrirlestr- arsalurinn, stofa fjórtán, myndi halda sama nafni og áður. Í stofu fjórtán er móttakan og barinn. „Við bjóðum upp á síðdegi í stofu fjórtán,“ segir hún glaðlega. Þegar gengið er inn á hótelið tekur á móti gestum vígalegur skíðamaður. Þetta er skúlptúr eftir lista- konuna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur en hún setti upp sýningu á öllum Icelandair hótelunum. „Aðalheiður horfði til sögu svæðisins,“ segir Sigrún Björk um listaverkið. „Á Loftleiðum standa tvær ljósar kindur í móttökunni en einn svartur sauður stendur fyrir utan á pallinum, á Héraði stendur hreindýr, í Keflavík stendur kona í þjóðbúningi og hjá okkur á Akureyri er skíðamaður.“ Það er vel við hæfi að skíðamaður bjóði gesti velkomna en á veturna sækja margir skíðamenn hótelið. „Við erum með skíðageymslu í kjallaranum og veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring,“ segir hún. Veitingastaðurinn leggur áherslu á suður- evrópskan mat lagaðan úr íslensku hráefni. Sigrún Björk er ánægð með sumarörtröðina. Hún segir reksturinn ganga glimrandi og Akureyringa taka vel í nýja hótelið við Þingvallastræti. Sigrún Björk, fyrrverandi bæjarstjóri, er hótelstjóri nýja Icelandair hótelsins á Akureyri. Hún segir að hótelið gangi mjög vel og er hæstánægð með sumarörtröðina. Allt var rifið innan úr húsinu nema einn veggur. Það er dökki veggurinn. Einnig má sjá hurð sem liggur milli herbergja. Bak við hótelbygginguna er fallegur hótelgarður með stórri verönd þar sem notalegt er að setjast niður og slaka á. Sigrún Björk segir hótelgarðinn vera afar vinsælan meðal gesta. Icelandair opnaði nýtt hótel á Akureyri síðasta sumar. Upphaflega voru sextíu og þrjú her- bergi en í vor opnuðu þrjátíu og sjö til viðbótar. Hótelið rúmar rúmlega tvöhundruð gesti. Horft inn í veitingahúsið. Það er opið allan ársins hring og býður upp á suður-evrópska mat- argerð með íslensku hráefni. Veitingahúsið er afar vinsælt meðal hótelgesta. Gamall andi á nýju hóteli á Akureyri Við Þingvallastræti 23 á Akureyri stendur sögufræg skólabygging. Fyrir ári opnaði Icelandair hótelkeðjan nýtt hótel í húsinu. Húsið var stækkað og sniðið að þörfum hótelreksturs. Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri segir frá breytingunum. Texti: Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Iðnskólinn á Akureyri var upphaflega í húsinu. Húsið var byggt 1969 en því var mikið breytt fyrir hótelreksturinn. Í hverju herbergi er setustofa.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.