SunnudagsMogginn - 15.07.2012, Side 39
15. júlí 2012 39
Svo segir í Grágás, í sömu grein segir einnig að „og sá ábjörn er fyrst kemur banasári á“.Þetta ákvæði úr landabrigðis þætti Grágásar er rifjaðhér upp í framhaldi þeirrar miklu umræðu sem verið
hefur vegna fréttar þess efnis að hvítabjörn hafi sést í sjónum
skammt frá bænum Geitafelli á Vatnsnesi. Lögreglan á staðnum
skipulagði mikla leit að dýrinu, meðal annars flaug þyrla Land-
helgisgæslunnar yfir það svæði sem talið var að björninn gæti
verið á og einnig var leitað af landi. Eftir mikla leit er talið að
þarna hafi ekki verið hvítabjörn á sundi heldur aldraður útsel-
ur. Sporin í fjörunni sem talin voru vera eftir björninn voru að
athuguðu máli greinilega ekki eftir hvítabjörn heldur annan
björn, það er að segja eftir Árna Björn kajakræðara. Talsverð
umræða hófst hér um hvað gera skyldi við hvítabirni sem hing-
að kæmu eftir að tveir hvítabirnir gengu á land norður á Skaga
árið 2008. Eftir að fréttist að komu seinni bjarnarins varð tals-
verð umræða þess efnis að reyna ætti að bjarga birninum og
helst fara með hann aftur til Grænlands.
Undirbúnar voru björgunaraðgerðir sem mistókust hrap-
allega. Annars er það umhugsunarefni hvað maðurinn virðist
enn hræðast villt dýr. Engar áreiðanlegar heimildir eru til hér á
landi um að hvítabjörn hafi drepið hér mann. Í Skandinavíu er
nú mikil umræða um fjölgun úlfa og skógarbjarna. Það telst til
algjörra undantekninga að úlfur drepi menn, slíkt hefur ekki
skeð í Svíþjóð í 100 ár. Það kemur hinsvegar af og til fyrir að
birnir ráðast á menn en þá eru þeir yfirleitt særðir eða þá að
þeim finnst sér vera ógnað á einhvern hátt til dæmis vera í sjálf-
heldu. Sama má segja um hvítabirnina, það er afar sjaldgæft að
þeir ráðist á fólk, flestar árásir bjarna á fólk eru vegna þess að
fólk fer óvarlega, tekur óþarfa áhættu við að nálgast birnina.
Sömu söguna má segja um önnur villt dýr, ljón, hlébarða,
slöngur og hákarla. Algengasta ástæðan fyrir árásum villtra
dýra á fólk er óheppilegar aðstæður sem maðurinn kemur sér
sjálfur í. Þessi slys verða yfirleitt vegna vanþekkingar á eðli og
náttúru dýranna. Flestir komast í návígi við villt dýr í dýra-
görðum og kynnast þeim í fallegum
náttúrulífsmyndum í sjónvarpinu. Raunveruleikinn í nátt-
úrunni er hinsvegar annar, líf dýranna er stöðug barátta, nátt-
úran getur verið óblíð og grimm. Þegar Ísland var numið trúðu
landnámsmennirnir því að hér væru bæði viðarbirnir (skógar-
birnir) og hvítabirnir. Hvítabirnir voru réttdræpir hvar sem til
þeirra náðist enda stafaði mönnum ógn af þeim. Þeir voru hins
vegar eftirsóttir aðallega vegna skinnsins en einnig kjötsins.
Birnir hafa sést hér af til frá því að sögur hófust. Þeir hafa helst
komið hingað á miklum hafísárum. Frostaveturinn 1917-1918
er talið að hingað hafi komið 28 birnir, á 20. öldinni er vitað um
komu 79 bjarna hingað til lands. Áður en öflug skotvopn komu
til sögunar var það talsvert mál að aflífa hvítabjörn, margar
sögur eru til um afar ógeðfellt dráp á björnum. Með lögum nr.
64 frá 1994 voru hvítabirnir hinsvegar alfriðaðir á landi, á hafís
og á sundi.
Hinsvegar var heimilt að drepa björn sem gekk á land ef fólki
og búfénaði stafaði hætta af honum. Þá kveða lög á um varnir
gegn hundaæði nr. 290 frá 1980 um að „gangi hvítabirnir eða
önnur framandi rándýr á land séu þau ófriðhelg“. Reynsla und-
anfarinna ára sýnir að það er ekki raunhæft að fanga hvítabirni
og flytja þá aftur til Grænlands.
Ólíklegt er að Grænlendingar vildu taka við dýrinu og þá er
það gríðarlega dýrt, líffræðilega og tæknilega erfitt að svæfa og
flytja langar leiðir eins villt dýr og hvítabirnir eru. Þá væri það
nánast níðingsverk að flytja fullorðinn hvítabjörn í erlendan
eða innlendan dýragarð. Mannúðlegasta og skynsamlegasta
leiðin er því að aflífa dýrið eins fljótt og auðið er eigi það ekki
möguleika á að komast aftur á hafísinn. Annars er það áhuga-
vert í þessu sambandi þegar rætt er um þá ógn sem stafar af
villtum rándýrum að það dýr sem drepur flesta jarðarbúa og
mörgum stafar því mikil ógn af er agnarsmátt en það er mosk-
ítóflugan.
„Veiða á maður
í annars landi
að ósekju mel-
rakka og björn“
Hvítabirnir
Sigmar B. Hauksson
sigmar@skotvis.is
Svo liðu nokkrir dagar og viti menn! Úr Grunnavík í Jökulfjörðum
fregnaðist að þar hefði hinn dáði drengur verið á ferð og var honum
vel borin sagan. „Við vorum rétt að hefja lummubakstur þegar við
sáum fjóra kajaka koma fyrir fjallið Maríuhorn. Við fórum niður í
fjöru og veifuðum og hrópuðum. Þeir komu í land og við buðum
þeim inn í kaffi,“ sagði Bergþóra Reynisdóttir í samtali við Morg-
unblaðið þann 20. ágúst 1997. Hún gerði vel við sína gesti og bauð
þeim upp á rabbabaragraut og lummur úr hafragraut. Dóttirin Lilja
Ósk, Sigurðardóttir þá tíu ára gömul, hafði sérstaklega á orði í
blaðinu að sér hefði þótt Kennedy „sætur svona órakaður,“ eins og
hún komst að orði.
„Þetta er myndarlegasti karlmaður sem ég hef hitt nokkru sinni.
Hafði yfir sér látlausa fegurð,“ sagði Bergþóra þegar hún rifjaði þetta
atvik upp í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var góðlegur maður og
gaman að tala við hann,“ sagði hún ennfremur. „Strákarnir gerðu
lummunum góð skil enda þreyttir og svangir eftir langt volk á kajök-
unum. Fyrst kom ég manninum ekki fyrir mig en fannst hann samt
eitthvað kunnuglegur. Tengdi svipinn svo við móður hans Jacqueline
og þar með var gátan ráðin. Líklega á þotuliðið svonefnda til að fara
geyst fram svo rigni upp í nefið á því. Raunin var hins vegar allt önn-
ur með Kennedy, sem var alþýðlegur og gaf sér tíma til að spjalla við
alla. Ætli hann hafi ekki stoppað í tvo tíma hjá okkur, þarna í litla
húsinu í eyðifirðinum vestra,“ segir Bergþóra Reynisdóttir um John
F. Kennedy sem, ásamt eiginkonu sinni og mágkonu, fórst í flugslysi
skammt frá eyjunni Martha’s Vineyard, undan ströndum Massachu-
setts-ríkis í Bandaríkjunum, í júlí 1999.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Þetta er mynd-
arlegasti karl-
maður sem ég
hef hitt. Hafði yfir sér
látlausa fegurð
Bergþóra
Reynisdóttir
Matlock og Danny Crain
Skemmtileg og lifandi persónusköpun er það
sem heillar áhorfendur í afþreyingarþáttum en
góður leikur í burðarhlutverkinu er lykil-
atriðið. Persónan sjálf þarf ekki að vera marg-
slungin heldur fyrst og fremst að vera trúverð-
ug og vel útfærð. Andy Griffith fór það verkefni
vel úr hendi enda bjó hann að góðri reynslu í
gamanleik. Hann lék seinheppinn lögregluþjón
í grínþáttunum The Andy Griffith Show en
hugur hans stefndi á alvarlegri hlutverk.
Persónueinkenna Matlocks gætir í nútíma
sjónvarpsþáttagerð í lögfræði drama-
kómedíum á borð við Boston Legal og Ally
McBeal svo nokkrir séu nefndir. Aðalpersónur
þáttanna eru venjulegar í grunninn, með út-
blásið sjálf, en skringilegheit og uppátækjasemi
þeirra er ýkt. Innan veggja dómsalarins eru þær
til alls líklegar og beita óútreiknanlegum
brögðum. Þó að lögmaðurinn Dany Crain sé
ólíkt meiri dólgur en Matlock búa þeir yfir
svipuðum klækjabrögðum. Í einum þáttanna
lætur Matlock mann aka inn mótorhjóli með
tilheyrandi látum og setur upp stór hvolpaaugu
og fórnar höndum þegar kvenkyns mótlög-
fræðingur æsir sig upp úr öllu valdi. Þessi til-
tekna sena gæti allt eins átt heima í Boston Leg-
al og lögmaðurinn gæti verið Dany Crain.
Leikarinn lést 3. júlí síðastliðinn á 86. aldurs-
ári.
Bregður á leik sem lögregluþjónn í The Andy Griffith Show.
’
Matlock var klókur lög-
fræðingur en örlítið
klaufskur í senn. Yf-
irbragð hans var blíðlegt en
ákveðið sem virkaði vel á
skjólstæðinga sem hann gjarn-
an þurfti að tukta til og veita
föðurlegt aðhald. Segja má að
vörumerki hans hafi verið
grár; hárið, jakkafötin, Ford-
kagginn allt í stíl við ljósa
skyrtu og gljáfægða spariskó.
Andy Griffith fæddist 1. júní
1926. Einkalíf Andy Griffith var
ekki mikið í sviðsljósinu enda
hann heimakær og rólegur að
eðlisfari. Hann var þrígiftur og
átti tvö börn með sinni fyrstu
konu, Barböru Bray Edwards,
Sam og Dixie. Sam dó árið
1996 eftir margra ára baráttu
við alkóhólisma. Andy giftist
grísku leikkonunni, Solica Cas-
suto 1973 og entist það hjóna-
band í átta ár. Árið 1983 giftist hann eftirlifandi konu
sinni, Cindi Knight, þá var hún 27 ára og hann 56 ára.
Andy var tónelskur og gaf út plötuna, I Love to Tell the
Story, 25 Timeless Hymns, árið 1996 og fór hún í plat-
ínusölu.
Heimakær söngfugl
Nostalgíunni var svalað með
áhorfi á Matlock. Óhætt er að
mæla með þáttunum og eldast
þeir furðu vel. Söguþráðurinn er
einfaldur líkt og persónurnar en
kemur ekki að sök því Ben Mat-
lock býr yfir sjarma sem stenst
tímans tönn.
Umhverfið, klæðnaðurinn og
tónlistin eru góð heimild um ní-
unda áratuginn. Í dramatískum
atriðum er tónlistin hækkuð og
persónan sem þarf að standa
fyrir máli sínu fyllir skjáinn og
brestur ósjaldan í grát. Undir lok
þáttarins fellur allt í ljúfa löð og
Matlock fær sér pylsu eftir vel
unnin störf eða gerir hið óvænta
– skellir sér á mótorfák og þeys-
ist út úr dómssalnum.
Klassík sem klikkar ekki
Óhætt er að mæla með einum
Matlockþætti á góðri kvöldstund.
Það er ekki hægt að ljúga
að þessu andliti.